Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Qupperneq 14
BRIDGE I eftirfarandi spili tekst sagnhafa að bæta fyrir alvarlega yfirsjón, sem honum varð á í upphafi. Sagmiir gengu þannig: Norður — Austur — Suðut — Vestur Pasis 2 Tíglar Pass 2 Spaðar Norður 1 Hjafta Pass 4 Hjörtu Allir pass Vestur 4 y A ¥ ♦ 4 7-5-3 K-8-5 D-G-9-6-2 D-G Austur A Á-K-D-10-9 6 V 3 4- 7-4 4 10-9-8-3 G-8 G-6-2 ♦ K-10-8-3 4 7-6 5-2 Suður A 4-2 ¥ Á-D-10-9-7-4 4 Á-5 4 Á-K-4 Vestur lét út spaða gosa. Austur drap með drottningu, lét næst spaða ás og siíðan spaða kóng. Sagnhafi sem óttaðist að Vestur hefði hjarta gosa og vomaði um leið, að trompiin væru 2—2 hjá andstæðingumum, drap með hjairta drottningu, en Austur )ét laufa 2. Augljóst er, að sagnhafi á ekki að trompa, heldur láta tígul 5, því hann getur frekar reiknað með tígul kóngi hjá Vestri. Hanin veit að Austur átti ás, kóng og drottniingu í spaða og eigi Austur auk þess tígul kóng þá má reikna með að hamn hefði opnað í byrjun í stað þess að segja pass. Sagnhafi tók næst ás og kóng í trompi, en ekki féll gosinn. Allt útlit fyrir að liann verði að géfa 2 slagi til viðbótar þ. e. einn á tromp og einn á tígul. Sagnhafi fann þó leið til að komast hjá þessu. Hann tók 3 slagi á lauf og lét því næst úr tromp. Vestur drap og átti nú aðeins tígul til að láta út og þannig vann sagnhafi spilið og bætti fyrir mistökin í upphafi spilsins. BRIDGE ferði sinu. Krafðist hann þess að fá úr þvi skorið, hvort slík hegðun teldist rétt gagnvart Guði og mönnum. „Hverju svarar þú sonur minn,“ spurði biskupinn. FRANS REIS A FÆTUR. Hann var i hinum glæsilegu fötum, sem móðir hans hafði látið hann fá, framkoma hans var frjálsmannleg og einarðleg, hann var alveg eins og hann hafði áður ver- ið, og ekkert minnti á það, að þarna færi betlari af götunni, eins og hann hafði verið, frá því er hann fór að heiman. Hann viðurkenndi að hafa syndgað gagnvart föður sínum og Guði sjálfum með því að taka og selja hluti, sem faðir hans hefði átt, en skýrði jafn framt frá tilganginum. Hann hefði senn i 25 ár farið sínar eigin leiðir í lífinu og ekki skeytt um Guð. En nú ætlaði hann að hlýða kalli Guðs, sem hann hefði meðtekið, fara hans vegi og segja skilið við allt, sem lægi að baki. Það er augljóst, á hvors bandi dómarinn var. Hvaða niður stöðu, sem Pietro Bernadone hefur vonazt til, þá hefur hann ekki getað búizt við henni jafn hörmulegri og hún varð fyrir hann. Biskupinn mætli: ,,Ef þú ætlar að þjóna Guði, þá skila þú föður þínum Mammon hans aftur. Hann er sennilega illa fenginn og á því ekki að not- ast kirkjunni til góða.“ Og nú gerðist furðulegur hlut ur, sem er einsdæmi í sögunni, atburður, sem málarar margra alda hafa lýst í myndum, skáld ort um og prestar lagt út af. Frans reis á fætur, sneri sér að biskupnum og sagði: „Herra, ég mun eigi aðeins afhenda hon- um þá peninga, sem ég hef frá honum, heldur vil ég gjarnan afhenda honum fötin líka.“ Og áður en menn höfðu áttað sig, hafði hann svipt sig klæðum og stóð nakinn í réttarsalnum — Allir viðstaddir risu furðu lostnir á fætur, en Frans mælti hárri röddu, en þó í auðheyri- legri geðshræringu: „Heyrið allir mál mitt. Til þessarar stundar hef ég kallað Pietro Bernadone föður minn. Nú skila ég aftur peningum þeim og fötum, sem ég hef af honum þegið og skal aldrei aft ur segja: Faðir, Pietro Bema- done, heldur Faðir minn, þú sem ert á himnum." Að því búnu lagði hann skarlatsklæði sín og hvít nærföt fyrir