Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 14
FJALLA- FÓLK Þrjátíu og þrjár munu þær vera kynslóðirnar, sem gengið hafa um garða hér í Reykjavík, síðan Ing- ólfur byggði bæ sinn forð- um. Margt er það stríð og basl, sem hér hefur verið háð, mörg sú sorg og gleði, sem hér hefur verið lifuð, en manneðlið mun vera samt við sig, frá því, að nokkur hundruð bjuggu hér í Kvosínni og kota- hverfunum umhverfis, þar til nú, er tugir þúsunda búa í því steinsteypu- flæmi, sem flætt hefur yfir holt og móa, sem eitt sinn þóttu langt uppi í sveit. Margt er þó það, sem ekki hefur látið bifazt í því mannabrölti, sem hér kræhíh&r hefur smám saman breytt landslaginu. Enn stendur óhaggað það fjallafólk, sem með upphafinni og ei- lífri fjallaró sinni hefur horft á það svellandi mannlíf, sem hér hefur runnið sitt skeið og sífellt heldur áfram og vonandi um aldur og ævi. Fyrst skal af fólki þessu frægan telja konunginn í vestri, sjálfan Snæfells- jökul. Ekki er hann gjarn á að sýna ásjónu sína og hjúpar sig oftast skýjafeldi eða regnslæðum. En ótetj- andi eru þó þau skipti á þessum ellefu hundruð árum, sFðan Ingólfur byggði, sem hann hefur „brugðið stórum svip yfir dálítið hverfi", hvort sem horft var á hann úr fátæk- legum torfbæ í Vestur- bænum eða nú úr lítilli blokkaríbúð í Breiðholti. í suðri má oft líta sprengmontinn pilt, sem stundum tyllir sér heldur betur á tá i tibrá, sléttur og snurfusaður og öllu fisi firrtur, að minnsta kosti úr fjarlægð að sjá. Heitir sá Keilir. I austri er annar herra- maður, mikillar persónu- gerðar, sem oft brosir til okkar í björtum fannafeldi yfir svíplítil hæðadrög. Á sumrin bregða kátir skýja- skuggar á leik í marg- breytilegum sumarbúningi hans, ofnum úr bláu, bleiku og grænu. Þetta er Hengillinn hýri. Síðast en ekki sízt skal hér telja móðurina öldnu, Esju, sem í þessi ellefu hundruð ár hefur horft hvössum klettasjónum á allt það bis og basl, sem hér hefur fram farið. Sú er nú misfríð, en alltaf mynd- arleg, hvort sem hún dregur úfna, gráa þoku- húfu niður undir augu eða skautar brosandi snæhvít- um faldi ! björtu vetrar- veðri ellegar dimmbláir skuggar setjast í hlíðar- vanga hennar, þegar hlýir ágústdagar mæla við hana anganmál. Og alltaf heldur hún í handarkrika sínum son- unum síungu og feimnis- rjóðu, Móskarðshnjúkum, sem sífellt virðist langa eitthvað langt út í heim . . . Anna Marfa Þórisdóttir. I fjöllum dauðans ekkert Ijós til að vinna við. Þeir höfðu ekki önnur verkfæri en skrúfjárn, hnff og smátöng, en með þeim náðu þeir honum eftir nokkra daga. Canessa var mestur áhugamaður í þessu efni. Honum fannst heimskulegt að hætta lífi sfnu í fjöllunum, ef þess væri nokkur kostur að ná sambandi við umheiminn með öðru móti. Pedro Algorta var vantrúaður, en vildi ekki draga úr vonum þeirra, sem bjartsýnastir voru. Roy Harley, sem talinn var kunna bezt skil á útvarpstæki, var efagjarnastur af þeim öllum. Honum var kunnugt um þekkingarskort sinn og hélt því fram hvað eftir annað, að hann væri enginn maður til að rífa í sundur útvarp og setja það saman. Hinir piltarnir gerðu sér grein fyrir þvf, að vantraust hans átti að nokkru orsök i andlegu og llkamlegu ástandi hans. Svipurinn leyndi ekki eymd hans og örvæntingu. Líkami hans, sem eitt sinn hafði verið sterkur og stæltur, minntist á visinn indverskan fakír. Leiðangursmennirnir og frændurnir báðu hann því að æfa sig fyrir ferðalagið til stélsins með því að ganga kringum flakið, en hann skorti krafta til