Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 14
• • HEINRICH BOLL I. GREIN .... Úr írskri dagbók Pólitískur farandtannlæknir Heinrich Böll Heinrich Böil hlaut árið 1972 niesta heiður, sem hægt er að veita á bókmenntasviðinu, Nóbelsverðiaunin. Aður höfðu verk hans þó aflað honum margvísiegra þýzkra og alþjóðalegra verðlauna. Höfundurinn er fæddur í Köln árið 1917, þar sem hann býr enn. Síðan 1947 hefur hann starfað sem rithöfundur, leik- ritahöfundur, höfundur útvarps- og sjónvarpsþátta, rit- gerðahöfundur og þýðandi úr öðruni tungumáium, en hefur ekki fest sig við ákveðnarstefn- ur eða greinar innan bók- menntanna. Öll hans verk eiga þó það sameiginlegt að fást við hinn mannlega þátt Iffsins. Smásögur hans, skáldsögurnar „Wo varst du, Adam?“...„Und sagte kein einziges Wort“, „Billard um halb Zehn“, „Ansichten eines Ciowns" og nýlegri og stærri verk hans, svo sem „Gruppenbild mit Darne" hafa gert hann frægan um allan heim. Búið er að þýða bækur hans á 17 tungumál. „Segðu mér nú einu sinni hreinskilnislega," sagði Fadraic við mig eftir fimmta bjórglasið, „hvort þú telur ekki alla íra meira og minna bilaða?“ „Nei,“ sagði ég, „ég held að það sé nú ekki nema helming- urinn.“ „Þú hefðir átt að vera stjórnmálamaður,“ sagði Padraic og bað um sjötta bjórglasið," og segðu mér nú einu sinni af fullri hreinskilni, hvort þú tel- ur okkur hamingjusama þjóð.“ „Ég held,“ svaraði ég, „að þið séuð hamingju- samari en þið gerið ykk- ur grein fyrir. Og ef þið vissuð, hve hamingju- samir þið eruð, munduð þið óðara finna ástæður til að verða óhamingju- samir. Þið hafið margar ástæður til að vera óhamingjusamir, en þið elskið líka skáldskap óhamingjunnar — skál.“ Við drukkum, og það var loks eftir sjötta glasið, að Padraic setti í sig kjark að spyrja mig um það sem hann hafði lengi langað til að spyrja mig að. „Segðu mér,“ sagði hann lágt, „Hitler — var — held ég — ekki svo vondur maður, hann gekk aðeins — að því er ég held — dálítið of langt.“ Konan mín kinkaði til mín kolli örvandi: „Laus,“ sagði hún lágt á þýzku, „ekki gefast upp, dragðu úr honum alla tönnina.“ „Ég er eng- inn tannlæknir,” sagði ég lágt við konuna mína, „og mig langar ekkert fram- ar að fara í krána í kvöld: ég er alltaf að draga út tennur, alltaf þær sömu, ég er búinn að fá nóg af því. „Það borgar sig,“ sagði konan mín. „Hlustaðu nú vel á mig,“ sagði ég vingjarnlega, við vitum nákvæmlega, hve langt Hitler gekk, hann gekk yfir lík margra milljóna, Gyðinga, barna...“Það komu sárs- aukadrættir í andlitið á Padraic. Hann hafði fengið sjöunda glasið og sagði dapurlega: „Það er leitt, að einnig þú hefur látið enska áróðurinn glepja þig,l>að er leitt.“ Ég snerti ekki á bjórn- um: „Komdu,“ sagði ég, „láttu mig draga tönnina úr þér: ef til vill verður það dálítið sárt, en svo verður það að vera. Þá fyrst, þegar ég er búinn verður þú snotur náungi; láttu gera við tennurnar í bér: mér finnst ée beear vera orðinn eins konar farandtannlæknir. „Hitler var,“ sagði ég og ég sagði allt; ég hafði æfingu, orðinn laginn tannlæknir, og þegar sjúklingurinn er geð- þekkur, fer maður enn varlegar að heldur en þegar maður vinnur af eintómri leikni, af hreinni skyldutil- finningu. Hitler var, Hitl- er gerði, Hitler sagði... og sársaukinn jókst í sífellu í andliti Pads, en ég hafði pantað wisky, ég drakk Pad til, hann svolgraði, skolaði kverkarnar svo- lítið. „Var það mjög sárt?“ spurði ég af varkárni. „Já,“ sagði hann, „það var sárt og það líða nokkrir dagar áður en allur gröfturinn er farinn." „Gleymdu ekki að skola þig, og ef þig kennir til, komdu þá til mín, þú veizt, hvar ég bý.