Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 10
Séð yfir staðinn á Kirkjubæjarklaustri úr brekkunni ofan við bæinn. Kirkjan á Klaustri er ekki stór, en liklega er óhætt að telja hana með öndvegisverkum islenzkrar byggingarlistar. Allt í einu hefur mikil umferð og ónæði hellst yfir þessa kyrrlátu sveit. Hér sést heim að Svínafelli. Margir renna þangað i þeirri von að fá skárra tjaldstæði en völ er á i girðingunni. SUNNAN JOKLA • • strengur á sandinum austan við Lómagúp, þar sem „vötnin byltast á brunasandi": Núpsvötn og Súla. Ljósbrúnn moldarmökkur ofan af fjöllunum, koldimmur sandbylur austan við árnar. Allt í einu snar- dimmdi; eystri brúarsporðurinn á Núpsvötnunum sást ekki einu sinni, aðeins dökkbrúnt morið. Kannski mundi maður fá ókeypis sandblástur, lakkið yrði sennilega horfið innan lítillar stundar. En jafnskjótt rofnaði til. Strengurinn virtist fylgja ánni. Og viti menn: Upp af sandhafinu birtist sú sjón, sem er tignarlegust á Islandi: Öræfjökull. Hann var tær efst, líkt og flyti hann i mistrinu. En vegurinn; hvað um veginn . og brýrnar, afmælisgjöf þjóðar- innar til sjálfrar sín. Þetta stór- virki tækninnar var talið ómögu- legt fyrir ótrúlega fáum árum. Nú er það staðreynd. Annars býst ég ekki við, að menn hugleiði til muna, hversu stórfelld fyrirhöfn þetta hefur verið. Vegurinn er beinn og sæmilega breiður. Kannski dálftið þreytandi til lengdar, hvað hann er beinn. En sandurinn er furðu mikið gróinn; þessi mikla eyðimörk, sem maður hefði getaö búizt við að væri blásvartur á litinn og fullkomlega gróðurvana. Mýrdalssandur er miklu gróðurminni, miklu svartari; þar er eyðimörk. En hér stelur Öræfajökull sen- unni. Skriðjöklarnir flæða niður á jafnsléttu: Skaftafellsjökull og Svlnafellsjökull. Þessi heillandi sýn færist nær og nær; maður stelst til að lita af veginum nema endrum og sinnum. Og síðan brúin, nærri kílómetra langt tré- gólf með útskotum. Ég hef áður komið í öræfi og lýst þvf hér í Lesbókinni. Það verður ekki endurtekið hér. Þá kom ég að Kvískerjum, Fagur- hólsmýri, Hofi og I báða bæi á Skaftafelli. En þá var brúin ekki komin á Skeiðará; aðkoman nokk- uð önnur, þegar komið er austan frá. I Skaftafelli var líka orðin breyting. Nú er ekki lengur tjaldað í skógarbrekkunum ofan- vert við bæina; bílaumferð er bönnuð upp brekkurnar og tjald- stæði á melnum fyrir neðan. Ósköp er það nöturlegt tjaldstæði í samanburði við hvamminn uppi í gili, þar sem ég tjaldaði fyrir sex árum. Og þegar betur var að gáð mátti ekki einu sinni tjalda þarna á eyrinni; það svæði var aðeins ætlað hópferðum. Hinum stríða straumi einkabíla er vísað áfram austurúr. Tjaldstæðið er langleið- ina austur undir Svínafelli: Ber- svæði innan girðingar, tjaldstæði af því tagi, sem ferðafólk reynir venjulega að forðast. Það er ekkert skjól og tjaldar þar hver ofan i öðrum. Vægast sagt ömuleg lausn. Hitt er svo annað mál, að tjaldstæðavandinn f Skaftafelli er ekki auðleystur. Ég get fallizt á, að rétt hafi verið að hverfa frá bílaumferð upp brekkurnar og tjaldstæðum á bökkum gilsins. Eftir langvarandi bílsetur austur yfir sanda er gott að koma blóð- inu á dálitia hreyfingu með gönguferð upp brekkurnar, hvort heldur farið er að Skaftafells- bæjum, upp að Svartafossi, eða allar götur í Bæjarstaðaskóg og Morsárdal. Eftir stendur þó, að ófært er að geta ekki boðið þokkaleg tjald- stæði í þjóðgarði. Hugsanlegt væri að græða betur upp eyrarnar undir Skaftafellsbrekkum og koma þar upp hlýíegum tjald- stæðum. En í girðingunni austur á melnum tjaldar enginn sér til ánægju. Þjónustumiðstöðin við Skafta- fell er að vísu hálfköruð og því varlegt að dæma um útlit hennar. Eins og sakir standa er hún ekki annað en forljótt steinsteypu- virki. Kannski bæta litir eitthvað úr skák, þegar til kemur. En i fljótu bragði virðist mér, að timburskálar hefðu staðið ólfkt betur með því landslagi, sem þarna rís í mikilli tign. I röð'um náttúruverndarmanna mátti á sfðustu missirum greina bölskýni og slæmar spár í þá veru, að lífríki Skaftafells mundi brátt heyra sögunni til. Sá ótti virðist hafa verið ástæðulaus. Sá hluti ferðamannastraumsins, sem á annað borð yfirgefur bílana f neðra og gengur á vit náttúrunn- ar í efra, fetar troðnar slóðir og götur. Hvergi sást þess vottur, að fólk hefði flandrað til muna um sjálfan skóginn f brekkunum; blá- gresið og annað blómakyns var þar jafn ósnortið og áður. Þeir, sem á annað borð leggja á bratt- ann á tveimur jafnfljótum, fara vfst flestir upp að Svartafossi. Einnig þangað uppeftir er smám saman að myndast ákveðinn göngustígur, sem fólk kýs að þræða. En eitt var eftirtektarvert: Meðal þjóðgarðsgesta í Skaftafelli bar annarsvegar mest á hjónum með ung börn og hinsvegar nokkuð fullorðnu fólki. Ungl- 10)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.