Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 5
Þess vegna skildum við.... — rœtt við ung hjón, sem áttu þrjú börn og hafa verið skilin að lögum í rúmt ár. Jóhanna Kristjónsdóttir tók saman Er fjölskyldumyndin að breytast? Erfiðara reyndist en ég hafði ætlað að fá skilin hjón til að tjá sig um ástæð- urnar fyrir skilnaði, svo og lýsa sambúðinni. Flest hristu höfuðið strax og aftóku það með öllu. I sumum tilfellum vildi ann- ar aðilinn segja frá, en ekki hinn. Að lokum drógust ein fyrrverandi hjón á að segja mér hvort sína hlið á málinu, en með þvi skilyrði, að nöfn þeirra yrðu ekki nefnd og að þau fengju að lesa yfir það sem hitt hafði sagt, þó var það skilyrði sett, að þar yrði engu breytt. Eiginmaður- inn sagði við lesturinn: „Hún er við sama heygarðshornið, lýgur öllu sér í vil og gerir sig að engli og mig að skepnu.“ Eiginkonan sagði: „Aldrei hef ég séð neitt eins ómerkilegt. Að maður skuli hafa hangið með þessu i meira en 8ár.“ Þegar þau lásu frásagnir hvort annars, vildu þau helzt að hætt yrði við birt- ingu viðtalanna, en um samdist, að með nokkrum breytingum, sem bæði gátu fellt sig við og áttu að koma í veg fyrir, að nokkur möguleiki væri á að þau þekktust, var horfið frá þeirri kröfu. í báðum er mikill hiti, beiskja og bæði reyna eins og venjan er að fegra sinn málstað og dómgreind beggja er ábótavant. Hvor- ugt virðist hafa komizt yfir þá sálrænu erfiðleika, sem skilnaði fylgir, enda aðeins eitt ár, síðan gengið var frá lögskilnaði þeirra i millum og nokkur styrr stóð auk þess um forræði eins barnsins. Hún segir svo frá: — Við kynntumst i Klúbbnum. Þá var ég tvi- tug og hann ári eldri og var að ljúka iðnnámi. Ég vann á skrifstofu og hafði lokið verzlunarprófi árið áður. Hann varð strax hrifinn af mér og ég man ég hafði engan frið fyrir honum um kvöldið. Reyndar var ég að spá í annan, en einhvern veginn æxlaðist það til, að við fórum saman og vorum strax saman þá nótt, þótt það sé annars nokkuð, sem ég er mjög á móti. Hann hringdi í mig nokkrum dögum síðar og bauð mér út, og svo fórum við að vera reglulega saman. Mér líkaði að mörgu leyti vel við hann, en ég held að ég hafi aldrei verið alvarlega hrifin af honum. Svo upp- götvaði ég, að líklega hefði ég orðið ófrisk þarna eftir kvöldið í Klúbbnum, og þegar ég sagði honum frá því, varð hann ekki beint hrifinn og sagðist hafa haldið að ég passaði uppá. Úr þessu varð rimma, en endaði þó í góðu, og svo opinberuðum við og fórum að leita okkur að ibúð. Hann var að ljúka námi, svo þetta leit ekki sem verst út peningalega, og bæði áttum við fjölskyldur að, sem vildu hjálpa okkur, þó að min hjálpaði okkur miklu meira, því að ég held, að móður hans hafi fundizt ég hafa ,,flekað“ þennan ágæta son hennar. Eg tók eftir þvi snemma og áður en við fórum að búa, að hann var ákaflega fýlugjarn og rauk alltaf út í fússi, ef ég leyfði mér að setja út á eitthvað við hann. Stundum fór hann á fyllerí eftir þessi köst, en meðan við vorum ekki far- in að búa, fann ég ekki eins mikið fyrir því. Við giftum okkur um leið og við létum skíra elzta barnið, telpu, fengum litla íbúð hjá for- eldrum mínum, sem við máttum vera i leigulaust á meðan við værum að byggja. Svo keyptum við fokhelda íbúð og það var meiningin, að hann ynni í henni á kvöldin, en það vildi nú aldeilis verða mis- brestur á því. Stundum geymdi hann sparifötin hjá kunningja sínum og fór svo út að skemmta sér, þegar ég hélt hann væri að vinna í íbúðinni. Hann hafði alltaf allt á hornum sér, þegar ég komst að þessu og var stundum orðljótur og mjög æstur. Ég vann úti hálfan daginn og mamma passaði barnið og mér fannst van- þakklæti hans til foreldra minna alltaf vera mikið. En svo mjakaðist áfram með ibúðina, þvi að bæði pabbi minn og bróðir hjálpuðu honum mikið. Ég varð aldrei vör við, að hann ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.