Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 11
stjórn Sadats hefur á prjónunum einhverjar umfangsmestu ráða- gerðir um uppbyggingu, sem um getur frá lokum heimsstyrjaldar- innar síðari. Markmiðið er gagn- ger endurskipulagning svæðisins meo Súesskurði og hafa Egyptar samið sex ára og sjö miHjarða dollara áætlun, sem miðar aó því aö veita bæði arabísku og vestrænu fjármagni inn i landio. Þar er t.d. gert ráð fyrir endur- byggingu Port Said og Súes- borgar (og verði báðar þær hafnarborgir tollfrjáisar, svo og Ismailiu og Qantara. Útlend- in^um, sem hug hafa á þvi að reisa hótel, samkomustaði eða iðnver verður gert hægara um vik með því að bjóða þeim land við mjög vægu verði, og skipa- skurðurinn sjálfur verður dýpkaður og breikkaður fyrir einn og hálfan milljarð dollara. Þetta eru miklar ráðagerðir. Takist að hrinda þeim í i'ram- kvæmd rennur upp réttnefnt endurreisnarskeið í Arabalönd- um. En það mun ekki gerast átakalaust. Því naumast verður sagt, að glæsilegt sé um að litast í þessum ríkjum nú. Verst er þó ástandið e.t.v. í Egyptalandi. Egyptar fjölgar um milljón á ári, en einungis 4% landsins eru byggileg. Kaíröborg er niðurnídd og lét borgarstjórinn svo um mælt fyrir skömmu, að helmingur ibúðarhúsnæðis borgarinnar væri ,,ófbúðarhæfur mennskum mönn- um". Þeir Egyptar, sem búa f þorpum úti á landsbyggðinni, og þeir eru flestir, lifa enn við svip- uð kjör og gerðust á dögum Múhameðs. Óg þrátt fyrir sigur- inn í oklóber síðast liðnum hefur verð hækkað um 40% í'rá stríðs- lokum, skattar þyngzt og skuldir landsins erlendis eru rúmlega sex sinnum meiri en nemhr verðmæt- um alls útflutnings. Líkt er um að litast í hinum Arabalöndunum. ()g nti er að vita hvernig hinir óútreiknanlegu Arabar muni nýta hið nýfengna vald sitt. Sem stendur eru þeir ofan á, Sadat, Keisal og þótt undarlegt sé — hinn „byltingar- sinnaði" forseti Alsírs, Houari Bounedienne. Þeir eru stundum nefndir „minimalistarnir", þ.e.a.s. þeir eru reiðubúnir að semja viö tsraelsmenn. Að vísu hafa „minimalistar", aldrei skil- greint það nákvæmlega, við hvað þeir eigi með „friði" við Israel, en þó er ljóst, að þeir eru reiðubúnir að ganga að einum mjög mikil- vægum kosti, sem sé þeim, að ísraelsríki verði til frambúðar, þar sem það er nú. Þar með er útséð um það, að draumar Araba um „frelsun" Palestínu rætist á næstunni. Þetta virðist e.t.v. ekki mikil undanlátssemi Vesturlanda- mönnum, en öðru máli gegnir um Araba, enda er Sadat Ijóst, að öllu lengra má hann ekki ganga, eigi að haldast sú eining Araba, sem hann telur meira verða en nokkuð annað. Sadat vann l'rægan sigur, þegar honum tókst að sat'na meiri hluta Araba til fylgis við aðferð sina við lausn vandans. Mestur l'engur var þ(') að stuðningi Keisals konungs. Enda þótt októberstríðið sjálft hafi eflaust l'lýtt eitihvað fyrir lausn mála, var það þó fyrst og frems.t olíuvopn Keisals, sem skaul umheiininuin skelk í bringu og l'ékk menn til að hugsa sitt ráð. AsUeðurnar