Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1972, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1972, Side 12
Hugleiðingar um persónur Njálu og höfund hennar Framh. aí Ms. 11 Gizurar jaris, eins og hann hefur litið á þann mann. Ég ætla þvi að byrja á að rifja upp fyrstu kynni ■þeirra á ÞirrgvöHu'm. Hann sér hana þar fremsta í flokki velbúinna kvenna á gömgu fyrir neðan Mos- feflliragabúð, en það var búð Gizurar hvíta, sem fór með goðorð Mosfelliraga og var á þvi tímabili einhver áhrifamesti maður landsins, þá var einraig á þeiim tíma tekinn að vakna áhugi Noregslkonunigs fyrir yfirráðum á íslandi, var því ekki að undra, þótt kon- ungsvaldið væri á stjáx rétt hjá stæirstu krasinni. Það sem eftir þennan fund talast til með þeim, er ödlum kurm'ugt, sem lesið hafa Njálu. Samt er vert að geta þess, að þegar hann byrjar að leita gjaforðs við hana, segir hún meðal annars, — „en mannvönd mun ek vera“. Það er líka auðfundið, að rraeð þessari frá- sögn sinni er höfuradurinn að gefa ótvírætt í sikyn, að Gizur Þorvaldsson hafi leitáð eftir valdastyrk frá . Noregskonungi. Vikjum þesisu næst að Njáli og Bergþóru, þeirra fyrirmyndir sækir höf. án alls efa ti'l Hálfdánar á Keldum og Steinvarar Sighvatsdóttur, konu han-s. Þ-á skoðun hefur Barði heitinn Guðmundsson áður komið irreð, en ég verð samt að fjalía í'ítið eitt um það mál. Svo augljósl-ega eru þessar persónur líkar hver annarri, að naumast verður Mkt við annað en afsteypur. Báðir voru þeir Njáll og Hálfdán friðar- ins menra, sem leiðdu hjá sér öll vígaferli, þótt hart syrfi að og eggjaðir væru, svo alkunnugt er það þeim, sem til þekkja, að ég mun ekki fara út í neina upprif jun um þau atriði, heldur raeða eiíitið um kon- urnar. Um Bergþóru segir Njála „kvenskörungr mikill ok drengr góðr ok raokkuð skaphörð“. Hve mikxð að Steinvöru hefur kveðið, skal þess getið, að í Árna sögu biskups eru synir þeirra Keldna hjóna oftast kallaðir „Steinvararsynir“. Þá ber að geta þess, að hún er eina konan svo kunnugt sé, sem sett heíur gerð í vígamálum, var þar kröfuaðili fyrir hörad Þórðar kakala bróður síns og hélzt sú gerð vel, imrnii þetta vera hin fyrstu valdaáhrif konu á Is- landi, frá því að það byggðist. Verður því létt að ímyrada sér, að höf. Njálu raoti sér Bergþóru sem tákn höfðingjavaldsins gegn konungsvaldinu í sam- skiptum hennar við Hallgerði, enníremur skeggleysi Nj'áls sem valdaleysi og kartnegiur Bergþóru, sem hrjúfar kíórur í gerð, sem margur varð að sætta sig við til að halda lífi og lirtram. Skal nú vikið að Höskuldi Þráinssyni Hvítanesgoða. Það hefur vafizt fyrir mörgum og gerir enn, hvar þetta Hvítanes sé að finna, það þekkist hvergi á söiguslóð Njálu í dag svo nokkur viti, eða ömefni með þvi nafni, þó að nú á síðustu árum sé bær í Vest- ur-Landeyjum eigi langt frá Orsabæ með þvi nafni, eftir að hafa í mörg ár áður borið annað nafn, má þvi ekki rugla saman. Því hefur mér komið í hug, að Hvítanes tákni kirkjuturn með merki trúarinnar — krosisinuim — sem hæst ber enn þann dag í dag á kirkjum kristlnna martna, og skal nú Iítið ertt nánar gerð greln fyrir þeirri .