Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1973, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1973, Blaðsíða 16
Viðdvöl í X Framhald af bls. 12. Nú sá ég allt. Herbergið var mjög Utið. Ég lá á flötum tré- beði, hjá honum stóð skápur, sem fyllti upp í heiibergið út að dyrum, brúnn skápur án minnstu skreytingar. Á bak við mig hlaut einhvers staðar að vera borð, stólar og smáofn við gluggann. Það var mjög kyrrt og rökkrið enin allþétt, svo að það var skuggalegt í herberginu. „Ég bið þig,“ sagði hún lágt, „ég verð að fara.“ „Verðurðu að fara?“ „Já, ég verð að fara í vinn- una, og áður verður þú að vera farinn burt, með mér.“ „Vinnuna?" spurði ég, „hvers vegna?“ „Hvemig þú getur spurt.“ „Og hvert þá?“ „Á stöðiria." „Á jámbrautarstöðina?" spurði ég. „Hvað gerirðu þar?“ „Tíni upp steina, möl, svo að ekkert óhapp hendi." „Það kemur ekkert óhapp fyrir,“ sagði ég, „og hvert ferðu svo? Ferðu til Gross- warðein?" „Nei, til Szegedin." „Það er gott.“ „Því 'þá það?“ „Af þvií að þá þarf ég ekki • að aka framhjá þér.“ Hún hló þægilega. „Þú ætl- ar þá að risa á fætur." „Já,“ sagði ég. Ég lokaði augunum enn einu sinni og lét fallast aftur á bak á þetta vaggandi tóm. Ég opnaði þvi næst augun með andvarpi, þreif buxumar mínar, sem lágu hreinar á stól nærri rúminu minu. „Já,“ sagði ég einu sánni enn og reis upp. Hún stóð þama og sneri við mér bakinu, meðan ég í flýti viðhafði hin venj'Ulegu hand- brögð, hypjaði buxumar upp um mig, batt á mig ^kóna og smeygði mér í treyjuna. Ég stóð nú kyrr stundar- korn, það var dautt í sígarett- unni d munninum á mér, og horfði á stúlkuna, sem ég sá nú glöggt við gluggann, hún var iitil og grönn. Hár hennar var fallegt og mjúkt, eins og rólegur logi. Hún sneri sér við og 'brosti. „Um hwað ertu aft- ur að hugsa?" spurði hún. í fyrsta 'skipti horifði ég nú beint í andlit hennar. Það var svo ofur venjulegt, að ég skildi það ekki, kringlótt augu, þar sem kviðinn var kvíði og gleð- in gleði. „Um hvað ertu að hugsa?" spurði hún enn, og hún brosti ekki framar. „Ekkert," sagði ég, „ég get ekkert hugsað. Ég verð að fara. Það er um enga undankomu að tala.“ „Og þú verður að vera hér.“ „Ég verð að vera hér,“ sagði hún. „Þú verður að tdna upp steina, möl, svo að eldí- ert óhapp hendi, og lestimar geti ekið þangað rólega, þar sem eitthvað ’gerist." »Mamma ,mamma...Þaóhurftiekke s Reynsluprófað á þúsundum barna í síðustu 8 ár. Colgate MFP* fluor tannkrem verndar tennurnar gegn skemmdum. Það er sannað með vísindalegum tilraunum. „Já," sagði hún, „það verð ég að gera.“ Við gengum hljóð og einsöm- ul eftir götu, sem lá til járn- brautarstöðvarinnar. ADar göt ur liggja til jámbrautarstöðv- anna, og frá þeim út í stríð- ið. Við höfðum inumið staðar við húsdyr og kysstumst, og ég fann, þegar hönd mín hvíldi á öxl hennar, að hún var mín. Hún gekk á burt álút, án þess að líta til baka, á mig. Hún er einsömul í þess- um bæ, og þó að ég eigi sömu ieið, til jámbrautarstöðvarinn- ar, get ég ekki verið samferða henmi. Ég verð að bíða þang- að til hún er horfin fyrir hom ið þama, bak við siðasta tréð í þessum litlu trjágöngum, sem dagsbirtan heíur nú lagt und- ir sig. Ég verð að bíða og get aðeins fylgt henni i nokkurri fjarlægð, og aldrei mun ég sjá hana framar. Ég verð að fara með næstu lest, í þetta stríð . . . Bini farangurinn minn, núna, þegar ég geng til stöðvarinn- ar eru hendurnar í vösum min- um og síðasta sígarettan miUi vara minna, sem ég mun brátt skyrpa frá mér, en það er létt- ara að vera farangurslaus, þeg ar maður hægt, en reikull i spori, gengur aftur að hengi- fluginu, en frá brún þess mun maður steypast niður á ákveð- inni sekúndu, þangað, þar sem við munum sjást aftur . .. Og það var ekki svo lítil huggun í því, að lesrtin kom stundvislega, másandi ánægju- lega milli maísakranna og tóm- atplantnanna, sem gáfu frá sér hressandi lykt. •fcVörumerki fyrir Colgate special fluor tannkrem meö sérstakri efnasamsetningu, þar á meöal 0.76% natriummonofluoride- phosphats. - og börnin sækja í hið ferska Colgate bragð. Vísindamenn í mörgum löndum hafa á síðustu 8 árum gert tilraunir á þúsundum barna, og óháðir hver öðrum sannað, að Colgate MFP fluor tannkrem herðir glerung tannanna og styrkir þær. Þess vegna kaupa mæður um allan heim frekar Colgate MFP tannkrem en annað tannkrem, - og fleiri og fleiri börn hafa tennur með stöðugt minni tannskemmdum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.