Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Blaðsíða 9
gsefni: Gjárá Þingvöllum. mm mvjíd- LIST BYRVIfi VAXANBI GRðSKlI OG ÞVERRANBI FORDÍMA ÞRÁTT FVRIR ALLT Úvenjulegt viðfangsefni, a.m.k. á sýningum hér: Dauði Che Guevara. Úr myndaflokknum Ecce Homo. æna húsinu né á Kjarvals- stöðum á síðasta ári, voru veitt listamannalaun, en ann- ar var talinn hlutgengur á Kjarvalsstöðum með öllum greiddum atkvæðum, en eng- in listamannalaun fékk hann. Sá sem hér um ræðir er Baltasar en sýning hans er nú afstaðin fyrii nokkru. Aðstaða hans sem málara og aðkomumanns er að ýmsu leyti verð ihugunar. Við opnun sýningar hans að Kjarvalsstöðum var slikur mann- fjöldi og svo augljós hrifning, að helzt verður jafnað til þess, þegar Kjarval var að opna sýningar í Lista- mannaskálanum sáluga. Með öðr- um orðum: Almenningur, sem kynnzt hefur myndiist Baltasars á þeim 11 árum, sem hann hefur verið búsettur á íslandi, hefur tekið hon- um opnum örmum. Það sama verður hins vegar engan veginn sagt um bræður hans i mynd- listinni. Stundum hafa þeir kvartað yfir fúskinu og menntunarleysinu i myndlist á Islandi. Þess vegna hefði mátt láta sér detta i hug, að þvi yrði fagnað, þegar vel skólaður myndlist- armaður ákveður að gera fsland að heimkynnum sinum. Ég hygg að ekki sé á neinn hallað, þótt sagt sé að Baltasar hafi augljósara vald á tækni en flestir á voru landi. Og ekki þarf heldur að kvarta yfir þvi að viðfangs- efni hans séu okkur framandi. Balt- asar hefur að minnsta kosti ekki siður en aðrir gert íslenzkan veru- leika og landið sjálft að viðfangsefni. Raunar hefur stundum verið sagt, að hann sjái þessa sérstæðu náttúru landsins með augum Katalóníu- mannsins; að hann byggði á spánskri litahefð. Rétt er það að visu, að dökkir litir, allra helzt brúnir, hafa staðið Blatasar hjarta nærri. Þá er nærtækt að leita skýringar i uppruna hans og akdademiskri rnenntun á Spáni. Slikt er þó engan veginn ein- hlit skýring og yrði til dæmis að gripa ti einhverrar ólikrar skýringar, væri hann innfæddur íslendingur. Þá mundi hann mála örðuvísi, kynni einhvcr að segja. En því er heldur ekki hægt að slá föstu. Hitt er aftur á móti hægt að ræða um sem nokkuð áþreifanlegan hlut, að Baltasar hefur áunnið sér persónulegan stíl, sem telst megin keppikefli hvers lista- manns og að myndir hans bera ótvi- ræðan vott um verklega kunnáttu og öryggi atvinnumannsins. Samt duga þessir augljósu kostir ekki til þess að Baltasar fái inngöngu í Félag islenzkra myndlistarmanna. Tvivegis hefur hann verið borinn upp á fundum, en i bæði skiptin hefur meirihluti fundarmanna greitt at- kvæði gegn þvi að hann fengi inn- göngu. Kynni að vera að siðar meir yrði það rifjað upp og þá nefnt til dæmis um þroska og viðsýni landans á þessu þjóðhátíðarári. Margoft hef ég lýst yfir þeirri skoðun minni, að íslenzkar listir muni standa og falla með túlkun á islenzkum veruleik. Ég hef ekki minnstu trú á þvi að það þætti merkilegt framlag af vorri hálfu, sem einkum sækti fyrirmyndir i mannlif og staði úti i Evrópu, hvort heldur væru það fiskimenn á Miðjarðarhafi eða götulif i Paris. Á sama hátt geri ég mér sára litlar vonir um jákvæðar undirtektir gagnvart islenzkum stæl- ingum á Francis Bacon eða Picasso. <\nnars mætti halda að Færeyingar skildu þetta mun betur en við; að minnsta kosti er svo að sjá á fær- eyskri myndlist. Þegar það gerist, að vel menntað- ur myndlistarmaður utan úr hinum Framhald á bls. 15. hvolft, ættu gildi og áhrif myndarinnar að vega þyngra við verðlagningu en efnið eitt. Framundir þetta hefur svartlist verið harla litill áhugi sýndur, en nú gerðist það, sem ég held að hafi ekki komið fyrir áður, að myndir Snorra gengu út eins og heimilistæki fyrir gengisfellingu eða söluskattshækk- un. Í sjálfu sér er það ekki merkilegt, því þær voru athyglisverðar frá myndrænu sjónarmiði og þar að auki fallegar. Jafnframt vaknar sú von. að svartlist geti farið að standa sig i samkeppni við oliumálverkið. Frá þvl Snorri kom frá námi við Konstfack ! Stokkhólmi, hefur hann einvörðungu unnið við listræna hönnun einhverskonar, útlits- teikningu á Vikunni i nokkur ár í nánu samstarfi við þann er þetta ritar. Leiðir okkar skildu, þegar undirritaður réðst til starfa við Lesbókina, en Snorri fór litlu siðar að vinna við leikmyndagerð hjá sjón- varpinu og er þar enn. Hann fékk þó lausn frá störfum meiripart síðasta árs, að nokkru leyti til að Ijúka við veggskreytingu á Landsbankahúsinu á Akranesi, svo sem frá var greint i Lesbók, en sumpart til að vinna að sýningunni. IMiðurstaða hans varð sú að ein- beita sér að kolmyndum og verður sú ákvörðun að teljast karlmannleg i Ijósi reynslunnar. Viðarkol er sér- stætt efni; með því fæst áferð, sem ekki næst á annan hátt. En árangurinn byggist á hraða í vinnu- börgðum. Þvi nær Snorri mjög vel. Hann dregur linur i ýmsum breiddum af mikilli festu og öryggi. Klaufa- skapur sést hvergi. En hraðinn sem þarna verður að viðhafa, reynist ein- mitt falla einstaklega vel að þeirri hugmynd, sem Snorra var efst I huga að glima við: Hreyfingu hlutanna. Enda þótt verk Snorra væru alveg abstrakt gáfu þau mjög eindregið hugmynd um hreyfingar, sem ýmist voru samsíða eða gagnstæðar. Þegar myndir af þessu tagi eru sýndar i heilum sal, fer vart hjá því, að nokkurt tilbreytingarleysi riki. Óneitanlega eru myndirnar talsvert likar innbyrðis. Þessvegna njóta þær sin ekki fullkomlega og engan veg- inn á sama hátt og ein mynd gerir, þegar búið er að hengja hana upp með öðrum ólíkum myndum. Trú min er sú, að þeir muni uppgötva það, sem eignuðust kolmyndir Snorra, að þær vaxi við nánari kynni. Einmitt það er aðalsmerki góðrar listar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.