Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Side 4
OLÍVKÓNGAR í S VIPMYND FEISAL KÓNGUR í &4 UDI-ARABÍU Feisal kóngur biðst fyrir. Honum er ofarlega í huga að „frelsa" musterið í Jerúsalem. Úr kóngsríki Feisals: Sandhaf og undir því olíuhaf. Hann hefur verið nefndur „maðurinn, sem heldur um kran- ann”, og má það til sanns vegar færa. Áður stýrði Feisal konungur liði [ eyðimerkurorrustum og felldi hann menn í návífi. Nú leiðir hann þjóð sína til auðs og virðingarog mótar jafnframt kjör inanna um hin olíuþyrstu Vestur- lönd. Hann er nú sextíu og sjö ára að aldri og lifandi tákn þjóðar sinnar, einkenna hennar, vona og vilja. Þegnar hans líta hann ekki ósvipuðum augum og Englend- ingar litu Winston Churchill eða Kínverjar Sun Yat-sen. Hann er þeim nokkurskonar guðfaðir — i góðri merkingu þess orðs. Feisal er þriðji i röð fjörutiu sona Abdul Aziz Ibn Sauds, harð- gerðs Arabahöfðingja, er bræddi saman ríkið Saudi-Arabíu með því að kúga til hlýðni og sameina ýmsar eýðimerkurþjóðir og srnærri konungsríki. í æsku lærði Feisal að lesa á Kóraninn undir handleiðslu heimiliskennara, hann varð frábær reiðmaður og þegai' hann hafði aldur til tók hann þátt i herförum föður síns. Er Ibn Saud hafði treyst konungdæmi sitt til fullnustu, árið 1931, varð Feisal utanríkis- ráðherra og tók að ferðast víða um lönd. Árið 1953 lézt Ibn Saud og varð þá Saud, elzti sonur hans, konungur. En hann reyndist hinn versti stjórnandi. Eyddi hann olíugróðanum í dýrlegar hallir, kádiljáka og fé- og valdagiruga ættingja. Gekk svo allt til 1958, að naumast var túskildingur eftir í rikiskassanum. Þá fór Saud þess á leit við Feisal bróður sinn, að hann tæki við forsætisráðherra- embættinu. En sex árum seinna voru menn orðnir svo lang- þreyttir á Saud, að hann var neyddur til að segja af sér. Og þá varð Feisal konungur; nauðugur viljugur, að sagt er. Fátt virðist líkt með þeim bræðrum, Saud og Feisal. Feisal er sérlega nægjusamur og út- sjónarsamur. Hann reykir lítið og aðeins i einrúmi, bragðar ekki áfengi og virðist ekki eiga sér tómstundagaman. Nú leyfa lögin fjölkvæmt, en þó hefur Feisal aldrei átt fleiri en tvær konur, það var fyrir mörgum árum og þá í þvi skyni að treysta föður sinn í sessi, er hann þurfti þess með. Feisal er fjörkvæntur, tvískilinn og eitt sinn ekkill. Núverandi konu sinni hefur hann búið með í nær fjörutíu ár og eiga þau fjórar dætur og fimm syni. Af dætrun- um fréttist fátt; synirnir, sem menntaðir eru í ekki óvirðulegri stöðum en Oxford, Cambridge, Princeton og Whittier, gegna hins vegar ábyrgðarstöðum í verzlun, stjórn og her. Liklega er Feisal vinnuglaðasti konungur veraldar. Hann á það sameiginlegt með mörgum öðrum stjórnendum, að hann þjáist af magasári og hefur það orðið til þess að stytta vinnudag hans — úr átján stundum í fjórtán. Að- spurður um llðan sína svarar hann oft eitthvað á þessa leið: „Eg tóri." Feisal rís úr rekkju i morgun- sárið, biður bænir sínar en það gerir hann alls fimm sinnum á dag — stígur upp í Chryslerinn sinn og ekur til skrifstofunnar i Riyadh. Hann notar aldrei sextiu milljón dollara skýjaborgina, sem Saud bróðir hans lét reisa. Þegar innanhússarkítekti varð á að koma fyrir iburðarmiklum bað- búnaði, eins og honum þótti hæfa heima hjá Feisal, lét konungur rifa gersemina niður og setja upp ósköp venjuleg baðtæki. „Við erum venjulegt fólk," sagði hann. Á hverjum fimmtudegi veitir Feisal áheyrn, „majlis", sem er ævagömul athöfn og sameiginleg flestum Arabalöndum. Þá getur hver karlmaður, rikur sem fátæk- ur, gengið fyrir konung með bæn- ir sínar. Þær eru þá annað hvort fengnar ráðherra til frekari úr- lausnar, eða þeim er neitað undir eins. Það kernur einnig ósjaldan fyrir, að Feisal lætur stöðva bíl sinn á götu og stígur út að veita viðtöku bænum kvenna. Um hádegisbil geta allir þeir, sem að- gang hafa að heimili hans setzt að snæðingi með honum við lang- borð mikið, sem tekur fjörutíu manns. Siðar um daginn veitir hann óformlega viðtöku u.