Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1974, Blaðsíða 11
Þegar
amma
var
ung
Að íslenzkri veSráttu
undanskilinni er fátt eins óút-
reiknanlegt og tízkan. Þegar
litiS er á gamlar myndir frá
dögum afa og ömmu upp úr
aldamótunum, e8a jafnvel frá
sokkabandsárum pabba og
mömmu á kreppuárunum,
eða síðari stríðsárunum, þá
veltist unga kynslóðin um af
hlátri. í þá daga var allt svo
ferlega ósmart, ef ekki bein-
linis bjálfalegt. En veður skip-
ast skjótt i lofti á þessum
himni. Það þarf ekki annað
en eitt erlent tízkublað með
nokkrum myndum, sem ein-
hver sniðugur spekúlant
hefur sett á svið, og sjá: allt
það, sem var hlægilega
ósmart, verður á augabragði
,,æðislega töff" og hver veit
hvað. Tilbreytingin frá galla-
buxunum getur varla verið
öllu meiri en þetta róman-
tíska afturhvarf, sem skotið
hefur upp kollinum úti i
Evrópulöndum vestan járn-
tjalds. Hér hefur þessa aftur á
móti lítið orðið vart.
Málavextir benda til þess, að
kynþáttasjónarmið hafi ráðið
ferðinni. Sú hugsanlega skýr-
ing, að kreppa og atvinnuleysi
hafi knúið stjórnina til að tak-
marka innflutning útlendinga
stenzt ekki. Gyðingahjónin,
sem um getur, sóttust ekki eftir
atvinnu. Landið hefði meir að
segja orðið nokkrum erlendum
skildingum ríkara við dvöl
þeirra. Varla hefði heldur þurft
að óttast, að Gyðingabörn
þrengdu að innfæddum á
vinnumarkaðnum. Kreppan réð
ekki gjörðum stjórnarinnar.
Bezta sönnun þess er, að ríkis-
stjórnin reisti einungis skorður
gegn innflutningi fólks af þeim
hluta þýzku þjóðarinnar, sem
var af Gyðingaættum. Eflaust
hefði verið hægt að sanna með
tölum, að ísland hefði veitt
fleiri Þjóðverjum landvist ,,ef
miðað er við mannfjölda” en
nokkur önnur Vestur-Evrópu-
þjóð. En „aríarnir" voru að
sönnu velkomnir, Gyðingum
var úthýst.
Sú spurning hlýtur að vakna,
hvort andstaða ríkisstjórnarinn-
ar við að veita Gyðingum land-
vist, kunni að hafa sprottið af
hvöt til að geðjast ríkjandi öfl-
um í Þýzkalandi. Víst er, að
ísland átti mikilla viðskipta-
hagsmuna að gæta I
Þýzkalandi. Fyrr og síðar
létu þýzkir embættismenn
í það skína, að pólitísk
viðhorf íslendinga gætu haft
áhrif á viðskipti landanna.13
Það virðist hafa hvarflað að
sumum, að bein tengsl væru
milli þessara viðskiptahags-
muna og afstöðu islenzkra
stjórnvalda til Gyðinga. Sumar-
ið 1939 átti aðstoðaryfirmaður
brezku flotaleyniþjónustunnar
langt samtal um ísland við Svla
nokkurn, sem sagður var ,,i
nánum tengslum við sænska
utanríkisráðuneytið". Af sam-
talinu má ráða, að Sviar hafi
verið orðnir uggandi um þýzk
áhrif á íslandi og viljað bind-
ast samtökum við Breta um að
hnekkja þeim. Fundur Svíans
og leyniþjónustumannsins var
sagður með vilja og vitund
sænska utanríkisráðuneytisins,
