Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Blaðsíða 15
-!-¥¦ Sagan af Tóklafusi BORNIN TEIKNA OG SKRIFA Hér aS ofan er Tóklafus, en þa8 er fris GuSmundsdóttir, Nönnusttg 3 ( HafnarfirSi, sem sendir teikninguna og söguna af honum. fris er 10ára. AUGLYSIiMGATEIKiMISTOFA MYMDAMÓTA Adalstræti 6 sími 25810 Einu sinni var prófessor og hann hét Tóklafus. Hann bjó einn í litlu húsi. Eit sinn er Tóklafus var á labbi, sér hann mús og kött og hund labba saman eftir götunni. Gekk hann þá ao dýrunum og ætlaði að klappa þeim, en þau hvœstu þá á hann. Tóklafus hljóp þá burtu og hlupu dýrin á eftir honum alla leið inn í húsið hans. Tóklafus spurði þau hvað þau hétu. Músin sagðist heita Trítla, kötturinn Brandur og hundurinn Snati. Snati sagði, að þau hefðu átt agalega góðan húsbónda, sem hét Tókla- fus, en nú væri hann dáinn. Tóklafus sagði: „Ég er húsbóndi ykkar. Ég heiti Tóklafus. Og ég hef átt ykkur öll." Dýrin sögðu: „Já, það ertu sannarlega. Þetta er gamla húsið og skórnir og hatturinn og slaufubindið gamla." Dýrin og Tóklafus voru mjög ánægð yfir því að hittast aftur. Endir. íris Guðmundsdóttir, 10 ára, Nönnustíg3, Hafnarfirði. MikiS hús er Háteigskirkja og misjafnlega kemur hún mönnum fyrir sjónir. Þessi teikning er eftir Einar Sverrir Sandoz, sem aSeins er 7 ára. Þannig kemur Háteigskirkja honum fyrir sjónir. Baltasar Framhald af bls. 9 stóra heimi kýs sér hólmann okkar til búsetu og er efst í huga að túlka [slenzk viSfangsefni þá mætti halda að Listasafn fslands héldi vöku sinni. Á þeim tveimur sýningum, sem Balt- asar hefur áður haldiS hér, sniSgekk innkaupanefnd safnsins hann alger- lega. Og nú, þegar hann þótti verS- ugur þess aS halda sýningu á Kjar- valsstöSum, lét nefndin ekki sjá sig aS heldur og festi þar af leiSandi ekki kaup á neinu, sem þar var völ á. Af viStökunum á sýningu Baltas- ars á KjarvalsstöSum mátti sjá svo ekki varS um villst, aS myndir hans fengu geysisterkan hljómgrunn hjá hiimm almenna sýningargesti, sem fyrst og fremst lætur eigin smekk og tilfinningu ráSa, en breytir ekki um skoSun, þótt kritikin komi í bága við skoSanir hans. þegar menn finna þannig greiSa leiS aS hjörtum áhorf- enda, lætur öfund og illgirni sjaldan á sér standa. MeSal annars hefur þaS komiS i Ijós ! svokallaSri gagn- rýni, sem einhver kvenmaður skrifar [ Vísi og ekki er hægt að flokka undir neitt annaS en magaveiki eSa ill- girni. Neikvæðir tilburðir hennar gagnvart sýningu Baltasars voru ná- kvæmlega eins og fyrirfram mátti búast við; af slíkum gagnrýnanda vex ekkert blaS. NiSurrifsmenn eins og þessi kvenmaður þrástagast jafn- an á þv! sem einhvers konar við- bjóði, að þessi eða hinn málarinn máli sölumyndir. Hvers vegna þaS er glæpur aS sýningargestur hrífist svo mjög, aS hann langi til að eignast mynd, er hinsvegar óútskýrt. ÞaS er mannhatur, sem liggur á bak við þessar skoðanir, gerir ævinlega ráð fyrir aS einhverjir ofstækispáfar eigi að hafa vit fyrir hinum almenna manni. Hann á aldrei að geta haft vit á neinu. Hins vegar á hann aS láta hinn rétta aSila segja sér, hvaS er rétt og hvaS er rangt. Eins og jafnan áSur voru lands- lagsmyndirnar á sýningu Baltasars ! þungum litum. Hann notar einfaldan litastiga og verSur ekki vændur um, aS hann skreyti