Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1972, Side 10
EKKI ERU ÖLL KURL KOMIN TIL GRAFAR
UM FYRIRMYNDIR AÐ PERSÓNUM
NJÁLU
OG HUGLEIÐINGAR UM HÖFUNDINN
Af Njálusloðnm: Seð til Þrihyrnings.
Um >að bil viku áður en tóku að birtast greinar
um Njáluhöfund eftir Jón Gisiason (hin fyrsta 14.
júni 1970) i Lesbók Morgunblaðsins, hafði ég lokið
við að hripa niður þessar hugleiðingar mínar um
sama eíni. Lagði ég þær þvi til hliðar og beið til að
sjá hvað úr myndi verða.
Hinn 8. ágúst 1971 birtist siðasta grein Jóns, um
þetta efni.
Báðir bendum við á sama manninn, sem höfund
sögunnar. Ekki þræðum við samt sömu brautir tii
rökstuðnings.
Gæti ekki verið að báðir hefðu eitthvað til síns
máls?
Mér er ijósit, að fullsannað höfum við hvorugur,
hver Njáluhöfundur er, en áiít samt að sézt hafi spor
i rétta átt, til séra Grims Hólmsteinssonar frá Holti
undir Eyjaf jöll'um.
Enda þó ég fari ekki troðnar slóðir fræðimannsins
hefi ég freistazt til að koma skoðunum minum til
prentunar!
Á síðastliðnum vetri, þegar ég sá og heyrði Helga
bónda Haraldsson á Hrafnkelsstöðum í sjónvarpinu
tala um höfund Njálu, vaknaði hjá mér áhugi á
þvi margumrædda og forvitnilega máli svo ég tók
að hugleiða það nánar með sjáifum mér. Hvarflaði
þá hugur minn fljótlega til Oddaverja, hvort ekki
myndi þar að finna einhvem, sem iagt hefði hönd á
páöginn með þeim ágætum, sem raun ber vitni um.
Náði ég mér þá í „Sögu Oddastaðar" eftir Vigfús
Guðmundsson frá Keldum, siðar 1 Engey, og tók þá
að grafa í þvi, sem ég hefi aldrei áður snert, og síð-
an ekki getað losað mig frá tál þessa dags, hver svo
sem framvindan verður. í>að gladdi mig þvi mikið,
þegar ég las i Lesb. Morgunbl. 22. febrúar s.l. viðtal
við mann að nafni Jónas Guðlaugsson, er benti á
séra Grím Hólmsteinsson, sem höfund Njálu, ein-
mitt þann mann, sem ég hafði fengið augastað á við
lestur bókar Vigfúsar Guðmundssonar.
Það hefur valdið mér nokkrum vonbrigðum að
iheyra ekki meira frá Jónasi þessum um þetta efni,
sem um getur i Lesbókinni, svo ég réðst í að taka
saman í stuttu máli, árangurinn af eftirgrennslan
minni, og jafnframt að setja fram skoðanir mínar á
umræddu efni, hversu svo sem til tekst, verð ég þó
að biðja lesendur alira hluta vegna að taka viljann
íyrir verkið.
Skal nú snúið að því, sem frá Grími er sagt í „Sögu
Oddaverja". Þar er ritað svo um Grím, sem einn af
ábúendum:
1 Biskupasögum (I. b. 97) er svo sagt:
„Um vorit (1274) reið Árni bisk. austr yfir ár, og
9etti þann prest í Odda, er Grímr hét ok var I-Iólm-
steinssson, bróður Þorgeirs í Holti ok Jóns, er átti
Herdisi dóttur Jóns Örnólfssonar.
Móðir Gríms var Guðrún dóttir Orms Breiðdælimgs
Jónssonar." Þeir voru þremenningar frá Jóni -
Loftssyni Sighvatur sem fór, og Grímur sem nú kom
að Odda.
Hann er því rétt talinn einn af Oddaverjum, þó
hann væri ekki arfborinn til staðarins. Hefur hann
verið nær í náðinni en Steinvararsynir. Mátti og vera
svo stórt í Sighvati, að hann vildi ekki þiggja Odda-
stað sem náðarbrauð hjá biskupi.
