Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1974, Blaðsíða 7
Klukkan átta hafði hún sett sígaretturnar,
kristalsglösin og silfurfötuna með ísnum utan um
grænu flöskuna á borðið. Hún stóð og leit yfir
herbergið, hver mynd var á sfnum stað, allir ösku-
bakkar hreinir. Hún hristi sófapúða og_gekk fáein
skref aftur á bak og pfrði augun. Þá fór hún inn f
baðherbergið og sótti flösku með strikníni f og faidi
hana undir tímariti á hornborðinu. Hún var þegar
búin að fela hamar og fstöng.
Hún var reiðubúin.
Það var engu Ifkara en hann vissi það, því að
síminn hringdi. Þegar hún svaraði, var sagt:
,,Ég er að koma.“
Nú var hann í Iyftunni og flaut þegjandi upp
járnháls hússins, fitlaði við yfirskeggið, sléttaði
yfir hvítan sumarfrakkann og svart bindið. Hann
væri að strjúka ljósgrátt hárið, þessi myndarlegi,
fimmtugi maður, sem enn komst upp með að heim-
sækja laglegar, þrftugar konur, svo skemmtilegur
og elskulegur maður, sem beið eftir vfninu og öllu
hinu.
„Þú ert svikari," hvíslaði hún að liktum dyrun-
um rétt áður en hann barði.
„Gott kvöld, Martha,“ sagði hann. „Ætlarðu bara
að standa þarna og stara?“ Hún kyssti hann. „Var
þetta koss?“ spurði hann og það varglettnisbjarmi í
bláum augum hans. „Hérna." Hann kyssti hana.
Hún lét augun aftur og hugsaði um það, hvers
vegna þetta væri frábrugðið sfðustu viku, sfðasta
mánuði, sfðasta ári? Hvers vegna fór mig að gruna
margt? Það voru smámunirnir. Eitthvað, sem hún
gerði sér ekki grein fyrir, svo smávægilegt var það.
Hann hafði breytzt hægt, en sfgandi. Svo sfgandi, en
svo gjörsamlega, að hún hafði legið andvaka margar
nætur fyrir tveim mánuðum. Iiún hafði farið með
þyrlu klukkan þrjú um nótt út á ströndina til að
horfa á myndirnar, sem birtust á himninum þar, á
gömlu myndirnar, sem voru teknar 1975, áminning-
ar yfir mistrinu yfir svörtu hafinu og á raddirnar,
sem Ifktust rödd guðanna f aðstreyminu. Hún var
sfþreytt.
„Þú svarar ekki kossum mínum.“ Hann virti
hana gagnrýnandi fyrir sér. „Er eitthvað að þér,
Martha?"
„Ekkert," sagði hún. Allt, hugsaði hún. Þú, hugs-
aði hún. Hvar ertu f kvöld, Leonard? Við hverja
ertu að dansa, með hverri ertu að drekka f annarri
fbúð, við hverja ertu elskulegur og kurteis? Þvf að
þú ert ekki hér hjá mér og ég ætla að sanna það.
„Hvað er þetta?“ spurði hann og leit niður. „Ham-
ar? Varstu að hengja upp myndir, Martha?“
„Nei, ég ætla að berja þig með honum,“ sagði hún
og hló.
„Auðvitað,“ sagði hann og brosti. „Ef til vill
skiptir þú um skoðun, þegar þú sérð þetta.“ Hann
dró öskju upp úr vasa sfnum og f henni var perlu-
festi.
„Leonard!" Hún setti festina titrandi á sig og
sagði hrifin: „En hvað þú ert góður við mig!“
„Þetta eru aðeins smámunir," sagði hann.
Hún gleymdi næstum grunsemdum sfnum, þegar
svona stóð á. Atti hún ekki allt sameiginlegt með
honum? Það sást hvergi, að hann hefði misst áhug-
ann á henni. Nei, alls ekki. Hann var alltaf jafngóð-
ur og blfður og gjafmildur. Hann kom aldrei án
þess að færa henni einhverja gjöf. Hvers vegna var
hún þá svona einmana f návist hans? Hvers vegna
Ieið henni ekki vel hjá honum? Það byrjaði allt með
myndinni f blöðunum fyrir tveim mánuðum. Mynd
af honum og Alice Summers í Klúbbnum 17. aprfl.
Hún hafði ekki séð myndina fyrr en mánuði scinna
og þá minntist hún á hana við hann.
„Þú sagðir mér ekki, að þú hefðir farið með
Alice Summers í Klúbbinn 17. aprfl sl.“
„Gerði ég það ekki, Martha? Já, ég fór með hana
þangað.“
„En varstu ekki einmitt hérna hjá mér þá?“
„Eg skil ekki, hvernig ég hefði átt að geta það. Við
fengum okkur að borða og dönsuðum langt fram á
nótt.“
„Eg er sannfærð um, að þú varst hjá mér þetta
kvöld, Leonard."