myndir si'nor til þess aS gera þær útgengilegar. Eftir þv! sem ég bezt f æ séð, voru myndir Baltasars á þessari sýningu talsvert misjafnar að gæSum. ÞaS verSur líklega aS teljast eSlilegt á svo stórri sýningu. f þv! sam- bandi má rifja upp aS einmitt það gat verið einkenni þess mikla meistara I íslenzkri myndlist, sem léS hefur sýningar- húsinu nafn. ÞaS er misjafnt hvernig menn líta á þetta; sumir eru varfærnir og hneigjast til aS sýna aSeins fáar myndir. sem þeir telja góSar. Aðrir láta allt gossa. Ég er ekki frá þvi aS Kjarval hafi til dæmis látiS full margt gossa, sem betur hefði fariS aSra leiS. En hvorki er llklegt aS magniS né heldur moSiS, ráSi dómi sögunnar, heldur hátind- arnir, þarsem guSsnáSin eraugljós. Sá hluti sýningarinnar, sem Balt- asar nefndi Ecce Homo, reis aS minni hyggju hæst sem listrœnt framlag. Kvenmaðurinn ! Vísi hneykslaðist að visu á fjölbreytileik sýningarinnar. Vonandi heldur Vísir áfram að seljast fyrir því. Ég er hinsvegar á þeirri skoðun, að þessi tilbreyting hafi verið ávinningur, vegna þess að sterk, persónuleg ein- kenni ! vinnubrögSum. tengdu ann- ars ólík verk saman. Og þarna kom berlega í Ijós gamalt fyrirbæri, að Ijótar myndir geta verið mynda bezt- ar. Ég á þar til dæmis við mynd eins og Dauða Che Guevara, suSur-amer- iska byltingarforingjans, sem allir þekkja. ÞaS var mögnuS mynd í lit og formi en fráleitt verSur hún talin stofulist. Sama gildir um aftöku- myndina, sem aS einhverju leyti minnir á samskonar mótiv eftir Qoya. í spánskri myndlist er ákveS- inn þráSur, sem Baltasar hefur kom- izt i sterka snertingu við. Arfurinp er að sunnan, en útsýnið gjarnan ! norður, þar sem Drangey siglir eins og skip á miSjum firSi. Fyrir mitt leyti er ég þó ekki ! neinum vafa um hvar myndlist Balt- asars reis hæst á þessari sýningu. Þar á ég við portrettið af Thor Vil- hjálmssyni rithöfundi. Bragi Ásgeirs- son gerði þetta portret mjög að um- talsefni ! ágætri gagnrýni i Morgun- blaSinu og get ég algerlega tekiS undir þaS, sem hann sagSi sérstak- lega um portrettiS af Thor: „. . . væri ég illa svikinn ef sú mynd er ekki merkasta framlag hans til þeirrar myndgerSar (portretlistar) f ram aS þessu. Sú mynd ber af öllum slíkum myndum, sem ég hef séS frá hans hendi og aSrar slíkar myndir á sýningunni blikna viS hliS hennar. Baltasar reynir ekki að fegra Thor á neinn hátt, heldur málar hann eins og persónan kemurhonum fyrir sjón- ir, þræSir Iftt ytra útlit, það ernánast aukaatriði, hér er það hinn' úfni og ábúSarfulli karakter skáldsins og heimsborgarans sem máli skiptir og einmitt þess vegna verður myndin sannfærandi og sláandi hliðstæða persónunnar. Ég veit ekki hvort Balt- asar gerir sér Ijóst, að með þessari mynd er hann að gera fslenzkri myndlist mikilsvort gagn, en svið portret-listarinnar hefur verið næsta fáskrúSugt hérlendis fram aS þessu og listgreinin misskilin. . ." Hér var ekki um neinskonar yfir- litssýningu að ræða, heldur aðeins áfanga á langri leið. Greina má ákveSna þróun ! myndlist Baltasars. einkum i þá veru aS meiri fjölbreytni gætir í litanotkun. Mér finnst þaS góS þróun og hygg aS kynni af is- lenzkri náttúru eigi sinn þátt i henni. Gisli SigurSsson ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.