Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 13
hljóðir. Menn heyröu, aö Nogueira grét ofurhljótt. Pedro Algorta leit á hann og spurði, hvers vegna hann væri að gráta„y,Af því að ég er svo nærri Guði," svaraði Nogueira. Daginn eftir dró af Nogueira. Hann fékk hita og varð hálfruglaður. Var öðru hvoru með óráði. Um nóttina sofnaði hann í órmum Pedro Algorta og var senn örend- ur. Dauði Nogueira var áfall fyrir þá alla. Með honum brast trú þeirra á það, að allir, sem lifðu snjóskriðuna af, kæmust lifandi í burtu. Nú varð undankoman enn nauð- synlegri en nokkru sinni áður og piltarnir urðu órólegir sakir þess, hve það dróst á langinn, að leiðangursmenn legðu af stað. En þeir urðu að hýrast í flakinu sakir storms og skafrennings. Inni í flakinu var ærið óþrifalegt. Þvagblettirnir sögðu til sín. Bein og fitutægjur lágu á víð og dreif um gólfið. Nýjar reglur voru settar. Hvorki bein né fitu mátti bera inn. En það dugði ekki til. Til beggja enda var snjórinn óhreinn og það var kuldanum að þakka, að óþefurinn var þó ekki verri en hann var. Á nóttunni lágu þeir svo þétt saman, að ef einn hreyf ði sig urðu allir hinir að fara að dæmi hans, og þunnu ábreiðurnar tolldu illa yfir þeim. Þeir þjáðust sí og æ af ótta við að önnur snjóskriða félli yfir þá. Aður en þeir f óru að sof a, voru þeir vanir að tala saman um rugby, sem flestir þeirra höfðu leikið, eða þá landbúnað, sem meiri- hluti þeirra var í nánum tengslum við. En einhvern veginn var það nú svo, að þeir enduðu samræðurnar með því að tala um mat. Javier Methol var matarsérfræðingurinn. Hann hafði lifað lengst og etið mest, og þegar þeir fóru að telja upp veitingahúsin í Montevideo, þá var hann langfróðastur. Það var annars fátt, sem þeir gátu talað um, að slepptum f jölskyldúmálum. Margir höf ðu þó áhuga á stjórnmálum í Uruguay, en þeir hikuðu við að ræða þau, þar eð slíkt gat vakið sundrung meðal þeirra. Þeir f orðuðust að tala um kynferðismál og allt, sem gat leyst lostafullar hugsanir úr læðingi. Það var fráleitt að styggja Guð. Dauðinn virtist á næsta leiti. Þess konar mál voru hégómi einn. Syndina bar að f orðast. Ekkert var til að lesa nema tvær gamansögur. Enginn spilaði, tók lagið eða sagði sögur. En smáglettur höfðu menn í frammi um gyllinæðina hans Fito Strauch, sem hann þjáðist af. Það kom fyrir, að þeir gerðu að gamni sfnu í sambandi við kjötátið. „Þegar ég fer til slátrarans í Montevideo ætla ég að biðja hann um að lofa mér að smakka fyrst á kjötinu." Leiðangursmennirnir fjórir ákváðu að leggja upp 15. nóvember. Eftir þvf sem dagurinn færðist nær lifnaði yfir mönnum. Hvað eftir annað var rætt um, hver yrði fyrstur til að síma til foreldra sinna. Leiðangursmennirnir sjálfir leiddu hugann mest að vandamálunum sem þeir urðu að horfast í augu við, einkum hvernig þeir gætu varizt kuldanum. Hver þeirra var í þrennum buxum, skyrtubol, tveim peysum og yfir- frakka. Þeir höfðu þrenn ágæt sólgleraugu hver. Canessa bjó til bakpoka úr buxum og Vizintin vettlinga úr ábreið- um. Þeir höfðu reynslu af því frá fyrri leiðöngrum að eitt hið erfiðasta væri að verja fæturna fyrir kuldanum. Þeir voru í rugbystígvélum, og Vizintin hafði tekið sterka skó, sem Roy Harley átti, og var tregur til að láta af hendi. Þeirri hugmynd skaut upp, að