Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 15
Hanna Kristjónsdóttir LJOSIÐ Við vorum stöðugt að leita Ijóssins um langan, grýttan veg, eftirstöku beinni braut, héldum við áfram yfir stokka og steina og hvað sem fyrir varð, greikkuðum alltaf sporið. því gáfum við okkur aldrei tóm til að staldra við líta um öxl. þá hefðum við komið auga á lítinn sólargeisla sem náði okkur aldrei á hlaupunum. Steinþór Jóhannsson TÍMI Til hamingju tími þú líður. Ég næ ekki taki, á þér, fæ ekki að halda í þig. Mér auðnast aðeins að líða með þér, vera þér samferða, sem félagi þræll. Eltandi þig allan daginn alla daga, eins og hundur húsbónda sinn. SUNNAN JÖKLA ÁningarstaSur á austurleið: Vik i Mýrdal. Þar var margmenni og ös í sjoppunum. Sumir klæða bilana aS framan til að verja þá fyrir grjótkastinu. Sunnan jökla Framhald af bls. 11 hægt að fá mat, segir þjónustu- stúlkan, rauðhærð og mjög elsku- leg. Maturinn er borinn fram, en svo að segja um leið er því komið á framfæri, að salnum hafi nú verið lokað; hópurinn sé í þann veginn að koma og gott væri, ef við vildum nú vera svo góð að borða dálftið hratt. önnur gengil- beina, sem hélt að málið væri ekki comið á grafalvarlegt stig, kom og bætti við: „En þið þurfið svo sem ekkert að hakka þetta í ykkur". Við litum vist ósjálfrátt hvert á annað. Við þurftum ekki að hakka matinn í okkur. Gott. En okkur hafði samt skilizt, að æskilegra væri að tyggja svínakjötið ein- hverntfma seinna, enda stóð blessuð þjónustudaman yfir okkur með reikninginn tilbúinn. „Við vorum víst búin að panta eitthvaö á eftir — eigum við þá að hætta við það?“ spurðum við. „Já, það væri ágætt ef þið vild- uð hætta við það,“ svaraði þjónustan hálf vandræðalega. Hún kvaðst þó vona, að við kæmu einhverntfma aftur. En úti fyrir beið heill bílfarmur af Þjóðverjum. Þá var enn fegursti spölurinn eftir: Eyjafjöllin, bergið með grænum sillum eftir fugl, vélbundið hey á túnum. Og umfram allt jökullinn; sfðasti jökullinn við leiðina sunnan jökla. I fjöllum dauðans Sögulok Framhald af bls. 12 hefðu af slysið, er flugvél frá Uruguay fórst í Andes- fjöllum, hefðu fundizt í afskekktum dal. Þeir fóru að stilla á aðrar stöðvar og það var eins og loftið væri kvikt af þessum fréttum. Augnablikið, sem þeir höfðu biðið svo lengi eftir, var upprunnið. Þeir veifuðu höndum, hrópuðu til fjallatind- anna, að þeir væru fundnir og þökkuðu Guði. Um jólahald var ekki að tala i Andesfjöllunum. En þeir opnuðu lítinn vindlakassa, sem þeir höfðu fundið, og kveiktu sér í vindlum og þeim varð rótt í skapi. „Við verðum að snyrta okkur,“ sagði Eduardo Strauch. „Carlitos, líttu á hárið á þér. Þú ættir að greiða það.“ „Hverju skiptir það?“ sagði Daniel Fernandez, og benti á bita og mannabein, sem lágu hingað og þangað um flakið. Ættum við nú ekki að hreinsa til og grafa þetta?“ Fito Strauch spafkaði í snjóinn með stígvélinu. Enri'var hann harðfrosinn. Þvl næst leit hann á tærð og mögur andlit félaga sinna. „Við erum ekki menn til að grafa holu, meðan snjórinn er svona harður." „Hví skyldum við vera að leggja það erfiði á okkur?“ • sagði Pedro Algorta. „En hvað ... ef þeir taka myndir?“ spurði Fernandez. „Við brjótum myndavélarnar," sagði Paez. „Hvað sem því líður" sagði Eduardo Strauch. „Það er engin nauðsyn að fela það sem höfum gert. ..