Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 5
Ég kom til Posada Verano í byrjun nóvember í fyrra eftir að hafa þvælst vfða um Mallorca f leit að stað, sem mér líkaði, þvi um það leyti var nýbúið að loka greiðastöðum í þorpinu, sem ég bjó í, Deya. Þar dásamaði kunn- fngi minn einn, danskur mynd- listarmaður, bæinn Pollensa, svo að þángað fór ég. t Pollensa eru margir lista- menn, einkanlega myndlistar- menn og tónskáld hvaðanæva að, úr heiminum. A veitfngahúsum þar má raunar sjá mörg listaverk, og þá einkanlega á Bæjarklúbbn- um, sem er frábært veitingahús. En ég kom ekki til að sjá lista- verk, og þótt ég kynntist þar tveim bandarískum listamönnum, ágætum náungum, þá kom ég heldur ekki til að setjast á spjall og skiptast á um parti, svo að ég var allan tímann fremur órólegur, því dagarnir þar fóru að mestu í hégóma. Raunar dauðiángaði mig til að kynnast tónskáldum, sem gætu leikið fyrir mig tónlist, en ég varð þeirra ekki var. Svo að dvöli'n f Pollensa, um tvær vikur, var mér ekki mikils virði. Ég fór dag einn til Palma, eyddi peníng- um mfnum þar í fatnað og bækur svo ég varð að halda heimleiðis „á fingri". En f stað þess að bill- inn héldi til Pollensa fór hann til Alcudia og ég ákvað að slást með í förina. Raunar sneiddi bilstjórinn hjá afleggjaranum til Alcudia — sem betur fer — en hélt út á þjóð- veginn til Puerto de Pollensa — og aflt f einu var ég kominn á hlað gistihússins Posada Verano. Þetta varð mér til mikillar ánægju og samstundis sagði ég við sjálfan mig: Loksins hef ég fundið mitt heima! Og ég minntist jafnframt merkilegs draums frá sfðustu nótt og ég sá þegar, hversu mikill draumur það var: Hann var þegar búinn að segja mér til um þetta nýja heimili mitt, þótt ég hefði ekki getað ráðið hann fyrr en á þessari stund. Loksins! Eftir tveggja vikna eirðarlaust flakk og tilgángslaust slór. Og ég gaf mig þegar á tal við gestgjafann, Miguel Riera. Hversu mikið kostar að búa hér? 240 peseta á dag, fæði og hús- næði. Mig furðaði á þessu lága verði og bað hann um að sýna mér herbergið. Hann sagði mér, að ég mætti velja mér herbergi hvar sem væri f húsinu. Við gengum upp á efstu hæð, að mfnu ráði. Og þar ákvað ég þegar að búa, í hornherberg- inu, sem sjá má efst og fremst á meðfylgjandi mynd. Það var stórt herbergi, í þvf tvö rúm (raunar Steinar Sigurjónsson Yfir sumar- tímann á Norður- Mallorca tveggja manna herbergi) og inn af þvf baðherbergi, sem tilheyrði (toilet, bað og sturta). Ég verð hérna í nótt, sagði ég, en strax á morgun fer ég til Poll- ensa eftir dótinu mfnu. Gerðu svo vel, sagði Miguel. 2. A þessu hóteli bjó ég næstu fjóra mánuði. Allan þann tfma lfkaði mér flla þar, fyrst og fremst vegna þess að ekki var kyndíng f herberginu og veturinn var kaldur, með kaldari vetrum þar. Ég var svo að segja hlekkjaður við staðinn og gat mig hvergi hreyft, aðeins vegna þess að ég var blánkur þegar ég kom og fékk allt lánað til næstu penfngasendfngar að heiman, og þannig endurtók þetta sig allan tfmann: Skuldin endurnýjaðist mánaðarlega. Aðeins setustofan var kynt og þángað sóttu allir þeir sem bjuggu þarna, milli tfu og fimm- tán verkamenn, og þarna var setið frammi fyrir rafmagnsofni og glápt á sjónvarp kvöld eftir kvöld, og það var mikil raun. Verst af öllu var það að þarna var eilffur skarkali, ef ekki frá sjónvarpinu þá frá plötuspilara, spilakassa og fótboltaspilverki, allt á barnum, sem er samveggja við setustofuna og opið á milli. En þá sjaldan að þaggaði í rafmagnskúltúrnum tóku lifandi raddir spánverjanna sjálfra við á barnum, og þeir voru einatt á tali, ávallt mjög háværir, hlógu mikið og súngu. Mér þótti þetta ekki nema sjálfsagt þeirra vegna, en það fór samt í taugar mínar, þvf ég fékk engan frið til minna eigin dellna. Ég sagði Miguel að ég þarfnaðist þess að vera einhvers staðar út af fyrir mig. Hann var allur af vilja gerður til að þóknast mér og sagði að ég mætti nota restúrantinn og vinna þar hvenær sem ég vildi. Ég reyndi það, en ég var samt ekki frfr við glammið frá barnum, þvf þaðan skvaldraði hljóðunum allan daginn. Já, satt að segja, þetta var mér leiður tími, en ég efaðist samt ekki um ágæti þessa staðar vegna allra annarra (hinir vildu einmitt hafa allt rafurmagnið f gángi og þá skothríð sem þvf fylgdi, og þannig var um alla f Alcudia, allir hópuðust um sjónvörp og spila- dósir) — en ég vissi hversu frá- bært hér var ú góðunt veður- dögum, þegar ekki var kalt í veðri. Ég mislas allan tfmann nafn þessa staðar og hafði það ávallt f einhverju horni hugans sem Pasado Verano, sem útleggja verður Yfir sumartfmann t(og ef til vill á stafamismunurinn rætur að rekja til mismunar á spænsku og mallorcínsku), en slíkt nafn á vissulega við um staðinn. Þessi staður er vissulega Yfir sumar- tímann, ans ég sagði Miguel, full- komin nafngift, en gæti aldrei orðið Yfir vetrartfmann — án kyndíngar! Þetta er einhver dýr- Iegasti staður á allri Mallorku — yfir sumartfmann! 