„Þú ert hálfdrukkin, elskan mfn. Heldurðu dag-
bók?“
„Ég er ekkert barn.“
„Þarna sérðu. Engin dagbók, engar sannanir. Ég
var hér kvöldið áður eða næsta kvöld. Svona, Ijúktu
nú úr glasinu, Martha.“
En málinu var ekki þar með lokið. Hún hafði
legið andvaka um nóttina og verið sannfærð um, að
hann hefði veriö hjá henni 17. aprfl. Það var
auðvitað óhugsandi. Hann gat ekki verið á tveim
stöðum f einu.
Þau stóðu bæði og störðu á hamarinn á gólfinu.
Hún tók hann upp og setti hann á borðið. „Kysstu
mig,“ sagði hún skyndilega, þvf að hún þráði um-
fram allt að komast til botns f þcssu máli. Hann
forðaðist hana og sagði: „Eáum okkur vfndrcitil
fyrst." „Nei,“ sagði hún og kyssti hann.
Þarna kom það. Munurinn. Smávægileg breyting.
Hún gat hvorki orðað það né lýst því á nokkurn hátt.
Það væri líkt og að reyna að lýsa regnboga fyrir
hlindum manni, en kossinn var efnafræðilega öðru-
vfsa. Það var ekki lengur koss Leonards Hill. Það
minnti á kossa Leonards Hill, en var nægilega ólíkt
til að verka á undirmeðvitund hennar. Ef hún léti
nú efnagreina rakann á vörum hans? Vantaöi ein-
hverja sýkla? Voru varirnar sjálfar mýkri eðaharð-
ari en fyrr? Einhver smábreyting.
„Þá er það vfnið,“ sagði hún og opnaði flöskuna.
Hún hellti f giasið hans. „Æ, viltu sækja disk í
cldhúsið til að hafa undir glösin?“ Hún setti
striknfn f glasið hans á meðan hann var f burtu.
Hann kom aftur með diskana og tók glasið sitt.
„Skál fyrir okkur, “ sagði hann.
Ef mér skjátlast, hugsaði hún. Ef þetta er nú
hann sjálfur? Ef ég er orðin geðveik og veit ekki, að
ég er það?
„Skál fyrir okkur.“ Hún lyfti glasi.
Hann drakk sitt í einum teyg eins og alltaf.
„Svei,“ sagði hann og gretti sig. „Þetta er viðbjóðs-
legt. Hvarfékkstu það?“
*- „Hjá Modesti."
„Þá skaltu hætta að verzla þar. Ég skal hringja og
biðja um rneira."
„Nei, nei. Ég á meira f fsskápnum.“
Hann sat þarna gáfulegur, lifandi og hress, þegar
hún kom með nýju flöskuna. „En, hvað þú lítur vel
út,“ sagði hún.
„Mér líður vel. Þú ert falleg. Ég held, að ég elski
þig heitar í kvöld en nokkru sinni fyrr.“
Hún beið þess, að hann dytti til jarðarog horfði á
hana brostnum augum. „Þá byrjar ballið," sagði
hann og opnaði seinni flöskuna.
Seinni flaskan var tóm eftir klukkustund. Hann
sagði henni skrýtlur og hélt um hönd hennar og
kyssti hana blíðlega hvað eftir annað. Loks leit
hann á hana og sagði: „Þú ert svo þögul í kvöld,
Martha. Er eitthvað að?“
„Nei,“ svaraði hún.
Hún hafði lesið um það f fréttunuin um daginn.
Um það, sem olli henni áhyggjum og útskýrði, hvers
vegna hún var svona einmana í návistlhaiis. Um
brúðurnar. Um brúður, sem voru eins og lifandi
menn. Þær voru áreiðiuilega ekki til, en fólk talaði
um þær samt. Lögreglan var að kanna málið.
Brúður í likamsstærð vélmenni, lifandi eftir-
myndir manna. Þær kostuðu tfu þúsund dali á
svörtuni markaði einhvers staðar. Yrðirþú þreyttur
á skemmtanallfinu gaztu sent eftirmynd þína til
að drekka, borða, taka í hendur, kjafta við frú
Rinehart, sem sat þér á vinstri hönd.og hr. Simmons
á hægri hönd og ungfrú Glenner hinum megin
borðsins.
Hugsið ykkur alla stjórnmálafundina, sem ekki
þurfti að koma á! Leiðinda leikritin, sem enginn
þurfti að sjá. Leiðinlega fólkið, sem hægt var að
hætta að þekkja án þess að það vissi það. Og síðast