íkoðun minni. Ég lít svo á, að höf. sé þama með Hösikuldi að Ieiða fram og sýna prestastétt goðakirkjunnar, því eins og allir vita, er til þekkja, voru bágari kjör hennar fram á síðari hiluta þrettándu aildar en nokkurrar annarrar stéttar þálifandi manna, svo að heizt líktist dauða. Þar á é'g við presta þá, sem goðar kostuðu til náms og ef til vi'M fleiri ri'kir kirkjueigendur. Við sjáum það af Njálu, að þegar Höskuld-ur fer að búa í Orsabæ þá er hann svo „smátt númer," að „Njáll réð honum hjón ÖU1“ og svo, að hann laut í öl'lu vilja fóstra sdns, í sömu átt hníga samskipti hans við Lýtirag á Sámsstöðuim og viðræður við Mörð Val'ga-rðsson. Hvergi er þess heldur getið, að Höskuldur hafi til Alþinigis riðið þó fímmtardömsgoði væri, eftirtektar- vert er það einnig, að begar hann er veginn er hann við sáðningu og i sfcykkiunni „FIosanaut“, sem vísast á máli höf. er ekkert annað en prestshempa. Að þessu athuguðu finrast mér rétt að fara nokkrum orðum um Hildigunni Starkaðsdóttur. Tel ég, að írá höf. hendi sé bún persómigervimgur kirkjunnar. Þegar henni er sagt frá bónorði Höskulds, segist hún vera skaphörð kona eims og síðar kom í ljós, „ — ok hefur þú þat mælt, at þú myradir eigi gifta roiig goðorðslaus'um manni,“ siegir hún við Flosa, en þó tfús til með skilyrði, — „ef þeir fá honum mannafor- ráð". 1 þessu máli hefur Njáll alla forystuna þvi — „Höskuldur kvaðsit mörigum vel trúa, en emgum jafn- vel sem fóstra sínum“. Þa er komið að gátunni um Flosa Þórðarson á Svínafelli, hann tel ég hiklaust eiga að lýsa hinum áður og margraefnda Árna biskupi Þórarinssyni, er vígður var til Skálholtsstaðar 1269 og settist þar að, sama ár, skai í því saimbandi minna á vegna þess, sem að framan er sagt, að Gizur jari lézt 1268. Áður en lengra er haldið áfram með Flosa, vil ég leiða fram nokkrar fleiri persónur og samanburðar- hugmyndír mínar á þeim sem sé, að Siðu-Hallur, sem var eirtfaver stjrrkasta stoð Flosa í hans mála- ferlum og þar að auki tengdafaðir, sé Brandur ábóti í Veri og síðar biskup að Hólum þótt haran sé látinn 1264 og áður en Árni verður biskup. Þykist ég sját, að keraniragar hans og handleiðsla hafi verið Árna æði drjúgur styrkur í þvi, sem hann tók sér fyrir hen-dur frá því fyrsta í sinni biskupstið. Þá finmst mér vera komið að Merði Valgarðsisyni, óvinsæl'ustu persónu Njálssögu, hann getur að mínu áliti eniginn annar átt að vera en Hrafn Oddsson, höfuð andstæð- irag-ur Áraa og Tnótgangsmaður, um hann segir svo, meðal annars í Biskussögu hans: „Honum hafði Magnús konungr skipat hálft Island. Hann samnaði fyrir alim-enningi, at komungrinn vildi eigi saimþykkja, at bændr væru svipitir þess kyns eiginuoi ok eigi heldur at þeir væru saklausár ban'nsettir. En biskup sagði á mót, at þat var fals Hrafns, en eigi orð kon- ungs, ok þat váru frá upphafi kirkjulögin, at eigi skyldu leikmenn, heldur kLerkar, varðveita allar Mrkju eignir." Þarna er Hrafni ótvírætt og greinilega gefiran lygastimpillinn. Þá er eiranig