þeir ættu að verja fætur sína enn betur með því að búa sér til sokka af dauðra manna húðum. Það eina, sem angraði þá, þegar burtfarartfminn nálg- aðist, var að einhver steig ofan á fótinn á Numa Turcatti og við athugun á sári hans kom I ljós, að spilling var að færast I það. Turcatti gerði lítið úr þessu og til að byrja með létu menn sér ekki bregða. Hugsunin snerist um leiðangurinn. Þeir vissu af dánarorðum flugstjórans, að Chile var I vestri. Þeir vissu það llka að öll vötn falla til sjávar. Áttaviti flugvélarinnar, sem var óskemmdur, sýndi, að dalurinn, sem þeir voru staddir I, vissi móti austri. Eftir langa umhugsun komust þeir að þeirri niður- stöðu, að dalurinn lægi I sveig um f jöllin I norðaustri og slðan I vestur. Sannfærðir um þetta ákváðu leiðangurs- mennirnir að leggja af stað niður dalinn, jafnvel þó að úrleiðis væri frá Chile. Til að komast til vesturs urðu þeir að halda I austur ... Piltarnir vöknuðu í býtið 15. nóvember. Það var nokkur snjókoma. Þeir lögðu af stað klukkan sjö. Snjókoman jókst. Þeir sneru við ogi voru komnir heim eftir þrjár klukkustundir. Næstu tvo daga var vonzkuveður. Numa Turcatti versn- aði sl og æ I fætinum. Hann var með tvær Igerðir, hvor á stærð við hænuegg, og Canessa skar I þær báðar. Það var mjög sársaukafullt fyrir Turcatti að ganga, en samt var það nú svo, að þegar Canessa sagði honum að hann væri ekki maður til að fara I leiðangurinn, brást hann illa við. Hann hélt þvl fram, að hann væri heill, en öllum var þeim ljóst, að hann mundi halda aftur af þeim og að hann yrði að sætta sig við að beygja sig fyrir meirihlutanum. Föstudagsmorguninn 17. nóvember, eftir að hafa verið fimm vikur í fjöllunum, vöknuðu þeir við það að himinn- inn var orðinn heiður og tær. Nú gat ekkert hindrað leiðangursmennina. Hinir flykktust út úr vélinni til að sjá þá leggja af stað, og þegar Parrado, Canessa og Vizintin voru horfnir sjónum þeirra, fóru þeir að veðja um, hvenær þeir mundu komast I samband við umheim- inn... Roberto Canessa stjórnaði leiðangrinum. Hann dró tösku I sleðastað. I henni voru fernir sokkar fullir af kjöti, vatnsflaska og sessur, sem þeir ætluðu að nota sem þrúgur, þegar sólin færi að bræða harða snjóskelina. Næstur Canessa gekk Antonio Vizintin, hlaðinn eins og burðarklár, með brekán og ábreiður, sem frú Parrado hafði átt, og Nando Parrado kom á hæla honum. Þeim skilaði vel áfram í norðurátt. Þeir gengu undan brekkunni og stígvélin þeirra mörkuðu spor I frosinn snjóinn. Afram hpldu þeir, og Canessa I fararbroddi. Eftir tveggja stunda göngu heyrðu þeir Parrado og Vinzintin hann hrópa. Hann hafði numið staðar á hæðartoppi, og þegar þeir voru rétt komnir til hans, mælti hann: „Ég get sagt ykkur dálítið merkilegt." „Hvað er það?" spurði Parrado. „Stélið." Parrado og Vizintin náðu toppnum von bráðar og skammt þaðan sáu þeir stél vélarinnar. Það, sem fyrst vakti áhuga þeirra, voru töskurnar, sem lágu hingað og þangað í kringum það. Þeir hlupu fram og aftur, opnuðu þær og leituðu I þeim. Þarna voru margir dýrgripir fyrir þá: buxur, treyjur, sokkar. Einnig fundu þeir súkkulcWiöskjur. Þeir vörpuðu frá sér rökum fötunum, sem þeir voru I og fóru I hlýjustu fötin, sem þeir fundu. Canessa og Parrado f óru úr sokkunum sem gerðir voru af mannshúð. Þarna var