Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 3
LJUFT ERAD LÁTA SIG DREYMA Sauna uppþvottavél sótarströnd Kl. 6 vakna— klæða sig og strákinn borða — fara með strákinn kvefaðan og volandi Kl. 8 standa við færibandið 8 tíma hlaupa af stað kaupa mat sækja strákinn bjarga víxlinum fá einhvern til að laga Ijósakrónuna laga matinn — borða hátta strákinn Oh ef hann vildi nú bara . . . já — hann sofnar eins og rotaður — útkeyrður setjast fyrir f raman skerminn góna og láta sig dreyma Sauna uppþvottavél sólarströnd Næsta dag sá hún konuna'á efri hæðinni i þann veginn að henda sér út um gluggan hún hefði viljað hún hefði .... kl. 6 og kl. 8 og kl. 9 og kl. . . Víxillinn — Ijósakrónan — sjónvarpið ¦ og ef það ekki bjargast ég dey bara Nína Björk Árnadóttir VORMORGUNN Þá ég hafði sest niður einn vormorgunn og vildi hlusta sem best á fuglinn sem syngur í brjósti minu f laug króknef ur stór að mér með væng sinum sló hann eyra mitt og hann söng sinn öskursöng Ég syng um blóðið sem skriður i grasinu bráðum hitnar það og sprengir jörðina TpTT^T þetta er hið vonsvikna ' illræmda blóð hóhó viltu gleyma því hóhó viltu gleyma þvi mmff skrifað um nokkuð kvæði eftir mig. Nafnið mitt stóð stórum stöf- um I blaðinu, og þar voru tilfærð nokkur erindi úr kvæðunum. Þar með þótti þeim ég hafa sannað mál mitt um að ég væri skáld, gerðu honör og báðu mig afsökun- ar á öllu saman. Lfklega hefði ég verið settur inn, að minnsta kosti, hefðu þeir ekki rekið augun f þetta blað, og ég blessaði Hagalfn hátt og í hljóði á eftir. Framlengingu á dvalarleyfinu fékk ég þrátt fyrir allt. Ég fór til Sviss, talaði þar við þýzka konsúl- inn í Basel, sem brást hinn versti við. Þá dró ég upp meðmælabréf- ið frá SigfúsiBlöndahl, og við það blíðkaðist hann allur og erindið var auðsótt. En þegar ég kom aft- ur til Berlínar voru vinir mfnir flúnir þaðan, og eftir nokkurra daga dvöl einn og yfirgefinn í Berlfn hélt ég af stað til Kaup- mannahafnar. Þar gerðist atburð- ur, sem hafði afdrifarfkar afleið- ingar fyrir kommúnistaferil minn. Ég fór og heimsótti sam- band danskra ungkommúnista, þar var mér tekið vel og ég spurð- ur, hvort ég væri til f að fara með hóp þýzkra barna af hungur- svæðum til Rússlands. Ég gerði mér strax ljóst, a: eitthyað hlaut að vera bogið við þessa flutninga, úr því að þýzkir kómmúnistar gátu ekki annazt þá og vildu fá til þess mann frá íslandi. Hins vegar hafði ég vit á að samþykkja allt og kvaðst mundu koma aftur á til- settum tíma, en af skrifstofunni fór ég rakleiðis niður að Gullfossi og með honum heim. Sfðar frétti ég, að Munk Petersen yngri, son- úr Munk Petersens prófessors hefði verið kallaður til Rússlands um svipað leyti undir einhverju yfirskini, en til hans hefur aldrei spurzt sfðan. HÉLDU AÐ HUNDARNIR VÆRU ORÐNIR MATADORAR — Og var þar með bundinn endir á vinstri mennsku þfna? — Nei, en ég varð aldrei kommi eftir það. Hins vegar starfaði ég fyrir Alþýðuflokkinn talsvert eft- ir þetta, skrifaði í Alþýðublaðið m.a. um þingmál og menningar- mál, og eitt sinn komst ég svo langt að fara i framboð. Það var í Vestur-Húnavatnssýslu, og ég hef grun um, að blessaðir bændurnir hafi lítið botnað f fagnaðarerind- inu, sem ég var að flytja þeim. Á einum framboðsfundi, langt úti í sveit, hitti ég unga, laglega stúlku og spurði hana kumpánlega, hvort hún hefði áhuga á stjórn- málum. Hún kvað svo vera. Mót- frambjóðendur mínir strfddu mér á því, að þarna hefði ég sennilega krækt mér í atkvæði, og kannski hafa þeir haft rétt fyrir sér, þvf að ég fékk nákvæmlega eitt atkvæði í þessum hreppi. Alls fékk ég 21 atkvæði og langflest á Hvamms- tanga. Arngrfmur Kristjánsson skólastjóri var þarna í framboði við næstu kosningar á eftir. Við urðum sfðar borðfélagar á Hótel Borg, og eitt sinn spurði ég hann, hvað hann hefði fengið mörg at- kvæði. „Tuttugu" svaraði hann. Þá sagði ég alveg stórhneykslað- ur: „Hvers konar frammistaða er þetta?" „Hvað fékkst þú mörg?" spurði Arngrfmur. „Ég fékk 21 atkvæði," sagði ég með mikilli áherzlu. um, þótt ég hafi aldrei verið nein alæta þar. Árni vinur minn Páls- son var hins vegar alltaf sann- færður og eitilharður fhaldsmað- ur. Mér er hann minnisstæður á einum fundi hjá flokknum. Menn voru að fárast yfir tapi, sem flokkurinn hafði orðið fyrir, og voru ekki á eitt sáttir, hvað hefði valdið, því að þeir hefðu talið sig ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.