Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Síða 12
Njáll Þóroddsson með soninn Hauk
og bókina miklu OAHSPE.
□ULRŒn
EFfll
□G
TRÚRR
REVflSLR
Njáll Þóroddson garöyrkju-
bóndi var alveg viss um, að það
væri engin tilviljun, er frétta-
maður Mbl. heimsótti hann í Frið-
heima, hús hans nálægt Aratungu
í Biskupstungum, og kvaðst kom-
inn til að spyrja um trú hans, í
samræmi við ákvörðun um að
segja skyldi frá persónulegri
trúarreynslu fólks.
Um Njál vissum við það eitt, að
hann aðhyllist trúarbrögð, sem
eru nær óþekkt hér, og að hann í
samræmi við það borðar aðeins
grænmeti, hefur ekki neitt dýra-
kyns til matar. Njáll tók blaða-
manni vel, kvaðst sannfærður
um, að sá hinn sami hefði verið
sendur af æðri stjórnendum til að
kynna þessi trúarbrögð, Oahspe.
Hann kvaðst hafa orðið fyrir
vissri reynslu í sambandi við trú
sína, finna stundum likamlega
fyrir því, að eitthvað sé satt og
hann sé að gera rétt. Slíka
uppljómun hefði hann einmitt
fundið, þegar fréttamaður til-
kynnti komu sína og aftur, þegar
hann kom. Ekki vildi hann skil-
greina það nánar, sagði aðeins, að
almættið væri hér og alls staðar
og maður þyrfti að finna til þess.
Þetta gerðist stundum. Með því að
einbeita sér yrði hann stundum
var við þetta í líkama sínum. T.d.
hefði hann lært að nota tónlist
sem hjálparmeðal til einbeit-
ingar. Sér gagnaði það, öðrum
kannski ekki. Þetta væri persónu-
legt. Hann hefði t.d. reynt hug-
ERUMA
LEIÐ
INNÍ
LJÓSSVÆÐI
- ÞVÍ ER ÖLL ÞESSI
UPPLAllSN
Viðtal við Njál Þóroddsson garðyrkjubönda
um trú hans — OAHSPE
Eftir Elinu Pálmadóttur
leiðslu, en hún færði sér ekkert.
Líkamsæfingar kæmu honum
ekki að gagni af skiljanlegum
ástæðum, þar sem hann væri
öryrki eftir slys og þreyttist mjög
við alla vinnu. Hann gæti ekkert
um þetta fullyrt vissi aðeins,
hvernig hann yrði sjálfur var við
almættið.
En hver er hún þessi trú og
hvaðan kemur hún? — Þessi trú
er ekkert annað en bein tilbeiðsla
á almættinu, útskýrir Njáll. Það
er eitthvað likt því sem segir i
Bibiíunni: I honum lifum, hrær-
umst og erum vér. Almættið er
yfir öllu, óskýranlegt og óskiljan-
legt. Það er alltaf nálægt, en það
erum við, sem skerum á sam-
bandið sjálf. Vesturlandamenn
tilbiðja mannlegar verur eða
mannleg form, þar sem frelsarinn
er notaður sem tengiliður. En
samkvæmt OAHSPE (óaspí) er
slíku ekki til að dreifa. Yfir öllu
er almættið, sem talar til sona
sinna og dætra og setur þeim
lifnaðarhætti. Til dæmis undr-
umst við stundum að stórmenni
eins og Jón Sigurðsson komi upp
meðal okkar. En hann er verkfæri
sendur til að koma fram vissum
hlutum. Kynslóðameistarar vinna
að því að fá fram einstaklinga,
sem gegna eiga sérstöku hlut-
verki, velja saman foreldri með
tilliti til andlegra hæfileika og
þarf stundum kynslóðir til. Við
erum alltaf undir áhrifum Es,
hins óséða og öllu er stjórnað.
En hvernig er heiminum þá
stjórnað? Almættið eryfir öllu en
yfir jörðinni er einn guð, eins
konar kapteinn, sem stjórnar
þessu svæði, segir Njáll og siðan
undirstjórnandi, drottinn, sem
ræður yfir sínum hluta. Hann er
útnefndur til ákveðins tíma en, er
svo fluttur á annan stað. En
milljón manna ráð er við hlið
almættisins. Það getur gert breyt-
ingar, svo sem að breytt möndul-
legu jarðar og þétt agnir í geimn-
um til að mynda stjörnu.
Hvernig hefur Njáll sjálfur
kynnzt þessu? Hann kvaðst lengi
hafa lesið metafýsiskar bækur.
Kynnti sér t.d. kenningar Helga
Pjeturs, leitaði til guðspekinnar
og sótti miðilsfundi á skólaárum
sinum. Hann komst i kynni við
yoga hjá bróður sinum, Þór, í Los
Angeles. En einn góðann veður-
dag fékk hann i hendur þessa
bók, sem hann hafði pantað frá
bókaútgáfu i Los Angeles. Hún
hét OAHSPE, en nafnið þýðir
jörð, himinn og andi. Hann fór að
lesa þessa bók, sá að hún hafði
mikið fram að færa. Bamt lagði
hann hana frá sér í 4—5 ár, en
vissi að hann gæti ekki gengið
fram hjá henni. Þá tók hann hana
aftur og þykir kenning hennar æ
merkilegri. — Sumir segja að
þetta sé bara visindalegur
reyfari, segir Njáll, en ég get ekk-
ert fundið í þessari bók, sem ég
get mótmælt. En ekki þýðir að
glugga í hana, maður verður að
lesa hana spjaldanna á milli.