Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Síða 5
birnir, flestir lifa á berjum, grasi, maurum og hunangi. Þegar við komum heim með uppsprettuvatnið — og dálítið af grænu slýi saman við það! — þá var orðið funheitt i húsinu og borðið í setustofunni hlaðið af matvælum. Súpan setti okkur þó í nokkurn vanda. Hún hafði verið látin í stóra mjólkurfernu heima í Asker og síðan hraðfryst. Nú þrjóskaðist hún við að þiðna, og stóð lengi upprétt í pottinum, eins og mónúment. Það var hlegið mik- ið að þessari harðvítugu súpu. Klukkan niu venti skáldunum fram, þeim Trygve Björgo og Jul Haganæs. Þeir höfðu með sér ljóðabækur sínar og eitthvað í handriti. Eftir hina miklu kvöldmáltíð hófust líflegar umræður um bók- menntirnar, upplestrar voru inn á milli. Báðir höfðu kvöldgestir okkar komið til Islands og kunnu mjög góð skil á eldri og yngri bókmenntum okkar. Ég geri ráð fyrir að drjúgum skerfi af þeirri þekkingu hafi Orgland vinur þeirra áður verið búinn að miðla þeim, en margs höfðu þeir vafa- laust aflað sér eftir öðrum leið- um, því að áhugi þeirra á ís- lenskri menningu var mikill. Eigi verður orðræða okkar rak- in hér, en af henni lærði ég þau fræði, að undra mörgu svipar saman um málefni norskra og ís- lenskra rithöfunda, og um sam- búð rithöfunda innbyrðis, og um afstöðu þeirra til hlutverks bók- menntanna og um éfni þeirra og form. „Profilarnir“ í Noregi eru til dæmis mjög róttækir og boða alþjóðahyggju. Vietnam hefur að undanförnu verið eitt vinsælasta yrkisefni þeirra. Þeir eru Marx- Lenin-Maoistar pg eru ötul- ir við að sækja fundi og koma samþykktum sínum á framfæri í fjölmiðlum, en lesendahópur þeirra er lítill. I dómum sínum um bækur lofa þeir skoðanabræð- ur siná, en láta sem aðrir séu vart umtalsverðir, nefna þá sjaldnast á nafn. Vera má að svipaða sögu sé að segja frá öllum löndum, þar sem fullt tjáningarfrelsi rikir. Upp- reisnargjörnu félagshyggjuskáld- unum liggur hærra rómur en þeim sem innhverf eru. Fyrir hin- um síðarnefndu vakir ekkert trú- boð. Ef til vill er listin hinn eini guð, sem þau vilja þjóna, samúð þeirra samúð með mannkyninu i heild, fremur en einhverjum ákveðnum hluta þess. Dæmi um slík skáld eru þau þrjú, sem ég dvaldi með á Valdresfjöllum, einnig skáldsagnahöfundurinn snjalli, Knut Hauge, sem við heimsóttum daginn eftir á bú- garði hans að Lomen, svo og Mikkjel Fönhus, sem dó í október s.l. 83 ára, með 41 skáldsögu að baki, þekktur vítt um lönd sem snillingur á sérsviði sínu: villtri náttúrunni og dýralífinu í hrika- legustu fjallbyggðum Noregs. Jul Haganæs. En víkjum þá nánar að ljóð- skáldinu, Jul Haganæs. Við dvöld- um heima hjá honum drjúglanga stund laugardaginn 8. september, og þá rispaði ég upp drög að því, sem hér fer á eftir, sumt er haft orðrétt eftir Haganæs. Hann segir meðal annars: „Ég er fæddur hér í Aurdal 22. ágúst 1932, í gamla húsinu hér á Onstadmarken, það er að segja í þvf sama húsi, sem Knut Hamsun bjó í, meðan hann var að skrifa skáldsöguna Vietoríu. Faðir minn var einnig fæddur hér, og hérna ólst hann upp. Móðr ir mín er fædd og uppalin í lítilli fjallasveit, Tislei-dalnum, skammt þaðan, sem nú stendur sumarhús Orglands, þar sem við sátum í gærkvöldi. Meðan ég var smádrengur var faðir minn ráðs- maður á afskekktum fjallabæ á sömu slóðum. Frá því ég lá í vöggu, þar til ég var 8 ára gamall, bjó ég þar inni á fjöllunum bæði sumar og vetur, og það er mín skoðun, að umhverfið hafi orkað djúpt á mig og haft á mig varan- leg áhrif bæði sem skáld og mann- eskju. Ég er bundinn þessum fjallbyggðum mjög sterkum bönd- um, rætur mínar standa djúpt i jarðvegi æskustöðvanna. Ég held, að þess sjáist skýr merki í ritverk- um mínum. Átta ára gamall varð ég að byrja í skóla. Þá var ekki um annað að gera en flytja aftur hingað til Onstadmarken, og hérna hef ég átt heima siðan. En sérhvert sumar mörg næstu árin á eftir dvöldum við uppi i fjallhag- anum, og það var dýrlegt líf, í nánum tenslum við stórbrotna náttúru og fjölskrúðugt dýra- og fuglalíf. Eg er sérstaklega þakk- látur fyrir að hafa fengið að alast upp við slikar aðstæður.'1 Jul Haganæs lauk barna- og gagn- fræðaskólanámi í Aurdal, og að þvi námi loknu vann hann um tíma í sparisjóði