3. Loksins f janúar fékk ég nóg af penfngum til þess að geta flúið frá Posada Verano, og þá hélt ég upp á meginland Spánar, og mest fyrir ráð nokkurra verkamann- anna, sem voru frá Valencia og nágrenni. Þeir sögðu mér að yfir- leitt væri ódýrara að búa þar en á Mallorca, og það þótti mér lfklegt, því alls staðar í nánd við okkur var allt miklu dýrara; ég hafði ekki efni á að leigja dýrt húsnæði. Svo að dag einn tók ég damp frá Palma til Valencia. Þegar ég kom til Valencia komst ég að raun um að ekkert er fallegt við þá borg nema nafnið, sem hljómar vel. En þaðan hélt ég í suður og nam ekki staðar fyrr en að Altea þorpi sem ég hafði heyrt rómað. Mér líkaði ekki við Altea. í gegnum bæinn miðjan lá þjóðvegurinn og af þvf einskis nema ónæðis að vænta. Svo ekki var um annað að ræða en leita fyrir sér í nágrenninu. Mér var bent á Benidorm sem lfklegan stað og þángað fór ég til að leita að mfnu ráði. En Benidorm er túristabær mikill og ég kunni ekki með nokkru móti við mig þar, umkríngdur fimmtán til tuttugu hæða húsaskrímslum sem auðsjáanlega höfðu risið þarna á nokkrum sfðustu árum. Mér virt- ist þarna flest nýtt, hreint, og hvergi var hægt að vera í friði fyrir leiðinlegu mali enskra, þýskra og skandinavfskra ferða- ntanna, á börunum flestum sjón- varp og spiladósir þar sem eilíft var harnast á verstu dægurlögun- um. Loksins ákvað ég að setjast að á Cala de Fenistrat, tvo kílómetra sunnan við Benidorm. Þar fékk ég íbúð á hóteli, og það sem mest var um vert var það að hún var kynt, f herbergjum ofnar sem vatn rann um. Loksins var ég laus við kuld- ann, loksins var ég ánægður. Þarna var allt hið ákjósanlegasta. I fbúðinni var meir að segja ís- skápur. En ég undi mér þar ekki til lengdar. Suðið í fsskápnum fór f taugar mínar. öldurnar skullu hörkulega á ströndina, því þarna var mjög aðdjúpt, og landið var allt fremur hrjóstrugt og grjótað hérna uppá meginlandinu. Svo ég gafst upp eftir mánuð. 4. Og hvert skyldi ég svo sem hafa farið þaðan nema til Posada Ver- ano! Auðvitað þángað! 'Ég kom þángað mjög fagnandi þann niunda mars, og þar ákvað ég að vera uns fluga frá Sunnu flytti mig heim til Fróns. Svo ég lýsti að einhverju leyti þessum bölvaða vetrarstað en frá- bæra sumarstað: Fimmtán metra frá húsinu er ströndin. Sandur. A sandi er gengt klukkutímum saman í norður, og þessi sandur er nokkuð frábrugðinn öðrum söndum — söndum túristanna — að á honum er þáng; en gángi maður f norð- austur þá er þar annað slagið sker aðfinnaog þau eru ýmist nokkuð slfpuð af ágángi sjávar eða ósncrt af sjávargángi og þar fyrir mynd- ræn á ýmsan hátt. Ég gekk oft þessa leið, svo að segja daglega til Alcudia, hálfa þá leið eftir þessari strönd, en oft lengra, og þá um þrjú smáþorp, þar til ég kom að Mal Pas, einhverju fallegasta þorpi sem ég hef augum litið, en til Mal Pas er um þriggja kortera gángur og þó líklega nokkru meir, gángi maður hægt. A þessari leið er skógur, sá einstæðasti skógur sem ég hef séð, mjög grænn, sterkgrænn. I þessum skógi er gólf, og það er gert úr einhvers konar lyngi, misgrænu, en f mjög lifandi litum. Og þarna sat ég oft til að njóta þess að vera einn og f friði. Þögnin þarna er hljóð, ncma hvað eitthvert undur er ávallt skrafandi i kríngum mann, stöðugur niður af yndisleika, nið- andi tónn. A enda þessa skógar eru háir hamrar og á þá skclla öldur hafsins, en ég heyrði aldrei f þeim á þessum stað, ég hafði heyrt í þeim víða á Islandi. Segjum að þángað sé um hálf- tfma gángur, og maður þarf ekki að hafa fyrir því, þvf maður gleymir að maður er á göngu. A þessum spotta er eitthvert fallegasta umhverfi á Mallorca, að mér finnst. Haldi maður sig heima að Posada Verano er þar raunar nóg að sjá. Að baki hússins, aðeins um fimmtíu metra f burt, er vatn. Það er að vísu ekki tært, þvf f það rennur sjór á flóðum, en f þetta vatn synda smáfiskar úr flóanum. Það er gaman að horfa af þakinu á Posada Verano yfir vatnið og. yfir sveitina suður til fjalla, slétta og gróðurmikla. Þar sér maður fjöll til allra átta nema aðcins þar sem flóinn klippir þau í sundur. Morgunninn er fagur hérna og þá ekki síður sá tfmi þegar sólinni hefur kastað nokkuð lángt til vesturs, svo sem frá klukkan sex ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.