þess. Þvf meira sem þeir lögðu að honum, því fráleitari fannst honum það. Hann grét, sór og sárt við lagði, að hann vissi ekkert meira um útvarpstæki en þeir. En það var samt sem áður erfitt að standa gegn vilja þeirra og hann varð fyrir þrýstingi úr annarri átt. „Þú verður að fara," sagði Bobby Fischer við hann, „af því að tækið er okkar eina von. Ef við eigum að sleppa héðan verða menn eins og Coche, Moncho, Alvaro, þú og ég að fara, og þá er öllu borgið." Harley lét undan og gekk að því að fara. Klukkan átta morgunínn eftir söfnuðust nokkrir menn saman búnir til ferðalags. Fyrst kom Vizintin, eins og klyfjahestur að vanda; þá Harley, með hendur f vösum; og Ioks Canessa og Parrado, með stafi og bakpoka, eins og tveir vetrar- íþróttamenn. Þeir lögðu af stað niður fjallið og þeir þrettán, sem eftir voru, urðu glaðir við að sjá þá fara. Svefn þeirra varð betri, þegar hinir voru fjarverandi. En það, sem mestu skipti, var, að nii fór þá aftur að dreyma um björgun. Samt sem áður voru þeir ekki í aðstöðu til að leggja hendur í skaut og bíða þess að draumar þeirra rættust. Því að í fyrsta skipti síðan þeir tóku ákvörðun um að eta kjöt hinna dauðu, kom skortur á því í ljós. Vandamálið var ekki í því fólgið að ekki væru þarna nógu margir llkamar, en þeir gátu ekki fundið þá. Þeir, sem höfðú farizt I slysinu og bornir höfðu verið út úr flakinu, lágu grafnir djúpt í snjónum af völdum skriðunnar. Þeir fóru þvf að leita að líkum. Carlitos Paez og Pedro Algorta hófust handa um verkið og hinir komu til liðs við þá. Menn bjuggust við að eitt væri einhvers staðar nálægt útganginum, og Algorta gróf þar dögum saman af stakri nákvæmni. Það var erfitt verk af því að snjórinn var harður og Algorta var máttlftill, eins og allir hinir, svo að það minnti mest á gullfund, þegar álplatan, sem þeir notuðu sem skóflu, mokaði ofan af klæðisplaggi sem líktist skyrtu. Hann jók gröftinn og fann fætur og sá brátt að táneglurnar voru rauðlakkaðar. I staðinn ffcrir að finna lík einhvers piltsins, höfðu þeir fundið Liliana Methol og til þess að sýna tilfinningum Javiers virðingu, kom þeim saman um að eta hana ekki.... Eftir þvf sem matarbirgðirnar minnkuðu fóru þeir að eta ýmislegt, sem þeir höfðu áður sneitt hjá, eins og hendur og f ætur eða allt, sem var ætilegt á þeim. Þegar síðustu kjöttætlurnar höfðu verið vandlega skafnar af beinunum, brutu þeir þau. Og til að ná í merginn beittu þeir ýmist vír eða hníf. Þeir átu líka blöðkekkina, sem myndazt höfðu við hjörtun. Bragð þeirra og samsetningur var annar en kjötsíns og fitunnar, og er hér var komið var þetta aðalfæða þeirra. Það var ekki það eitt, að skilningarvit þeirra krefðust mismunandi smekks, lfkamar þeirra heimtuðu efni, sem þeir höfðu svo lengi verið án — einkum salts. Og það var af hlýðni við þessar kröf ur, að þeir, sem voru ekki sérlega vandfýsnir, fóru að eta bita, sem teknir voru að rotna. Rotnað kjöt var lfkast osti á bragðið___ Vizintin, Harley, Canessa og Parrado voru ekki nema hálfa aðra klukkustund á leiðinni. Það, sem eftir var dags, hvíldu þeir sig og athuguðu töskurnar, sem komu í ljós í snjónum, sem tekinn var að bráðna. Morguninn eftir sneru þeir Canessa og Harley sér að útvarpinu. Þetta var seinlegt, Iátlaust starf, og á þriðja degi var það greinilegt að þeir höfðu ekki nægilegt kjöt meðferðis svo að entist þeim þann tlma sem vinnan heimtaði. Því héldu þeir Parrado og Vizintin aftur til flaksins, en Canessa og Harley héldu áfram starfi sínu. Piltarnir