Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Blaðsíða 11
hafa öll hin vitnin verið þessu sammála og er ekki skráð sérstak- lega, hverju þau hafi svarað hvert fyrir sig. 72. spurning: „Því er þeim það torvelt?" Páll svarar: „Því sumir vilja ei leggja sig út við kaupmanninn. Aðra vantar forstand og framkvæmd þar til. Einn partur vill heldur þola nokk- urn ójöfnuð en að spilla tið og peningum upp á óvissan ávinning eður sigur." Sams konar svar haf a. öll vitnin gefið. Gullbringu- og Kjósarsýsla. Þingsvitni um verzlun á Bás- endum, Grindavík, Keflavík, Hafnarfirði og Hólminum voru tekin i einu í Kópavogi 3. ágúst. Úr Básendahéraði var eitt vitni, úr Grindavikurhéraði tvö vitni, úr Keflavíkurhéraði eitt vitni, úr Hafnarfjarðarhéraði fjögur vitni og af kaupsvæði Hólmsins voru fimm vitni. Spurningar voru sam- talsl9. 14. spurning hljóðar samkvæmt þingsvitninu sem hér segir: „Hvört er ei bændum torvelt að kl'aga kaupmann, ef hann gjörir þeim rangt og hvar f það bestendur?" Annað Grinda víkurvitnið, Hörtur Magn . ússon Hópi, „segist ei hafa forstand að svara til þessa spursmáls" eins og stendur í þingsvitninu. Hitt Grindavíkur- vitnið, Vilhjálmur Árnason Járn- gerðarstöðum, svarar: „Það er flestum torvelt; fyrst að þeir hafa ei vit til þess eður framkvæmd; því næst liði þeir stærri skaða á sinni atvinnu og erfiði að leita yfirvaldsins, sem búa langt frá þeim, og uppihaldist svo aðrir og mæðist með réttargangi samt þeim olelegheitum er hann með sér færi." (olelegheit þ.e. óþæg- indi). Vitnið úr Básendahéraði var Guðni Sigurðsson sýslumaður og kvað hann fátækt og kunnáttu- leysi valda því, að bændum mundi erfitt að ná rétti sínum gagnvart kaupmanni. Rafn Jónsson Auðn- um,Hafnarfjarðarhéraðisagði, „að (það) sé bágt fyrir fátækan og fáfróðan almúga", eins og svar hans hefur verið fært í þingbók- ina. Annað Hafnarfjarðarvitni, Halldór Teitsson Vatnsleysu, svaraði, að „þeim (þ.e. bændum) bagi þar til bæði fáfræði, fátækt og framkvæmdaleysi, samt yfirvaldsins fjarvera; menn nái ei heldur altíð vitnum, sem slíkar sakir upplýsa kunni." Þriðja vitnið úr Hafnar fjarðarhéraði, Tómas Hans son Sviðholti, svaraði, að „þeim (þ.e. bændum) bagi þar til bæði fáfræði, fátækt og framkvæmdaleysi". Fjórða vitnið úr Hafnar- fjarðarhéraði Þórður Þorsteins- son Sviðholti svaraði eins og Tóm- as. — Þorbjörn Bjarnason Skild- inganesi lir kaupsvæði Hólmsins svaraði: „Það er bændum stórlega torvelt; sumir svo fátækir, að ei hafa peninga til þess uppákostn- aðar; sumir svo hræddir, að þeir þora ei kaupmanninn að klaga, því órétturinn skeður við þá oft- ast, sem fátækir og lítilmagnar eru." Hin vitnin af þessu kaup- svæði voru Þorkell Þórðarson Þerney, Ölafur Jónsson Bakka, Þorvarður Einarsson Brautar- holti og Oddur Jónsson Eiði. Þeir svöruðu allir eins og Þorbjörn í Skildinganesi að því undanskildu, að litilsháttar orðamunur er á svörunum. Bíldudalur... Þingsvitni um verzlun i Bíldu- dalshéraði voru tekin að Bildudal 11. sept. Vitni voru átta og spurningar nitján. Svörin voru færð þannig, að dregið var saman í eitt svar við hverri spurningu, það sem kom fram hjá vitnunum. Ein undantekning er frá