Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 4
hátt, sem hún var að gerast. Kenningin um siðferðilegt hlutleysi sög- unnar, ef svo má segja. Framvinda sem slík er hvorki siðferðilega góð né siðferðilega slæm. Við getum dæmt árangurinn, en ekki framvinduna. Siðferðilega slæmur aðili getur látið gott af sér leiða. Siðferðilega góður aðili getur látið illt af sér leiða . . . Ef til vill þurfti snilligáfu til að koma auga á það. Til að sjá það í raun og veru . . . Ef til vill þurfti hetjulund til að fara eftir því.“ Enda þótt myndir þeirra Adams Stantons og Willie Starks af stjórnmálunum náði að sýna mikilvægar víddir í pólitísku lífi, eru þær báðar í endanlegri skil- greiningu skældar og villandi. Jack Burden, sem starfar fyrir Stark, en dáist einnig að Stanton, berst við að komast að því, hvort sjónarmiðið sé réttara, og leit hans að dýpri skilningi myndar vits- munalegan kjarna sög- unnar. Fyrstu kynni sín af tvöfeldni pólitískra hvata fær hann við rann- sókn á högum velmet- ins dómara. Burden uppgötvar ekki aðeins, að dómarinn er viðriðinn pólitískt -gróðabrall, heldur (það sem meira var um vert) að fólk, sem i einlægni veitir hug- sjónum og grundvall- arreglum stuðning sinn, er sjálft móttækilegt fyrir spillingu. Þannig fer Burden að lokum að líta á stjórnmál, hvorki sem einfaldlega það að hafa góðar grundvall- arreglur né að vega tap gegn gróða, en fremur sem óstöðuga togstreitu milli þess að gera gott og að vera atkvæðamikill. En á þá togstreitu verður ekki bundinn endi vegna þess að maðurinn, sem söguleg vera, getur ekki stigið út úr tímanum. Til að skilja stjórnmál er ekki aðeins þörf á glöggri yfirsýn yfir hlutlægan veruleika, heldur þarf, eins og Jack Burden verður ljóst, djúptækari sjálfsþekkingu. Eftirtektargóður, íhug- ull lesandi öðlast nokkra sjálfsþekkingu við lestur- inn. Með því að fylgjast með baráttu persónanna, við það að „sjá“ viðleitni Jack Burdens til að gera sér fulla grein fyrir merkingu atburðanna, sem hann verður vitni að, fær lesandinn að minnrta kosti að ein- hverju leyti greitt úr sín- um eigin spurningum. Honum er kennd endur- skoðun og betri niðurröð- un þess, sem hann hefur alltaf vitað. Eða eins og Wittgenstein segir: „Það sem taka verður, hið gefna, er — að segja má — lífsform.“ Robert Penn Warren sýnir okk- ur hið pólitíska lífsform sem leið til sjálfsþekking- ar.. Á meðal þess sem veldur pólitísku og félagslegu atferli eru við- teknar eða almennar hugmyndir, sem skylda einstaklinginn til að hegða sér á vissan hátt. Að skilja hugmyndir er ekki einungis fólgið í því að vita hvað orð eiga við (sum orð eiga ekki við neitt), heldur í því að gera sér grein fyrir, hvernig þessi andlega uppbygging er skyld því, hvernig hlutunum er háttað. Með öðrum orðum, milli skilnings fólks og mannlegra at- hafna eru innbyrðis tengsl. I stjórnmálalífi er unnt að bregða birtu yfir þann skilning, sem lagður er í ýmis áhuga- verð hugtök — frelsi, vald, skyldur — með þvi að búa til dæmi um notk- un þeirra. Þegar við skilj- um dæmin og þær að- stæður, sem þau birtast í, getum við með réttu sagt, að við kunnun skil á notkun hugtakanna og þá í framhaldi af því, að við vitum nokkuð um félagslegt og stjórn- málalegt líf. í skáld- sögum kemur oft og ein- att fram slik beygingar- dæmaleg notkun á póli- tískum hugtökum. Heillandi dæmi um þvílíka útlistun er bók George Orwells „1984“. Sagan á sér stað í hinu ímyndaða þjóðfélagi Oceaniu, sem er algert einræðisríki stjórnað af Flokknum með hugsana- eftirliti, Lyginni miklu og múgsefjun. Aðalper- sónan, Winston Smith, er venjulegur flokksverka- maður, sem með hvatn- ingu vinstúlku sinnar, Júlíu, reynir að skapa sér vísi að einkalífi og frelsi. Hann kemst brátt í sam- band við OMBrien, hátt- settan flokksleið- toga, sem fullvissar hann um, að samsæri, sem stjórnað sé af Gold- stein nokkrum, muni áður en lýkur velta frá völdum Flokknum og foringja hans, Stóra Bróður. Smith er tekinn fastur af hugsanalög- reglunni og kemst að því, að hið svokallaða sam- særi var gildra gerð af Flokknum til að veiða í þá, er gera sig líklega til að svíkjast undan merkjum. Winston Smith og Júlía eru pynduð af OMBrien, heilaþvegin og þeim skilað aftur til þjóð- félagsins sem hrein- trúuðum. 