Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Síða 14
□ULRFEn EFm □G TRÚflR REVnSLfi VOR SIÐUR Á ERINDI m ALLRA MANNA Sveinn Guðjónsson ræðir við Auðunn Arnodd um Asatrú Auðunn Arnoddur (lengst t.v.) í hópi trúbræðra. (Ljósmyndir. Stúdíó 28) Þór blótað. Myndin er tekin á blóti ásatrúarmanna að Draq- hálsi sumarið 1973. „Þá var þat mælt f lögum, at allir menn skyldi kristnir gera ok skfrn taka, þeir er áðr váru óskírðir á landi hér,“ segir Ari fróði í íslendingabók sinni um einhvern merkasta atburð Is- iandssögunnar og segir þar enn- fremur: ..Þat var hundrað ok þremr tigum vetra eftir dráp Eadmundar, en þúsund eftir burð Krists at alþýðu tali.“ Með þessum atburði var kristni gerð að rfkistrú hér á landi, og féllu þá niður lögboðiu afskipti goðanna af trú- málum. Þess var þó enn langt að bíða, að heiðninni væri að fullu útrýmt og var það bæði, að í lög- unum fengu nokkur heiðin ákvæði að standa óhögguð og hitt, að stjórnskipun landsins var í heild sinni byggð á ramheiðnum grundvelli, og goðorð, þingsköp og réttarfar stóðu f nánum tengsl- um við hina fornu trú. Hinn hýi siður festi þó rætur er fram f sótti og er ekki vitað um neina veru- lega andstöðu gegn kristninni eftir árið 1000. Það þótti þvf nokkrúm tfðind- um sæta þegar nokkrir menn hér- lendir stofnuðu félag ásatrúar- manna á sumardaginn fyrsta árið 1972 eða tæpum tíu öldum eftir að þeir atburðir gerðust er frá greinir f upphafi. I fyrstu hentu menn gaman að þessu tiitæki og var almennt talið að hér væri um spaug að ræða. Það kom þó fljót- lega í Ijós, að ásatrúarmönnum var fúlasta alvara og hefur með- limatala félagsins aukist hægt og sfgandi og hefur það nú hlotið viðurkenningu af hálfu yfirvalda, enda erum við tslendingar með afbrigðum umburðarlyndir f trú- málum. Margir hafa þó velt þvf fyrir sér á hvaða forsendum menn nú til dags ánetjast fornum og að þvf er virtist útdauðum trúarbrögðum og hvernig slfkt geti samræmst hugsunarhætti manna á tuttugustu öld. Því var ákveðið að hafa viðtal við ása- trúarmann, ef það mætti verða til þess að varpa einhverju Ijósi á hugsunarhátt og Iffsskoðun þess- ara manna. Fyrir valinu varð ungur maður að nafni Auðunn Arnoddur. — Upphaflega gekk ég í Félag Ásatrúarmanna af þjóðræknisleg- um ástæðum. Mér fannst óeðlilegt að við Islendingar þyrftum að sækja trúarbrögð okkar til Austurlanda, heldur stæði okkur nær að upphefja forn trúarbrögð forfeðranna, enda hlytu þau að vera í meira samræmi við um- hverfi okkar og allar aðstæður. Seinna komst ég að raun um að þessi rök voru harla léttvæg þvi að vor siður (orðatiltæki sem heiðnir menn til forna notuðu um trúarbrögð sin) er ekki íslenzkt fyrirbrigði heldur er hér um að ræða anga af ævafornum indóevrópskum trúarbrögðum. Annars má segja að um uppruna vors siðar og aldur sé allt í óvissu, og erfitt að segja með vissu að hve miklu leyti hann er runninn upp hjá germönskum þjóðum. Það er þó augljóst að finna má skyld- leika með vorum sið og trúar- brögðum indóevrópskra þjóða, svo sem Rómverja, Grikkja og Indverja. En eftir þvi sem ég hef kynnst vorum sið betur, sé ég hvílíka lifsspeki hér er um að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.