Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1974, Blaðsíða 12
Heyrðu
Thorbjörn frændi
Framhald af bls. 3
um þá hefur komið út í 102.500
eintökum hér í Noregi, en auk
þess hefur hún komið út á öllum
Norðurlöndunum, Englandi,
Þýskalandi, ítaliu, Ungverja-
landi, Japan og Bandaríkjunum.
— Ég sendi þá félaga, segir
Thorbjörn og bendir á brúðurnar
Karíus og Baktus fyrst út í heim
inn árið 1941. Þeir eru því rúm-
lega þrítugir. Hver skyldi trúa
þvi? Ég hef haft mikla ánægju af
þeim og ég hef það eftir skóla-
stjóra Tannlæknaháskólans hér,
að tannskemmdir hafi minnkað
eftir að sagan var flutt í leikrits-
formi í útvarpinu. Vildi hann að
leikritið yrði flutt einu sinni í
mánuði.
Þegar ég sendi söguna fyrst frá
mér hurfu Karíus’ og Baktus
niður um skólprörið í sögulok og
enginn vissi hvað um það varð.
Þessi endirþótti börnum of sorg-
legur, því þeim þótti vænt um þá
félaga. Ég bjó því til ný sögulok
þar stm þair na sér i fleka úti á
hafi. Sitja þeir þar og bíða eftir
nýrri holu i tönn.
16 lesbækur
Undanfarin 10 ár hefur Thor-
björn Egner notað mikið af Vinnu-
tíma sínum til þess að safna
saman efni i lesbækur fyrir
grunnskólann og myndskreyta
það. Eru lesbækurnar nú orðnar
16 talsins og verkinu lokið.
— Ég byrjaði á þessu verki með
það fyrir augum að auka lestrar-
áhuga skólabarna, segir Thor-
björn. í lesbókunum er efni eftir
fjölda marga höfunda, marga
unga. Eru höfundarnir bæði inn-
lendir og erlendir. Meðal þeirra
siðarnefndu má til dæmis nefna
Halldór Laxness og Stefán Jóns-
son. Tek ég þátt úr Sölk.u Völku
eftir Laxnessogsöguna Pésa eftir
Stefán.
Ég lauk við 16. og síðasta bindið
f fyrra. Mér þótti gaman að leysa
þetta verkefni, en þau árin, sem
ég vann við það fékk ég lítinn
tíma til að sinna öðrum verkefn-
um. Hugmyndir hafa því safnast
upp hjá mér og nú er ég að byrja
að vinna úr þeim. Núna er ég að
vinna sjónvarpsþátt um „Glöðu
fjölskylduna", er það vísna-
prógram innan ákveðins ramma.
Vinur minn Klemens Jónsson
heimsótti mig um daginn og 'tók
heim með sér þetta prógram og
hver veit því nema fslensk börn
fái að sjá eitthvað til „Glöðu fjöl-
skyldunnar" seinna.
Glaða fjölskyldan
Að svo mæltu stendur Thor-
björn upp og nær í lítið senu-
líkan, sem hann hefur sjálfur
búið til.
— Þetta er heimili glöðu fjöl-
skyldunnar, segir hann. Það
skemmtilega við þessa litlu senu,
sem Thorbjörn hélt á, var hversu
lik hún var hans eigin heimili. Ef
til vill er það tilviljun ein, en í
mínum augum var ekki svo. Glaða
fjölskyldan er nefnilega einmitt
rétt orðið yfir Egnerfjölskylduna.
Og það sem meira var, þá var ég
líka glaðari þegar ég kvaddi og
gekk út úr bláa ævintýrahúsinu
hans Thorbjörns Egner.
‘ BÍLAR
mmm
ASSO
Njr bíll, sem
vakíi sérstaka
athygli á bila-
sjningunni í Frankfnrt
Á stóru bilasýning-
unni í Frankfurt í
Þýzkalandi, þar se/n sýndar
voru árgerðir 1974 af hinum
gamalgrónu bílategundum
svo og einstaka „prótótýp-
ur": Bilar, sem aðeins eitt
eintak hefur verið gert af í
tilraunaskyni, vakti þessi
mesta athygli.
Hér er um að ræða eins
konar framtíðarspá bila-
teiknara, en nýjungarnar eru
þó einkum á ytra borðinu.
Þýzka fyrirtækið Karmann er
vel þekkt fyrir boddýhönnun
og smíði. Draumabíllinn er til
orðinn á þann hátt, að hjá
Karmann tóku menn Audi
80, sem kjörinn var bill ársins
úti í Evrópu í fyrra vegna
tæknilegra kosta, en hjá Kar-
mann var einungis notazt við
vél, stýri, fjöðrunarbúnað,
girkassa, drif og hjól úr Audi
80. Öll yfirbyggingin og inn-
réttingin er teiknuð sérstak-
lega og smíðuð fyrir þennan
sýningarbíl, sem ber heitið
Karmann Asso.
í stórum dráttum er útlitið
ítalskt fremur en þýzkt, en
naumast þykir það ókostur.
Línurnar eru ákaflega
hreinar, næstum beittar, og
útlitsins vegna hallast hliðar-
rúðurnar geysilega mikið.
Gluggapóstar eru yfirleitt
grannir og útsýni mun betra
en gengur og gerist úr bílum
af þessu tagi. Tæknilega séð
er hér nálega um sama bíl að
ræða og Volkswagen Passat,
þar sem Passat er byggður á
Audi 80. Hinn ítalski svipur
er engin tilviljun, því að aðal-
teiknarinn er hinn ítalski
Giugiaro. Þrátt fyrir góðar
viðtökur er ekki búizt við, að
þessi bíl I verði fjöldafram-
leiddur í bili. En hann gefur
samt hugmynd um þá stefnu,
sem bílateiknarar eru i
vaxandi mæli að taka upp og
mun koma fram smám sam-
an.
Karmann Asso þykirfallega
teiknaður innra. Allir mælar
og stjórnhnappar eru í sívöl-
um, ílöngum hólki. Innan á
hurðina er smellt tösku, sem
hægt er að losa og nota sjálf-
stætt. Á myndinni af fram-
endanum sést, hvað hliðar-
rúðurnar hallast mikið. Vélin
er að framan og framhjóla-
drif.