Grimur hafði fyrr, um 1260, verið pr. á Kirkju-
bæjarkilaustri, og svo um 1270 í Holti. Bn frá Odda
fór hann að Breiðabólstað, meðan bræðumir fengu
aftur taumhaid á Odda og svo aftur þangað, er þeir
misstu tökin.
Menntaður maður hefur Grímur verið og ritfær
vel. Þvi aðeins hefur Runólfur Sigmundsson ábóti í
Veri beðið hann að semja sögu af *íóhannesi skírara,
eftir guðspjöllum og helgum bókum.
Varð hann við þeim tilmælum, og hafði lokið langri
sögu úm 1280. Að þvi ioknu rilar pr. ábóta langt
bréf og mærðarfullt, og er það prentað í Kirkjusögu
Finns biskups (I. 584). Söguna mun Grímur pr. hafa
samið í Odda og stuðzt við bókakostinn þar — eða
þaðan? Því í Hoiti var og „fjöldi bóka“. Enda líklegt,
að vegna fræðiforða staðarins, hafi Odda pr. verið
beðinn að semja söguna.
Ekki getur konu eða barna Grims pr. En frændur
hans voru auðugir og mikilsháttar menn. Föðurbróð-
ir hans Þorgeir í Holti, faðir Vilborgar, er átti Sig-
hvatur auðugi. Þeirra son var Sigurður í Seltjöm í
Nesi.
Þegar Ámi biskup var i Noregi í síðara stríði Staða-
mála 1289, hafði Jörundur erkibisfcup „gefið" Guð-
mundi pr. Halldórssyni Oddastað. En þá bom upp,
að Ámi hafði áður og í annað sinn ,,gefið“ sama stað
Grimi pr. — Fékk Guðmundur pr. Breiðabólstað í
Fljótshlið í sárabætur, sem hinn fór frá.“
Þetta er það, sem Vigfús hefur um Grím að segja,
og er víst ekki ýkja mikið atnnað um hann vitað, —
svo mér sé kunnugt. Finnst mér þvi rétt að setja
hér þrjár setningar, slitnar úr samhengi, er standa
í Áma sögu biskups Þorlákssonar (Staða-Áma), 2.
kap. Islendinigasagnaútgáfunnar:
„ . . . en Árni þá stundum i Þykkvabæ með Brandi
ábóta, . . . stundum með Grimi presti Hólmsteins-
syni . . . en lengstum heima á Svínafelli.“
Þess má geta tiil skýringar, að Grimur var þá
prestur á Kirkjubæjarklaustri, en Þorlákur faðir
Árna bjó að Svinafelli.
Eins og á þessu stutta yfiriiti úr ævi Gríms sézt,
þá hefur hann verið búsettur á því svæði, sem flestir
aðal atburðirnir gerast í Njálssögu, hefir því staðið
vel að vígi um staðþekkingu á viðkomandi umhverfi,
eins og gtlöggt má finna í sögunni. Að hinu leytinu
má ennfre.mur gera sér i hugarlund, að hafi einhverj-
ar munnlegar sagnir verið til á þessum tíma um at-
burði og persónur Njálu, þá hafi þær varla verið
meiri annars staðar, svo og jafnvel stuttar skrifleg-
ar heimildir innan um ættartölur. Slik gögn hefðu
þvi átt að vera tiltæk höfundi, í þessu tilviki Grími,
i hans aðstöðu. Ef litið er yfir viðara svið sögunnar,
mætiti taka til Þingvelli og leiðina þangað að austan
eða þaðan austur í Skaiftafellssýslu, er ljóst, að höf-
undur hefur verið þar öllu kunnugur.
Sagan mun nú af flestum fræðimönnum talin
skráð á siðasta fjórðungi þrettándu aldar, nánar tii-
tekið ekki siðar en 1290. Mun ég í þessu spjalli minu
ganga út frá því, enda þótt ég sé ekki að öilu leyti
sannfærður um það, þvi ég hygg, að verið gæti, að
sögulokin séu rituð sfcömmu síðar. Þó ætla ég ekki,
að svo kornnu máli að gera nánari grein fyrir því,
þar sem ég tel um smámuni að ræða, en gæti samt
haft þýðingu að nánar athuguðu máli.