sem óskaði eftir þvi, að nafni
mannsins yrði haldið leyndu. 14
í frásögn um ástandið á ís-
landi lagði Svíinn höfuð-
áherzlu á, að Þjóðverjum
hefði tekizt að ná sterkum efna-
hagstökum á íslandi. í krafti
þessara ítaka fylgdu pólitísk
áhrif eins og sæist af þvi „að
forsætisráðherra landsins hefur
beitt sér fyrir lagasetningu
gegn Gyðingum".15 Þessi
fullyrðing var staðleysa eins og
margt í tali hans, en ætla má,
að rótin að þessum misskilningi
hafi verið tregða ríkisstjórnar-
innar við að veita fleiri Gyðing-
um landvist: Svo mikið er víst,
að embættismaður í „norður-
deild" brezka utanríkisráðu-
neytisins, Berkeley E.F. Gage,
sem nýlega hafði átt trúnaðar-
viðræður við Hermann Jónas-
son forsætisráðherra, fann
sannleikskorn í orðum Svíans. í
álitsgerð um frásögn síðast-
nefnds komst Gage svo að
orði:
„Hvað viðkemur lagasetn-
ingu gegn Gyðingum á ís-
landi lét ég þess ógetið í
skýrslu minni [um viðræð-
urnar við Hermann], að for-
sætisráðherra fræddi mig á
þvi, að rikisstjórnin væri að
hugleiða slíka lagasetningu,
þar sem þrír [sic] útflytjend-
ur hefðu komið til Islands.
Ég tel að þetta [lagasetning-
in] standi ekkert endilega
í beinu sambandi við starf-
semi þjóðverjanna. Hvað
sem öðru liður eru íslending-
ar alveg nógsamlega
hreyknir af sínu hreina
kyni." 16
í viðræðum við Gage hafði
forsætisráðherra viðurkennt, að
ísland hefði hrakizt inn á efna-
hagslegt áhrifasvæði Þjóðverja,
enda þótt hann fullvissaði
brezkaisendimanninn um, að
„stöðug afskipti Þjóðverja af
ótvíræðum islenzkum innan-
ríkismálum væru mjög illa lið-
in" Hermann tjáði Gage ein-
dregna samúð sína með Bret-
landi í þrætunum við Hitlers-
Þýzkaland og fór ekki dult með
andstöðu sína við nasismann.
Það var því eðlilegt, að Gage
kæmist að þeirri niðurstöðu, að
andstaðan við innflutning Gyð-
inga væri sprottin af tilhneig-
ingu til að vernda íslenzku
þjóðina frá óæskilegri kyn-
blöndun fremur en áhrifavaldi
Þjóðverja.
Kynþáttastefna
Fyrirsögn þessarar greinar
hefur nú væntanlega skýrzt fyr-
ir lesendum. Hér hafa verið
dregnar fram heimildir fyrir
þvi, að kynþáttur manna og
litarháttur hafi ráðið þvi, að
þeim var meinuð landvist á
íslandi um langan eða skamm-
an tíma. Grundvallarsjónar-
mið íslenzkra stjórnvalda var,
að blökkumenn og Gyðingar
fengju ekki tækifæri til aðfesta
hér rætur sem nokkru næmi.
Afstaða sem þessi er réttnefnd
kynþáttastefna. Um réttmæti
hennar á íslandi skal enginn
dómur felldur.
TILVÍSAIMIR
í HEIMILDIR.
1. AlþlnKÍstíðindi 1941. A — I). Fimnitu«asta
om sjöunda lÖKKjafarþiiiKÍö. Þingskjöl og um-
ra'ður (Rcykjavík: Híkispiontsmiðjan (iut*
enbcrR, 1942). bls. (Jö.
2. Kuniholm til Cordcil llull. 1. júli 1941, sjí
Lincoln MacVca«h til ilull. 23. júnf 1942.
