Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 7
Eftir Harold Schonberg Greinin er rituð áður en Fischer gaf síðustu yfirlýsingar sinar um þátttöku í næsta heimsmeistaraeinvígi. Bobby Fischer, heimsmeistari í skák, er orSinn að þjóðsögu i lifanda lífi — vandræðabarnið Bobby, hinn einóði, einmaninn, stórmeistarinn, Mozart skákarinnar. Þegar hann varð Bandarikja- meistari árið 1957, þá 14 ára að aldri, var hann nefndur Mozart skák- listarinnar. Þá var hann enn að vaxa, sigurvilji hans virtist óbilandi, og hæfileikinn til íþróttarinnar ótak- markaður. Hann var þungbúinn og tortrygginn, duttlungafullur ungling- ur, klæddist aldrei öðru en sport- skyrtum, vinnubuxum og striga- skóm, hann var alls ófróður um annað en skák og kærði sig um ekkert annað. Nú er hann orðinn 29 ára gamall, stór og stæðilegur mað- ur, sex fet og tveir þumlungar á hæð, vel vaxinn og herðabreiður. Hann klæðist jakkafötum, ef svo ber undir, að hálsbindi meðtöldu, og gengur jafnvel í blankskóm. Og hann hefur lagt sér til ýmsar almennar kurteisis- reglur. En hann er ennþá fremur illa að sér um flesta hluti aðra en skák, og kærir sig enn ekki um neitt nema skákina. Enn er hann duttlungafull- ur, lítt lesinn, vinafár (og vinalaus, að þvi er bezt verður séð, utan skák- heimsins), ræðir ekki einkamál sln, og iðkar skáklist sína af æðisgengn- um ákafa. Hann hefur lítt brugðið vaha sintini. Þar til fyrir skömmu voru tekjur hans ekki umtalsverðar. En þar á mun verða nokkur breyting á næst- unni. Sigurinn f heimsmeistara- keppninni færSi honum hartnær 160.000 $ (tæpl. 14Vj rriillj. isl. kr.) fáheyrð upphæð i skðkheimin- um, þar sem 5.000 (450 þús. kr.) dollara fyrstu verðlaun eru talin algert hámark umbunar. Og honum mun græðast miklu meira. Bobby hefur verið beðinn að ábekja alls kyns vörutegundir, semja bækur (honum hefur verið boðin 65.000 dollui (u.þ.b. 5.800.000 kr.) fyrir- framgreiðsla fyrir sjálfsævisögu sina), og rita skákþátt. sem birtur yrði (aragrúa blaða. Þó eru aðeins fáein ár síðan mögu- leikar Bobbys í heimsmeistarakeppni voru naumast metnir á dautt peð. Um og eftir fermingu var gengi hans með þvilikum eindæmum (hann varð Bandarikjameistari 14 ára og stór- meistari 15 ára, sá yngsti t sögunni), aS um tíma virtist svo sem hann kynni að vinna heimsmeistaratitilinn þegar í upphafi ferils síns. En honum mistókst tvisvar í upphafi og neitaði síSan aS taka þátt f keppninni um áskorandaréttinn um nokkurra ára skeiS. Á þeim árum hélt hann því fram, að Rússar hjálpuðust aS á mótum og Vesturlandamönnum væri ógerlegt aS vinna áskorandaréttinn. Að lyktum var útilokunarkerfinu breytt, og hann kom aftur til keppni. TAUGASTRfÐ Áhlaup hans aS heimsmeistara- titlinum hófst áriS 1971. Þá vann hann ð móti rétt til þátttöku i átta manna útilokunareinvigjum. f þess- um einvígjum sigraSi hann Mark Taimanov frá Sovétrikjunum og Bent Larsen frá Danmörku, báSa með 6 vinningum gegn engum, en slfkt var óheyrt ðður, og bar þvt næst sigurorð af Tigran Petrosjan frá Sovétríkjunum, fyrrum heims- meistara, meS 6'/j vinningi gegn 2 V2 og var þá komið að heimsmeistaran- um. Skáksniltingurinn frá Broooklyn komst á tindinn hinn 1. september 1972, þegar laus tveggja mánaða einvigi hans við sovézka meistarann Boris Spassky, og hafði þá unniS 7 skákir, tapað 3 en gert 11 jafntefli og vinningshlutfallið 1 2V2 gegn 8V2. En það takmark, sem Bobby hefur sett sér, er þó hærra en heims- meistaratignin. Hann vill um fram allt verða talinn mesti skákmaður, sem uppi hefur verið. Á hverju kvöldi snýst mikill hluti samræðna I hinum mörgu skákklúbbum New York borg- ar um Bobby, eðli hans og persónu og leitað er skýringa á því, hvernig hann hefur göfgað hneigðir sfnar svo til fullkomins og óskerts áhuga á gangi og fagurfræSi mannanna 32 á B0BBY FISCHER reitunum 64. Það er hans heimur og þar er hann konungur. A þvf sviði getur hann vakið lotningu manna með mætti sínum og yfirburðum. Og þar getur hann ráðið yfir hugum annarra. Bobby hefur sjálfur sagt, að t sínum augum séu mestu töfrar skákarinnar bundnir því andartaki, er það renni upp fyrir sér, að and- stæðingurinn sé lentur i skrúfstykki. Þetta kallar hann að brjóta and- stæðinginn niður. Flestir eru á