Það mun einnig af flestum viðurkennt, að höfund-
urinn sæki sínar fyrirmyndir af persónum Njálu
til samtímamanna sinna. Ég hef þvi að undanförnu
farið í ieit til samanburðar á atburðum og atburða-
röð svo og persónum Njálssögu, og samtíð höfundar
og þálifandi manna, með það í huga að Grímur sé
arsættum, ef þau enduðu þá nokkurn tímann til fulls.
þess. Hvernig til tekst, verður hver og einn að dærna,
eins og efni hans standa til.
Á þrettándu öld komust fá eða engin meiriháttar
mál til dóms, sökum yfirgangs rikra og voldugra höfð
ingja, heldur enduðu með vígaferlum eða nauðunig-
arsættum, ef þau enduðu þá nofckurn timann til fulls.
Samt voru uppi á þessum tima góðgjarnir menn,
sem vildu bæta ástandið, en gátu ekki rönd við reist,
enda við ramman reip að draga, þar í flokki tel ég,
að höfundur Njáiu hafi verið og þykir mér alveg
víst, að í þann hóp haíi Grimur Hólmsteinsson skip-
að sér, svo að scgja undir handarkrika Brands ábóta
í Veri, með staðsetu sinni að Kirkjubæjarklaustri, og
arsættum, ef þau enduðu þá nokkum tímanTi til fulls.
ugt er, var ábóti einhver sá mesti og mikilvirkasti
friðarstillir og sáttagerðarmaður þessa tímabils, með-
an hann lifði, (dáinn 1264).
Að þessu athuguðu, lít ég svo á, í fyrsta lagi, að
markmið höfundar með ritun sögunnar hafi verið
meðal annars að lýsa óbeint ástandi samtímans, og í
öðru lagi að benda á hina réttu ieið til umbóta og
betra síðar, og tíl þess dygði ekkert annað en að effla
kirkjuna, svo að kristni ykist í landinu, jafnvel þó
að það yrði ekki gert sársaukalaust öilum. Mun ég
nú reyna að útskýra þetta nánar, einis og það kemuir
mér fyrir sjónir, og ætla ég þá að ganiga út frá því
sem vísu, að Grímur sé hinn rétti höfundur sögunnar
og tafca fyrir jöfnum höndum bæði atriðin.
Efcki get ég komizt hjá þvi að lita á Áma biskup
Þórarinsson sem eina af uppistöðum við byggingu
Njálssögu. I sögu hans er talað um siðabreytingar
Árna biskups, þar segir:
„Hann sat oft yfir málum manna, ok þótt hann
hefði eigi verald'legt vald, sem hinn heilagi Ambrosius
bisfcup hafði á sinum dögum, vildi þó hverr hann til
síns máls kalla, meðan þeir voru sjálfráðandi fyrir
konungiigum va’ldsmönnum, ok þóttu þann tíma þau
mál flestum mörauim bezt komimn, er hann sá yfir.“
Og svo þetta:
„Ámi biskup breytti margri skipan ínna fyrri bisk-
upa til miskunnsemdar.“
Það má hiklaust fuliyrða, að Grímur prestur hefur
verið sama sinnis og höfundur þessarar frásagnar,
og tryggur stuðnings- og fylgismaður biskups við
töku kirkjustaða, enda vafalaust einn al beztu vinum
hans írá því, að Árni var á Svínafeli og víðar í
Skaftafeil.ssýslu. Árni var innan við tvítugt er hann
kom að Svínafelii frá Skál, er kunningssikapur og vin-
átta hófst, Grímur hefur trúlega verið um tíu árum
eldri.
Það er mjög athyglisvert að á þessum tímium bar-
daga og vigaferla, skyldi taka kirkjustaða á íslandi
aldrei leiða til mannvíga þrátt fyrir harðvítuga bar-
áttu af beggja hálfu. Mun þar mestu um að þakka
hyggimdum og stjórnsemi biskups; þrátt fyrir kapp-
eimi sína og ákafa, hefur hann haft aðdáunarvent
vald yfiir liði sinu og aðgerðum.
Nú mun margur halda, að ég sé kominn langt frú.
efninu, svo er þó ekki, ég bið þvi menn að hafa þol-
inmæði örstund, þetta ætla ég að skýrist eftir því
sem á liður umræðuefnið.
1 Njálu höfum við marga ribbalda, óróamenn og
Jævísa undirróðursmenn, og um leið kristilega þenkj-
10 L.ESBÓK MORGUNBLAÐSINS
1. október 1972