Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 9
Skeiðarárbrú, afmælisgjöf þjóðarinnar til sjálfrar sin. Skaftafellsjökull I baksýn. Ólafur K. Magnússon tók myndina. Svartifoss f gilinu ofanvert við Skaftafellsbæi er ein af perluin Islenzkrar náttúru. Sjálfur fossinn er ekki stórfenglegur, en stuðlabergið I hamr- inum og gróðurinn i þv( á ekki viða sinn lika. öðlast menn ekki í útilegu nema þeir hafi undir sér Blazer eða Range Rover. Þá er útgerðin orð- in dýr, en hvað um það: Böllin verða sem kunnugt er að kontinúerast í einhverri mynd. Stöðutákn af þessari gerð voru líka í einstaka fallegri laut í hrauninu við Klaustur; einnig þar sem eldurinn eitt sinn stefndi með óhugnanlegu skriði á fátæk- lega kirkju. Ætli séra Jón hefði ekki bara tekið tuskurnar sínar og steðjað austur hringveginn ef hann hefði átt Range Rover og hjólhýsi i stað þess að syngja eld- messu uppá von og óvon. Nú stendur nýja kirkjan á Klaustri sem minnisvarði um marglofað forustuhlutverk eld- prestsins og þeir, sem á annað borð hafa yndi af fögrum byggingum, ættu að staldra við og skyggnast þar um bekki. Þarna er þjóðlegt svipmót sameinað góðum arkitektúr og þessi kirkja sannar, að hús þarf ekki endilega að vera stórt til að lofa meistara sinn. Bænahúsið á Núpsstað er ekki stórt heldur né yfirleitt þær byggingar, sem beztar eru frá gamalli tið á Islandi. Þeir bræður Vilhjálmur og Helgi Hjálmarssyn- ir hafa teiknað kirkjuna á Klaustri; þeir hafa líka teikriað nýja byggð á Eiðisgranda, sem gæti orðið fallegri og manneskju- legri en þessir hroðalegu stein- kumbaldar síðustu tíma. En það er önnur saga, sem ekki kemur við leiðinni sunnan jökla. I búðinni á Klaustri var örtröð, nánast fullt út úr dyrum líkt og i áfenginu fyrir stórhátíð. Sumir virtust hafa uppgötvað, að fjárans gaskúturinn var tómur, þegar til átti að taka. Afgreiðslustúlkurn- ar, sem líklega eru heimasætur þarna úr sveitinni, fallegar og brosmildar, urðu á svipsundu að standa einhverju fólki skil á, hvort betra væri að taka myndir á filmu með 15 dínum eða 21. Yfir staðnum á Kirkjubæjar- klaustri hvilir sérstakur þokki, sem á nútíma íslenzku heitir sjarmi. Sú kennd felst að ein- hverju leyti i því skjóli, sem manni finnst að hljóti ævinlega að vera undir svo bröttu fjalli. En kannski er það blekking og má vera, að á Klaustri sé ekki siður vindasamt en hvar annarsstaðar. Fossinn ofan við bæinn er hreint djásn — það er að segja, ef eitt- hvað væri eftir af honum. Gilið virðist þurrt. Þar er skógarlundur mikill og fagur, en vestar f brekk- unni hafa fullorðin tré drepizt unnvörpum uppá síðkastið. Þaðan úr brekkunum er fagurt útsýni vestur að Systrastapa, yfir staðinn á Klaustri og hraunið, sem forðum bar með sér ógn og dauða. Og austur með Síðufjöllun- um: Lómagnúpur. I glæsilegu skólahúsi, sem Jes Þorsteinsson arkitekt hefur teiknað, starfar Edduhótei. Þar er hvert borð setið, maturinn af- bragð og þjónustan eftir því. Næturgestur sagði mér, að þá um morguninn hefðu nokkrir Þjóð- verjar komið að vel útilátnu morgunverðarborði og hroðið það: Báru þeir með sér stafla af smurðu brauði og öðru, sem hægt var að hafa meðferðis, og pökkuðu þvi inn á borðinu hjá sér. Þeir greióa fyrir morgunverð, en hamstra sér mat til dagsins. Þótt Islendingum sé margt betur gefið en mannasiðir blöskrar flestum þessi aðgangur, sem þó er ekkert einsdæmi. Þjóðverjar eru einmitt frægir fyrir frekju af þessu tagi, ekki bara hér heldur víðast hvar, þar sem þýzkir ferða- menn koma. Hitt er svo annað 'mál, hvort ekki sé linka af hálfu hótelsins að láta fáeina yfirgangs- seggi komast upp með hegðun, sem allir hljóta að vera sammála um að sé fráleit. 1 fyrndinni hafa Siðufjöll verið sjávarströnd og þá hefur sú strönd sumstaðar veriö hömrum girt og ólfk þvi, sem nú er. Þá hefur brimaldan svarrað um hamrana við Klaustur og hjá Fossi á Síðu hefur verið hengi- flug i sjó fram. En síðar hefur landið lyfzt og margt sandkornið hafa árnar lagt af mörkum til þess að færa ströndina sunnar. Einhverntíma hefur Lómagnúpur skagað fram í hafið; nú liggur hann fram á lappir sínar á sandin- um, ævintýralegt bjarg og mikið verður mannkindin smá i saman- burði við þann stórleik landskaparins. Lómagnúpur er eitt af þessum myndrænu fjöll- um; hann er svo vel teiknaöur, einkum þegar hann er séður austast af Síðunni, ekki sízt frá Núpsstað. Hann varð Jóhannesi Kjarval löngum gott yrkisefni og Kjarval málaði hann oftast i prófíl frá Síðunni, stundum i nær- mynd líkt og þegar ljósmyndari notar aðdrátarlinsu. Nærmyndin virðist hafa verið Kjarval hugstæðari en mikil fjar- vidd og víðáttur. Eg minnist þess til dæmis ekki að hafa séð í Lóma- gnúpsmyndum hans sérstaka undirstrikun á yfirþyrmandi nálægð bjargsins annarsvegar á móti fjarvíddinni austur yfir sand og Öræfajökli, sem virðist svo óendanlega fjarri. Nú er hanri á norðan. Harður Á Kirkjubæjarklaustri er Edduhótel til húsa í nýrri og fallegri skólabyggingu. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.