þessu: Svörin við spurningunni um rétta vigt á fiski eru færð i heild, hvert vitni fyrir sig. 12. spurning er hér skráð á þessa leið: Hvort bændum er ei torvelt að klaga kaupmann, ef hann gjörir þeim órétt, eða hvarí það bestendur." Svör vitnanna eru í samantekt þingbökarinnar á þessa leið: „Stundum séu sýslumenn oflangt frá, — stundum hafi þeir ei s^o vitni, þó þeir vildi, en í öngvan máta hafi sýslumaður Ólafur for- sómað rétt að gjöra." (Ólafur Árnason 'sýslumaður Barða- strandarsýslu.) Patreksf jörður.. . Þingsvitni um verzlun á Pat- reksfirði voru tekin að Vatneyr: 15. sept. Vitni voru tíu og spurn ingar nítján. Svörin eru færð á sama hátt og i þingsvitninu frá Bíldudal. 12. spurning hefur ver- ið skráð sem hér segir: „Er bænd- um torvelt að klaga kaupmann, ef gjörir rangt og hvarí það bestend- ur." Svarið í samantekt þingbók- arinnar er: „Þeir (þ.e. BÆND- UR) viti það ekki; það hafi ei verið til þess reynt." Dýraf jörður... Þingsvitni um verzlun á Dýra- firði voru tekin að Meðaldal 23. ág. Vitni voru sextán og spurn- ingar einnig sextán. Tólfta spurn- ingin er færð sem hér segir: „Hvert ei er bændum torvelt að klaga kaupmann, ef hann gjör- ir þeim rangt til og hvarf það bestendur)" Fyrsta vitni, Sigurður Jónsson Hóli, svaraði: Kaupmenn að klaga, þó sér órétt gjört haf i, haf i hann ei vegna fátæktar og fáfræð- is getað." Annað vitni var Stein- þór Jónsson í Hjarðardal, og kvaðst hann ekkert hafa að segja viðvíkjandi þessum spurningum, þvf að hann hefði ekki komið í kaupstað í sjö rá. Þriðja vitni var Bjarni Nikulásson á Hóli og svar- aði hann 12. spurningu eins og Sigurður Jónsson hafði gert. Fjórða vitni var Jón Jónsson, en hvar hann hefur búið, er ekki ljóst. Meðal vitnanna eru þrír Jónar Jónssynir og hefur láðst að greina þá sundur með bæjanöfnunum, er svör þeirra voru færð i þingbókina. Svar þessa fyrsta Jóns Jónssonar var: „Segir sér þyki óhægt kaupmenn að klaga vegna fátæktar og fá- fræðis, þó allan rétt yfir þeim kunni fá hjá sýslumanni." Fimmta vitni var Jón Bjarnar- son Vóllum, og svaraði hann eins og Jón Jónsson. Sjötta vitni var Eggert Jónsson, og svar hans er fært sem hér segir: „Kaupmenn að klaga þyki torvelt bæði vegna fátæktar, veikleika og fáfræðis, en þykist þó vita, að ef klaga þyrfti, fengi allan rétt og aðstoð hjásyslumanni." Næstu niu vitni svöruðu eins og Eggert Jónsson og voru það eftir- taldir bændur: Skúli Magnússon Sveinseyri, Ölafur Bjarnason Haukadal, Jón Þorsteinsson Kjar- ansstöðum, Jón Jónsson (Botni?) Jón Jónsson (Efstabóli?), Bjarni Arnórsson Hvammi, Ölafur Jóns- son Hvammi, Ólafur Sigmunds- son Gerðhömrum og Niels Jóns- son Hrauni. Sextánda og síðasta vitni var Magnús Björnsson á Núpi, og svar hans er fært þann- ig: „Kaupmenn segist hann klaga kynni, ef sér órétt gjörðu svo vel sem aðra, þvi hann viss væri, að sýslumaður mundi sé tilhlýðileg- an rétt gjöra, ef yfir þeim klag- aði." Þingsvitni um verzluri f isa- fjarðarkaupstað voru tekin 20. ágúst að Tungu í Skutulsfirði. Vitni voru sextán og spurningar fimmtán. Tólfta spurningin er færð sem hér segir: „Hvert ei er bændum torvellt að klaga kaup-. mann, ef hann gjörir þeim