Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1974, Blaðsíða 10
Morguriblaðsins
Eausn á síðustu krossgátu
r- r Xj OoL »r rAf- K l r.H, i-í Strt II s?"- M-4L- U R.-
m i A’ T fí 6. 0 5 s 1 N U
; ' ,9.? rr?»i L \L7 , Ol ttei- M'/t K R e P T A 5 T SfN 1 L '/ Nl
r j<un. A L L gfir i K Ul - PÍ'.H 6 L A R f/ot S> F) L
y ÍA'R H A'FtoA Á, R £ 9 ? l T R V N 1 SK- e>rr- i£> A
fAT- k. JL o T U N (k U R FoR- Fee> uf<- 1 T ý r.r.c- í>*iD H- R
PÁK UM A' R U M LAkLL JKAUl A R /' A N MflN- A T L A
Fi>< UR- u F 5 1 N N Mf»PF FlTIi IO L A' N AJ 1 a’ L 4
O'B - PÆkti N 1 r tC A AfAP. A' A R MftL- Ml M Yicrt- FÁFyi, A á A R
6no- I*4 k. \ R JTIL'-1 C,LKf FJ/CK. 4 o' N íaRF 5 A U R K>«F> N A
m u *-» Ví W a 6l F A N d 1 N N A AJ N
8 £ T u K iH’ríÞ f'ét't’ T 0* L RT- J) u 4 N
AMftRl 3 A (k A R /' S 0' L F U R MflN- Hi - N 0' A
SiÞAfc r<L A 6. A R é 0' L A R U N A Ð m
H e- -. “Hí K A R A «1 K £LO- i T fiL- t>\ A R l vf N i'f R n
'£>■'<úíí$mT\ pR- /íTFf foK' ÍS Tf3‘ AtA jAflD J| UKlfVP m
'rr'J\ W'iVV' ••ö-Wwfe .. MH . •.v••JHf m, 5NTt>' K&M- na
FlTóT,, <k£LT
V.;yí \[0£\Íyk' r’-V'- '*■ ■ T'tG IR E/ NS. WflRi-- tY R
U S> BAKl l£h - í-l
\'r/i >7r'' -. •-t.V. ,i\-L t-D \J£ l- H LQ fcfí &
Áv; r. t'.sr. ;; v ’ o rm! U-Dö? & KlflK/JS nafn ■ÖPL' FtVT HÍ'lAf) 1 /JflUfi Rodp
Resfi- wTth Tá LF\ ToN ~
U. ftT Tve £ / AJ S S -
\lt\TlN- ICK’FP
LE6J A N CiUR ■ l N N 1 tfRFMS- Pfl F- A»l
r>;yr< $ tfj k r rtUi> /t'uuf- MÁLA
o R.5> IKÓLt H N 3"- ‘K> £> \/ stu. - <5«r i A '6/ET
SKökk kem- ÍT
KV’Í.Ffl 3£M L£fiJG.£>- i i'u (L sr/CÞiR.
s rr JK>ÍUT
■ c>r l / r- iSs SU*K ;r/?/^o/í r FfiVUH'
4 tAÁ- H N l ■
■+ k BEí-T- 1© j
Kynþáttastefna Islands Framhald af bls. 6
þáttasjónarmið ráða gjörðum
slnum? Svo er ekki, og verður
nú að vikja sögunni aftur til
fjórða áratugarins. Skömmu
eftir valdatöku Hitlers tóku
þýzkir nasistar að þrengja mjög
hag Gyðinga, enda þótt þeir
hæfu ekki strax beina út-
rýmingarherferð. Árið 1935
settu nasistar Núrnberg-lögin
illræmdu, sem sviptu Gyðinga
raunverulegum borgararéttind-
um. Fyrirtæki í eigu Gyðinga
voru gerð upptæk, vísinda- og
menntamenn af Gyðingaætt-
um voru flæmdir úr embættum
og Gyðingum var gert lífið ill-
bærilegt á allan hátt. Meðan
færi gafst, tóku þúsundir
Gyðinga sig upp frá Þýzkalandi
og settust að viða í Vestur-
Evrópu og Bandaríkjunum.
Nokkrir Gyðingaflóttamenn
fundu griðland á íslandi. Stað-
reyndin er sú, þótt það hafi
aldreí farið hátt, að færri
komust hér að en vildu.
í desembermánuði 1938
fékk Katrín Thoroddsen læknir
beiðni um að taka að sér
þriggja ára Gyðingabarn frá
Austurríki.7 Faðir barnsins
hafði, að sögn Katrínar, verið
hnepptur í fangelsi viðinnlimun
Austurríkis í þriðja ríkið. Móð-
urinni hafði verið hótað
fangelsi, ef hún fyndist innan
landamæranna þann 15. janú-
ar 1 939. Útlit var fyrir, að svo
yrði, því að konunni var neitað
um vegabréf og gat þess vegna
ekki yfirgefið landið. Hafði hún
því hug á að koma barni sínu í
fóstur, í a.m.k. eitt til tvö ár, en
þá reiknaði hún með að vera
laus úr prísund nasista. Katrín
segist hafa snúið sér til Friðar-
vinafélagsins, sem þá starfaði í
Reykjavík, og spurt, hvort
félagið ætlaði að gangast fyrir
því, að Gyðingabörn yrðu tekin
hér í fóstur. Félagið svaraði
þessu játandi og 12. desember
1 938 var umsókn send til ríkis-
stjórnar íslands um dvalarleyfi
fyrir 8 — 10 bcm. Þennan
sama dag símaði utanríkisdeild
(sbr. utanríkisráðuneytið) for-
sætisráðuneytisins eftirfarandi
til Sveins Björnssonar sendi-
herra í Kaupmannahöfn;
„Óskum hingað símið aðal-
atriði hvað gert hinum
Norðurlandaríkjum hjálpar
gyðingabörnum þarmeð
hvort hjálpin hugsuð takmark-
aðan eða lengri tíma." 8
í frásögn Katrínar kemur
fram, að Hermann Jónasson
forsætisráðherra hafi sagt, að
hann gæti ekki gefið strax svar
við umsókninni, því ,,hér væri
um svo þýðingarmikið mál að
ræða". Hafa yrði samráð við
forystumenn annarra flokka og
hugsa málið vel og vandlega.
