Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 2
EFTIR ROGER D. SPEGELE Skáldskapur pólitískt innsœi Torfey Steinsdóttir þýddi Stjórnmálafræðingum hættir til að sjást yfir skáldverk sem upp- sprettu pólitískrar vizku. Að sönnu eru skáldsögur yfirleitt haldnar rugl- andi, huglægni og sér- vizku í samanburði við kerfisbundnar ritgerðir hinnar klassisku stjórn- málaspeki. En ég held því fram, án þess þó að vilja rýra hið mikla gildi formlegra pólitískra kennisetninga, að beztu „pólitísku" skáldsagna- höfundarnir hafa að marki aukið okkur skiln- ing á hugmyndum og til- hneigingum, sem áhrif hafa á stjórnmálalegt at- ferli. Þetta atriði er vel orðað af hinum frábæra brezka stjórnmálaspek- ingi Isaiah Berlin: „Ef við ekki skiljum (af því hugmyndaflugi, sem skáldsagnahöfundum er venjulega gefið í ríkara mæli en rökfræðingum) hvaða þættir mannseðlis- ins (eða skortur á þeim) eru fólgnir í stjórnmála- legu viðhorfi, getum við ekki skilið þjóðfélag okk- ar né neitt annað mann- legt samfélag." í eftirfarandi grein vildi ég taka til athugunar fjórþætta notkun skáldsagna í þá átt að auðga þjóðfélags- legt og stjórnmálalegt líf að „hugarflugs-innsæi". Fyrsti þátturinn er gagnrýnin, þ.e.a.s. skilgreining og raunsæ skoðun á fullyrðingum og háttum eins þjóðfélags. Annar er siðfræðilegur, tilraun til að varpa ljósi á siðferðislegt gildismat, sem felst í tilteknum hugmyndum og hegðun. Sá þriðji er læknisdómur Áhrifamesta innsýn í stjórnmálalegt atferli samtímans, segir höfundurinn, er oft ekki að finna í formlegum rit- gerðum heldur í tuttug- ustu aldar bókmenntum eins og „1984“ eftir George Orwell, „Myrkur um miðjan dag“ eftir Arthur Koestler, „All the King’s Men“ eftir Robert Penn Warren og „Fyrsti hringurinn“ eftir í þeim sálfræðilega skiln- ingi að lesandinn öðlast hærra stig sjálfsþekk- ingar. Og sá fjórði er skyngæfur, notkun skáld- sögunnar til að byggja ímyndað líkan, er beri í sér ýmsar almennar hug- myndir um þjóðfélag og stjórnmál. Engin skörp skil eru á milli þessara flokka, þeir fléttast saman, og falla hver í annan. En óþarft er að afsaka, að ekki skuli takast að draga skörp skil. Margt sem við segj- um er óljóst, ónákvæmt, óákveðið — þó er það ekki af vanþekkingu. Þekking með „máðar út- línur“ er samt nothæf — ef til vill betur nothæf stundum en sú sem er nákvæmari. Gagnrýni í skáldskap tekur á sig ýmsar myndir. Hún flettir ef til vill ofan af mannúðar- leysi og grimmd gegn- sýrandi félagslegs fyrir- komulags svo sem þræla- halds eins og í „Kofi Tómasar frænda“ eftir Harriet Beecher Stowe, eða ógeðfelldu háttalagi innan einhvers þjóð- félags eins og óþrifalegri meðferð kjöts í „The Jungle“ eftir Upton Sinclair. Eða þá að hún setur undir miskunnar- lausa smásjá hugmynda- fræði heils þjóðskipulags eins og gert er í skáld- sögum sovézka rithöfund- arins Alexanders I. Solzhenitsyns, en skáld- saga hans „Dagur í lifi Ivans Denisowitch“ sem byggð er á eigin reynslu af lífi í þrælkunarbúðum, er sú eina, er til þessa hefur verið gefin út í Sovétríkjunum. Alexander Solzhenitsyn. Spegele prófessor, sem kennir stjórnvísindi við Wesleyan háskólann í Middletown, Conne- cticut, tekur þessi og önnur hugverk til at- hugunar í því ljósi, er þau varpa á félagslegan og pólitískan veruleika. Grein hans er tekin sam- an úr lengri ritgerð, sem britist í tímaritinu Social Research. í bók Solzhenitsyns „Fyrsti hringurinn“ hafa vistmenn „sérstakra" eftirstríðsfangabúða með höndum vísindarann- sóknir, sem öryggis- lögregla ríkisins hefur falið þeim. Fangarnir eiga þar miklu betri ævi en aðrir í „venjulegum“ fangabúðum: þeir fá nóg að borða, éru ekki barðir