Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1973, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1973, Blaðsíða 2
Mozart hefur e.t.v. funaio til ;þess, að hann var að kvefast, kvöldið sem hann stjórnaði ikantötunni sinni. Bæði sem barn og eins á unglingsárunum hafði hann átt það tH að verða skyndilega veiikur. Og 20. nóvemb- er var hann orðinn rúmfastur. i( fyrstunni virtist þetta kvefkast vera óvenjulega alvarlegt og líklega hefur það verið þá, sem 'kallað var á lækni til hans að nóttu til. Fljótlega 'kom í Ijós, að þetta reyndist vera meira en venjulegt kvef, því liðamót hans bólgnuðu. Hann fé'kk háan hita, gigtarhita, sem hann hafði þjáðst mjög al- varlega af sem drengur í Hagh. En dr. Barisani frá Vínarborg haföi læknað hann 1 það sikiptið. Hinn nýi læknir Mozarts hét dr. Closset og var að- eins tveim árum eldri en Mozart. Hann var vinsæll og afar tekjuhár læknir og fékk 'þúsund guílpeninga fyr- ir það starf eitt að vera einkalæknir Kaunitz. Hann hafði skrifað vísindagrein um taugaveiki fyrir nokkrum árum og hann var fljótur að sjá, að það sem þjáði Mozart var mjög alvarlegt, e.t.v. ólæknandi. Hann var ekki búinn að vera laöknir Mozarts lengi, þegar hann sá, að Mozart yfirvann smá ííkamlega las- leika með ótrúlegum krafti, sem taugaspennan ein gaf honum. Closset hafði hjúkrað honum sumarið 1789, þeg ar sköpunargáfa Mozarts hafði alveg orðið að láta í minni pokann fyrir likamlegum sjúkdómum. Árið 1791 voru líkamlegir kraftar Mozarts það litlir að hann var í meiri hættu vegna þess 'heldur en andlegs ástands síns. Hann ihrúgaði 1 sig lyfjum og reikningarnir hjá lyfsalanum hrúguðust upp. Samt batnaði honum ekki. 22. nóvember, dagur heilagrar Sesselíu, var fæðing- ardagur frú Weber. Mozart var of veikur til að fara og óska henni til hamingju, en þegar Soffía litla Web- er kom til hans næsta laugardag á eftir ilét hann hana skila því til frú Wéber, að hann myndi treysta sér ti’l að semja oktövu til heiðurs 'henni og flytja hana á hátiðisdegi ihennar, þriðjudaginn 29. nóvemb- er. En Soffía hefur sjálfsagt efazt um sannleiksgildi þessarar ákvörðunar, þegar hún sá, hversu grannur og innfallinn Mozart var orðinn. Og e.t.v. hefur hann gefið þetta loforð, þegar sótthitinn var lægri. Það var orðið afar sársaukafullt fyrir hann að ihreyfa sig í rúminu og með sjálfum sér var hann líklegast farinn að efast um, að hann færi nokkru sinni á fætur aftur. Það hefur sjálfsagt verið í þessari heimsókn, sem Soffía færði Mozart náttslopp, sem hún og frú Weber gáfu honum í von um bata; sloppurinn var ekki á listanum yfir eignarmuni Mozarts fjórum dögum eftir andlát hans, þvi af þeim tveim sloppnum, hinu hvíta hálstaui, nátthúfu og 18 vasaklútum var þessi sloppur það eina, sem aldrei hafði verið notað. Áður en oktövunni á heilögum degi Sesselíu var lokið kallaði dr. Closset ungan fækni og vin sinn á sinn fund, dr. Mattías von Sallaba. Hann var á tvítugs- aldri og var frá Prag, eins og Mozart. Sallaba hafði gefið út bókina Historia Naturalis Morborum og helgað hana dr. Closset. Bókin er um, eins og stendur í 'henni sjálfri á 'atínu: ,,imflammatio rheumatica" og er um eitt