Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 2
Óskar var mikill at- hafnamaður og stórbrotihn per- sónuleiki. Hann átti frumkvæði að stofnun Síldarverk- smiðja ríkisins. — Gottfredsen dvaldi mörg ár hér á landi við síldarviðskipti, talinn drengur góð- ur, en nokkuð orð- hvass á stundum. — Magnús Andrésson verkaði fyrstur manna Mat- jessíld hér á landi, og hefir í fjölmörg ár unnið að fram- leiðslu fiskimjöls til manneldis, en feng- ið daufar undirtekt- ir framámanna. ÓSKAR SAGÐI BARA ÞEGIÐU GOTTI ?* Minningar frá Klondyke norðursins, Sigiufirðí síldaráranna Það er 17. jiiní árið 1926, þjóð- hátíðardagur islendinga. — Ég er staddur í Reykjavík, ráðinn á sildarplan á Siglufirði i sumar og raunar á leiðinni þangað. — Eftir- væntingin er mikil, þar sem ég á að sigla á morgun með „íslandinu", stóru skipi frá „Det forenede Danske Damp- skibeselskap". — En þótt ferðahugurinn sé álfka geysilegur og um Jerúsalemsferðalag væri að ræða hjá fullorðnum, reyni ég að dreifa huganum með því að taka þátt í hátiðarhöldunum í Reykjavík. — Þetta er hófuðborgin okkar, einnig mín, þótt ég sé utan af landi. — Hún er töírandi, en ekki stærri en það, að allir virðast þekkjast og taka ofan hver fyrir öðrum, að minnsta kost á svona hátíðisdögum hér í yesturbænum. — Það er íþróttamót á Melunum, og margur knálegur frjálsíþrótta- maður er kominn hingað, einnig utan af landi. —iþróttaandinn og ánægjan skína úr andlitum flestra og sólin lætur ekki sitt eftir liggja. „Hornamúsíkin" heillar og hleypir i mig hálfgerð- um hernaðaranda og fjöri í fæturna. — Ég hef' aldrei á ævi minni séð svona stórt tjald, það rúmar i það minnsta tvö hundruð manns. — Hér sitja konur og menn við dúklögð borð og drekka kaf'i'i, límonaði, mjólk og fleiri saklausa drykki. — Stúlkurnar eru hver annarri fallegri. Ég þori ekki að festa á þeim augu mín, og þvi skemur sem þær eru fallegri. — Það er víst svona að vera aðeins 17 ára og samasem kominn úr sveit. — Ég v.ar í sveit í fyrrasumar og sió þá með orfi og ljá frá kl. 7 að morgni til kl. 11 að kveldi. Tveggja klukkustunda matarhlé um hádegið og kaupið var kr. 25.00. fyrir vikuna. — Skyldi það verða svona strangt á „Sigló" í sumar? — Kaupið er aukaatriði, þótt krónurnar séu ekki margar í vasanum. — Það er heldur ekki svo margt, sem hægt er að kaupa. Já, nú er það síldin, sem er „forút", og síldarstelpurnar syngja, þegar sveitapiltarnir herða upp hugann og fala þær í kaupavinnu í sumar: /í síldina á Siglufjörð í sumar ætla ég mér/, vinnan þar er vart svo hörð og verður hún hjá þér. /Að hlaða mó og hirða hey, og hreykja sauðatað. /Það hæfir ekki heldri mey að hugsa neitt um það/. Það er ekki að furða, þótt við sveitamenn séum hálf uppburðalitlir í kvennamálum í höfuðstaðnum okkar. Hér hafa þeir lúðraþeytara ásamt öðru, en við verðum að gera okkur að góðu, að spila á tvöfalda harmonikku á sveitaböllunum. — Ég pantaði fimmfalda nikku frá Importören í Kaupmannahöfn, sem ég ætla að spila á á Siglu- firði. — Ég greiddi hana á pósthús- inu með íslenzkum krónum, sem eru á sama gengi og danska krón- an. Það er dansaður ræll, polki og vals á palli hér á Landakots- túninu í kvöld. — Veitingar eru hér í stórum tjöldum, sem góð- templarar eiga, enda sjást ekki vínáhrif á nokkrum manni. — Ég tek ekki þátt í dansinum, horfi aðeins á og fer svo niður á Hótel island til þess að sofa. — Ég bý uppi á hanabjálka í súðarher- bergi, og hér er kaðall hringaður niður við þakgluggann til öryggis, ef bruna ber að höndum. — Hótelíð var byggt af donsk- um heiðurshjónum og reyndar stjórnað ertn af dönsk- um heiðursmanni. — Það er eini gleði- " og gististaðurinn hér, sem nokkuð kveður að, enda er allt rúm þess fullnýtt, bæði uppi og niðri. Ferðahugurinn og kaðallinn við þakgluggann halda fyrir mér vöku um hríð, en svefninn sigrar þó um siðir, og draumar um fallegar stúlkur, sem ég- þorði ekki að blikka i gær, bæta mér að nokkru leyti upp óframfærni mina. Við erum að sigla af stað frá hafnargarðínum með hínu glæsta danska skipi „islandinu". — Ég er í mínum beztu fótum, á dönsk- um skóm, og mér dettur í hug strákurinn, sem sagði, þegar hann kom heim í sveitina úr höfuð- staðnum: „Varið ykkur, ég er á dönskum stígvélum." — Ég er annars að velta því fyrir mér, hvað allt er danskt ennþá og alls ekki af verra taginu, nema danskan hans Óla