859A.20/198. Dcpartment of Statc Rccords
(skjalasafn bandarfska utanrfkisráðuneytis-
ins. skamnistafað DSR). Hciðnin hljóðar svo
á ensku: ..Thc Prinu* Ministcr rcqucsts that
no negroes be included in the unit assigned
here.“
8. Ný rfkistjórn hafði tekið \ ið völduni frá
þvf að herverndarsumningurinn var gerður
við Bandaríkin. 1 stað pjóðstjórnar Fram-
súknar-. Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks var
komin utanþingsst jórn undir forsæti dr.
Björns Þúrðarsonar.
4. MacVeagh til llull. 19. júnf 1942.
859A.20/197. DSR.
5. llull til Knox, 30. júní 1942, 859A.20/198.
IIull til MacVeagh. 3. júlf 1942. 859A.20/197.
6. Styrmir (iunnarsson. ..Veiztu hvað er í
krukkunni? — Frásögn af hlutskipti negra í
Bandarfkjununi og viðtöl við (ieorge Wallace
fyrrv. rfkisstjóra. stórdrcka Ku Klux Klan
ofl.“ Morgunhlaðið. 9. septeinber 1967.
7. Frásögn Katrfnar Thoroddsen er byggð á
viðtali f Þjóðviljanum. 28. apríl 1939. ...Mann-
úð biinnuð á Islandi — Hcrmann Jónasson
meinar fslenzku fúlki að forða munaðarlaus-
um Gyðingabörnum undan ofsóknaræði
nazista f Austurríki.*4
8. L'tanrfkisdeild |Fxternal| til Sveins
Björnssonar. 12. des. 1938. ..Þýzkaland** X.
Db. 2 nr. 965. skjalasafn utanrfkisráðuneytis-
ins. Þjóðskjalasafn.
9. l'm þetta leyti sat að vöidum minnihluta
stjúrn Framsúknarflokks.
10. Alþingistfðindi 1945. C. Sextugasta og
fjórða löggjafarþingið. l'mræður uni fallin
frumvörp og úútra*dd (Seyðisfjörður: Prent-
sniiðja Austurlands h/f.. 1948). hls. 98—103.
11. Sveinn til utanríkisdcildar. 17. nóvember
1938. „Fyrirspurnir**. Db. 3 nr. 015 (áður Db.
2 nr. 82). Þjúðskj.safn. Skeytið ber þess
merki. að það var scnt frá Danmörku. cn hcr
hefur stafsetning þess verið að nokkru
lagfærð.
12. l'tanríkisdcild til Sveins. 23. nóvcmbcr
1938. ibid.
13. 1 ársbyrjun 1938. cr á vcrzlunarsamning-
um stúð við Þjúðverja. kvartaði aðalsamn-
ingamaður þcirradr. Landwehr yfir úvinsam
legum skrifum íslen/.kra dagblaða í garð
Þýzkalands. Þcssi skrif \ a*ru líkust þ\ í að
gefa gúðum viðskiptavini ..hnefahögg f and-
litið *. Hclgi I*. Bricm til Haralds Cuðnuinds-
sonar atvinnumálaráðherra. ..Þý/kaland’*
VIII. Db. 2 nr. 965. Herniann Júnasson taldi.
að Þjúðverjar hefðu haft í franimi hótanir
um hcfndarráöstafanir á viðskiptasviðinu
vegna neitunar rfkisst jórnarinnar á lcnding-
arrctti til handa Lufthansa. „I.eiðin til ör-
vggis**. Tfminn. 31. ágúst 1945.
14- Intelligence Division. Naval Staff til
Laurcnce Collier, yfirmanns „norðurdeild-
ar“ brezka utanrfkisráðuneytisins. 8. júlí
1939. FO 371/N 3333/64/63. Public Record
Officc. London.
15. Frásögn aðstoðaryfirmanns flotalcyni-
þjóniistunnar (Naval Intclligcncc Division)
um samtal við únefndan Svfa. údagsett. 1939.
ibid.
16. Athugascmdir (Minutcs). (iagc. 2. ágúst
1939.ibid.