tilfelli, þegar Sallaba hafði kallað dr. Olosset á sinn fund, ti'l að þeir gætu í sameiningu sjúkdómsgreint sjúkling, sem var á vegum dr. Saílaba. Þeir urðu ekki sam- mála, en dr. Closset reyndist hafa haft rétt fyrir sér, sérstaklega hvað viðvék endalokum sjúkdómsins: há1f- um mánuði eftir viðræður þeirra dó sjúklingurinn. Um sjúkdómseinkenni Mozarts voru víst engin áhöld mánudaginn 28. nóvember, þegar þessir tveir frægu, en algjörlega hjá'lpariausu sérfræðingar hittust. Moz- art hélt meðvitundinni allan tímann og fundur þess- ara manna hefur einungis fært honum heim sanninn uni, að hann ætti skammt eftir ólifað. En einu verki var ólokið — Requim — og e.t.v. var þetta verk meira virði fyrir hann en nokkurt annað verk, sem hann hafði samið. Það hafði oft komið fyrir, þegar Mozart var að skapa tónverk sín, að hann gat ekki fullunnið þau; það var eins og siðustu stefin vildu ek'ki koma, en oftast eða alltaf hafði honum tekizt að koma snillibragði sínu á endalokin. Hann ihafði aldrei fokið við verk- ið, sem konungurinn í PrúsSlandi hafði beðið hann að gera, en það var tæpast hægt að segja um nokkurt annað tónverk, sem ’hann hafði hafizt handa um, að Requiem undanskilinni. Þau fullunnu verk, sem eftir Mozart lágu, voru 600 talsins, og var þá talið frá verk'öu: „Opus nr. 1", eins og Leopold kallaði það upp með sér. Það var gefið út 1 París af ,,J. G. Wolf- gang de Salzburg, Agé en Sept Ans" árið 1764. Leo- pold lét feri'l Mozarts sem tónsmiðs hefjast tveim árum fyrr, sem sagt 30 ára lífsferill sem slíkur, ef Mozart hefði 'lifað aðeins lengur og lifað það að verða 36 ára 27. jan. 1792. í raun og veru átti hann aðeins eina viku eftir af V lífi sínu. Aðeins þrjár eða fjóra, manneskjur voru við staddar, er hann gaf upp öndina og af þeim lét ein- ungis Soffía Weber hafa eitthvað eftir sér um það. Hún skrifaði um það mörgum árum síðar; hún hrip- aði niður nokkra ómerkilega atburði og án efa sagði hún oft frá atburðinum áður en ’hún reit það niður fyrir seinni mann Konstönzu I ævisögu fyrra manns hennar. En hvað sem því leið, Soffía Weber hafði verið við stödd og angistin og 'kvölin sem 'hún 'leið þann dag og næstu nótt á eftir, þegar Mozart dó, er auð- finnanleg af frásögn hennar, jafnvel þótt máti ’hennar að lýsa atburðinum sé sakleysislega barnaleigur. Það voru engin dramatísk orð viðhöfð né var s'káldlegur blær yfir dauðastríði Mozafts, annað veifið færð- ist eins og doði yfir hann, en skyndilega virtist hann fullur af lífi, hann virtist sætta sig við dauða sirvn jafnframt því, sem hann var fullur umhugsunar um' Konstönzu. Orð Soffíu eru eina leiðarljós okkar inn i herbergið þar sem Mozart mælti síðustu orð lífs síns. Mozart hélt áfram meðvitund en kraftar hans voru á þrotum. Hann hafði verið viðkvæmur frá því ’hann var barn; hann gat farið að hágráta, ef honum var sagt að engum þætti vænt um hann. Þetta er haft eftir Schachtner, sem spilaði á trommur I hirðhljóm- sveitinni i Sálzburg. Á fuHorðinsárum gat Mozart oft ekki tára bundizt, þegar hann kvaddi eða heilsaði vin- um. En það að hittast og ’kveðjast eru einmitt ein- kenni dauðans. Og nú var ti'lfinningaástand hans upptendrað af æs ingi og honum var um megn að hiusta á litla fuglinn I búrinu syngja, sem hafði komið 'í staðinn fyrir litla starrann, sem dó. Það varð að flytja fuglinn, svo hann heyrði ek'ki I honum. Starrinn 'hans var næstum því búinn að ná því að flauta stefið úr rondóinu úr nýj- asta píanókonsertinum hans (K. 453). Ef til vil'l var honum ofraun að heyra starrann sinn flauta lög úr „Töfraflautunni" eða úr söng Papagenos úr byrjun- inni á „Fuglaveiðari er ég víst". 