Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 14
ÚR SÖGU SKÁKLISTARINN AR _________________________________________j Eftir Jón Þ. Þór ÓLYMPÍUMÓT i skák var haldið i þriðja skipti i Ham- borg árið 1930 og voru íslendingar þá á meðal þátttakenda í fyrsta skipti. íslenzka skáksveitin, sem var skipuð þeim Eggert Gilfer, Ásmundi Ásgeirs- syni, Einari Þorvaldssyni og Jóni Guðmundssyni, stóð sig eftir atvikum vel og lenti i 15. sæti af 18, hlaut 22 v. Röð efstu sveit- anna var þessi: 1. Pólland 48’/2 v, 2. Ungverjaland 47 v., 3. Þýzkaland 44VÍ v., 4. Austurriki 43V2 v., 5. Tékkóslóvakía 42 V2 v. Þetta var fyrsta ólympíu- skákmótið, þar sem eng- inn dró í efa þátttökurétt atvinnumanna og þar af leiðandi fyrsta mótið þar sem flestir sterkustu skák- menn heims voru á meðal þátttakenda. Á meðal frægra stórmeistara, sem þátt tóku í mótinu, má nefna Aljekin, Rubinstein, Tartakower, Marshall, Kashdan, Maroczy, Sámisch og Sultan Kahn. Aljekín tefldi fyrir Frakk- land og vann allar sinar skákir, átta að tölu. Á 1. borði fyrir Pólland tefldi Rubinstein og hlaut 15 v. úr 1 7 skákum. Þegar litið er til þess, hvílíkir stórlaxar skipuðu margar sveitirnar verður frammistaða Íslending- anna að teljast mjög góð. íslendingar höfðu aldrei tekið þátt í slíkri keppni áður og voru flestir lítt reyndir í keppni á erlend- um vettvangi. Hæsta vinn- ingshlutfall íslendinganna hlaut Einar Þorvaldsson, 71/z af 17, en frammistaða Eggerts Gilfers, sem tefldi 14 sinnum á 1. borði, verður þó að teljast bezt, en hann hlaut 6V2 vinning af 17. Til skýringar skal þess getið, að á þessum tíma voru ekki fastar regl- ur um borðaröð keppenda eins og nú tiðkast. Við skulum nú líta á eina skák, sem Eggert Gilfer tefldi á þesssu móti, en andstæð- ingur hans var vel þekktur skákmaður i Þýzkafandi, þótt hann næði aldrei að skipa sér á bekk með hin- um allra fremstu. Hvítt: Ahues (Þýzkaland) Svart: Eggert Gilfer Spænskur leikur 1. e4—e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Rxe4, 6. d4 — b5, 7. Bb3 — d5, 8. dxe5 — Be6, 9. c3 — Be7, 10. Be3 — 0-0, 11. Dd3 — Ra5, 12. Rd4 — Rc5, 13. De2 — Rxb3, 14. axb3 — c5, 15. Rxe6 — fxe6, 16. Dd1 — c4, 17. Rd2 — cxb3, 18. Rf3 — Rc4, 19. Bcl — Dc7, 20. Rd4 — Dxe5, 21. Hfe1 — Df6, 22. Rxe6 — Dxf2 + , 23. Kh1 — Hf7, 24. Bf4 — d4, 25. He2 — Rxb2, 26. Dd2 — dxc3, 27. Dd5 — Dxe2, 28. Dxa8+ — Bf8, 29. Rxf8 — Hxf8, 30. Dd5 — Kh8, 31. Dc5 — Hd8, 32. h3 — Ra4, 33. Dc7 — He8, 34. Df7 — De6 og hvítur gafst upp. SALTKJÖT 0G ÖRÆFA- JÖKULL Þegar ég sé allan þann tjalda- og hjólhýsafjölda, sem allajafna þekur tjald- stæðið á Laugarvatni um helgar hefur mér flogið í hug, hvort sumt fólk fari í útilegu til þess að sjá ofan i koppa og kyrnur hjá öðru fólki. Ekki er heldur fráleitt að láta sér detta í hug, að heimavinnandi húsmæður úr svonefndum „svefn- hverfum" hafi gaman af tilbreytingu, fari í útilegu til að sjá annað