til þess, að Keisal gekk í lið með Sadat og lelögum eru að sjáifsiigðu margar og flóknar. Feisal er i senn ihalcls- samur og hlynntur Bandarikja- ínönnum í'rá gamalli tíð, svo þelta hefur verið honum nokkurt átak. En Keisal er ekki siðri föður- landsvinur en gengur og gerist um Araba. Hann hefur einlæga samúð með hinum langhröktu Palestinumönnum og hatar Zionismann eins og skrattann. Þá er hann gæzlumaður hinna helgu borga Íslams, Mekku og Medinu, og þess vegna áfram um að ná á sitt vald hinni þriðju — Austur- jerúsalem. Á hinn bóginn kærir Keisal sig litt um langæjar ill- deilur viö vestræn ríki, þvi hann telur, að hjálp þeirra sé Saudi- aröbum nauðsynleg til iðnvæð- ingar og þróunar landsins. En að lokum má nefna ástæðu, sem trú- lega hefur ekki ráðið minnstu. Hún er sú, að styðji Keisal ekki „minimalistann" Sadat, ínái „maximalistar" undirtökunum og það lizt Keisal ekki á. „Maximalistarnir" eru her- skári, sósialískir byltingarsinnaV, sem láta sér ekki lítið nægja, eins og felgl í nafngiftinni, heldur heimta algera eyðingu Israels. Þeir eru ekkert að skafa utan af því. Þeir telja, að Sadat hafi orðið á örlagaskyssa, er hann féllst á vopnahlé og leyfði Bandarikja- raönnum að reyna sig við friðar- samningana. Halda þeir því f'ram, að sigurinn hafi verið innan seil- ingar. Hef'ði stríðinu haldið áfram, hefðu Arabar neyðzt til að leggja öll sín tiltæk lóð á meta- skálarnar (vopn og olíu) og hefðu Israelsmenn þá örugglega beðið iægra hlut fyrr eða síðar. ()g þótt öll Miðausturlönd hefðu verið i rústum eftir þann hildarleik hefðu þó einhverjir lifað af; það hefðu allt verið Arabar og siðan hel'ði Islam risið á ný úr öskunni likt og i'ugiinn Könix. Muammar Kaddafi lýsti þessum iskyggilegu skoðunum i hnotskurn í orðsend- ingu sinni til Sadats; „Löndin og byggingarnar mega falla, en heiðurinn ekki." Þegar þetta er naft í huga er sízt að undra þótt fsraelsmenn séu nokkuð efins um friðarvilja nágranna sinna. Margir halda þvf fram, að fyrr eða sfðar muni Arabar gera gangskör að þvf að eyða tsrael. „Til þess að arabísk þjóðernisstefna sættist við tilvisl ísraels," segir Yehoshafat Harkabi fyrrum yfirmaður isra- elsku leyniþjónustunnar, „þarf svo róttæka skoðanabreytingu og gagngera byltingu í gildismati, að því má líkja viö það, ef Zíonistar féllust á það að leggja niður ísra- elsriki." Aðrir segjast geta skilið ástæður Araba fyrir slíkri ætlan, þótt óaðgengilegar séu. „Sá ótti er útbreiddur og djúpstæður, að Israel sé greni „heimsvaldasinna" og ógnun við samheldni Araba- ríkjanna, svo sein Egyptalands og Jórdaniu. Þetta er einlægur ótti. ísraelsriki er kraftamikið sam- f'élag og þaö vekur Aröbum mik- inn ugg, að þaö skuli ekki ein- ungis taka frá þeim land, heldur einnig bjóða stöðugt heim nýjum innflytjendum og ógna efnahag Arabaríkjanna í kring." En þessar röksemdir hafa þó ekki dugað „maximalistum enn sem komið er. Þeim hefur lika orðið ýmislegt á í messunni. T.d. bætti Kaddafi