Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 13
, I » . « I > ) Á síðustu árum hefur aðstaða til mennt- unar verið stórbætt og þarf út af fyrir sig ekki að fjölyrða um hina ýmsu kosti þess. En ekki er nægilegt að prédika nauðsyn menntunar á öllum sviðum og í öllum greinum, ef ekki er hugað að nema nokkrum öngunum. Það er gott og jákvætt að fólk skuli nú 'i'iS’i ‘/,1 *Art * ',\/\< A.» 'tW'i ' r.' 1 ■■ geta setzt á skólabekk og tekið stúdentspróf úr öldungadeildum. En hins vegar skyldi að því gáð, að ekki hafa allir aðstöðu og tíma til að stunda slíkt nám, enda þótt reynt sé að auðvelda nemendum námið á marga vegu. Og áhugasviðin eru lika sem betur fer fleiri; það eru ekki allir, sem telja það fullkomið sáluhjálparatriði að ná stúdentsprófi og hafa áhuga á að leggja fyrir sig ýmislegt annað. Er ég þá komin að því, sem ég vil hér í rabbinu sagt hafa: Að aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu — ýmist vegna þess, að konur Ijúka uppeldisskyldum yngri en áður, ellegar vegna aðstæðna, sem gera það brýnt, að konan afli heimilinu tekna. Þess er ekki gætt, að konur verða oft fyrirvaralaust að leita út á atvinnumark- aðinn, t.d. eftir makamissi, skilnað eða vegna veikinda eiginmanns. Þessar konur eru iðulega komnar undir eða yfir fertugt og hafa sumar hverjar alls enga sérmenntun hlotið, sem vippar þeim samstundis í væna stöðu, eða þær hafa verið utan við starfs- grein sína í svo mörg ár, að þær teljast þar ekki gjaldgengar, nema að undangenginni endurþjálfun. Ekki er mér kunnugt um að neinir sjóðir séu fyrir hendi til að greiða götu þessara kvenna — ýmist til að styrkja þær á námskeið, sem oft gæti dugað, eða til að afla þeim nýrrar starfsmenntunar. Á þeim aldri kvennanna, sem um ræðir, er þess einnig að gæta, að margar hafa þær þá fyrir stálpuðum börnum á sjá, sem eru að hefja skólagöngu fyrir alvöru og tilkostnaður vegna hennar mjög verulegur. Reyndin verður sú, að margar þessara kvenna sjá sig tilneyddar að takast á hendur erfiðisvinnu, sem útheimtir svo mikið af þeirra orku, að hætt er við, að vaxi þeim yfir höfuð, þegarfram í sækir. IVIörg eru þau störf, sem konur á þessum aldri eru æskilegur vinnukraftur í. Sjúkra- liðamenntun er eftirsótt, en ekki veit ég, hvort þar eru nokkur námslán í boði, svo að þær geti framfleytt heimili með- an þær eru í námi, alténd hrökkva ekki þau laun, sem sjúkraliðanemar hafa á námstima, fyrir þeim þörfum. Ég veit ekki til, að fyrirtæki, hvorki einkafyrir- tæki né opinber, standi fyrir endurhæf- ingarnámskeiðum fyrir konur, sem til þeirra leita, en hafa dregizt aftur úr i vél- ritunar- og bókhaldsvélakunnáttu. Ég er efins í að kona, sem hefur kennaramenntun en hefur ekki stundað starfið i fimmtán, tuttugu ár geti fyrirvaralaust stokkið inn í þá grein að nýju. Menntun er góð og hún er blessuð. En hún má ekki takmarkast við ákveðnar greinar og ákveðna hópa, sem hafa aðstöðu til að afla sér hennar tiltölulega fyrirhafnar- lítið. Mörgum atvinnurekendum ber saman um, að konur á þessum aldri séu oft ákaflega traustur vinnukraftur og því er ekki nema frumskylda samfélagsins að skapa þeim skil- yrði til að afla sér þeirrar menntunar, sem þær vilja og þurfa — ekki síður en hlúð er að mörgum öðrum. Þarna þurfa opinberir og einkaaðilar að koma til og leiða þessi mál farsællega til lykta. Það mun án efa verða þjóðfélaginu ávinningur þegar fram í sækir. Jóhanna Kristjónsdóttir. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu _ II Hfcsr- AR. A V í) i 0 n • tk-Sl.- •• F3- ll ! a i 4 B R 1 R 5 'e R ip ö M A PUL- /M F A L 1 N TARK- >r/»q« T lt 0 b Á R zX tfeÆW, 5 U L T A R N K Æ T A pf"- IN6- AR. r/u i 8«?B- ttcjÍS A T 5 V C A 4' /NU Sloo. KI- M A a Aw L L Kfl - SSI R 5 p A i> A T '/ A <lT' 1 LC F R r T A L A Ck l- « V' n 0 K A' T A K h5*.'í L U T A K ir mts MO/0I A T Belt If) ■ w»( o4 L 1 N Ht»- 0f <&< 5 A L /fyeiK flíJS 5 5 W Jf. IK- V £ * .«fl- LtC, T 1?Á5- 1 R Ð AF- r v- IÍMA 5 Q N A ftí- •oT / L 1 N Kvrv E S Æ r«c SWÍ s K ó k tifí! rnzÐA £ K >n‘o' A d> \N Aw ELC- UR 1 £> A A M U k L u T S JÉ 1 L L H£N- 'fi L A 1 R J>M p/?o00 R e F 5 CS R. 0*1- r fl [ N M 1 F R l MAUMI (W0IU6. N A T A N 5 A L ! u 6EÐ 1 L u N J> 1 N A <x N A R ■ N £ R 0' R noi R A FtnfK Rcik* V 5 AKuí?- /NW * ~ ^Jfg <•>7 Í|. g-#i L i K- R M - iQ R í?ey- N A KAfFí- BA-T- uz. Oif\ M iTFLS- 1 B* sT ■ Kv/e/J- NAFN HAMÍ>- SftfO- 1(2- 6ÆLU- NAFN ... . V/ r:í rn VA>í' /|JM HRUM' LEIKI ■ i li. 1 r i KbMlST <>T£fJD N 1 -O E/NS .fT. 1 I upp- Totc J>ýP # o fi© 'H VFIfC- vFCHrt 'FS 1 /YAPPi Ftýf/íi A 6R- ní*k- M(2- KuKf- UE - f f-> M / LEíiT 5PLA -foNH Mofc(<- LftC,- A R - f? n1 ■ úr- i. f M - innm FAKL ecsi R £/N5 SK-»6>- AfJUM SKK- CKíA '/ HY4- CtT<4 íwaV- MR L-> K/Míl <5 u-Ð srAf- u fUCL bi-'A M- / FUUL- 1 /M END- INL 5k-o|?- Yök/a LrÓFifí MÁLA 5U IfCK" FoR- WAFN kll\N' Nli- , NRrN V ruuL- 1 M M ToNN Z £/N5 FlT' TÆK/R í fftL IfJNI HAjo UON-0 &öru- ■fdoÐH lN(Vfí ICON' o-N ' UM

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.