Katrín segist þá sjálf hafa grip-
ið til þess ráðs að hafa sam-
band við forystumenn Sjálf-
stæðis- ■ og Alþýðuflokks,
og hafi þeir báðir verið hlynntir
því, að dvalarleyfið yrði veitt.
Samþykki forystumanna sósíál-
ista hafi legið Ijóst fyrir, Katrín
segir, að ríkisstjórnin9 hafi
skýrt Friðarvinafélaginu frá því,
að fyrirspurn um flóttamanna-
mál hefði verið send til Norður-
landanna. Svar hefði borizt
um, að málin væru komin í fast
horf, en væru til athugunar.
Friðarvinafélagið hefði þá bent
ríkisstjórninni á, að Svfþjóð
hefði veitt Gyðingum griðland
og umsóknin hefði veríð ítrek-
uð. Um miðjan febrúar 1939
hefði ríkisstjórnin loks komið
því í verk aðsvara umsókninni.
„Svarið var skorinort, skýring-
arlaus neitun."
Landvist neitað
Sex ár liðu; mál Gyðinga-
barnanna kom skyndilega upp
á alþingi. Stríðinu var lokið og
harmleikurinn um örlög
Gyðinga í Evrópu blasti við
sjónum. í þinginu hófst snörp
umræða um, hvort Þjóðverjum,
sem hér voru búsettir fyrir
strlð, skyldi leyft að hverfa aft-
ur til landsins. Hermann Jónas
son, er þá var leiðtogi stjórnar-
andstöðunnar, var tillögunni
fylgjandi, en Einar Olgeirsson
var einn þeirra,. sem andmæltu
henni. Notaði Einar tækifærið
til að rifja upp afskipti Her-
manns af umsókn Katrínar og
Friðarvinafélagsins. Hermann
svaraði gagnrýni Einarsá þessa
leið:
Það hefur verið sagt hér, að
ég hafi sýnt ákaflega mikla
óbilgirni með því að leyfa
ekki austurrískum börnum
að flytja hingað til landsins.
Það má náttúrlega alltaf
deila um þá hluti. En svo.
mikið er víst, að samkv.
þeim upplýsingum, sem við
höfum aflað okkur, sem um
þetta mál höfum fjallað,
höfðu fslendingar leyft fleiri
flóttamönnum Gyðinga
landvistarleyfi, ef miðað er
við fólksfjölda heldur en
nokkur önnur Evrópu-
þjóð. Og það var sennilega
ekki af öðrum ástæðum en
þeim, hve mörgum
flóttamönnum hafði verið
leyft að koma til landsins,
konum, mæðrum, börnum
að þetta leyfi var ekki veitt.
Það má náttúrlega alltaf um
það deila, hvar eigi að setja
takmörkin fyrir þessum leyf-
um. Og það er vitað mál, að
hér var tiltölulega margt af
landflótta Gyðingum þá, og
við íslendingar höfum vissu-
lega tekið okkar skerf af því
að leyfa þeim landvist." 10
Var hér öll sagan sögð?
Heimildir sýna,að ríkisstjórnin
hafði reyndar þegar tekið fast-
mótaða afstöðu til dvalarleyfa
fyrir Gyðinga, er henni barst
umsókn Friðarvinafélagsins. í
símskeyti frá Sveini Björnssyni,
sem móttekið var 17.
nóvember 1938, bar sendi-
herra upp eftirfarandi erindi við
ríkisstjórnina.
....umbiðst simað hvort
takmarkað dvalarleyfi allt að
einu ári mundi fást eða prici-
pielt fsic] verða neitað þýsk-
um Gyðingahjónum sem
ekki óska atvinnu en téláta
danska bankatryggingu fyrir
mánaðarlegum yfirfærslum
til lífsviðurværis svoog
brottfararkostnaði íslandi.
Til upplýsingar fráskýrist að
vegna núverandi ástands er
áhugi norrænum og vestur-
evrópiskum ríkjum hjálpa
eins o’g hægt er innan óhjá-
kvæmilegra takmarka til-
gangi forðast meiriháttar
innflytjendastraum." 11
Nokkrum dögum síðar skýrði
utanríkisdeild Sveini sendi-
herra frá viðhorfum ríkis-
stjórnarinnar til landvistar
Gyðinga:
„Yðarskeyti 17/11 dvalar-
leyfi þýzkum Gyðingahjónum
neitað þareð ríkisstjórnin
principielt mótfallin veita þýzk-
um Gyðingum dvalarleyfi ís-
landi.''12
í þessum orðum er að leita
skýringarinnar á því, hvers
vegna Friðárvinafélagið hlaut
þær undirtektir, sem áður er
lýst. Ríkisstjórnin hafði ákveðið
að loka fandinu fyrir þýzkum
Gyðingum. í norðanverðri
Vestur-Evrópu voru þaðauðvit-
að nær eingöngu þýzkir Gyð-
ingar, sem hugsuðu sér til
hreyfings á þessum tíma.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar
þýddi því í raun, að fleiri mönn-
um af kynþætti Gyðinga yrði
ekki leyfð landvist á íslandi.