naumast l'yrir inái- stað sinum, er hann hélt hernum heima meðan á októberstríðinu stöð og skipti þar ekki niáli, þótt hann tal'aði þeim mun fjáiglegar. Eða Irakar, sem einir arabískra olíuvelda virtu ekki oliusölubann- ið. Að sjálfsögðu má ekki gleyma Palestínumönnum, en þeir hafa þó tiltölulega hægt um sig þessa dagana, þar sem foringi þeirra, Yasser Arafat, hefur ákveðið, að bezt sé að biða og sjá hvað Sadat forseta verði ágengt. Aðalhættan er sú, að mistakisl friðartilraunir Sadats, neyöist hann og fylgismenn hans til að hef'ja stríð að nýju. Það stríð yrði áreiðanlega enn blóðugra en hið síðasta. A ráðstef'nu Aral)a í Alsir nú I ársbyrjun var samþykkt til- kynning þess efnis, að færu friðartilraunirnar út um þúfur, „neyddust Arabarikin lil að halda áf'ram frelsisbaráttu sinni — sem yrði löng — með iill m ráðum og á öllum sviðum". .(afnvel leið- togar úr flokki „minimalista", eins og Keisal og ''.oumedienne, mundu krefjaU þess, að Sadat virti þessa samþykkt. Og það, sem meira er: egypzka þjóðin mundi líka krefjast þess. Margir óttast mjiig, að komi tii striðs á ný, verði heitt öllu öfiugri vopnum en síðast. Arabar eiga t.d. sovézk Seudskeyti, sem búa má kjarnaoddum og þeim er beint að ýmsum mikilvægum stiiðum i ísrael. Sjálfir eiga Israelsmenn kjarnavopn og mundu trúlega grípa til þeirra, ef þeir teldu sig i alvarlegri hantu. Kisaveldunum gæti reynzt erfitt að láta slík átiik afskiptalaus. Þessar dómsdags- sýnir eru ekki jaf'n langsóttar og sumum kann að virðast. Svona getur hæglega farið. Og það er sannarlega umhugsunarefni vestrænum rikjum, því hernaðarþýðing Miðjarðarhaf's- botna er mikil. Þvi er það, að Sadat snýr sér til Bandaríkja- manna. Hann þarfnast aðstoðar þeirra til að koma í veg fyrir, að æsingamönnum takist að reyna þá sannfæringu sína, að Arabar geti nú ráðið niðurliigum Israels- manna. Nú eru Bandaríkjamenn skuldbundnir Israelsmönnum í ýmsum greinum og ekki veröur heldur sagt, að skoðanir Araba og Bandaríkjamanna fari saman í stórum dráttum. Það er íhugunar- og áhyggjuefni, hvort þeir þekkj- ast svo vel, að þeir skilji hverir aðra. Arabalöndin voru tiltíilulega skamman tíma undir vestrænni stjórn. U.þ.b. 75 ár liðu frá því, að Bretar hertóku Egyptaland 1882 þar til áhrifum þeirra lauk í Jórdaníu og Irak. En óbeinna áhrifa þeirra gætir þar enn í fjöl- mörgum greinum. I augum Araba er ísraelsríki siðustu leifar hinna illræmdu erlendu yfirráða — þeir líta á það sem helztu gróðr- arstíu „heimsvaldastefnu" í Miðausturlöndum; og það er einlæg sannfæring þeirra, að þeim sé lifshætta búin af isra- elsku þjóðinni. Israelsinenn halda því hins vegar fram, með nokkrum rétti, að þeir geti ekki miðað stef'nu sína við það að hlífa viðkvæmum sálum Araba við áföllum. Og ýinsar liigmætar skilgreiningar eru uppi á því hvað sé „sanngjörn lausn" á deilumálum þessara þjóða; Arabar hafa ekki einu sinni komið sér saman um þaö grundvallaratriði sjálfir. En hvað, sem um það er, stendur sú