Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Side 11
hjálparsjóður fyrir Suður-Italíu, þar sem fátæktin rfkir. Það, sem verst er: Að morgni annars í páskum sl. brutust „Tombali" (Þannig eru grafræn- ingjar þeir nefndir á ítalíu, sem nú á dögum ræna ótrúlega miklu af fornum listmunum og selja síðan á alþjóðamarkaði) inn í Pompeji. Þrátt fyrir það að á hverri nóttu standi þar 20 manns vörð, tókst grafræningjunum að hafa á brott með sér mikið magn af höggmyndum og fornri mynt. Nú er svo komið, að ekki er þorandi að hafa nokkurn hlut til sýnis í Pompeji nema í borg- arsafninu. Áhættan er of mikil. Fyrir þremur árum fannst í Torre Annunziata stórt hverfi einkahúsa. Að öllum líkindum er þarna um að ræða Oplonti, sem svo lengi hafði verið leitað að. Vandinn er annar i nágranna- borg Pompeji, Herculaneum. Ef fé væri fyrir hendi, væri unnt að halda áfram uppgreftinum í Pompeji, sem þegar hefur verið grafin upp að þremur fjórðu. I Herculaneum nefnist vandinn Resina, það er nýja borgin, sem reist hefur verið ofan á hraun- breiðunni og sem fyrir skemmstu hefur verið gefið nafnið Ercola- no. Þetta óhrjálega fátækra- hverfi tókst ekki einu sinni Mus- solini að nema brott, en hann var vanur að leggja allt til, sem þurfti, þegar um hina fornu róm- versku dýrð var að ræða. Eftir 1945 hefur það að vísu verið kleift að fá fé frá “Cassa per il Mezzogiorno“ til þess að kaupa upp 80 hús í Resina og rífa þau siðan, en mestur hluti Her- culanums liggur enn undir nýju borgijlni. Eins er þessu farið i Torre Annunziata, en þar hefur verið unnið að því frá 1970 að grafa upp einkahús (villa), sem grófst I öskuregni árið 79 eins og Pom- peji. Um tilveru þess var þegar vitað á dögum frönsku Bourbon- anna, þegar þarna var leitað að fornum styttum. Nafn staðarins — Oplonti — finnst hvergi í for- num bókmenntum, heldur fyrst á eftirlfkingu af róniversku götukorti frá því á fjórðu öld eftir Krist. Sennilega er þarna um röð af einkahúsum að ræða. Einn sjónarvottanna að nátt- úruhamförunum 24.8. 79 var náttúrufræðingurinn Plinius, yfirmaður rómverska herskipa- flotans (i Capo Misenuo). Hann lét skip sin þegar I stað létta akkerum og tókst að bjarga með atbeina þeirra því fólki, sem flúið hafði niður á sjávar- ströndina undan eldgosinu. En Plinius beið sjálfur bana af völdum eldgossins. Þvi réðu í senn rannsóknarlöngun hans og samhygð hans með öðrum. Þar, sem flotinn lét úr höfn, var einmitt verið að vinna að byggingu hofs nokkurs, sem helgað skyldi Agústusi keisara, sem tekinn hafði verið í guða- tölu. Þetta hof fannst að nýju 1968. Byrjað var af kappi að grafa það upp, en þó var þar við ramman reip að draga. Því vel- dur jarðvatnið, sem þarna saf- nast saman og loks einkavegur, sem nú liggur yfir svæðið, þar sem hofið stóð. Fornöldin - Hvimleiður arfur? Það er margt, sem stendur nauðsynlegum uppgrefti og varðveizlu hinna ríkulegu forn- minja Ítalíu i vegi. Þar er fyrst að nefna áhugaleysi stjórnvalda, en síðan koma fjárskorturinn, landeigendurnir, grafræn- ingjarnir og loks sjálfir bænd- urnir. Allir þessir aðilar standa í vegi fyrir fornleifafræðingun- um, enda þótt af mismunandi ástæðum sé. A ítalíu felast enn víða i jörðu menjar þeirrar fornu menning- ar, sem áður þótti sjálfsögð skylda að grafa upp og varðveita. Nú virðist sem fornöldin sé orðin að nær hvimleiðum arfi, sem kostar fjármuni og krefst safna, enda þótt ekki sé unnt að útvega starfslið handa þeim söfnum, sem fyrir eru. Það vekur aðeins furðu, að fornleifafræðingarnir skuli halda áfram starfi sinu eins og sjálfsögðum hlut. Þeir gera sér hvorki vonir um hylli né frægð, heldur virðist svo sem þeir séu þakklátir fyrir það eitt, að fá að vera nokkurn veginn í f riði við vinnu sina. Luni: Unnið hefur verið