Maggadon, sem stjórnar hér öllu, þegar dönsku skipan koma og fara. Siglufjarðarhúsbóndi minn er kominn með alla fjölskylduna um borð og „barnapiu" að auki, hún er einmitt ein af þeim fallegu frá 17. jtíni mótinu. — Ég roðna lítils- háttar og fer inn í mína fyrsta farrýmis káetu, sem húsbóndi minn hefir búið mér. — Svo er flautað og farið af stað til fyrir- heitna landsins. Þetta er i fyrsta sinn, sem ég fer svo langt frá landi, og eftir að hafa borðað dásamlegan, danskan mat, fer ég upp á „prómenade- dekk", það er að segja bátaþilfar- ið, og lít á landslagið. — Skipið öslar áf'ram hljöðlaust og heldur stöðugleika sínum, þvl að veðrið er suðaustan gola, sólkin og sjór- inn rennisléttur. — Fjallahring- urinn við Faxaflóann er fallegur og fjöllin þekkt, og farþegarnir njóta útsýnisins með undirleik á „graffófón" með stórri trekt. — Hann heitir „His masters voiee" og lagið, sem er leikið oftast, heit- ir ,,Ó Sole Mio" sungið af Caruso. Einn ungur íslenzkur sólósöngv- ari, sem hér hlustar á, segir, að Caruso sé alls ekki neinn sérstak- ur söngvari, þetta sé hálfgert spangól. — Ég þori ekki að mót- mæla þessu úti á miðjum Faxa- flóa, enda er maðurinn hár og glæstur islendingur, svona um það bil tuttugu og tveggja til þriggja ára gamall, en ég aðeins 17 ára, en þykist þó hafa vit á tónlist yfirleitt, í það minnsta harmonikku og hornamúsik. — Við á „íslandinu" komum við á isafirði, en erum nú lögð af stað i síðasta áfangann. — Mikið getur húsbóndi minn borðað mikið, reyndar er maturinn góður, en ég held, að hann ætli að saf na í sig til sumarsins. — Skyldi maturinn verða vondur í sumar? — Eg er að hugsa um þetta, þegar við siglum framhjá flakinu af Goðafossi, sem strandaði hér við Straumnes árið 1916. — Þetta var annað af fyrstu skipum Eimskipafélags íslands, annar þátturinn í sjálfstæðisbar- áttunni á hafinu. — Hið danska skip siglir framhjá þessum fyrr- verandi keppinaut sinum ogglott- ir með stjórnborðs,,klussinu", heldur fyrir Hornbjarg og Húna- flóinn er fyrir stafni. Farþegar sumir syngja eitthvað um annes og eyjar eftir Jónas, aðrir leika lagið „Det er lys í lykten lilli mor" á „graffifóninn". — Ég skoða myndir I „Familie- journal", en les lítið, mér f'innst danskan vera eitthvað á móti okk-' ur Islendingum. — Þetta hlýtur að vera arfur af gómlu hugarfari frá Trampe-tímabilinu, eða jafn- vel ennþá eldra. — Þetta er búið að vera afar skemmtilegt ferðalag, enginn sjó- veikí, alltaf sólskin og sumar- blíða, sannkallað ævintýri fyrir ungan mann, sem er í fyrsta sinn að ferðast fram með ströndum landsins. — Siglufjörður er að opnast með Siglunesið á bakborða og Sauða- nesið á stjórnborða. — Sauðanes- vitinn baular eins og naut til við- vörunar sjófarendum, þegar þok- anlokarleiðum. — Ennúliggur hann niðri og jórtrar i sólskin- inu. — Við siglum inn fjörðinn, og Bakki, yzta sildarstöðin á Siglufirði, birtist með háreistum húsum. Hvimáluðu frystihúsi, í- búðarhúsi og tilsvarandi útihús- um. — Það er auðséð á svip hús- bönda míns, að hann hlakkar til að hefja sumarstarfið á þessum fallega stað, þar sem hann er eins og konungur í ríki sinu, óháður öllu nema síldinni og sjógangn- um. — „íslandið", skipið sem mér er farið að þykja vænt um, merki- legt nokk, leggst upp að uppfyll ingunni við Siglufjarðarpoll, en þaðan er haldið án tafar út að Bakka. — Öskar, en svo heitir húsbóndinn, fer að athuga, hvað vetrarstormarnir og sjógangurinn hafi fært úr lagi frá sumrinu áð- ur. Kemur þá i ljós, að nokkrir gluggar hafa brotnað, en báta- bryggjurnar, sem btínar voru til með ærnum kostnaði og fyrirhöfn árið áður og stóðu á tréstaurum, eru horfnar með öllu. — Mínum manni bregður ekki i brún, en fer niður í kaupstaðinn og útvegar sér svo kallaðan „rammbúkka", staura og timbur. — Svo er bryggjusmíðin hafin á nýjan leik með mesta harðfylgi og unnið nótt með degi. — Eg er ráðinn vélamaður á „rammbúkkann" og er starfið fólgið í því að stjórna dráttarvindu, sem dregur mjög þungan fallhamar upp rennibraut og sleppa honum í toppi hennar. — Hamarinn fellur á staurend- ann og rekur hann niður i sjávar- botninn smátt og smátt. Það er i raun og og sannleika enginn leikur að endurtaka þessa uppbyggingu ár eftir ár. — Þessi barátta Óskars við náttúruöflin hefir efalaust þjálfað hans sterka ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.