stað- reynd eftir, að undanfarna mánuði hafa Arabar sýnt svo ekki verð'ur um villzt, að þeir hafa lieiri ráð undir rifjum en menn héfdu. Þeir eru ákveðnir að finna lifvænlega lausn á hinum nýja og í'orna vanda Miðausturlanda. Sambúð Bandaríkjanna og Egypta hel'ur stórbatnað upp á síðkastið og mun Kissinger eiga mikinn þátt i þvi. Stjórnmálasam- band hel'ur verið tekið upp að nýju. En piiðurtunnan stendur enn á (iólanhæðum og banclariska ulanrikisráðhciTanum hei'ur ekki gengiö allt að óskum við sátta- starfið þar. Gamalt og rótgróið hatur blossar upp hvað ef'tir annað og atburðir eins og árásin á þorpið Maalot magna hefnigirn- ina. UR SÖGU SKÁKLISTARINNAR Eftir Jón Þ. Þór IMú á dögum eru alþjóð- leg skákmót daglegt brauð, og fáir leiða huganrt að því, að ekki eru liðin nema liðlega 123 ár, siðan fyrsta skákmótið, sem vit- að er um, var haldið. Það var háð í Lundúnum árið 1851 á vegum St. George's Chess Club. Á þessum árum var Eng- lendingurinn Howard Staunton þekktasti skák- maður á Vesturlöndum og Englendingar voru nokk- urn veginn vissir um, að hann myndi fara með sigur af hólmi. Mótið var haldið i sambandi við fyrstu heims- sýninguna, og sigur Staun- tons hefði orðið enn ein skrautfjöðurin í hatti brezka heimsveldisins. Þátttakendur í mótinu voru 16, 9 Englendingar og 7 útlendingar. Fyrir- komulag mótsins var einna líkast því sem nú tiðkast á áskorendamótum. í fyrstu umferð voru keppendur dregnir saman með hlut- kesti, tveir og tveir, og tefldu síðan einvigi, þar sem sá sigraði, sem fyrst vann tvær skákir. Þeir sem töpuðu voru úr leik, en síðan tefldu hinir átta samskonar einvigi og siðan koll af kolli, unz aðeins tveir voru eftir. Þess var áður getið, að Staunton var í upphafi álit- inn næsta öruggur sigur- vegari, en þegar hér var komið sögu, var hann orð- inn veill fyrir hjarta og hreinlega þoldi ekki hina löngu og erfiðu keppni, sem er mjög skiljanlegt, þegar haft er í huga, að á þessum tima gat hver skák tekið allt að sólarhring. Staunton komst að visu í undanúrslit, en þar hitti hann fyrir dfjarl sinn, Adolf Andersen, þýzkan sköla- kennara frá Breslau. Andersen vann öruggan sigur á Staunton; lokatöl- urnar voru 4—1, og tefldi síðan til úrslita við enska skákmeistarann Wyvill. Úrslit lokakeppninnar urðu þau, að Andersen vann 4 skákir, Wyvill 2 og ein varð jafntefli. Við skulum nú lita á síðustu skák keppninnar. Hvitt: A. Andersen Svart: Wyvill Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Bc4 — e6, 3. Rc3 — a6, 4. a4 — Rc6, 5. d3 — g6, 6. Rge2 — Bg7, 7. 0—0 — Rge7, 8. f4 — 0—0, 9. Bd2 — d5, 10. Bb3 —- Rd4, 11. Rxd4 —Bxd4, 12. Kh1 — Bd7?, 13. exd5 — Bxc3, 14. Bxc3 —exd5, 15. Bf6 — Be6, 16. f5 — Bxf5, 17. Hxf5 — gxf5, 18. Dh5 — Dd6, 19. Dh6 og svart- ur gaf. Taflmennska svarts i þessari skák er að vísu afar slök, en með sigri sínum í þessu möti hafði Adolf Andersen skipað sér á bekk með fremstu skák- mönnum veraldar. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.