Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 13
 Minni rekur mig til þess, að á skólaárum mfnum heyrði ég margar skólasystur mfnar segja sömu setninguna, hvað eftir annað: „Ég vildi ég væri strákur.“ En svo undarlega var ég sjálf gerð, að aldrei nokkurn tfma flögraði þessi löngun að mér eitt einasta andartak. Þeir, sem trúa á endurholdgun, álfta að sama sál geti skipt um kyn f endurholdguninni. Kannski þessi ósk skólasystra minna hafi verið óljós söknuður eftir fyrra lffi f hinu kyninu? Ef endurholdgun er staðreynd, er ég viss um, að ég hef verið kona á öllum mfnum lffsskeiðum. Þessum skólasystrum mfnum fannst þær geta leyft sér miklu meira og verið miklu frjálsari, ef þær væru strákar. En mig, aumingjann, langaði aldrei til neins, sem mér fannst ég ekki geta gert, „þó að“ ég væri stelpa. ÉG ER KONA Það er kannski líðilegt að segj^ það, en oft hefur mér fundizt sem kvenréttindakonur væru afbrýðisamar út f karl- menn, f þeim byggi óskin: „Ég vildi ég væri strákur". En hvar er þá kvenréttindunum komið, þegar notuð eru karlmanns- starfsheiti svo sem kennari, skólastjóri, skrifstofustjóri, ráðherra, fréttamaður, o.s.frv. Ég játa þó, að skólastýra, skrif- stofustýra og ráðfrú hljóma ekkert sérlega vel. En ekki trúi ég því, að þær dugnaðarkonur, sem þessi karlkynsstarfsheiti nota, vilji leyna þvf, að kona dyljist á bak við nafnið. En þó að ég og fleiri séum stoltar af því að vera konur og kallast konur, er ekki þar með sagt, að okkur finnist starfs- vettvangur okkar eiga að vera skýrt afmarkaður, hvort sem við vinnum utan hcimilis eða innan. Ailtaf þvoði minn mað- ur börnunum, þegar þau voru lftil, á meðan ég þvoði upp á kvöldin, og þannig held ég að það hafi verið á heimilum flest- ra kunningja okkar. Og langt höfum við hjónin vfst verið á undan okkar samtfð, þegar við gáfum tveggja ára dóttur okkar flugvél f jólagjöf og þótti það ekkert merkilegt sjálfum, löngu, löngu áður en „Rauð- sokkarnir“ voru komnir til sög- unnar og farnir að kenna jafn- réttisuppeldi. Og vel er mér kunnugt um, að á þeim sömu árum gáfu þó nokkrir foreldrar sonum sfnum brúður. „Konan er rnaður" er vinsælt slagorð nú á tímum. Ósjálfrátt flýgur okkur f hug karlmaður, þegar orðið maður er nefnt — og er þá ekki komin minni- máttarkennd í spilið? En sé endurholdgun staðreynd, ætla ég að vona, að guð gefi, að ég verði alla tíð kona á mfnum lífsskeiðum. Anna María Þórisdóttir. Leonard Cohen: Hinir hetjulegu Hefði ég skínandi höfuð og fólk sneri sér við til að stara á mig í strætisvögnum, og gæti ég þanið líkama minn gegnum björt vötn og verið í faðmi á undan fiskum og vatnasnákum, gæti ég eytt fjöðrum mínum á flugi undan sólu, heldur þú að ég dveldi þá í þessu herbergi þyljandi Ijóð til þín og semjandi skammarlega drauma við hina minnstu hreyfingu munns þíns? Þjóðvisa Hinn aldni iðnaðarmaður brosti þegar ég bað hann að blása í flösku til að geyma tár þín í. Og hann brosti og trallaði í hljóðfalli við hreyfingar handa sinna er hann útskar viðkvæmt glerið og litaði með purpura hins hverfula kvöldskýs. En flaskan ertýnd í skúmaskoti húss míns. Hvernig átti ég að vita, að þú gazt ekki grátið? BRIDGE Spilið, sem hér fer á eftir, er gott dænii um það, að sagnhafi á aldrei að gefast upp jafnvel þótt útlitið sé slæmt. Norður S A-K-2 H K-8-4-3 T Á-K-6-2 L K-5 V estur S D-G-10 H G-9-5-2 T G-9-5 L G-8-6 Austur S 9-8-3 H — T D-10-8-7-4 L D-10-9-4-3 Suður S T-6-5-4 H A-D-10-7-6 T 3 L A-7-2 Sagnir gengu þannig: Norður Suður 1 Tígull 1 Hjarta 4 Hjörtu 5 Lauf 5 Hjörtu 6 Hjörtu Vestur lét út spaða drottningu, sem drepin var með ási í borði, hjarta 3 var látinn út, drepið heima með ási, en nú var augljóst að vestur átti vísan slag á tromp. Útlitið var þvi allt annað en gott hjá sagnhafa, þvi við fyrstu sýn virðist ekki hægt að komast hjá því að gefa slag á spaða. Sagnhafi var ekki einn af þeim spilurum, sem gefast upp án baráttu og þess vegna vildi hann reyna hvort ekki væri hægt að haga úrspilinu þannig að hann gæfi aðeins einn slag. Næst var tígull látinn út og ás og kóngur teknir og spaði látinn heima. Enn var tigull látinn út, trompað heima, kóngur og ás í laufi teknir og þriðja laufið trompað í borði. Nú var spaða kóngur tekinn, vestur lét gosann og augljöst er nú, að láti sagnhafi út spaða, þá fer vestur inn á spaða 10 og verður að láta út tromp, og þannig kemst sagnhafi hjá þvi að gefa slag á tromp. Sagnhafi var ekki alveg viss um hvort vestur átti spaða eða tígul eftir með trompunum og þess vegna lét hann næst tfgul og trompaði heirna með hjarta drottningunni. Nú er vestur varnarlaus, hvort sem hann á spaða eða tigul. Sagnhafi lætur næst spaða og vestur verður að drepa (annað hvort rneð trompi eða spaða 10) og siðan verður hann að láta út tromp og sagnhafi fær tvo síðustu slagina á kónginn i borði og tiuna heima.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.