“ „Ég veit, hvar þú býrð,“ sagði Pad, „og ég kem áreiðanlega, það þarf ekki að efast um, að égfæ verki.“ „Hvað sem því líður,“ sagði ég, „þá er það gott, að þú ert laus við hana.“ Padraic þagði. — „Eigum við að fá okkur einn enn?“ spurði hann dapur. „Já,“ sagði ég, „Hitler var...“ „Hlustaðu á,“ sagði Padraic, “viltu vera svo góður að hlusta á mig, taugin er alveg ber.“ „Ágætt,“ sagði ég, „þá deyr hún bráðum, við fáum okkur þá einn enn.“ „Verðurðu aldrei hryggur, þegar tönn hef- ur verið dregin úr þér?“ spurði Padraic mæðu- lega. „Jú, rétt í svipinn,“ sagði ég, „en eftir á verð ég glaður, þegar hún veldur mér ekki framar sársauka.“ „Það er bara svo heimskulegt," sagði Padraic,. „að ég veit nú ekki lengur, hvers vegna mér geðjast svo vel að Þjóðverjum." „Það hlýtur þér að gera,“ sagði ég lágt, „ekki vegna Hitlers held- ur þrátt fyrir hann. Ekkert er lakara en það, þegar einhver elur samúð sína á þér frá uppsprettum, sem eru þér grunsamlegar; hafi afi þinn verið innbrots- þjófur og þú kynntist ein- hverjum, sem finnst þú sérlega geðslegur, af því að afi þinn var innbrots- þjófur, þá er það sárt; öðrum finnst þú aftur á móti geðslegur, af því að þú ert ekki innbrots- þjófur, en það gæti verið, að þeim fyndist þú geðs- legur, þó að þú værir inn- brotsþjófur.“ Áttunda bjórglasið kom: Henry hafði pantað það, Englendingur, sem eyddi leyfinu sínu hér árlega. Hann settist hjá okkur og hristi höfuðið mæðu- lega: „Ég veit ekki,“ sagði hann, „hvers vegna "ég fer hingað aftur til írlands á hverju ári, ég veit ekki hve oft ég hef þegar sagt þeim það, að ég geti hvorki hafa þekkt Pembroke né Cromwell né sé skyldur þeim, að ég sé ekki annað en skrif- stofumaður frá London, sem eigi hálfsmánaðar leyfi og hafi viljað kom- ast á sjóinn: ég viti ekki, hvers vegna ég fari hing- að þessa löngu leið frá London á hverju ári, til þess að hlusta á það, hve geðþekkur maður ég sé, eins og Englendingar séu annars hræðilegir: það er svo þreytandi. Um Hitler,“ sagði Henry . . . „Fyrir alla muni,“ sagði Padraic, „talaðu ekki lum hann: ég þoli ekki að heyra það nafn framar. Að minnsta kosti ekki núna, ef til vill aftur seinna...“ „Ágætt,“ sagði Henry við mig, „Þú virðist hafa skilað þínu vel.“ „Maður á sinn metnað,“ sagði ég ofur látlaust, „og ég er nú orðinn því vanur, að draga tönn úr einhverj- um á hverju kvöldi: ég veit nákvæmlega hvar hún er; ég er farinn að þekkja pólitísku tann- fræðina til hlítar og ég geri þetta rækilega og án deyfingar.“ „Hamingjan góða,“ sagði Padraic, „en erum við ekki þrátt fyrir allt ágætis fólk?“ „Það eruð þið,“ sögðum við öll þrjú einum rómi: konan mín, Henry og ég, „Þið eruð sannarlega ágætir, en þið vitið líka af því.“ „Við fáum okkur einn enn,“ sagði Padraic, „svona fyrir nóttina.“ „Og einn fyrir vegin- um;“ „Og einn fyrir kettin- um,“ sagði ég „Og einn fyrir hundin- um.“ Við drukkum, og ávallt stóðu vísarnir fastir, eins og þeir hafa gert seinustu þrjár vikurnar: á hálf ellefu. Og þeir munu enn standa næstu fjóra mánuðina á hálf ellefu. Hálf ellefu er lokunartími lögreglunn- ar á sveitakránum um sumartímann, en ferða- mennirnir, útlendingarn- ir fara kringum þennan óþægilega lokunartíma. Þegar sumarið kemur, leita gestgjafarnir upp skrúfudragann sinn, tvær skrúfur og festa báða vísana: margir kaupa sér líka leikfanga- úr með trévísum, sem auðvelt er að fastnegla. Þá stendur tíminn kyrr, og dökkir bjórstraumar flæða allt sumarið, dag og nótt, meðan lögreglan sefur svefni hinna rétt- látu. Sr. Sigurjón Guðjónsson þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.