Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 8
Á nœr alltafúU blóm að gleðjas til Steinunnar Olafsdóttur Alltaf hefi ég dáðst að því fólki, sem býður byrginn norðlægri hnatt- stöðu islands með köldum næðingi, síðbúnum vor- frostum og snemmbúnum frostum á haustnóttum, og ræktar ótrautt plöntur og tré. Slíkt fólk hefur „græna fingur“, sem kallað er allt grær undan höndum þess. Hér á landi þarf að auki svolítið meira, þ.e. ómælt magn af hugrekki, þrautseigju og áhuga. En árangurinn er líka stundum alveg undra- verður. Við Langholtsveginn býr slík kona, Steinunn Ólafsdóttir, með manni sín- um Þorleifi Einarssyni, jarðfræðingi og börnum þeirra, og þar eiga þau kringum vinalegt rautt bárujárnshús stórkost- legan garð með tugum, ef ekki hundruðum, innlendra og útlendra plantna. Og Steinunn kann vissulega svör við hug- leiðingum á borð við þær, sem hér eru látnar i ljós. — Fólk gerir sér ekki grein fyrir að hér er hægt að rækta margt, vegna þess að við höfum þessar björtu nætur. Og birtan er svo mikils virði, þó hitann vanti. Á hverju ári nema hér land nýjar jurtir, sem reynast nægilega harð- gerðar og ílengjast hér. Og það verður auðvitað þvi aðeins að til sé fólk, sem vill og þorir að reyna. Til- raunum fylgir alltaf áhætta. Ávallt deyr eitt- hvað hjá manni. En það er vissulega þess virði að reyna. — Jú, mér hefur oft fundizt ég vera að gefast upp, svarar Steinunn spurningu okkar, Svo springur út eitthvert litið blóm, sem lengi hefur verið beðið eftir. Það veitir svo mikla gleði, að öll fyrir- höfnin hefur borgað sig. Gróðrinum fylgja lika fuglarnir, sem setjast að. Og mér finnst blóm, fuglar og tónlist það yndislegasta, sem til er. Garðurinn kringum húsið á Langholtsvegi 138 ber þess sannarlega vitni að það borgar sig að reyna að rækta fögur blóm og jurtir á íslandi, ef það er gert með réttu hugarfari og á réttan hátt. Þar er garðurinn eitt blómahaf mikinn hluta ársins. Þó eru ekki nema 12 ár síðan þau Steinunn og Þorleifur komu heim frá Noregi og settust að þarna á æsku- heimili hans. Áður hafði Þorleifur hjálpað móður sinni við að setja þar niður nokkur tré og fáeinar fjöl- ærar plöntur, og eru stóru aspirnar og reynitrén í einu horni garðsins frá þeim tíma. Að öðru leyti var þarna aðeins kálgarður vestan megin og óræktar- móar, en lóðin er um 600 ferm að stærð. — Þó kál sé gott, þá tímdi ég ekki að láta rými í garðinum undir kálgarð, sagði Steinunn. Og nú á ég í mesta vanda við að finna rúm í garðin- um fyrir plöntur, því ég hefi svo gaman af að safna þeim. Og Steinunn tók til hendi í garðinum fyrir 12 árum. Hún hafði snemma fengið áhugann. Foreldrar henn- ar, Ólafur Páll Jónsson, sem var læknir á Bíldudal, Stykkishólmi og siðast á Álafossi, og Ásta Guð- mundsd. höfðu látið hvert barnanna hafa sinn skikann hvert í grænmetis- garðinum og gefið þeim eina og eina plöntu. — Ég held að mikilvægt sé að hlúa að slíku hjá börnum. Það ber oft ávöxt síðar, segir Steinunn. Ég man, að þegar pabbi kom þreyttur úr sjúkravitjunum, þá settist hann annað hvort að píanóinu eða fór út í garðinn, en mamma safnaði rósum, og gerir raunar enn. Fyrst safnaði Steinunn mest islenzkum villiplöntum. Þorleifur kom með eina og eina handa henni úr ferðum sín- um út á land. Síðan fór hún að fá erlendar plöntur hjá öðrum og útvega sér það sem hugurinn girntist frá útlöndum. Nú hefur hún mikinn áhuga á að safna blómstrandi runnum og blómlaukum. — Við vorum í Þýzka- landi, Noregi og í Englandi og alltaf að vorlagi og þegar maður hefur fengið að upplifa þessi dásamlegu vor með öllum sinum gróðri erlendis, þá öfundar maður þá, sem fá að hafa þetta í kring um sig. í sum- ar fór ég svo til Danmerkur í'ágúst með vinkonu minni, sem líka hefur áhuga á jurtum, og við fórum í grasgarðinn og aðra fræga garða, en þar var allt skrælnað af þurrki. Ég var svo fegin að koma heim í garðinn minn. Héðan í frá fer ég aldrei utan nema að vorlagi. — En ég hefi lika lært margt af því að fá að komast i kynni við gróðurinn erlendis. Eitt af því er, að hægt er að lengja gróðurtímann, segir Steinunn ennfremur. Og ég reyni að skipuleggja garðinn þannig, að plönturnar springi út á mismunandi tíma. Það má heita núorðið að alltaf sé eitthvað útsprungið í garðinum. Fyrst á vorin koma laukjurtirnar, sóleyjarhnýði og vetrar- gosar, seni springa út í marz eða apríl. Síðan koma fyrstu krókusarnir, alla vega litir, stjörnuliljur, snæstjörnur og síberíu- liljur, og siðan animónurn- ar, sem ég hefi mikið dálæti á. T.d. fékk ég nýlega sérlega fallega tegund, skógarbláma, frá Svíþjóð. Mér finnst ani- mónurnar ómissandi þó að þær séu ekki allar lauk- jurtir, og af þeim eru margir litir í garðinum. Á eftir þeim koma páska- liljur og túlipanar. Margir athuga ekki, að lauk- plöntur þurfa mikinn áburð, engu siður en aðrar plöntur. Á haustin ber ég fiskimjöl, kali, gamlan skít og stundum mómold í lauk- beðin og á vorin strái ég kalksaltpétri kringum laukana. Sé þess gætt, blómstra þeir ár eftir ár og f jölga sér flestir mikið. Þegar hér er komið sögu, er komið fram í júni og f jölæru blómin taka við. Af f jölærum jurtum á ég mikið, bæði innlendum og erlendum. Til dæmis standa þessir dásamlegu kínavendir í október. Og rósirnar, bæði garðarósir og runnarósir, standa oft lengi. Það fer eftir frosti. Ég reyni að eiga alltaf eitt- hvað á öllum árstímum til að gleðjast yfir. Fagur- laufamistillinn stendur til dæmis blóðrauður á haustin. En jólarósin, sem ég eignaðist og hefur snjóhvít blóm, blómstrar hér í maí, þó hún blómstri úti á jólunum. Prímúlurn- ar standa oft í nóvember og desember. Það liggur við að þetta nái orðið saman. Helzt að desember falli úr. Við göngum út í garðinn. Þar er aldeilis litadýrð nú- na. Ekki mögulegt að lýsa því eða nefna öll nöfnin, sem Steinúnn nefnir á íslenzku og latínu, um leið og hún vekur athygli á plöntunum. En latnesku nöfnin kvaðst hún hafa Langholtsvegur 138 er vinalegt rauðmálað bakhús. Og þar felst einhver fegursti garður borgarinnar. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.