Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 13
Þráin eftir foreidrunum var sterkari en óttinn við refsingu. Eftir heintkomuna. Eleni með foreldrum sfnum. , FIMM AR I FÖLDU ÁSTAR HREIÐRI Hér á eftir fer ótrúleg saga, en þó sönn. Elcni Budamur, nú 22ja ára, strauk frá heimili sfnu fyrir þvf nær sex árum. Foreldrar hen- nar töldu hana af. Það var fyrir tilviljun að hún slapp út frá felu- staðsfnum. Slminn hringdi í fbúðBudamur f jölskyldunnar í Liittich í Belgíu. Það voru nákvæmlega fimm ár, níu mánuðir og þrír dagar liðnir frá því dóttirin, þá 16 ára, hvarf af heimilinu. Vandræðaleg stúlkurödd talaði og sagði. „Það er ég, Eleni ykkar. Má ég koma aftur heim? Hegnir pabbi mér ekki?“ Fyrir foreldrana, sem eru af tyrkneskum ættum, og reka veit- ingahús i Luttich var þetta sim- tal mikið fagnaðarefni, eftir kveljandi óvissu árum saman. Faðirinn Voseli Budamur, mað- ur um sextugt, sagði: ,,Ég hef leitað dóttur minnar viðs vegar um Evrópu. Hvað eftir annað þóttumst við hafa komizt á snoðir um, hvar Eleni héldi sig, en endanlega fylgdu vonbrigðin ein. Við fundum hana ekki. Og móðirin, Kxlyopi Budamur, lítið eitt yngri en maður hennar, komst þannig að orði: „Ég kann- aðist við rödd Eleni á auga- bragði. Að sjálfsögðu lofaði ég henni því þegar í stað, að hún skyldi ekki sæta neinni refsingu. Við erum svo hamingjusöm, að hún skuli vera á lífi.“ Hin ótrúlega saga Eleni Budamur hófst 22. ágúst 1967. Móðir hennar segir svo frá: „Við mæðgurnar höfðum gengið út saman til að verzla. Allt i einu þaut Eleni burt. Ég hélt að þetta væru einhverjar glettur, og hafði engar áhyggjur af þessu tiltæki hennar." En heim kom hún ekki daginn þann né næstu daga. Lögreglan, sem var aðvöruð, hafði ekkert upp úr krafsinu. Það var engu líkara en jörðin hefði gleypt hana. Eitt var það sem foreldrarnir höfðu ekki gert sér grein fyrir. Astin hafði leitt Eleni f gönur. í veitingahúsi föður hennar hafði hún kynnzt Nasim Ozgen, sem hafði ráðið sig í vinnu í Belgíu. Hann hafði yfirgefið konu sína og þrjú börn þeirra f Istanbul. Föður Eleni var ekki að skapi, hvað hún hændist að þessum gifta vélfræðingi og vfsaði honum burt. Ozgen hefndi sín með því að telja stúlkuna á að flýja. I þakherbergi í hrörlegu húsi kom hann upp felustað fyrir hana, bak við stóran fataskáp. „Ég skreið þangað inn, þegar ein- hver kom,“ segir Eleni. Dagarnir liðu án minnstu til- breytingar. Dvölinni lýsir stúlkan þannig. „Venjulega lá ég í rúminu til hádegis. Þá eldaði ég matinn fyrir okkur. Seinni part Nazim Ozgen byggði felustað fyrir sfna elskuðu bak við klæðaskápinn. Þangað inn skreið Eleni, þegar hann bauð. Eleni f felustaðnum. ÍJt fyrir þröskuldinn á þakherberginu mátti húii ekki stfgafæti. dags las ég mikið." I öll þessi ár hvarf hún aldrei út úr herberg- inu til að fá sér ferskt loft. öðru hvoru bað hún Ozgen um nýja flík, en viðkvæðið var ávallt hið sama. „Þú hefur ekkert við hana að gera, og auk þess elska ég þig eins og Guð hefur skapað þig.“ Sjálfviljugri fangelsun Eleni lauk þá fyrst, er hennar elskaði Ozgen olli slæmri ákeyrslu, og var tekinn fastur af þeim sökum. „Ég var hrædd og úr öllu jafn- vægi, þegar hann kom ekki heim dag eftir dag.“ — Þegar mat- föngin þraut og Eleni tók að líða hungur, hætti hún sér út á götu. Hún rakst á einn kunningja fjöl- skyldunnar, sem sagði henni, að foreldrar hennar væru sannfærð um, að hún væri dáin. „Þá varð mér allt i einu ljóst, að þráin eftir foreldrum minum var ster- kari en óttinn við refsingu." Eleni Budamur leitaði uppi síma, skammt frá foreldra- bústaðnum. Nokkrum mínútum seinna féll hún um háls móður sinnar, hlæjandi og grátandi i senn. „Það mátti ekki seinna vera, að stúlkan slyppi út úr fángelsinu," mælti læknir einn, eftir að hann hafði rannsakað hana og komizt að raun um, hve blóðlaus hún var orðin, eftir langvarandi nærin- garskort. „Lengur hefði hún ekki þolað þennan feluleik.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.