1 Oceaniu verður einræðið ekki um- flúið. Það sem gerir þessa skáldsögu svo beitta, og það sem svo oft fer á milli hluta í umræðum um hana, er gegnlýsing Orwells á tveimur megin- hugtökum: máli ogfrelsi. Orwell gerir greinarmun á Oldspeak og Newspeak. Oldspeak er venjuleg, almenn enska, sem engu að síður er „villutrú“ og er á hægu undanhaldi fyrir Newspeak, „hinu opinbera tungumáli Oce- aniu“. Aðalinntakið í Newspeak er „double- think“. Samkvæmt lýsingu Goldsteins: Doublethink merkir getu til að halda tveim gagnstæðum skoðunum í huga sínum samtímis og játast þeim báðum . . . Þetta verður að gerast vísvitandi, annars yrði það ekki gert af nægi- legri nákvæmni, en það verður einnig að vera óafvitandi, því annars hefði það í för með sér falskennd og þar af leið- andisektarkennd. Okkur er sagt, að „árið 1984 hafi enginn enn verið farinn að nota New- speak sem sinn eina tjáningarmiðil, hvorki í ræðu né riti“. Sambland tungumálanna tveggja er að likindum tengt „ófull- komleika“ einræðisins, fyrst enn er þörf á hugsanalögreglu og pyndingarklefum til að knýja „frávillinga" eins og Smith og Júlíu til hlýðni. Ur þessum ófull- komleika á að bæta með því að leggja Oldspeak alveg niður fyrir árið 2050. “Tilgangur New- speak var ekki sá einn að vera tjáningarmiðill fyrir hin viðurkenndu sjónarmið og hugarfar, heldur að gera allan ann- an hugsanagang ómögu- legan.“ Samkvæmt þessu eru hugsun og tunga svo tengd, að án tilveru vissra orða eru hugs- anirnar, sem þeim orðum fylgja óútmálanlegar — bókstaflega óhugsandi. Án tungumáls til að gera hana skiljanlega er bylting gegn Flokknum, hvers konar bylting, eins og O’Brien er ljóst, ómöguleg. Maður getur ekki hegðað sér á til- tekinn hátt nema hann eigi hugtak, sem hann getur notað til að lýsa þýingu hegðunarinnar, og um hugtak getur ekki verið að ræða án viðeig- andi tungumáls. í skáld- sögunni er orðmyndunar- fræðingurinn Syme yfir- maður deildar þeirrar, sem eyðileggur orð í hundraðatali á hverjum degi. „Við erum að kom- ast að mergnum máls- ins,“ segir Syme við Smith. „Um síðir gerum við hugsanaglæpi bók- staflega ódrýgjandi vegna þess að engin orð eru til til að tjáþá.“ Smith hefur öðruvísi — og rangt — viðhorf til tungumáls. Hann telur tungumál utan heimsins og að til að skilja veru- leikann þurfi aðeins að kalla fram í hugann það, sem er lýsanlegt satt um heiminn. Það sé eins'og málið væri tengt með þráðum á milli hugar og heims. Rannsóknari Smiths, OMBrien, snýr honum frá villu: „Ég segi þér það, Winston, að veruleikinn er ekki hið ytra. Veruleikinn býr í huga mannsins og hvergi annars staðar." í hinu „fullkomnaða“ stjórnarfari Oceaniu verður orðið „frelsi“ markleysa. Því orðið get- ur aðeins haft merkingu þar sem valkostir eru fyrir hendi, og möguleik- ar á vali fela aftur á móti í sér, að eðli valkostanna verði að vera þekkjan- legt. Og þetta er einmitt það, sem þröngvun Newspeak stefnir að að gera ómögulegt. Bókin „1984“ er því enginn spádómur um það, sem mun gerast, heldur mynd af því sem gæti gerzt, ef skilningi okkar á frelsi, hæfni okkar til að íhuga val- kosti, er gróflega þröngv- að. Sjálf geta mannsins til að gera sér skiljanlega valkosti framtíðarinnar, sem hann veit nú ekkert um, er háð vali hans hér og nú varðandi þann orðaforða, sem er arfleifð hans. Það hefur verið ætlun mín að sýna fram á að verkefni jafnvel hins mest sjálfsafvitandi póli- tíska skáldsagna- höfundar er ekki að bera fram kenningar, að fletta ofan af staðreyndum eða að veita upplýsingar. Verkefni hans er öllu heldur það, sem svo miklu stórvægilegra er, að hjálpa lesandanum að íhuga og túlka sína eigin veröld og hugsanlegar framtíðarveraldir og að sýna þessar veraldir frá öðrum sjónarhornum með þvi að draga sérstak- lega fram vissa fleti. Imyndaður heimur skáld- sagnahöfundarins er ekki lygi, né heldur óráðshjal — hann er boð til lesandans um að auðga meðvitund sína að þeim félagslegu og pólitísku táknum, sem ráða daglegum gerðum hans. Með því að fylgjast með sköpun skáldsagna- höfundarins og innsæi, verða okkur ljósari möguleikar mannlegra athafna innan marka pólitískrar nauðsynjar. Beztu skáldsagnahöf- undarnir hjálpa okkur að hefja okkur yfir þær venjur og kreddur, sem takmarka frelsi okkar til að hugsa gagnrýnandi og hegða okkur sið- fræðilega. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.