Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Page 13
Nu þegar hafin er
hin tólfta öld íslands-
byggðar, er við hæfi
að huga að blessuðum
forfeðrunum. Hreysti
þeirra og snilli eigum
vér að þakka, að hér
stöndum við enn á
hólmanum og getum
ekki annað. Löngum
hefur verið mikill
vandi að vera íslend-
ingur og komust
menn snemma að
raun um það. Pólitíkin
var til dæmis einstak-
lega erfið viðfangs. Þá
var ekki hægt að láta
það duga að vega and-
stæðinganna með
orðum i hátíðlegum
forustugreinum, sem
síðan væru lesnar í
morgunútvarpinu.
IMei, það varð að hafa
meira fyrir lifinu —
og pólitíkinni.
Þessi mæti höfðingi
— ástsæli leiðtogi i
sinni sveit — á teikn-
ingunni hans Halldórs
Péturssonar, er þarna
að „marka stefnu"
eins og það heitir nú.
Þótt vopn fengju
ekki bitið hann
á síðasta fundi hans
við óvininn, fór hann
mjög halloka, enda
eru vopn hans og
klæði „vánd". Veit
hann eigi, hvort hann
slitur þeim gerr, en
hitt veit hann, að níð-
stöng skal hann reisa
óvininum og má mikið
vera ef gifta þess arma
manns þverr ekki á
eftir. Verður þvi að
telja, að hér hafi póli-
tiskur sigur unnizt, og
verður för hans góð
talin, þegar hann um
siðir kemst heim, „litt
sár, en ákaflega móð-
ur".
FORFMIR VORIR
Halldór
Pétnrsson
teiknaði
Yamani
Framhald af bls.7
breyta eignarhlutfalli í oliufram-
leiðslunni. Hlutur Saudi-Arabfu
hafði verið 25%, en verður meiri-
hluti, eða 51 % árið 1983.
í harla frumstæðu landi, þar
sem valdastöður ganga sam-
kvæmt gamalli venju í erfðir, er
næsta ótrúlegt hver völd og áhrif
olíuráðherrann hefur. Þó sagt sé,
að hann kunni jafn vel við sig í
tjaldi Bedúinans í eyðimörkinni
sem höllum þjóðhöfðingjanna, er
það ugglaust sagt til að sýnast. Líf
Yamanis er afskaplega langt frá
lífi hins venjuiega Araba. Hann
kann vei að meta þessa heims
lystisemdir, á þrjú íbúðarhús, þar
af eitt sem hann teiknaði sjálfur í
f jöllunum við Taif. íþróttir stund-
ar hann ekki, en yrkir á arabísku
i tómstundum, nýtur klassískrar,
vestrænnar tónlistar og talinn
sérfróður um lög Múhameðstrúar-
manna.
Enda þótt Yamani láti svo sem
hann vildi gjarnan hafa meiri
tíma til að sinna ritstörfum, fer
naumast milli mála, að hann nýt-
ur valdastöðu sinnar frarn i fing-
urgóma. Hann virðist kunna vel
að meta það, sem aðrar þjóðir
hafa fram yfir Araba og börn
hans þrjú stunda til dæinis nám
við svissneska skóla. Þegar dætur
hans tvær, báðar á unglingsaldri,
eru heima, fá þær að spóka sig á
almannafæri með andlitin ber og
i Vesturlandafötum., Þess konar
mannréttindi heyra mjög til und-
antekningum austur þar.
í öðrum Arabalöndum var
Yamani áður talinn full mikill
Kanasinm, en sá ótti reyndist
óþarfur og þegar á reyndi hefur
enginn verið harðari i horn að
taka. En hvort sem liann talar við
gesti sina i freyðibaði eins og
stundum hefur átt sér stað, eða
við skál í einhverju sendiráðinu,
þá brosir hann eins og Mona Lisa
og fullyrðir að Arabar séu alveg
einstaklega sanngjarnir og sveigj-
anlegir menn.
Þrátt fyrir barnslega einlægn-
ina á andliti olíuráðherrans, geng-
ur honum misjafnlega að fá menn
til að trúa því.
Eldforn merki
Framhald af bls. 3
Heilsusamleg áhrif þvotta er
fremur goðsögn en staðreynd —
þvottar eru fyrst og fremst félags-
leg friðunarathöfn.