rangt og hvari það bestendur." Fyrsta vitnið var Jón Jónsson lógréttumaður og er svar hans fært sem hér segir: „Þó kaup- menn hafi sér órétt tilgjört, hafi hann samt um hásumardaginn og gangsemdartimann þá þar fyrir eigi getað klagað og rétt yfir þeim heimt, þar bæði, þeir kaupmenn- | irnir svo stuttan tima verið hafi við höfnina, sér og þar með hindr- un orsakast kynni um svo stuttan gagnsemdartíma, en vonar þó samt állan rétt fengið mundi . hafa, ef um kvartað hefði." Næsta vitni, Þorlákur Jónsson, svaraði: „Vegna fátæktar og fá- fræðis segist hann ei kaupmenn klagað hafa þó orsök þar til hafa kunni." Þriðja vitnið var Bjarni Jónsson og svar hans er fært sem hér segir: „Að klaga kaupmenn, þá sér af þeim óréttur kunni gjörður vera, þykist hann ei til fær vegna fátæktar og kunnáttu- leysis; þykist þó víst vita sér rétt- ur yfir þeim gjörður kynni verða af sýslumanni, ef nauðsyn þar til verið hef ði, sem þó engin ske hef- ur að undanteknu þvi, sem i nr. 8 áður er sagt. En af fyrrum kaup- mönnum hingað komnum segist hann ei i öllu í haldinu vera um kaup og sölu, hverju hann þó hafi orðið að sleppa vegna sinna at- burðaleysis þar um að kvarta." 8. spurning- (nr. 8), sem Bjarni nefnir, fjallaði um innveginn fisk og hér taldi hann sig órétti beitt- an. Næsta vitni var Jón Sigmunds- son og svar hans er fært sem hér segir: „Vegna fátæktar og fáfræð- is þykir honum sér óhætt aðklaga kaupmenn, þó órétt gjöra kunni, jafnvel þó vita megi allan sinn rétt yfir þeim fá tnegi." Næsta vitni varlsleikurGuðmundsson og svar hans er fært sem hér segir: „Vegna fátæktar og fáfræðis meinar hann fyrir sig og aðra mjög torvelt vera að færa process móti kaupmönnum, jafnvel þó all- an rétt viti sig fá mega yfir þei'in af sýslumanni." Næsta vitni var Jón Ólafsson og er svar hans fært sem hér segir: „kaupmenn þykist hann ei fær vera að klaga, þó sér örétt gjöra vildu, sem hann þó ei segist reynt hafa bæði vegna fátæktar og fá- fræðis; annars teldi'sér allan rétt af sýslumanni að fá yfir þeim." Næsta vitni var Jón Sigurðsson og svar hans er fært sem hér segir: „Kaupmenn að anklaga sé óhægt og torvelt sér einungis vegna fátæktar og vitsmunaleysis þar til, þótt orsök til hafa kynni, sem þó engin verið hafi". Næsta vitni var Jón Jónsson og hann spurður: „Að anklaga kaupmenn fyrir verdsligum rétti sýndist hon um hin mestu óhægindi bæði vegna fáfræðis og fátæktar. þó allan rétt yfir þeim fá kynni, ef fyrir sýslumanni væru angefnir." Næstu vitni voru Þórður Pálma- son, Jón Örnólfsson, Sigurður Jónsson, Þorleifur Jónsson, Jón Þorkelsson, Þorkell Jónsson og Gísli Eyjólfsson. Samkvæmt því, sem skráð hefur verið um fram- burð þeirra, hafa þeir svarað spurningunni eins og undanfar- andi vitni, og er þá ekki skilgreint nánar, hvaða undanfarandi vitni þaðhafi verið. Skagaströnd. Þingsvitni um verzlun á Skaga- strönd voru tekin 30. ágúst að Sveinsstöðum. Vitni voru tuttugu og eitt og spurningar nitján. Tólfta spurningin er fcerÖ sem hér segir: „Hvort ei sé bændum' torvelt að klaga, ef kaupmaður gjörir þeim órótt og hvarí það bestendur?" Framhald á bls. 14. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.