byggðarlagsins. Samtímis byrjaði hann að yrkja, og fékk þá þegar eitt og eitt smá- ljóð birt i fylkisblaðinu „Valdres". Nokkru síðar fékk hann þar starf sem blaðamaður. Nú hefur skáldið haft þar fullt starf sem blaðamaður í sextán ár. „Eftir að ég hóf blaðamennsk- una gerðust skáldadraumarnir á- leitnari og ég fór að birta meira af ljóðum i blaðinu," segir Haganæs. „Svo kom að því að ég kynntist Ivari Orgland — fýrir milligöngu Trygve Björgo. Orgland olli þátta- skilum í lífi mínu sem skálds. Hann fékk áhuga á ljóðum mín- um, las þau og áleit, að ég ætti að stefna að útgáfu ljóðabókar. Áður hafði þekktur maður ættaður frá Valdres, dr. phil. Torsten Hög- erstad, hrósað kvæðum mínum og hvatt mig til að halda áfram ljóða- gerð. Enn fremur hafði eitt af okkar mikilhæfustu tónskáldum, Sigurd Islandsmoen (sem einnig er frá Valdres) samið lag við kvæði eftir mig. Allt þetta orkaði sem hvati á ósk mina og viðleitni til að ná tökum á ljóðiistinni. Ég mun aldrei geta fullþakkað þessum mætu mönnum, sem leið- beindu mér og örvuðu fyrsta á- fangann — og þetta á ekki sfst við um Ivar Orgland. Hann kom liand ritinu að fyrstu ljóðabók minni á framfæri við Fonna Forlag, og að ráði hans kom bókin út 1965.Það var einnig Ivar Orgland, sem kveikti í mér áhugann á ís- landi, ekki sist skáldunum þar. Ég gleymi aldrei stundunum, sem við áttum saman í ,,kofa“ hans í Vald- resfjöllum um páskahelgarnar. Þá var hann venjulega í fullum gangi að þýða kvæði eftir eitt- hvert islenska ljóðskáldið. Um- gengnin við hann hvatti huga minn til skáldskapar, og þegar ég fékk listamannastyrk 1965, þá á- kvað ég að nota hann til að ferðast til Islands. Ég fór þá ferð 1966, og hún varð mér ógleymanleg. Eitt af því sem ég skoðaði í ferðinni (vegna atvinnu minnar við blaðið ,,Valdres“) var hús Morgunblaðs- ins, undir leiðsögn eins af blaða- mönnunum þar, en því miður var ritstjórinn og skáldið Matthias Jo- hannessen ekki heima svo ég hitti hann ekki. Árið eftir, 1967, gaf ég út næsta ljóðasafn, og 1968 var ég, sam- kvæmt tillögu bókmenntaráðsins norska, gerður félagi í Rithöf- undasambandi Noregs. Stjórn Rit- höfundasambandsins veitti mér, árið 1972, styrk að upphæð 7.600 n.kr. (um 114.000 ísl. kr.) af >jóði þeim, sem kenndur er við Olav Schous. Ég vil einnig geta þess, að núna í sumar, 1973, veittist mér sá heið- ur að vera fulltrúi Noregs á hinu fjölmenna norræna menningar- málaþingi, sem efnt var til i Fær- eyjum (Mentunarstevna Föroya 30. júní til 8. júli 1973). Og svo sem ferðin til íslands var mér ógleymanleg 1966, varð Færeyja- ferðin og kynnin af fólkinu þar og norrænum starfsbræðrum í bók- menntum og listum ánægjuleg og verðmæt lífsreynsla. Ég fagna þvi að hafa fengið tækifæri til að heimsækja þessi lönd. því að þar býr skyldfólk mitt — þjóð- irnar, sem ég er andlega skyldast- ur, nákomnastar mér að menn- ingu." Þegar ég spurði Haganæs, hvers vegna hann ritaði á ný- norsku, svaraði hann: „Það kemur til af því, að ný- norskan er mér svo margfalt hug- fólgnari en aðrar tiltækar tungur. Ég fékk alla skólamenntun mina á hinu svo nefnda „bókmáli", en mér finnst það vera nýnorskan, sem best hæfir í Valdres. Mér þykir afar vænt um nýnorska mál- ið mitt. En ef ég mætti sjálfur reyna að skilgreina ljóðagerð mína, þá hef ég stefnt að því að ná Framhald á bls. 14. — Jul Haganœs Fjögur Ijóð Matthías Johannessen þýddi. MJÚKT GRAS Þú sem einblíndir út í fjarskann \ gættir þú ekki að grasi mjúku við fætur þér, því sem greri þín vegna. SENN Sjá hvernig gangverkið tifar og skin glitrar og gljár hakkar í sig sekúndur, mínútur og stopul ár glefsar í tímann af gömlum sið hlustar ekki á orð um grið Senn er hún tólf \ ANDSPÆNIS ORÐI Þú berð að dyrum bergsins og bergið þegir, andspænis þöglu orði ofursmár og orðið segir: snúðu ekki við og ekki hlaupast burt. Dyr geta fundizt ef djarflega er spurt. Ef til viil hafa örlögin ást á þér: Sýndu þöglu grjóti að þú getir tekið á móti. MILLI HUNDA Svo lengi sem þeir halda að þú sért sterkur flaðra þeir upp um þig með fláttskaparglampa í augum. Hikirðu sýna þeir tennurnar Enginn má sjá að þú óttist glefsið Gakktu hnarreistur framhjá. og stundir ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.