Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Blaðsíða 8
 Portret af Thor Vilhjálmssyni, rithöf- undi, sem myndlistarmenn voru yfir- leitt á einu máli um aS væri sterk- asta verk sýningarinnar. ARFUR AD SIJMAN - úraft í NORDll Mknr alriöi nm Baltasar, sýninp hans á Kjarvalsstöðum og stóðu hans í íslenzkri myndlist SÝNING á Kjarvalsstöðum ætti alltaf að vera listrænn viðburður, þegar haft er í huga að verk listamannsins hafa komið fyrir auglit sér- stakrar dómnefndar, sem skilur sauðina frá höfrunum. Sama er raunar gert í Norr- æna húsinu og verður að telja þá ráðstöfun nauðsyn- lega í Ijósi þess að ugglaust munu margir vilja sýna í þessum húsum. í þessum beztu sýningarsölum okkar á ekki að sýna hvað sem er fremur en á sviði Þjóðleik- hússins. En um leið verður samþykki dómnefndanna ótvíræður gæðastimpill á við- komandi listamann; hann hefur farið gegnum hreinsun- areld og verið vísað inn um dyr náðarinnar. Sól náðarinnar skín að vísu úr fleiri áttum, til dæmis þeg- ar aldraðir Vestfirðingar út- deila listamannaölmusum sínum. Þá vill svo fara að samræmið bresti: Málara, sem hvorki fékk inni í Norr- „HREYFINGIN SKAPAR HLITINA" Nokknr atriði nm Snorra Svein Frið- riksson og myndir hans í IVorræna hnsinu ® Sumum myndlistarmönnum er á móti skapi að skýra myndir sfnar og Snorri er einn þeirra. Enda þótt flestar mynda hans væru abstrakt, voru þó nokkrar sem túlkuðu sýnleg fyrirbæri eins og fallbyssurnar hér að ofan og kröfuganga undir fðnum. lengst til hægri ð bls. 9 „Hinn snertanlegi heimur er hreyfing, ekki safn af hlut- um, sem hreyfast, heldur hreyfing í sjálfu sér. Það eru engir hlutir á hreyfingu, hreyfingin skapar hlutina eins og þeir birtast okkur — þeir eru ekkert nema hreyfing." Þessi einkunnarorð stóðu á myndaskránni, begar Snorri Sveinn Friðriksson sýndi kolmyndir sFnar f Norræna húsinu fyrripart marz- mánaðar. f rauninni segja þau eins mikið og löng grein getur gert um inntakið í þeim myndum, sem hann sýndi þarna. Hreyfing hlutanna er myndefni út af fyrir sig og hefur ðsamt meS samspili Ijóss og skugga verið myndlistarmönnum (hugunar- ytri. ásýnd efni ekki siSur hlutanna sjðlfra. Á þessari fallegu og menningar- legu sýningu kom í Ijós eins og áSur, að Snorri er fremur innhverfur lista- maSur og aS gildi mynda hans verS- ur ekki meStekið ð fðeinum andar- tökum eftir að komið er inn I salinn. Þvi miSur hefur svartlist ekki til þessa verið i þeim metum, sem hún ð skilið, þegar vel tekst til. Mér hefur fundizt — og fannst enn ð þessari sýningu Snorra — að of mikill verðmunur væri hafður ð grafík og teikningum annars vegar og olíumðlverki hins vegar. i sjðlfu sér ætti efnisnotkun listamanns ekki að skipta svona miklu mðli; meira að segja er sð möguleiki fyllilega fyrir hendi, að svartlistarmynd skari framúr olfumðlverki að listrasnu gildi. Og þegar öllu er ð botninn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.