einu máli um það, að Bobby seðji til- finningar sínar með þvt að brjóta andstæðinginn ð bak aftur. Um leið eflist hann sjðffur og treystist. Þvi skák er ekki einungis það að fylkja mönnum á borði með ákveðið takmark í huga. Hún er staðfesting og yfirlýsing persónuleikans. Skák- listin krefst tmyndunarafls og sköpunargðfu, hæfileikans til að sjá eða skynja möguleika, sem duldir eru einfaldari hugum. Stórmeistara ð meðal er hún einnig sálarstrið. Fyrir nokkrum ðrum reit dr. Ben Karpman grein ! „Psychoanalytic Review" um sálfræði skákarinnar og hafði þar langt mðl um sttl þýzka skðk- mannsins Emanuels Laskers, sem var heimsmeistari allar götur frá 1894—1921. Lasker var hinn mesti sálfræðingur skákborSsins, sem sög- ur fara af. Hann lék andstæSingnum ekki síður en mönnunum ð borðinu. Að þvl er dr. Karpman segir var „taugastríSiS" aðalatriðið skákar I augum Laskers, ... . . hann notarvtg- völl skákborðsins fyrst og. fremst til þess aS buga hug andstæSings sins og veit hvernig framkalla skal and- lega uppgjöf, — sem oftast verður ekki fyrr en a3 leiknum afleik — jafnvel áSur en þeim afleik hefur veriS leikiS. Hann vill heldur leika þeim leikjum, sem koma sér verst fyrir andstæSinginn, en þeim, sem eru beztir ! sjálfum sér. Skyndilega tekur Lasker aS tefla stórfenglega og sýnir nú mðtt sinn i fullu veldi. Taugarnar svíkja andstæSinginn, kjarkur hans bilar og skákin endar meS ósköpum." HINN SÍGILDI STfLL Skáksttll manna er misjafn. Sumir skákmenn, t.d. Larsen, eða sovézki heimsmeistarinn fyrrverandi, Mikhail Tal, eru áhættuspilarar, rómanttkerar, sem kjósa harkalegar irásir og æðislegar fórnir. Aðrir, t.d. Petrosjan, eru varfærnir og nærri þvt óframfærnir. Enn aðrir, svo sem heimsmeistarinn gamli, KúbumaS- urinn Capablanca, og Fischer og Spassky, tefla stgildan stil, hrein- lega, beinskeytta skák, þarsem sam- ræmi rikir og sérvizkulegir leikir eru fáttSir. Slfkir skákmenn leyfa ógjarnan mönnum á borS viS Tal aS velja bardagaaðferðina, heldur reyna þeir aS halda leiknum innan ein- faldra, skýrt hugsaSra marka. Sá skákmaSur, sem leyfSi Tal a8 gefa leikfléttuhæfileikum sínum lausan tauminn, mætti fara aS biSja fyrir sér. Bobby hefur sígildan skáksttl likt og Capablanca. Leikfléttur og fórnir kann hann á við hvern annan en hann flækir leikinn ekki frekar en bráSnauSsynlegt er. Þess í staS leitar hann stefs, sem hann leikur skök- in siSan miskunnarlaust skákina á enda. AS sjálfsögSu hefur hann til aS bera afburSa minni, jafnvel af stór- meistara aS vera. Snjallur skák- inaSur verSur að hafa á takteinum hundruð „kennslubókar" — byrjana. Á skákmótum nú á dögum eru fyrstu 10—12 leikirnir yfirleitt „upp úr bókinni" og þeim er leikið nokkurn veginn sjálfkrafa. Skákbyrjanir hafa verið rannsakaðar svo lengi og svo rækilega, að fæstar skákir hafa lengur neitt algerlega óvænt að geyma. Við og viS reynir skðkmaSur á andstæSingi stnum leik, sem al- gengur var fyrir hundraS ðrum, i þeirri von aS hann komi ð óvart. andstæSingurinn þekki ekki til hans. Þetta reyndi Larsen viS Fischer ! fyrstu einvlgisskðk þeirra um áskorandaréttinn, en komst aS þv! sér til sðrrar raunar, aS Bobby, sem aldrei gleymir neinu, sem hann lærir, þekkti byrjunina eins og handar- bakiS ð sér. En þetta var undan- tekning, þvt fæstir skðkmenn bregSa viSteknum vana i byrjunum. ÞYÐING BYRJANA Enginn skðkmaSur er svo snjall, aS hann þoli mistök i byrjun. Þetta veitist óvönum erfitt að skilja. Þeir kynnu aS benda ð þaS, að eftir fyrstu leikina verði möguleikarnir þaðan af nðnast óteljandi. En þeir vita ekki, að þótt möguleikarnir séu nánast óteljandi, eru flestir þeirra sannan- lega rangir. f byrjuninni er stef, og sð, sem lætur rökvfsi þess stefs lönd og leið, mun hljóta ill örlög. Þvt er það, að lélegur skðkmaður ð sér enga von gegn meistara. Skðk- meistarinn þekkir allar byrjanir og getur hagnýtt sér ómerkilegustu mistök andstæSingsins. Margar skðkir eru tefldar 30—40 leiki og annar skðkmannanna i tapstöðu allan þann tíma vegna mistaka, sem hann gerði ! byrjuninni. Þð kinka sérfræðingarnir kolli og segja sem svo: „Jð, jð, hann var búinn aS vera eftir ðttunda leik". Framhald á bls. 16 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.