að uppgrefti hins forna Luni (við Carrara) frá árinu 1968. Hring- leikhúsið þar lá raunar alltaf of- an jarðar. Það var á sínum tíma 22 metra hátt með áhorfendasvæði fyrir 6000 manns. Það á sína skýringu hve lítið er eftir að múrveggnum. Vegna marmarans var Luni notað sem grjótnáma. Fram á allra síðustu ár hefur hlutskipti kvenna i Egyptalandi verið nánast óbærilegt, ef miðað er við stöðu k'onunnar viða bæði á Vestur- og Austurlöndum. Aft- ur á móti hefur systurhreyfingu Rauðsokka í landinu vaxið verulega fiskur um hrygg á allra siðustu árum og í fararbroddi er Jehan Sadat, eiginkona Anwars Sadats, forseta. Jehan Sadat hefur meginhluta ævi sinnar stefnt að ákveðnu marki: að komið verði á meira jafnrétti í menntunarmálum og aukin verði tækifæri kvenna bæði til menntunar og síðan í atvinnulífinu og í opinberu lífi. Hún er fulltrúi Arabiska sösialistasambandsins — egypzka þingsins — og hún er ospör á hvatningarorðin. ..Egyptaland kemst aldrei inn i tuttugustu öldina, fyrr en konan er orðin jafnrétthá karlmann- inum,“ segir hún. Hún hefur ekki farið í laun- ■kofa með það, að barátta hennar hefur stundum gert eiginmanni hennar erfitt fyrir í hans starfi. „Hann hefur sagt við mig: Jehan, I Torre Annunziata hefur verið unnið að uppgrefti á húsi nokkru frá því á árinu 1970, en það grófst í ösku í Vesúvius- argosinu árið 79. Helmingur hússins liggur enn undir verk- smiðju (i bakgrunni myndar: innar), sem senn skal þó rifin niður. þú gerir mér verulegan grikk með þvi að æsa konurnar upp. Ég hef við ærin vandamál að glíma fyrir. Konurnar fara að spyrja spurninga og eiginmennirnir koma til mín og bera sig upp við mig . . .“ En hún segist staðráðin í að hvika i engu frá því að konur fái sömu aðstöðu til menntunar og karlar. Hún hefur sjálf unnið að því sleitulaust að öll fjögur börn hennar njóti menntunar. elzta dóttir þeirra hjóna, Loubna 18 ára gömul, er í háskólanum og leggur stund á ensku og enskar bókmenntir. Næsta barnið Gamal er 16 ára drengur í gagn- fræðaskóla. Síðan kemur Noha, 15 ára, sem mun fá inngöngu i háskóla á næsta ári og Jehan, sem er aðeins 11 ára er enn i barnaskóla „og spillt af föður sínum“ að því er móðir hennar segir. Sadatfjölskyldan býr i litlu en snotru einbýlishúsi, sem stendur á bökkum Nílar. Það er vel og hlýlega búið húsgögnum. Móðir Jehan er ensk, en faðir hennar er Egypti. Hún er spurð, hvernig hún Sybaris: Þessi hafnarborg, sem sennilega var stofnuð á síðasta fjórðungi 8. aldar fyrir Krist, var lögð í eyði þegar árið 510. Nú er unnið á uppgraftarsvæðinu með tveimur dælum, sem starfa dag og nótt, í þvi skyni að þurrka landsvæðið, en Sybaris liggur nú tvo metra fyrir neðan yfirborð sjávar. mýndi lýsa eiginmanni sinum: „Spurningar á borð við þessa,“ segir hún, „gefa iðulega tilefni til hræsni og yfir- borðsmennsku, þar sem fáar konur myndu opinberlega lýsa vanþóknun á manni sínum. Hvað mig snertir get ég þó með góðri samvizku gefið honum hinn ág- ætasta vitnisburð. Hann er um- hyggjusamur eiginmaður og fyrirmyndar fjölskyldufaðir — skilningsrikur, elskulegur og nærgætinn í alla staði. Ef eitt- hvað sérstakt kemur upp á, svo að hann finnur að hann er ekki i fullkomnu jafnvægi, vill hann fo- rðast að umgangast börnin og kýs þá fremur að vera einn og út af fyrir sig, meðan hann er að leiða málin til lykta. Hún segir um þátttöku sina i Kvennahreyfingu Egyptaiands: „Maður kemst ekki hjá því að sökkva sér niður í lífið sjálft. Mér þykir ekki gaman að halda ræður. Ég er ekki sú manngerð, sem hef unun af því að ferðast þorp úr þorpi og halda ræður og tala „gáfulega" um hvernig Framli. á bls. 14. © - forsvarsmaður Jafnrétt- ishreyfingar egypzkra kvenna og forsetafrú landsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.