rétt í sömu andrá að rninna á þátt hans í brú0kaupinu á Flugumýri 1253 og daginn eftir brennuna þar, eins og frá er sagt í Sturlungu, þó eigi verði frá þvi greint hér, heldur snúið sér að því hverjir ég hygg, að Njáls- synir eigi að vera og byrja á þeim sem talinn var þeirra fremstur og um leið foringi er í harðbakkann sló, Skarphéðni, að hans fyrirmynd sé Sighvatur Hálfdánarson í Odda, síðar á Keldum, en Grímur Loftur bróðir hans og Helgi þá Sturla Hálfdánarson, mun síðar verða nánari grein gerð fyrir þessum tilgát um mínum. Nú mætti mörgum sýnast, að kominn væri tími til að minnast á sjálfa Njálsbrennu, sem öruggt er tal- in hafa átt sér stað, en að hún hafi farið fram með þeim hætti eins og i sögunni er frá sagt, hefi ég til- hneigingu til að efast um. Nú er það ekki ætlun mín að fara að kanna eða ræða sannfræði Njálu, heldur halda mig við samanburð á persónum og atburðum, eins og þeir koma mér fyrir sjónir. Því er brennan á Bergþórshvoli frá mínum bæjardyrum séð að nokkru leyti táknrænn atburður í sögunni frá samtíð höfund- arins. Þar þykist ég í ýmsu sjá töku Oddastaðar hjá Árna biskupi, ætla ég því með nokkrum dæmum að reyna að skýra það örlítið, verð þó að gera langa sögu stutta og stilla öllu í hóf. Þegar sættir um vig Höskulds höfðu farið út um þúfur, segir Flosi við sína fylgismenn á Þingvöllum: ,,En dróttinsdag þann, er átta vikur eru til vetrar, þá mun ek láta syngja mér messu lieima ok ríða vestr yfir Lómagnúpssand." Og siðar á tiiteknum degi: „Flosi lét snimma veita sér tíðir di'óttinsdaginn, en síöan gekk hann til borös.“ Ennfremur: „Þeir riðu vestr til Skógarhverfis ok komu i Kirkjubæ. Flo&i bað alla menn koma í Mrkju ok biðjast fyi'ir." Er þetta ekM eftirtektarverð guðrækni, þegar íarið er til manndrápa, ég get ekki skilið hana nema á þann veg, sem getið er upp á nokkru framar. Uxn morguninn þegar áform og framkvæmdir Flosa voru um garð gengnar, kom maður þar að og segir: „Þér hafit mi'Mt stórvirM urarait." Svarar Flosi: „Bæði munu menin kalla þetta stórvirki ok illvirki." Enda mun svo hafa verið, er taka kirkjustaða átti sér stað, að menn skiptust I tvo hópa með og móti. Nú kynni mönnum að þykja það skeyta nokkuð skökku við, ef Hálfdán á að vera fyrirmynd Njáls og Steinvör Bergþóru, því þegar taka Oddastaðar fór íram 1274, hvildu þau bæði i gröf sinni, hann dáinn 1265, en hún 1270, þá er þvi til að svara, þegar Iíka Njáls og Bergþóru var leitaS í brunarústunum þurfti „mikilli ösku af at molta“ til þess að komast að húðinni, sem brytinn hafði breitt yfir þau í hvílu þeirra „ok váru bæði óbrunnin undir“ . . . „ok þótti stór jartegn í vera". Og svo þegar Hjalti Skeggjason lýsti útliti þeirra: „Líkami Bergþóru þykir mér at líkindum ok þó vel, en líkami Njáls olí ásjóna sýnist mér svá björt, at ek hefi engis dauðs manns likama sét jalnbjaitan." Þella er íultkomin grafarró þrátt fyrir nýafstaðnar aðgerðir Flosa. Út úr brennunni keimur Skarphéðinn með brunna fætur til hnés, i óbrunnum klæðum, með opin augu og óþrútin, og hendur krosslagðar, tveir