Þetta á einnig við um hörunds-
snyrtingu. Áferð hörundsins
breytist með aldrinum, enda þótt
sú breyting sé mismunandi eftir
einstaklingum og þjóðfélagshóp-
um. Húðin verður vengulega gróf-
ari eftir kynþroskaaldur og verð-
ur fitug sé hún ekki þvegin vand-
Iega og reglulega. Fitugljáinn ger-
ir hina grófu áferð húðarinnar
meira áberandi, einkum i andlit-
inu og framarlega í hársverðin-
um.
Samneysludyrið. Vegna tilkomu
svitameðala og sápu fá mennirnir
sjaldan að reyna hin fullu lyktar
áhrif sem því fylgja að þvo sér
ekki m-ínuðum saman og frá því
að rakvél og skæri komu til skjal-
anna hafa þeir sjaldan þurft að
standa andspænis vanhirtu skegg-
tjaldi. Hversvegna höfum við horf
ið svo langt frá okkar „eðlilega"
ástandi? Það er áreiðanlega
vegna þess að þéttbýlt samfélag
tiltölulega ókunnugra manna
Væri litt starfhæft ef þessi
ógnunartæki væru sífellt til sýnis.
Menn smyrja hjólin í samfélags-
vél sinni með þ'vi að líkja svo sem
unnt er eftir ókynþroska ungling-
um: við rökum andlit okkar,
handarkrika og fótleggi, berum
duft og svitameðul á hörund okk-
ar. Þegar allt kemur til alls hafa
börn og unglingar verndaða
sérstöðu i samfélögum allra
mannapa, einnig okkar.
Það er kaldhæðni örlaganna, að
séreinkenni „blómabarnanna" á
sjöunda áratugnum — hið
„náttúrulega" útlit — hafði aðrar
afleiðingar en til var ætlast.
Blómabarnakynslóðin tók upp
klæðaburð og þrifnaðarvenjur er
striddu sém mest gegn öllu „við-
teknu", en i stað þess að verða
tákn friðar eins og sumir hugðust,
flöggðuðu þeir hinu ævaforna
stöðu- og ógnunartákm, Mannlegt
samfélag hefur svo fullkomlega
tileinkað sér öll hin ytri merki
friðsamlegrar sambúðar, að
blómabörnin áttu einskis annars
úrkosta.
Viðbrögð okkar við þessum
fornu merkjum eru mjög djúp-
stæð og rótgróin. Þau eru aðsönnu
breytileg — hárafar og litur.
augnhvíta, hörundslitur og áfcrð,
lögun nefs, lögun brjósta og
þjóhnappa er.allt ólíkt frá kyni til
kyns. En slík jölbreytni er al-
geng nteðal hryggdýra. Litið að-
eins i lýsingar dýrafræðibóka á
auðkennum umtir dlokka ýmissa
tegunda fugla og spendýra. Þar
er að finna breytilegan lit, mynst-
ur, hornastærð og lögun.
Það er ýmislegt , sem fræðilega
getur haft áhrif á þróun félags-
eða ógnunareinkenna, Gagn-
verkandi áhrif umhverfisins eða
annarra dýrategunda í uinhverf-
inu, jarðargæði og nýting þeirra
og öðru fremur félagslegt skipu-
lag. Dtvalning fer ef alls er gætt
eftii' þvf hver eignast flest og
frjósömust afkvæmi. Allt, sem
áhrif hefur á viðkomuna til lengd-
ar mun skilja eftir merki. Um
margar aldir voru mannabyggðir
að heita njá einangraðar og
þróuðu með sér mismunandi
eðlisþættí í samræmi við
menningu sína og umhverfi
Samanborið við aðrar apateg-
undir virðist þróun ógnunartækja
mannanna hafa hneigst aðallega í
þá átt að auka þeim sveigjanleika.
I félagshópum er samvinna lífs-
nauðs.vn, og hdpurinn hefur vald
til að snúast gegn öfuguggum.
Þegar þörf varð á ffnlegri áreitni-
formum, hljóta hin föstu
ógnunareinkenhi að hafa verið
tínd frá. Auk þess eiga mennirnir
sér mál, sent er miklu finlegra og
sveigjanlegra vopn en hin bestu
sýnílegu ógnunartæki. Nú sniðurn
við ögnuninni stakk eftir kring-
umstæðunum.
En samt sem áður og þrátt f.vrir
öll menningarleg umskipti ganga
sömu merkin og maðurinn hefur
notað frá örófi alda eitis og rauð-
ur þráður gegnunt lif okkar og
speglast f fegurðarmati okkar.
Það muna þau að öllum likindum
gera enn um ókomnar aldir.