fram- an föður sinn og setti peninga hrúgu ofan á. Kliður fór um salinn, og margir tárfelldu. Pi- etro Bernadone, ákærandi í máli þessu, beygði sig niður, tók upp fötin og peningana og gekk út úr salnum með hvitt, steinrunnið andlit. Biskupinn gekk til Frans, vafði kápu sinni utan um hann og leiddi hann út úr réttarsalnum: Nú var Frans loksins alfrjáls. •—- Frans endurbyggði kapell una i San Damiano, eins og hann hafði heitið Guði, en nú varð hann að betla múrsteina, kalk og mat. En hann var mjög nægjusamur, hvað mat snerti. Eftir að sonur meistara Pietr- os varð betlari og klæddist sem slíkur, gerðu götustrák- arnir oft aðsúg að honum, köll- uðu hann vitfirringinn og hentu í hann hrossataði, en steinar slæddust stundum með. En hann tók öllu slíku með stakri ró. Frelsarinn sjálfur hafði orðið að þoa háð og spott og spáð því, að þeir sem fylgdu honum, myndu verða að þola slíkt hið sama. Hinir fornu drykkjubræður hans voru sannfærðir um það að hann væri orðinn vitskerrtur. Það varð honum oft þung raun að standa allt í einu aug- liti til auglitis við gamla vini frá gleðinnar dögum, og hann skildi vel, að þeir hlytu að álíta sig brjálaðan. Svo vel mundi hann sjálfan sig i þeirra hópi. Hann barðist við freist- inguna að snúa aftur, en hon- um tókst að sigrast á henni. Verst þótti honum þó að hitta föður sinn á götu. Þeir skiptust aldrei á orðum, en horfðust stundum í augu — augnablik. Það var enginn vegur til baka. Eitt sinn sá hann föður sinn tilsýndar á götu, boginn i baki niðurbrotinn mann, biturleiki og harka skein af svip hans. Frans baðst fyrir alla þá nótt fyrir framan róðukrossinn i San Damíano. Af hverju þurfti Guð að krefjast þessa af hon- um? En svo bað hann Guð að fyrirgefa sér sinar efasemdir. MEISTARI BERNARDO DA QUINAVALLE var rikur og vel metinn kaupmaður í Ass- isi. Hann var um þrítugt, er þetta geröist og hafði þekkt Frans mjög vel.- Hon- um varð oft hugsað til hinn- ar furðulegu breytingar, sem orðið hefði á hinum glað- væra vini sínum. Hann ræddi þetta oft við vin sinn doktor Pietro Cataneo, sem var há- lærður maður, doktor í lögum og lögfræðilegur ráðunautur kirkjunnar. Margs hafði hann orðið vísari bak við tjöldin, og honum ofbauð oft hvernig kirkjunnar menn gátu hegðað sér. Hann var því ekki ósnort- inn af þeirri óskiljanlegu stað- reynd, að hinn léttlyndi og óguðrækni æringi Frans, skyldi sýna einlægari guðsótta og skilyrðislausari fórnarlund en hann hafði nokkurn tíma orðið var við innan prestastéttarinn- ar. Það var meira en furðu- legt, það var kraftaverk. Þeir Bernardo og Cataneo ræddu um þetta tímunum saman, kvöld eftir kvöid. Það var greinilegt, að Frans ætlaði sér að lifa í samræmi við fátækt postulanna og Jesús. Það sem Frans hafði gert, var í raun- inni það, að hann hafði tekið Krist á orðinu, og var það ekki einmitt meiningin, þegar allt kom til alls? Niðurlag í næsta blaði. Horft til æskuára Framhald af bls. 3. allt íar um að efla þingheim til fylgis við tillöguna. Man ég ekki til þess að hafa í annan 't/íima hafit slíkan' áróður í frammi, en einn þáttur hans var sá, að ég skrifaði í Mooig- unblaðið heilsiðu grein um „Al- þinigi og íslenzJka ritlhöfunda“. Þyikir mér í rauninni enn í dag vaant um að hafa skritfað þá grein, því að þar kemur, að ég bezt veit, í fyrsta sinn fraon af- dráttarlaus viðurkenning á hætfilei'kum Halldórs, og máttu þeir þó vera öllum augljósir fyrir af því, er hann hafði þéig ar riitað. Við 2. umræðu