dílar fund- ust á honum, annar á brjósti hinn milli herðanna, — ,,ok var hvártveggi bremndur i kross, ok ætluðu menn at hann myndi sjálfur brennt hafa". Þessu til saman- burðar um Sighvat Hálfdánarson stendur í biskupa- sögu Árna: „En þótt hann væri í fyrstu inn gildasti af mótstöðumönnum biskups, tókst samt með þeim hin mesti blíðskapr, sá er lengi hélzt." Og á öðrum stað: „Oddastað tóku Steinvararsynir, Sighvatur og Loftur, rjúfandi dóim herra Jóns erki- biskups ok gerði herra Sighvatr þat meir fyrir ákall ok frýju lögnauta sinna en síns vilja, sem síðar bar raun á.“ Virðist mér óhætt að fullyrða, að þennan dóm hefði Sighvatur ekki fengið hjá höf. í sögunni, nema því aðeins, að Árni biskup hafi haft mætur á manninum, og sannmæli verið. Hinir brunnu fætur Skarphéðins virðast mér eiga að benda til þess, að Sighvatur hafi staðið þar og í því, með setu sinni í Odda, sjálfum sér til skaða, en krossmörkim eigi að sýna yfirbótina, með breyttu framferði og hugarfari. Hvað Grími viðkemur, er ekkert orðið eftir af hon- um nema beinin eftir brennuna, sem mér virðist jafn- gilda því, væri um Loft Hálfdánarson að ræða, að búið er að gera hann óskaðlegan gegn málstað kirkj- unnar, og svo að hann hafi brunnið inni í sinni eigin villu, með stórum skaða. Ástæðuna fyrir þvi, að Helgi Njálsson kemst frá því að farast í brennunni, ætla ég einfaldlega vera þá i fáum orðum sagt, með Stui-lu Hálfdánarson í huga sem Helga, þá hafi hann fyrir töku Oddastaðar verið búinn að afhenda biskupi yfirráð kirkjunnar á Keldurn, en þá bjö hann (1270—1277) um þessar mundir þar, út í nánari skilgreiningu á þessu atriði yrði of langt mál að fara hér, enda mun nú mörg- um þykja nóg komið af getgátum um þessi mál. Sama máli gildir um það, að Þorgerður Njálsdóttir skuli hafa verið jafn nænri sem Helgi að brenna inni, hún sem var þó kona Ketils I Mörk Sigfússonar, en hann var í flokki Flosa og stóð þvx að brennunni með honum. Þar sem teygzt hefur, mér óviðraðanlega, úr þessu spjalli mínu, hafði ég hugsað mér að sleppa hver fyrirmynd Kára sé og láta hér slag Standa, mun ég þó fara aðeins örfáum orðum um það atriði. Af minni hyggju er fyrirmyndin Þorvai'ður Þórarins- son, seim það ár sat í Odda, er taka staðarins fór fram, sem umboðsmaður konungs og hafði, „sýslu fyrir sunnan heiðar". Það er augljóst, að það hefur veríð nokkuð létt fyiir hann að bjarga sér frá brun- anu.m. þar seim hann átti ekki beinna hagsmuna að gæta við tökuna, og sem kunnugt er, var hann mágur þeirra bræðra, átti Sólveigru Hálfdánardótttxr fyrir konu. I æt ég nú hér staðar numið, en vænti þess að aðrir mér færari taM við, ef nokkurs virði þætti, þvi hér hefur mörgu verið sleppt, en mörgu er af að taka. Richard Beck Af sjónarhóli sjötíu og fimm ára Þótt vefji haustið mig vaengjum sínum og vegur styttist að ævikveldi, enn búa glóðir í barmi mínum með bliki morguns frá vorsins eldi; þær bjarma varpa á brautu fama og bjartar Ijóma í skini stjama. 1?, L.ESBÓK MQRGUNBLAÐSINS 1. október 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.