Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 5
LJÖÐ EFIR KARL H. BOLAY Jöhann Hjölmarsson þýddi TAKIÐ OFAN HATTIll Myndskreyting: Alfreð Flóki. SONUR MINN Fiskaugum horfir sonur minn gegnum mig hef ég barið hann of lítið eða of mikið? nú er það um seinan VÍNARBORG 1946 Við Hungerbrunn fjórða hverfi á rússneska svæðinu var ivanovitsj ofursti staðsettur ferill hans: — lagði stund á málarlist I París tónlist f Salzburg fer í óperuna tvisvar f mánuði þykir gott að drekka vfn ársins I Grinzing FERÐ TIL BETRA LANDS Pér eruð á leið til betra lands takið ofan hattinn og verið vingjarnlegir þvf að: stundum eruð þér með falskt vegabréf án þess að yður sé það Ijóst þess vegna: takið ofan hattinn og verið vingjarnlegir það er aldrei að vita BRÓÐIR MINN Hann kallaði mig bróður og félaga sfðan hlekkjaði hann mig og fleygði lyklinum f sjóinn þar sem margir lyklar verða ryði að bráð HVER HEFUR EITRAÐ ÞOKUNA? Þegar þokan smýgur milli húsasundanna hóstar nágranninn og ömmu verður þungt um andardrátt augu mfn tárast hver hefur eitrað þokuna yfir London Ruhr og Leunawerken NEW YORK í göturæsinu á Broadway liggur maður enginn stansar — time is money — svertingi veitir honum nábjargirnar svo kemur lögreglan — hægrivilla borgaraleg úrkynjun fararskipun hljóðar: — fluttur til irkutsk annan aprfl of seint ivanovitsj ofursti verður um kyrrt f Vfnarborg með skammbyssuna við gagnaugað og árangurslaust bfður Tatjana f Kfev þennan knappa, en minnisstæða fyrirlestur hans. Ég sagði stfl- hreina Það var þá. Súlurnar voru sunnanmegin á bankanum og inngangurinn frá Austur- stræti, beint á móti Haraldarbúð. Þá var líka einhver þokki (nú myndu tungumálakunnáttumenn- irnir, — þessir sem Sjónvarpið auglýsir eftir sem dagskrár- gerðarmönnum, — líklega tala um sjarma) bundinn þessari steingerðu stofnun. A þessum árum var hinn síglaði og vinsæli KR-ingur, Kristján Gestsson, verzlunarstjóri hjá Haraldarbúð og stjórnandi í Herradeildinni. Það var peningaloftbraut í öllum deildum verzlunarinnar. Hér á Is- landi voru peningarnir brautryðj- endur í flugmálum, ef frá eru taldir fuglar loftsins. Þeir svifu með ógnarhraða frá afgreiðslu- mönnum Haraldarbúðar í upp- hæðir kontóranna. Það var þotu- flug þeirra tíma. Nú er Haraldarbúð öll, en Reyk- vikingar, miðaldra og þaðan af eldri muna þá ágætu verzlun. Þar stigu P&Ó fyrstu sporin og hafa tekið upp merkið í nýjum húsa- kynnum, og svo eru nýir Herra- menn í gömlu húsakynnunum, Sveinbjörn, sem áður afgreiddi þarna, kominn í Fatabúðina. Sig- urður Halldórsson í Heildverzlun Haraldar og Jóna, sem var i Skemmunni selur miða Leikfé- lagsins í Iðnð. Það gengur á ýmsu í viðskiptaheiminum. Kreppa og góðæri skiptast á, og sitt sýnist hverjum. Vandratað meðalhófið. „Það er ómögulegt að gera bisness í þessu helv. . . . góðæri", sagði Sigurður Berndsen eitt sinn á veltiárunum. Haukur hafði rótgróna vantrú á krónunni og lét ekkert tækifæri ónotað til þess að skipta krónum, er honum áskotnuðust, f smá- mynt, 10 eyringa og 25 eyringa. Með því taldi hann sig geta varizt krónulækkun. Ég veit ekki, hvort nokkur krónupeningur hefði freistað hans. Það væri þá helzt „þykki túkallinn" sem nú er skráður margföldu verði hjá myntsöfnurum. Hér kom fram- sýni Hauks skýrt i ljós, enda er ekki kostað eins miklu til nokkurs penings á Islandi eins og 10 eyr- ings. Hefir ekki sjálf höfuð- stofnun íslenzkra fjármála lýst þvf, að það kosti 1 krónu 31 eyri að slá hvern 10 eyring. Við sjáum því, að Haukur vissi hvað hann söng í fjármála-„transaktionum“ sínum. Samt er aldrei hægt að fullyrða, hvað verður, þegar pen- Helgi frá Brennu. Kveðja til þeirrar dönsku f vörðuna. ingar eru annarsvegar. Þessvegna er auðvitað talað um vonar- pening. Ekki var nú trúin mikil á krónuseðlinum, sællar minn- ingar. Sá má nú muna tvenna tíma, illa umtalaður og hálffyrir- litinn. Seðlarnir báru sig illa eins Framhald á bls. 16 Lási kokkur. Hann vissi, að Esjan var búin að vera þarna lengi. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.