'Sex árum seinna hélt Konstanza 'konsert í Prag og kynnti þá í fyrsta skipti Franz Xaver Wolfgang Mozaft. Þá söng hún einmitt lag. Töfraflautan og Requien virtust hvila þungt á Moz- art síðustu dægrin, sem hann lifði: tónaflóði þessara hljómkviða var honum nú einung'iis fært að fylgja í 9köpun sinni I ímynduninni einni, því hann myndi aldrei geta hlustað á þær. Önnur vika 'leið og hita- sóttin hélt áfram, það mátti téljast kraftaverk að Moz- art lifði ennþá. Nýr mánuður hóf göngu sína. Það var laugardagur 3. desember og nú 'hafði Mozart brátt verið rúmfast- ur í hálfan mánuð. Sótthitinn fór upp úr öllu valdi það kvöld og Konstanza var sannfærð um, að Moz- art myndi ekki lifa nóttina af. Hann 'lifði samt nóttina af, en á sunnudeginum var ötlum Ijóst, að dauðinn var á næsta leiti. Næsta morgun, þegar Soffía Weber 'kom í heim- sókn til að grennslast fyrir um líðan Mozarts sagði Konstanza frá þessari hræðilegu nótt og bað hana að vera hjá sér. Konstanza var orðin svo örþreytt, að hún megnaði varla að fara inn í herbergi sjúklingsins. Hún lét Soffíu fara inn til Mozarts, ti1 að vita hvernig honum liði. Hann var með fuflri rænu og vel vakandi. Hann bað Soffíu líka að vera hjá þeim yfir nótt- ina og sagði:^ „Þér verðið að sjá mig deyja.” Hún reyndi að ’hughreysta hann, en hann þrá'bað hana að vera kvrr og gera Konstönzu lífið léttara. Hvað hon- um sjálfum viðvék 'þá sagði hann Soffíu, að hann fyndi bragð dauðans í vitum sér. Soffía lét undan að vera kyrr, en fyrst varð hún að fara heim og láta frú Weber vita, hvernig málin stæðu. Konstanza fyligdi henni til dyra og bað hana að koma við í einni af nærliggjandi kirkjum, Sankti Péturs kirkju og reyna að fá prest til að vitja Mozarts. Kirkja heilags Péturs (Sankti Péturs kirkja) hefur sjálfsagt orðið fyrir valinu vegna þess að hún hafði verið 'kirkja frú Weber og dætra hennar þegar þær fluttust fyrst til Vínarborgar og þar höfðu tvö börn Mozarts verið skírð. Soffía hófst þegar handa og hefur líkiegast fariðy fyrst á fund prestins. Henni gekk erfiðlega að sann- færa prestinn, líklegast vegna þess að Mozart var frí múrari, eða e.t.v. vegna þess að Mozart þjó fyrir utan kinkjusóknina. Síðan þurfti Soffía að fara út úr mið- borginni, tii Wieden-hverfisins, rétt hjá Schikaneders leikhúsinu, þar sem hún og mamma hennar bjuiggu. Þetta tók allt lengri tíma en Ihún gerði sér grein fyrir. Frú Weber var mjög slegin yfir fréttunum af Mozart og ákvað að dvelja ekki ein um nóttina en hélt til dóttur sinnar Josefu Hofer, „Drottningar næturinnar". 