fjár- laga í neðri deild var svo sam- þykkt með glæsileg'uim atkvæða mun að veita Halldóri 1500 kr. „itil ferðalaga og ritstarfa". Þótti vildarmönnum hans mik- ill siigur unninn, en sú dýrð stóð ekki lengi. Einihver ó- happamaður varð til þess að bera niður í Alþingishús ný- prentað hefti af Eimreiðinni, þar sem birt var kvæði eftir Halldór Kiljan Laxness. Gekk heftið næstu daga frá einum þingmanni til annars og lét hvarvetna eftir sig hina vo- veiflegustu óhugnan. Þótti þá sem örlög Halldórs mundu ráð- in, og fleiri en einn þingmað- ur atyrtu mig harðlega fyrir að hafa blekkt sig til fyligis við þetta hræðilega vandræða- skáld. Er ekki að sökum að spyrja, nema að styrkurinn var felldur burt úr fjárlagaífi’um- varpinu í efri deild með nær- fellt öllum atkvæðum. Þetta umrædda kvæði er Únglíngur- inn í sikóginum, sem siðan hef- ur átt fast sæti í úrvali ís- lenzkra ijóða. Halldór lét vitanlega engan bilbug á sér finna við þessi úr slit, og sjálfur hafði hann lát- ið svo um mælt í grein þeiiri, sem áður er getið: „Islenzikum rithöfundium ætiti ekki að vera vandara um að lifa við sult og seyru en öðrum ísl. listamönn- um. Hitt er að harma, að þeir hafa ekki gert sér Ijósa grein þess, hve hátit ber að setja markið til þess að íslenzkur skáldskapur í lausu máli geti orðið markaðsgengur i heims- bókmenntunum, á sama hátt og saltfiskur vor á heimsmarkað- inum. Oss er flest dælt innan íslenzkra iandsteina og ljótt að fyrirlíta fósturlandið; en vafalausit verða tíu fyrir einn um að skrifa skáldsögur um ís- lenzka hreppapólitík og iaus- læti i Reykjavík, enda þótit ein hverjir færi markið út fyrir landsteinana, hefji þjóðsrni sitt upp í veldi hámenningarinnar og þoli erfitit brautargenigi fyr ir kappkostun þess að rita á islenzku máli fullkomiin verk, — verk, sem hefja mættu nafn Islands til vegs og virðimgar hvar í heiminum sem hæstar kröfur kunna að vera gerðar til snilidar". Það er nú löngu viitað, hver hugur fylgdi máli, er Halldór reit þessi athyglisverðu orð rúmlega tvítugur, og þarf ég þar engu við að bæta. En þstta sama vor tólk hann sér fari til Miðjarðarhatfslanda með er- lendiu flutnmgaskipi, sem lagði upp frá Hafnarfirði, og fyiigdi ég honum þanigað um borð. Man ég það síðast til Halldórs að þessu sinni, áður en stiigið væri á skipsfjöl, að hann brá sér inn til kunningjatfólks síns í Firðinum og ha.fði þaðan með sér að l'áni Heiimskringlu Snorra Stui’lusonar. Útgcfandi: H.f. Arvakur, Heykjavik Framkv.stJ.: Haraldur Svelnsson Ritstjórar: Matthfas Johannessen Eyjólfur KonráS Jónsson AAstufiarritstJ.: StyrmJr Gunnarsson RltstJ.fltr.: Gísli SigurSsson AuKlýsingar: Arnl G«r6ar Krlstlnsson Ritstjórn: AðaUtrsetl 6. Sfmi 10100 Valdir kaflar úr verkum Laxness Framhald af bls. 6. Það var runninn nýr dagur. Við sáum út yfir nýja byggð, hlíðar, engi og tún, allt svo unaðslega grænt í ári morguns- ins eftir rigninguna. Svo var ekki meiri rigning. Ifún hafði keyrt reiðskjót- ann af slíku kappi á fjallinu, að snærið var slitnað út úr honum. Það er ekkert upp í klárn- um þínum lengur, sögðum við. Hvað gerir það til? Til hvers á að hafa beizli? sagði hún og sló enn uppá, og stýrði klárn- um með því að slá flötum lóf- anum á hálsinn á honum sitt á hvað, eftir því hvort hún vildi taka stefnuna til hægri eða vinstri. Það var mjög skemmti- legt ferðalag. 14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 23. apríl 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.