Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 10
Þessi skemmtilegu steinker gróf Steinunn upp úr sandinum f Þjórsárverum og kom fyrir í steinhól f garðinum. Þar baða auðnutittlingarnir sig. sem tií er, en aðrir geta ííka fengið fræ meðan það endist. Þetta veitir fólki, einkum því sem býr úti á landi og hefur ekki mikið samband við aðra, tækifæri til að eignast fræ af plönt- um, sem það sækist eftir. í þessu liggur mikil vinna og þær fjórar konur, sem að því unnu í vetur í sjálfboða vinriu, hittust einu sinni í viku. — En þetta er engin fórn, ef maður hefur gaman af þvi, segir Steinunn. Og sííkt hlýtur alltaf að byggjast á sjálf- boðavinnu. Ég kem auga á blá- klukkur, sem eru hvftar að lit. Þær fann Steinunn í Loðmundarfirði og hefur ekki heyrt að þær séu nokkurs staðar annars staðar. Hún rakst á þennan skemmtilega albínóa þar og tók hann með heim. Nú hefur hún gefið ýmsum af honum. Fleiri íslenzkar plöntur eru þarna, t.d. stúfa undan Eyjafjöllum og munkahetta frá sama stað. Og þarna gægist lítil jöklasóley. Maður er vanari að sjá hana brjótast upp úr svörtum sandinum einhvers staðar á öræfun-. um, en Steinunn segir, að hún lifi í garði, ef möl er sett í kring um hana. Og til að nefna einhverja and- stæðu, þá eru þarna í nánd margar blómstrandi nellikku-tegundir. Upp með rauðri hús- hliðinni vefja sig skógar- toppar, og klifurbergsóley, sem Steinunn bíður eftir að blómstri himinbláum blómum, sem áreiðanlega fara vel við vegginn. Og annars staðar vefur sig upp klifurrós með hvitum blómum, pólstjarnan sem Steinunn fékk í vor, og getur síðar náð 5 metra hæð. En í beðunum við húsið má sjá marga runna, t. d. er þar töfratré frá Pyreneafjöllum, sem ber gulllituð blóm á vorin, einnig beinvíði sem blómg- ast í apríl. Þar má t. d. greina gullsóp og fleiri runna, svo eitthvað sé nefnt. Og innan um má sjá fallega steina. — Ég hefi meira gaman af að hafa svona steina en Þorleifur, segir Steinunn kímin. Hann hefur þá í kössum, en stillir þeim ekki upp. Við höldum áfram göngunni í þessum yndis- lega garði. Um allt eru begóníur, fimm tegundir af sírenum er þar að finna. Hvít blóm ilmsnækórón- unnar senda fínlegan ilm til okkar rauðar rósir logadansins fanga athygl- ina. Steinunn bendir okkur á jurt, sem hún heldur mik- ið ' upp á, hjónarós, skemmtilega klifurrós, sem fær nípur á haustin. Það eru blórauðir ávextir, sem standa fram á haustið. Þarna er kóngalilja að byrja að blómstra, og sjá má margar tegundir af alparósum í garðinum. Eplatré er þarna skammt frá, harðgerð tegund, sem getur lifað hér á íslandi og blómstrað, en ekki fást epli nema hafa tré af annarri harðgerðri tegund, sem hún ætlar að fá og vita hvort ekki verður hægt að fá epli í garðinn. Steinunn sýnir okkur þyrni sem sennilega er eini harðgerði þyrnirinn, sem getur vaxið á íslandi, ætt- aður frá Síberíu; líklegt er að hann blómstri ekki fyrr en eftir 12 ár og kvaðst Steinunn með ánægju bíða eftir því, svo fallegur er hann. En hvernig hefur hún tima til að sinnq öllum þessum plöntum? Auk þess sem hún hefur heimili og börn að annast, þá er hún nú farin að starfa aftur sem hjúkrunarkona á Borgarspitalanum hálfa vikuna. Hún játar því að síðan hún fór líka að vinna úti, hafi hún minni tima til að huga að plöntunum. En það er ekki á að sjá. 1 horni garðsins eru safn- kassar Steinunn segist safna í þá öllu laufi, torfum og öðru, sem til fellur í garðinum. Hún bætir í gömlum húsdýraáburði og svolitlu af tilbúnum áburði og rótar öðru hverju í kössunum, og eftir 2—3 ár er þarna afbragðs gróður- mold. En hvað um DDT og úðun eiturefna í garð- inum? Hvað finnst henni um slíkt? Steinunn segist aldrei nota DDT; vegna fuglanna reynir hún að komast hjá því að sprauta trén eins mikið og mögu- legt er. En það virðist stundum nauðsynlegt. 1 tvö ár hafði hún ekki úðað, en svo í sumar varð ekki hjá því komizt. En farið er eins sparlega með það og hægt er, aldrei úðað nema einu sinni á sumri. Við er- um svo óheppin hér að hafa ekki maríuhænuna, sem étur blaðlýsnar í ná- grannalöndum okkar, segir hún. Ekki veit ég hvar á að enda á að skoða garðinn hennar Steinunnar og ekki er hugsanlegt að telja upp allar þær pæöntur, sem hún á þar, enda varla skemmtileg lesning, þegar ekki er hægt að sjá og njóta blómanna um leið. Ég get því eins hætt hér eins og einhvers staðar annars staðar. — E.Pá. r Smásaga eftir Rafn Jónsson Reykur. Hávaði. — Sumir kalla það tónlist. Lýðurinn situr í hring og reykir. Reykurinn vef- ur sig utan um ljósið, eins og til að hylja það. Einn hlær, eins og öll heimsins lukka hafi hrapað á hann. Hinir halda áfram að reykja, eins og ekkert hafi í skorizt. Lýðurinn pírir augun á alla, loftið er orðið svo þykkt af reyknum. Loftið hreyfist í takt við lýðinn og tón- listina. Svo er skipt um plötu. — Ahhhh. Djúpt sog, andanum m mmm mm mm wmm mmm wmm mm mmm mm mmm m I I I I haldið niðri og J skyndilega uppgötvar ' lýðurinn, að hann er að I verða frjáls. Gleðin I hrislast um hann, og | frelsið lekur um æðarnar | í staðinn fyrir blóð. Án | þess að nokkur merki ■ breytingu, er heimurinn orðinn frjáls. Ekkert er fyrir lengur. Þján- ingarnar, leiðindin, I hömlurnar og höftin eru I horfin. Lýðurinn er jafn | frjáls og reykurinn, sem | liðast eins og honum sýn- | ist um herbergið. Framhald á bls. 16. g I _____________________________I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.