í flakinu höfðu ekki búizt við þeim og höfðu ekkert kjöt tiltækt. Þeir voru líka alltof máttlitlir til að grafa eftir líkum. Parrado og Vizintin urðu þvf að grafa sjálfir. Þeir fundu líkama, sem Strauchfrændurnir skáru af og tróðu ofan í rugbysokka. Þeir héldu kyrru fyrir í tvær nætur og fóru þá til félaga sinna. Þeir komust að raun um, að Canessa og Harley höfðu tengt saman rafhlöður og útvarp eins og nauðsyn krafði og útvarp og loftnet, en enn gátu þeir ekki greint nein hljóð f heyrnartækjunum. Þeir hugsuðu, að ef til vill væri loftnetið gallað, svo að þeir náðu í strengi úr rafmagns- kerfi vélarinnar og tengdu þá saman og bjuggu til loftnet, sem var yfir 60 fet á lengd. Þegar þeir tengdu það útvarpssendinum, sem þeir höfðu haft með sér, tókst þeim að ná í margar útvarpsstöðvar f Chile, Argentínu og Uruguay. En er þeir settu það í samband við útvarp vélarinnar heyrðist ekki neitt. Þeir tengdu sendirinn við á nýjan leik, heyrðu létta músík og héldu vinnu sinni áfram. Skömmu síðar heyrðu þeir fréttatilkynningu, þar sem sagt var frá því, að leitin að þeim yrði hafin að nýju af flugfélagi í Uruguay. Fréttin vakti mismunandi kenndir hjá þeim. Harley réð sér ekki fyrir fögnuði. Canessa varð hýrari á svipinn. Á Vizintin verkaði fréttin lítið. En það var eins og Parrado hefði orðið fyrir vonbrigðum. „Verið þið nú ekki of bjartsýnir," sagði hann f aðvörunartón. „Þó að þeir séu farnír að leita aftur, er engan veginn víst, að þeir finni okkur." Er hér var komið, voru þeir næstum vonlausir um. útvarpið, þó að Canessa væri enn að dunda við það og talaði um að snúa aftur til vélarinnar. Parrado og Vizintin höfðu á hinn bóginn verið að hugsa um næsta leiðangur, þvf að það hafði verið ákveðið, að ef útvarps- málið mistækist, þá skyldu leiðangursmennirnir leggja upp á fjöllin, þar eð þeir voru í engum efa um það, að Chile var í vestri. Aður en þeir yfirgáfu stélið, birgðu þeir sig upp af sígarettum, og Roy Harley, sem var orðinn sár og hund- leiður eftir margra daga árangurslaust starf við tækið, lét reiði sfna í ljós með þvf að gefa því vænt spark og splundraði því. Allt hafði verið unnið fyrir gýg. Það var ekki rétt af honum að vera að sóa orku sinni. Um það bil míla var að flakinu og hallinn 45 gráður. Til að byrja með var gangan ekki svo erf ið, af því að snjórinn var harður. Siðar, þegar hann varð mýkri, þá heimtaði hún krafta, sem vesalings Harley hafði ekki til að bera. Þó áð þeir hvíldu sig eftir hver 30 skref, dróst hann fljótt aftur úr, en Parrado beið eftir honum — og hvatti hann til að halda áfram. Harry reyndi hvað hann gat, en féll niður á snjóinn uppgefinn og örvæntingarfullur. Hann bað um að vera skilinn eftir til að deyja, en Parrado vildi ekki yfirgefa hann. Hann hafði um hann verstu orð og ögraði honum til að herða hann upp. Allt var þetta í nösunum, en það hafði sfn áhrif. Þeir knúðu Harley áfram um stund, unz þeir komu á stað, þar sem hvorki dugðu móðganir né illyrði. Og þvf næst, er þeir komu að snarbrattri fönn, lagði Harley ekki í hana og engin ráð dugðu. Perrado sem var rammur að afli, þreif hann þá og bar hann upp að flakinu. Þeir komust þangað fyrir kvöldið. Heimamenn höfðu allir skriðið inn og tóku leiðangursmönnunum þurrlega. Kuldaleg móttakan snerti Canessa þó minna en hitt, hve útlit þeirra var slæmt. Hann leit líka nýjum augum viðbjóðinn i rökum snjónum, sem þakinn var sundurtætt- um líkum og höf uðkiípum .... ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.