nóg af góðum ullarsokkum, og hver þeirra f ékk sér þrjú pör. Næst gengu þeir inn I stélið sjálft og fundu I eldhúsinu sykurpakka og þrjár brauðkollur. Þær átu þeir samstund- is. Að baki eldhúsinu var stór, dimm farangursgeymsla, sem I voru margar töskur. I einni fundu þeir romm- flösku, og I mörgum öðrum var mikið af sígarettum. Þeir leituðu að rafhlöðum, sem Carlos Roque, vélfræðingur- inn, hafði sagt þeim frá og fundu þær I smálúgu utan á vélinni. Þeir fundu kókakólagrindur og skemmtisögur. Nú kveiktu þeir upp eld, suðu og átu kjötið, sem þeir hófðu tekið með sér. Að lokinni máltíð fengu þeir sér f ulla skeið af sykri og dreyptu á romminu. Allir þrír sváfu þeir I stélinu yfir nóttina, og morgun- inn eftir gengu þeir til norðausturs niður dalinn. Þeir komu auga á risafjall til vinstri og töldu, að það kynni að taka þrjá daga að ganga umhverfis það, þangað sem dalurinn sveigði til vesturs. Þegar klukkan nálgaðist ellefu, fór að verða mjög heitt. Þeir höfðu sólina I bakið og snjóbirtan varð mikil. Miðdegis komu þeir að klettarana. Þar rann smálækur. Þeir ákváðu að nema þar staðar og leita forsælu. Þeir tóku til matar og störðu á himinhátt fjallið fyrir framan sig. Stærð þess ögraði öllum útreikningum um fjarlægð þess þaðan sem þeir voru staddir. Um leið og ljósið breyttist virtist það fjarlægjast, og hinn fjarlægi skuggi þar sem dalurinn kynni að sveigja til vesturs enn fjar- lægari. Þeir voru þreyttir og sólin heit, en þegar hún gekk undir bak við fjöllin I vestri fór hitinn niður I frostmark og ljósið tók að dofna. Þeir ákváðu að dvelja þar sem þeir voru staddir. Nóttin var fögur, og llðan þeirra I bezta lagi hefði kuldinn ekki komið til, þvl að eftir því sem lengra leið á nótt jókst frostið að sjálfsögðu og þeir fóru að skjálfa. Canessa og Parrado voru báðir vakandi, þegar sólin kom upp. „Það er vonlaust," sagði Canessa. „Við munum ekki lif a af aðra nótt sem þessa." Parrado reis á fætur og leit í norðausturátt. „Við verðum að halda áfram," sagði hann. „Þeir treysta á okkur." „Við verðum þeim til lítils gagns með því að liggja dauðir í snjónum." „Ég held áfram." „Sjáðu", sagði Canessa og benti í átt til fjallanna. „Það er ekkert skarð. Dalurinn liggur ekki til vesturs. Við erum á leið lengra inn í Andesf jöllin." Parrado leit aftur til norðausturs og datt ekkert í hug til að hughreysta hann. „Hvað leggur þú til að við gerum?" „Hverfa aftur til stélsins." Þremenningarnir sneru þá til baka. Það var miklu erfiðara að ganga upp úr dalnum en komast niður i hann, en þeir komust á áfangastað snemma kvölds og lögðust til hvfldar í farangursgeymslunni. Hún var harla þægilegur bústaður, skýldi þeim fyrir sólinni á daginn og varði þá kuldanum á nóttinni. Þægindin freistuðu og dvöldu þeir þarna í tvo daga. Kjarkur piltanna, sem eftir voru, jókst við fjarveru leiðangursmanna. Þeim létti við tilhugsunina um að reynt væri að bjarga þeim. Numa Turcatti varð hræðilega vonsvikinn yfir því, að hann var ekki valinn í leiðangurinn, en hann sneri gremju sinni meira að sjálfum sér en öðrum. Hann fyrirleit veikleika sinn. Þar sem honum var ekki treyst til fararinnar, var kjötskammtur hans ekki stærri en annarra og samt vildi hann ekki Ijúka við hann. Og kraftar hans þurru. öfugt var þessu farið með Rafael