9íðdegis þennan sama dag, meðan Soffía var í burtu, fóru Hofer og Tamino hópurinn með Benedikt Schack heim til Mozarts að rúmstokk hans til að æfa Requiem. Schack söng sópranhlutverkið og Hofer tenórinn. Bassann söng Sarastro og Mozart söng sjálf- ur altröddina. Áheyrendur hafa tíklegast verið Kon- stanza og Sússmayr. Schaok var góður vinur Mozarts, Konstanza staðfesti það löngu eftir dauða Mozarts, þegar hún lýsti því yfir, hversu innilegt sambandið hefði verið á milli þeirra. SchaCk var aðalmaðurinn í þVÍ sem fram fór á sama tíma og Soffía flýtti sér fram og til baka í Vínarborg þennan dag í erinda- gjörðum sínum. Hún var því ekki vitni að þessum at- burðum. Æfingin byrjaði. Söngvararnir sungu „Dies irae", en komust aldrei lengra en að versinu „Lacrymosa dies illa". Mozart þoldi ekki tilfinningahita þessa vers. Hann lagði frá sér heftið og grét ákafléga. Soffía sá heftið, þegar hún sneri til báka úr leið- angri sínum. Schack og hinir söngvararnir voru farnir. Mozart hafði náð sér nægilega til þess að geta út- skýrt fyrir Sússmayr, hvernig fullgera ætti Requiem. Lí’klegast hefur Sússmayr orðið eftir með hinum deyj- andi manni og konunum tveimur. Og einhvern tíma kom presturinn. Mozart neytti ekki heilags sakrament- is, eins og mamma 'hans haföi gert í síðustu veiikind- um sínum, en hann var samt aðnjótandi hinnar hinztu smunningar kaþólskrar trúar. Jafnvel meðan Soffía flýtti sér við ætlunarvenk sín var farið að skyggja í Vínarborg. Sunnudagsnóttin var runnin upp. „Töfraflautan" 'hafði oft verið lei'kin á sunnudagskvöldum og var það kannski líka í kvöld; sannarlega voru 'leikhúsin opin. Rauhensteingatan var að öllum likindum ekki með ys og þys og í íbúðinni á fyrstu hæðinni, sem sneri út að götunni var örugg- 1ega grafarkyrrð. Mozart lá í rúmi sínu, sem að öllum li'kindum yrði fljótlega kallað „hjónarúm", hann var deyjandi, en þó alltaf með rænu; líkaminn allur bólginn o,g hann þjáðist alltaf meir og meir, 'því höfuð hans varð alltaf sjóð- heitara og þjáningar hans svo óbærilegar, að hinar tvær skelkuðu konur voru komnar á fresta hlunn með að senda eftir dr. Closset. Closset var í leikhúsiou og þar yrði 'hann, þar til sýningunni væri lökið. Það var e.t.v. skylda hans, þar sem hann var eins konar leikhúsSlæknir; e.t.v. var ómögulegt að koma ski'laboðum til hans fyrr en leikn- um var lokið. Hann 'kom til þeirra en gat Mtið annað ráðlagt en skipta um kalda ’bakstra á enoi ’hins deyj- andi manns. Seinna sagðist Soffía hafa dirfzt að efast um gagn þessa læknisráðs. Samt sem áður héft hún áfram að vefja köldum, blautum klútum um höfuð Moz- arts, sem var umvafið fögru, Ijósleitu hári, sem hann eitt sinn hafði verið svo stoltur af. Við umskiptin fékk hann áfall og hné í ómegin. Miðnætti nálgaðist og nýr dagur rann upp, mánq- dagurinn 5. desember. Mozart 'hafði tekið eftir því, þegar klukkan sló, þegar hann var að skrifa Kon- stönzu bréf nokkrum mánuðum fyrr, en nú heyrði hann ekki neitt, því hann sveif í meðvitundarleysi. Hann bærði þó varirnar með erfiðismunum, Soffia hélt, að e.t.v. væri 'hann að anda frá sér síðustu tónunum úr Requiem. En síðan hættu jafnveJ varirnar að bærast. Klukk- una vantaði fimm mínútur í eitt að morgni dags. Moz- art var látinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.