Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1974, Blaðsíða 4
Hvað felst í ofanritaðri fyrirsögn? Þessarar
spurningar spyr eflaust margur lesandinn sig.
Er ekki alkunna, að íslendingar eru undan-
tekningin frá reglunni; þeir eru ekki haldnir
neins konar kynþáttafordómum. Fyrirsögnin
hlýtur að vera hreinasta fjarstæða, munu
menn ætla. Kynþáttafordómar eru taldir eitur í
beinum íslendinga. Þeir eru fljótir til að fella
áfellisdóm yfir þvílíkum ósóma, hvar sem hann
birtist á jarðarkringlunni. íslendingar hafa
gengið fram fyrir skjöldu hjá Sameinuðu þjóð-
unum í baráttu gegn kynþáttastefnu. ísland
hefur meir að segja gengið feti framar en aðrar
Vestur-Evrópuþjóðir og greitt atkvæði með
ályktun, sem hótaði Suður-Afríkustjórn vald-
beitingu, ef hún ekki léti af kynþáttastefnu
sinni. í bígerð er lagasetning hér á landi, sem
gerir ráð fyrir allt að tveggja ára fangelsi fyrir
„atlögur að hópi manna vegna litarháttar,
kynþáttar, þjóðernis og trúarbragða. . .".
Vilja íslendingar ekki gjarnan líta á sig sem
hvítán bróður kúgaðra blökkumanna og þjóð-
ernisminnihluta? Gefur flekklaus fortíð í kyn-
þáttamálum okkur ekki rétt til að líta á okkur í
þessu Ijósi? Einn ágætasti mælikvarðinn á það
hlýtur að vera afstaða íslenzkra stjórnvalda til
landvistar manna af hinum ýmsu kynþáttum.
Hvernig hafa íslendingar brugðizt við því, að
blökkumenn og Gyðingar hefðu hér landvist?
Er „frjálslyndi" okkar blekking eða veruleiki?
Gyðingar á flótta, merktir með Gyðingastjörnu. Beiðni um
landvist fyrir Gyðinga var hafnað veturinn 1938—'39. Ríkis-
stjórn íslands var „principielt mótfallin" þvi að veita fleiri
þýzkum Gyðingum dvalarleyfi í landinu.
©
Þór Whitehead r
KYNÞATTA-
STEFNA
ÍSLANDS
Hervernd
og blökkumenn
Síðustu áratugina hefur sa
fræðilegi möguleiki verið fyrir
hendi, að vegna sambýlis við
bandariskan her kynnu Islend-
ingar að blanda blóði við
blökkumenn. Sú hefur þó ekki
orðið raunin á að neinu marki.
Orsökin er einföld. Bandaríska
herliðið á íslandi hefur lengsí
af aðeins verið skipað hvítuin
mönnum. Ljóst er, að þetta er
engin tilviljun. Blökkumenn
hafa um árabil gegnt þjónustu í
bandaríska hernum eins og
aðrir þegnar Bandaríkjanna.
Frá því að Bandaríkjaher bjó
um sig utan Norður-Ameríku
hafa herstöðvar hans verið
mannaðar hvítum liðsmönnum
jafnt sem svörtum. Undantekn-
ingin var ísland.
Það hefur aldrei farið leynt,
að í upphafi bandarísku her-
verndarinnar gengu íslenzk
stjórnvöld svo frá hnútunum,
að hingað yrðu ekki sendir her-
menn af öðrum litarhætti en
hvitum. í herverndarsamningn-
um frá 1941 var ákvæði um,
að vegna fólksfæðar á íslandi
og „hættu þeirrar, sem þjóðinni
stafar þar af leiðandi af návist
fjölmenns herafla, verður . . .
að gæta þess vandlega, að ein-
ungis úrvalslið verði sent
þangað". í umræðum um
samninginn á Alþingi útskýrði
Hermann Jónasson forsætis-
ráðherra, hvað við var átt með
orðinu „úrvalslið '.
„Að þvi er snertir spurningu
hans [ Þorsteins Briem þing-
manns] um það, hvort tryggt
væri, að þær [bandarísku setu-
liðssveitirnar] væru af góðum
ættstofni, þá skildi ég, við hvað
hann átti, sem sé það, hvort
trýggt væri, að þar væru ekki
svokallaðir litaðir menn. Vegna
innanlandsmála Bandaríkjanna
þótti ekki viðeigandi að nefna
þetta á nafn í sjálfri orðsend-
ingunni, en ég get tekið það
fram, að það hefur verið orðað
við hlutaðeigendur, aöátt væn
við það, að litaðar hersveitir
yrðu ekki sendar hingað, og
sendiherra Breta taldi, að það
kæmi ekki til mála. Ríkisstj.
hefur tekið til athugunar nánari
kröfur um þetta mál, hvort sem
þær verða teknar til qreina eða
ekki. "*
í skjalasafni bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins er að finna
beiðni ríkisstjórnar fslands um,
að engir blökkumenn yrðu í
setuliðinu. Beiðnin kom fram
rétt um það bil, sem verið var
að ganga frá lokadrögum her-
verndarsamningsins. Banda-
ríkin höfðu fallizt á öll þau
skilyrði, sem íslendingar höfðu
sett, og ríkisstjórn íslands lýsti
sig því reiðubúna til að ganga
að' samningnum. Bertel E.
Kuniholm ræðismaður Banda-
ríkjanna á íslandi kom þessari
stuttu og laggóðu bón á fram-
færi við stjórn sína:
„Forsætisráðherrann [Her-
mann Jónasson] óskareftir því,
að engir negrar verði í sveit-
inni, sem skipað verður niður
hér." 2
Svo er að sjá sem Banda-
ríkjastjórn hafi umsvifalaust
fallizt á þessa bón forsætisráð-
herra, enda mikið í húfi að
koma samningnum sem bráð-
ast til framkvæmda. Bandaríski
landherinn, sem var ábyrgur
fyrir vörnum íslands, tók hana
fyllilega til greina.
í júnímánuði 1 942, tæpu ári
eftir gerð herverndarsamnings-
ins, hófst málarekstur nokkur,
er spratt af ósk Hermanns.
Bandariska flotanum varð það
á að senda hingað hóp blökku-
manna. Hópurinn taldi um 50
manns og hafði þann starfa að
vera til aðstoðar í mötuneytum
Hermann Jónasson, forsætis-
ráðherra. Hann hafði komið á
framfæri beiðni um „úrvals-
lið".