Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Blaðsíða 4
• ■ ÞARFASTI ÞJÓNNINN Teikningar: Halldór Pétursson. Textar: ÁS Brasaðar steikur og tómatsósa eyðilögðu magana í íslenzkum járningamönnum, enda er þessi aðferð ekki notuð lengur. Maðurinn lengst til vinstri heldur hófjárninu í hæfi- legri fjarlægð, svo hesturinn nái ekki í það. Ein mistök hafa orðið: fjölin á að vísu að liggja á maganum á manninum, en hesturinn á að stíga ofan á hana. Það gerði þessa aðferð svo fyrirhafnarsama, að hestarnir voru stríðaldir, þangað til þeir hefðu geta sigrað nashyrning í reiptogi. Þeir drukku jafnvel nýmjólkina frá börnunum. En mestu varðaði auðvitað að eiga góða hesta. Sá járningamaðurinn, sem hefur hringað sig um háls dýrsins er einbeittastur á svip þeirra félaga, og ekki að ástæðulausu. Ef farið var yfir mörkin í eldi hestanna sluppu þeir stundum úr höndum járningamannanna. Eru þess dæmi, að hvorugur sást síðan. Sjaldan launar kálfur ofeldi. Einstigi eru stigir, þar sem aðeins er pláss fyrir einn. Hér sést eitt þeirra. Þau voru sköpuð til að gera íslenzka hesta og lamadýr fótviss, enda eru þau það. Hundurinn á myndinni heldur, að eigandi sinn sé svona ótrauður. Það er hann ekki. Liðsmenn ótrauðra foringja freistast oft til að hlýða rödd skynseminnar. Hún segir þeim að snúa við. Það ætlar hundurinn lika að gera. Ég berst á fáki fráum, sagði kerlingin, en meiningin í því er svipuð og að berast fyrir straumi, þ.e. reiðmaðurinn á ekki annarrra kosta völ. Ekki bætir úr skák, að hesturinn er af Svaðastaðaskyni, enda er þetta svaðilför og útlitið svaðalegt. Á gullöld islenzkra einstiga var fótvissa þessara hesta orðin slík, að þeir opnuðu oft ekki augun timunum saman. Oft gerðu eigendur þeirra það ekki heldur. Þegar reiðmennirnir mætast handan við hornið munum við sjá fagurtdæmi um hina landlægu, íslenzku ofurást á hestum, og trú á gáfum þeirra. í stað þess að hrinda öðrum hestinum fram af munu reiðmennirnir krossa sig og stökkva sjálfirfram af. Hafið engar áhyggjur af hestunum. Þeir munu leysa vandann einhvern veginn. Öllu feraftur. Einu sinni voru til svofeitir menn á íslandi að leggja mátti á borð fyrir tólf á bakinu á þeim. Hér sést einn þeirra, vinstra megin á myndinni. Hann riður tvíhesta, sem kallað var, í bókstaflegum skilningi. íslenzkir hestar voru löngum þekktir að því að vera allt og fara allt hvort sem þeir gátu það eða ekki. En þeir voru auðvitað misjafnir. Á hestinum lengst til hægri er sami leti- og deyfðarsvipurinn og horkranganum, eiganda hans. Hann tyllir afturfæti og hefur visast staðið þarna í allan dag. En hestar tvíhesta mannsins fnæsa af óþola og stendur úr þeim strokan. Þeir eru ólmir af fjöri. Þeir geta naumast beðið þess, að húsbóndi þeirra fari að ríða þríhesta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.