Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 12
austur af Krit. Þeir telja, að Atlantis hafi verið vagga Minoa- menningarinnar, sem var mjög háþróuð og fáguð menning, er hvarf á dularfullan hátt um 1500 fyrir Krist. Þeir telja, að þeir hafi jafnvel fundið ástæðuna til þess, að hún eyðilagðist. Mikið sprengigos, hafi orðið, á borð við gosið á Krakatá í Indónesíu árið 1883. Við það hafi mestur hluti Santorini horfið í hafið og geysimikil flóðbylgja farið um Miðjarðarhafið og sópað burtu öllu lifi í Minoaborginni Knossos á Krít, sem er í tæplega hundrað kílómetra fjar- lægð. SPRKNGIGÖSIÐ MIKLA Varla loikur á því nokkur vafi, að Santorini eyðilagðist í miklu eld- gosi um það bil 1450 f. Kr. Nú má sjá hvernig fimm eyjar, sem eftir eru, mynda greinilega nærri hringlaga gígbarm og tappa eldfjallsins, sem hefur sprungið og fallið saman. Ekki þarf annað en líta á Krakatá til að skilja, hvernig eitt eldgos gat eyðilagt menningu á mörgum eyjum. Þegar Krakatá sprakk árið 1883, heyrðist sprengins í 1900 mílna fjarlægð. Svo mikil aska barst út í geiminn að sólarlagið varð óvenjulega rautt um allan heim í meira en ár á eftir. Sprengigosið myndaði svo stórar flóð- bylgjur að stór skip, sem lágu við akkeri í Suður- Ameríku, slitnuðu upp. Til að l'á einhvern mælikvarða, má geta þess, að sprengingin í Santorini hefur verið þrisvar sinnum stærri. Sprengigosið í Krakatá eyðilagði aðeins 23 fer- kílómetra af landi. Sprengingin í Santorini þeytti 80 ferkílómetra stóru landi upp í loftið. Flóðbylgjan mikla olli flóðum allt að Egypta- landsströndum og getur jafnvel hafa verið orsök þess, að Nói varð að fara í örkina sína. Öldur þessarar flóðbylgju gætu líka verið orsök þess að Rauða hafið laukst upp fyrir Moses, og járnoxfð- útfellingar frá reyknum af gosinu gætu hafa orsakað það, að Nílarfljót litaðist rautt, eins og segir í Biblíunni. Flóð- bylgjan, sem gosið olli, hefur a.m.k. valdið ösku- falli á ströndinni við Jaffa, í um 562 mílna fjarlægð og í meira en 500 metra hæð yfir sjó. Afleiðingar eldgossins hafa áreiðanlega orðið þær, að stórir hlutar af Santorini grófust undir 3000 metrum af ösku. Og undir öskulaginu er ný- búið að finna Minoabæ, líkan hinni háþróuðu menningarborg á Krít. Þar eru mjög líklega leif- arnar af borginni Atlantis, sem hreif Grikki svo vegna menn- ingar sinnar og sem síðan hvarf algerlega. Bandaríski haf- fræðingurinn James W. Mavor hefur fundið á hafsbotni minjar, en hann var m.a. með í að byggja Alvin, litla kaf- bátinn, sem náði upp týndu vetnissprengjunni út af Spánarströnd, og nú nýlega hefur farið um miðflóa Santorini á rann- sóknarskipinu Cha- in til að kortleggja botninn með bergmáls- dýptarmælum. Hefur hann náð upp sönnunum um að þar hafi verið stórt samfélag manna, sem eyðilagst hafi í sprengi- gosi neðan frá. Vísinda- menn höfðu raunar vitað í meira en heila öld, að undir allri þessari ösku hafði verið mannvist. Þegar unnið var að því að grafa Suezskurðinn, fundu menn í öskunni frá Thera vatnsþétt sement af beztu gerð. Og þegar þeir grófu það upp, þá kom í ljós fyrsti vitnis- burðurinn um, að borg væri þarna undir. Ætli fólkið á Atlantis hafi verið svona kiætt, eins og Minoarnir á Krft? FENGU ÍBÚARNIR AÐVÖRUN? Nú lítur þorpið út eins og það ætli að verða nokkurs konar Pompeii í Eyjahafinu. Undir ösk- unni stendur ósnert borg með tveggja og þriggja hæða húsum. Einn vísindamannanna orðaði það svo: „Við bjuggumst við að finna rústir af fornsögulegum bæ. En það kom okkur algerlega á óvart, að þær voru þrívíðar. Við uppgröft kemur það varla fyrir að rústirnar nái manni í hné...“ Freskurnar eða vegg- myndirnar, sem venju- lega eru ekki annað en hrúga á gólfinu, þegar fornleifafræðingar finna þær, eru þarna alveg óskertar. Enn sem komið er, hafa bara verið grafnir níu skurðir, en úr þeim hefur komið nægilega mikið af dýrmætum sönnunargögnum í burð á 35 asna. Hvorki fannst þarna gull né beina- grindur, og bendir það til þess að íbúarnir hafi fengið einhverja aðvörun um yfirvofandi hættu og flúið í bátum, en skilið hús sín og húsmuni eftir, þar sem það geymdist undir öskulaginu, sem var því góð vörn, þar til vísindamenn eru nú að finna það. Hafi reykur staðið upp úr gíg eldfjalls í nokkra daga, var það nóg til að hræða íbúana í burtu. Til eru 'skýringar á þeim atriðum, þar sem saga Platons um Atlantis kemur ekki alveg heim og saman við söguna um Krít. Plato fékk söguna ekki frá fyrstu hendi, hann heyrði hana hjá Soloni, sem aftur fékk hana frá egypsku prestunum, en meðal þeirra hafði sagan lifað i þúsund ár. Mis- þýðing og misskilningur í sambandi við söguna gæti vel skýrt nokkrar fjarstæður. Þannig er þjóðsagan um Atlantis nú smám saman að breytast úr leyndardómi ístaðreynd. Minoarnir á Krft dýrkuðu nautið, og iðkuðu leiki, þar sem leik- fimisfólk hóf sig upp á horn nautsins, er það koma æðandi, og tók heljarstökk aftur fyrir það.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.