eða lokaðir inni í ein- angrunarklefum, þeir eru, eins og Solzhenitsyn kemst að orði „í æðsta, bezta, fyrsta hring vítis“. En „víti“ er það engu að síður, vegna þess að þeir eru tilneyddir að vinna störf, sem — ef þau heppnast — auka enn völd ríkisins, en draga úr frelsi einstaklingsins. Forréttindi þeirra eru í raun og veru mútur, sem gefið er í skyn, að verði frá þeim teknar, ljúki þeir ekki tilskildum verk- efnum. En skáldsagan ræðst á mein sem er magnaðra en efnislegar mútur, nefnilega tilraun stjórn- valda til spillingar hugar- farsins og til að fá menn til að fremja (og afsaka) siðlausan verknað með því að samsama félags- legar umbætur og kröfur rík'isins. I augum Sol- zhenitsyns eru glæpir faldlega ávöxtur glap- ræða grimmúðugs harð- stjóra; þeir eru einnig rökræn afleiðing póli- tískra hugmynda, sem réttlæta, að vitund ein- staklingsins sé bæld í nafni óumbreytanlegra „lögmála sögunnar". Skáldsagnahöfundur, sem gagnrýnir undir- stöðu stjórnmálahug- myndir þjóðfélags, er ekki áróðursmaður. Verkefni hans er fremur að sýna, hvernig verk- andi stjórnmálakerfi hef- ur áhrif á skilning ein- staklingsins á sjálfum sér og stöðu sinni í þjóð- félaginu, að rekja smá- atriði sambandsins á milli hugsunar og fram- kvæmdar. Vegna þess að hann er meðvitandi um hversu margslungin öll sam- skipti eru, manna á milli og opinber, hneigist hinn pólitíski skáldsagnahöf- undur til að hafna öllum tilraunum til að ráða í mannlega hegðun eft- ir sérteknum kennisetn- ingum. í bók Ignazio Silone, „Brauð og vín“, til dæmis, snýr byltingar- leiðtogi heim til Ítalíu á valdatíma fasista eftir fimmtán ára útlegð og uppgötvar að hin gömlu pólitísku slagorð hafa enga merkingu í eyrum bændafólksins í heima- byggð hans. Hann kemst á þá skoðun, að það, hvernig maður lifir lífi sínu, sé mikilvægara en þær hugmyndir, sem hann heldur fram. Aðal- persónan í bók Josephs Conrad, „Under Western Eyes“, kemst sömuleiðis að því, að bakvið róttæka hugsjónalega hugmynda- fræði byltingarmanna leynist valdaspilling og fyrirlitning á einstakl- ingnum. 1 bók Alberts Camus, „Plágan“, berst dr. Rieux við sjúkdóma vegna þess að þeir valda mönnum þjáningu. Hann reynir ekki að finna eða gefa mannlífinu ein- hverja sértekna mein- ingu — það er nóg að lina þjáningar mannsins. Hvers vegna er gagn- rýni skáldsagnahöfund- arins á óhlutstæðum hug- myndum mikilvæg? Svarið liggur í tilhneig- ingu mannsins til leitar að grundvallarreglum, en án þeirra telur hann sig engar vonir geta gert sér um rökvísi eða sjálfs- þekkingu. Og því hneigj- umst við til að leita vizku- steinsins, sem á að leysa ráðgátur alheimsins eða einhvers undirstöðu lög- máls til að bjarga okkur frá niðurlægingu efa- girninnar. Skáldsagna- höfundurinn minnir okk- ur hins vegar á það hvað eftir annað, að til eru margar leiðir til að virða heiminn fyrir sér, að við erum sífellt að endurraða tilgátum okkar um sýnd og reynd og að við getum til gagns fundið að mönn- um og samfélögum án nokkurrar hollustu við kippt og skorin hug- myndakerfi. Skáldsagna- höfundar minna okkur á, að við þörfnumst engra almennra eða altækra kennisetninga til að lifa skynsamlegu og full- nægjandi lifi. Það sem við þörfnumst, það sem er viðleitni okkar í raun ómissandi, er að við látum skýringar heilbrigðrar skynsemi okkar á mannlegu atferli, skipa þann sess, er þeim ber. Skáldsagnahöfund- urinn býður okkur að huga að lögmæti hins einstaka atriðis, hins hlutkennda, hins til- gangslega. Eins og einn heimspekingur, Gilbert Ryle, orðar það, skýra skáldsagnahöfundar „á- stæður, hugsanir, geðhrif og venjur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.