Echaverren. Hann var hress I anda, en líkamleg hnignum hans duldist ekki. Fótur hans var orðinn svartur og gulur af drepi og grefti og þar eð hann gat ekki framar dregið sig út úr flakinu, andaði hann aðeins að sér daunillu lofti, sem verkaði illa á lungu hans. Eina nóttina var hann með óráði. „Hver vill koma með mér I búðina til að kaupa brauð og kókakóla?" Skömmu síðar hrópaði hann: „Pabbi, pabbi, komdu ínn! Við erum hérna." Paez gekk til hans og sagði: „Þú getur sagt það sem þér sýnist seinna, en nú skaltu biðja með mér. Heil vert þú María, f ull náðar, Drottinn er með þér." Opin, starandi augu Echavarrens beindust að Paez og hálfstamandi endurtók hann orðin. Þá stu'ttu stund, sem það tók þá að lesa Maríubænina og Faðirvor, virtist hugsun hans skýr, en að henni lokinni sló út I fyrir honum. Óráðið hvarf. Þeir heyrðu aðeins hryglukenndan andardrátt hans. Sem snöggvast lifnaði hann við og þagnaði síðan. Zerbino og Paez hlupu til og þrýstu á brjóst hans til að reyna að lífga hann við. Paez hélt' tilraunum áfram I hálftíma, en brátt var þeim öllum ljóst, að Raf ael Echavarren var örendur. Dauði Echavarrens lagðist þungt á þá. Hann minnti þá á, að þeir kynnu einnig að fara sömu leiðina. Fito Strauch, sem leið af gyllinæð á háu stigi, varð kvíðaf ullur og einangraði sig meira en áður. Það sem hressti hann þó um morguninn eftir var hugsunin um, að á þessari stundu kynnu leiðangursmennirnir að hafa náð I hjálp, og að áður en næsti dagur væri á enda mundi hann heyra og sjá þyrlur, sem komnar væru til björgunar. Allt, sem hann heyrði rétt fyrir kvöldið voru hróp félaga hans, er þeir höfðu komið auga á leiðangurs- mennina þrjá. Canessa gekk á undan, en Parrado og Vizintin skammt á eftir honum. Þegar hann nálgaðist, heyrðu þeir hann hrópa: „Hæ, strákar, við erum búnir að finna stélið ... allar töskurnar ... fötin ... slgaretturn- ar." Og þegar hann kom að flakinu, söfnuðust þeir I kringum hann til að hlusta á hvers þeir hefðu orðið vísari. „Við hefðum ekki átt að f ara þessa leið," sagði Canessa. „Dalurinn beygir ekki — hann liggur til austurs. En við höfum fundið stélið og rafhlöðurnar. Allt sem við þurf um að gera er að koma útsendingunni I lag. Svipbrigðin á andlitum þeirra duldust ekki. Það fór líf um hópinn. Þeir grétu og föðmuðust og fóru síðan að tína upp buxur, treyjur og sokka___ Nú var afmælisdagur Bobby Francois, sem var 21 árs. Af félögum sínum fékk hann að gjöf fullan pakka af sígarettum. Canessa og Paez sneru sér strax að því að losa útvarpstækið frá þilspjaldinu, sem sat fast I brjósti flugstjórans. Heyrnartólin og mlkrófónarnir voru tengd við svartan málmkassa af ritvélarstærð, sem auðvelt var að ná með því að losa nokkrar skrúfur. Samt sem áður gerðu þeir sér grein fyrir því, að skrúfuna vantaði og hann gat því ekki verið nema hluti af útvarpinu. Út úr lionum stóðu 67 vlrar, sem þeir töldu að tengdir hefðu verið við partinn, sem vantaði. Flakið var fullt af tækjum, svo að það var ekki auðvelt að greina hvað kynni að vera partur af útvarpinu og hvað ekki, en bak við plastþil á veggnum á farangurs- geumslunni, fundu þeir sendinn. Það var miklu erfiðara að komast að honum, einkum vegna þess, að þeir höfðu Sjá nœstu síðu stu I Æ ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.