fólk. Nú eru líka öll þessi kynstur af flottu útilegudóti á boð- stólum, útigrill, tjaldmubl- ur o.fl. o.fl. svo að gaman getur verið að bera sig saman við tjald- eða hjól- hýsanágrannann í flott- heitum. Ég hef gaman af að fara í útilegu til þess að skoða landið — og til þess að sofa í tjaldi við fuglasöng og lækjarnið — og ekki sízt til þess að losna við að standa við eldavélina og matreiða helgarmatinn. Þess vegna er nestið, sem ég og fjölskylda mín höf- um meðferðis, þannig, að ekki er gert ráð fyrir neinni eldamennsku í tjaldinu, í hæsta lagi er hituð dósa- súpa eða soðnar pylsur og búið til duftkaffi. Ef við verðum einhvern tima svo voldug að eignast útigrill skulu kallinn og krakkarnir fá að matreiða á því. Nú er ég alls ekki að halda því fram, að minn smekkur sé betri en annarra. Ég er ein af þeim, sem alltaf gleðjast yfir margbreytileik manneskj- unnar í atferli og smekk, og álit, að ella væri mann- lífið harla fábreytt og leiðinlegt. Fyrir skömmu varð ég og fjölskylda min þeirrar ánægju aðnjótandi að ferð- ast eftir hluta nýja hring- vegarins og fá að lita aug- um, hvernig flóir út af Vatnajökli i skriðjökuls- bunum — misjafnlega breiðum. Þetta varð fjögurra nátta útilega i tjaldi, þar sem við tjölduð- um ýmist ein sér — svo sem við rústir Kambstúns i Suðursveit og fornrar norðlenzkrar verstöðvar, þar sem fórust á einni vertið (fyrir röskum tvö hundruð árum) 53 menn, þrátt fyrir stuðlabergs- verndarengilinn, sem stendur vörð í fjallsbrún- inni fyrir ofan — eða með fjöldamörgum öðrum, svo sem á harðbalanum á tjald- stæðinu við Skaftafell, þar sem aðstaðan er góð hvað rennandi vatn snertir og reglulega „smart" timbur- kamrar, sem falla betur inn i landslagið en blikksívalningarnir, sem maður hefur víða átt að venjast til þessa. Ýmiss urðum við vísari um fjölbreytileika mann- lífsins og eru mér þá helzt minnisstæð Kanahjón, sem bjuggu í risastóru, nærri járnbentu tjaldi og komu aldrei út úr því það bjarta sumarkvöld og morgun, sem við dvöld- umst á þeim stað, en lýstu harðlokað tjaldið upp með stórri lukt og efast ég ekki um, að þar inni hafi bæði verið rennandi vatn úr krana (auðvitað klór- blandað) og e.k. salerni. Ekki gleymi ég heldur strax parinu í tjaldinu, þar sem útvarpið var látið ganga á fullu allan guðs- langan daginn, svo að það varð að brýna raustina til að heyra hvort til annars en um leið heyrðist hvert orð í næstu tjöld. Eða fólk- inu, sem hellti upp á morgunkaffið á venjulega pokakönnu og hóf síðan strax að loknum morgun- verði að sjóða kartöflur og saltkjöt. Ekki efa ég, að Öræfa- jökull hafi tekið sig öllu betur út, þegar horft var á hann með saltkjötsbragð i munni. Og kannski fer ég með kaffikönnuna mina í næstu útilegu, því að mér finnst duftkaffið svo fjári vont. Alltaf er hægt að læra eitthvað af öðrum. Anna María Þórisdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.