þ.b. eitt hundrað ættarhöfðingjum og við- skiptafrömuðum. Mörgum, er koma í skrifstofu hans, þykir undarlegt aðsjá þar þrjár flöskur af vellyktandi standa aftan við skrifborðið. En i flöskunum eru reyndar þrjár tegundir oliu. Feisal er mæltur á ensku, frönsku og tyrknesku en kýs að ræða opinber mál á arabísku, notar oftast túlk i viðræðum við útlendinga og leiðréttir hann ósjaidan í miðri málsgrein. Feisal er sagður góður áheyrandi, sem þykir mikill kostur með Aröbum. Þeir eiga sér fornt orðtak: „Guð gaf manninum tvö eyru en eina tungu, svo hann mætti hlusta tvö- falt meir en hann talaði.1' Feisal rikir yfir þjóð sinni eins og ættarhöfðingi og þiggur ráð af fáum ráðherrum og hálfbræðrum sínum. Engar kosningar eru haldnar, engir stjórnmálaflokkar, engin löggjöf og engin stjórnar- skrá önnur en Kóraninn. Allt líf er gagnsýrt af trúnni og einu landslögin eru lögmál Islams. „Mutawa", „trúarlögreglan", lítur eftir þvi, að landsmenn virði bænatímana og loki sölubúðum sínum meðan á þeim stendur. Þung viðurlög eru við glæpum. Menn eru grýttir til dauðs fyrir hórdóm, hálshöggnir fyrir morð og handhöggnir fyrir þjófnað. Þó kemur sýnu sjaldnar til slíks nú en áður fyrr. Líkt og í mörgum öðrum Arabalöndum eru reykingar og áfengisneyzla bönn- uð i Saudi-Arabíu að nafninu til, en engir eru lengur handteknir fyrir þessa höfuðglæpi nema drykkjurútar á almannafæri. Margir útlendingar búsettir I landinu brygga heima og það gera einnig ófáir Saudi-Arabar. Með hægð reynir Feisal að gera þjóð sina jafna umheiminum að kjörum og aðstöðu. Hann afnam þrælahald snemma á stjórnarár- um sinum. Hann kom á sjónvarpi í landinu, þrátt fyrir mótmæli fjölda trúarleiðtoga, sem kölluðu sjónvarpið „djöfulsins spilverk '. Nú eru átta sjónvarpsstöðvar í landinu og tækin u.þ.b. þrjú hundruð þúsund. Stjórnskipaðir ritskoðendur klippa úr myndun- um allan drykkjuskap, reykingar og óhóflegt kossaflangs. Almenningi í Saudi-Arabíu geðjast bezt þættir á borð við „Bonanza'* og „Lucy Ball ", Stjórn Feisals hefur varið þús- undum milljóna riyala (1 riyal = 22—3 ísl. kr.) til vegagerðar, heil- brigðismála og menntamála — meðal annars látið reisa fyrstu kvennaskóla landsins. Nú eru meira en hundrað þúsund stúlkur í skólum. Samt sem áður eru kon- ur enn mjög lágt settar i Saudi- Arabiu. Þær verða að bera slæður á almennafæri og þær mega ekki aka bíl, né vinna með karlmönn- um. Saudi-arabfska flugfélagið hefur þvf orðið að leita til Líban- ons og víðar eftir flugfreyjum. Fram að þessu hefur efnahagur landsins byggst á útflutningi olí- unnar. Nú hyggjast Saudi-Arabar efna til meiri fjölbreytni. Að sjálfsögðu mun sú fjölbreytni enn byggjast á olíunni. En hana má nota til margra nytsamlegra hluta og ýmislegt úr henni vinna. Nú er t.d. verið að kanna möguleika á stofnun stálverksmiðju, sem þá yrði einhver hin stærsta i heimi og gæti þegar í upphafi framleitt eina milljón tonna á ári. Almenn- ingur i landinu hefur ekki alveg farið varhluta af oliugróðanum, þótt betur hefði mátt, jafna hon um. Meðalárstekjur verkamanns jafngilda nú hundrað og þrjátíu til fjörutiu þúsund islenzkum krónum, sem er þrefalt meira en fyrir áratugi, og rfkisstjórnin hef- ur á prjónunum stórfelldar áætl- anir um umbætur, andlegar sem efnalegar, handa Bedúínunum, hirðingjum þeim, sem eru u.þ.b. tuttugu prósent þjóðarinnar. í borgunum eru steypubílar og kranai' á hverju horni og spánnýir straumlínulagaðir Ferraribílar i sýningargluggum. Konungurinn ætlar sér þó af í þessum efnum. Hann vill ekki ýta um of á eftir, af ótta við það, að efnahagur landsins og gömul, rótgróin og fastmótuð menning kollsteypist með öllu. Ymsum vestrænum sérfræðingum þykir hann fullrólegur í tíðinni. „Feisal er á réttri leið, hann verður bara

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.