“ Þyrlur frá Chile fundu Parrado og Canessa í Los Maitenes við rætur Andesfjalla morguninn eftir, 22. desember. Þær héldu síðan áfram og tóku Parrado með*’ til aðstoðar við að finna slysstaðinn. Sex af piltunum voru teknir upp í. Flogið var sfðan aftur til Los Maitenes og Canessa bætt við. Lent var í bænum San Fernando um kvöldið ... Læknarnir þrír, sem skoðuðu piltana í sjúkrahúsi bæjarins, komust fljótt að raunum, að þeir höfðu nærst á einhverju meira en bræddum snjó f allar þessar vikur. Einn af læknunum spurði Coche Inciarte: „Hvað átuð þið?“ „Mannakjöt“ var svarið: Læknirinn hélt áfram að fara höndum um fót Inciarte án þess að segja eitt orð, og það var engin undrun í svip hans. Brátt varð læknunum það ljóst, að enginn af þeim, sem komust af, var f líkamlegri hættu og andlegt ástand þeirra framar öllum vonum. En eftir tvennu höfðu læknarnir strax tekið. Annað var það, hve tregir þeir voru til að tala, en hitt óttinn við að vera einir. Þetta var ekki svo furðulegt um unga menn, sem höfðu lifað tiu vikur í einangrun í Andesf jöllum, vitandi það, að þeir höfðu borgið lffi sínu með því að neyta mannakjöts. Læknarnir lögðu svo fyrir, að engum yrði hleypt inn til þeirra, ekki einu sinni mæðrum Paez og Canessa, en þær höfðu komað alla leið frá Uruguay með flugvél. Ein undantekning var leyfð í þessu efni. Það var aðstoðarpresturinn við sóknarkirkju þeirra, Faðir Andres Rojas. Hann var 26 ára, en leit þó út fyrir að vera enn yngri. Hann var frekar lágur vexti, svarthærður, dökkur á hörund, með barnslegt andlit. Hann var ekki í klerkabúningi, heldur gráum slopp og grárri skyrtu, sem var opin í hálsinn. Sá fyrsti, sem hann sá, var Coche Inciarte. Og jafn- skjótt og hann vissi, að hann var prestur, létu orðin ekki á sér standa — hann þuldi. Ungi presturinn hlustaði og fullvissaði Inciarte síðan um, að hann og þeir félagar hefðu ekki drýgt synd. „Ég kem aftur í kvöld,“ sagði Faðir Andres, „og þá meðtekur þú heilaga kvöldmáltfð.“ „Og þá langar mig að skrifta," sagði Inciarte. „Þú hefur skriftað," sagði presturinn, „i samtali okkar.“ Með þvf að leyfa prestinum að heimsækja piltana, höfðu læknarnir gripið til beztu lækningaraðferðar. Ákvörðunin um að eta lfkami vina sinna hafði lagzt með firnaþunga á samvizku piltanna. Þar eð það er kenning kaþólsku kirkjunnar, að mannát sé leyfilegt f ýtrustu neyð, gat ungi presturinn veitt þeim fyrirgefningu og fullvissað þá um, að þeir hefðu ekki gert rangt.... Tuttugu og nfu af flugvélarfarþegunum komu ekki aftur og endurkoma sextánmenninganna sannfærði ást- vinina um dauða þeirra. Þeir fengu enn fremur stað- festingu á því, að eiginmenn og eiginkonur væru ekki aðeins til hinna dauðu, heldur hefðu þau verið etin að líkindum. Það var engin furða, þó að sársauki og gremja settist að þeim. En flestir földu það og samfögnuðu sextánmenningunum. Valeta læknir, faðir Carlos, sagði í viðtali við blað eitt í Uruguay: „Við erum mjög hamingjusöm að sjá vini sonar míns á meðal okkar. Já, við erum glöð og það, sem meira er, við erum þakklát þeim 45, sem björguðu lífi þeirra 16, sem afturkomu varð auðið. Og mér varð strax ljóst, að enginn hefði getað haldið lífi á stað sem þessum og við slík skilyrði án þess að grípa til djarfra ráða. Nú þegar ég veit um allt, sem við hefur borið, þá endurtek ég: þökk sé Guði, að þeir urðu ekki fleiri en 45, og að sextán heimili hafa heimt sfna aftur." Átjánda janúar 1973 flugu félagar úr Andesar- björgunarsveitinni, ásamt katólskum presti og fleirum, i þyrlum til flaksins. Þeir týndu saman leifar hinna dauðu. Þeir klifruðu einnig upp á fjallstindinn til þess að ná I líkin, sem snjórinn hafði nú bráðnað ofan af. Þeir fundu blett um hálfa mílu frá slysstaðnum, sem var í skjóli fyrir snjóflóðum, og þar gátu þeir grafið gröf. Þar jörðuðu þeir líkin, sem enn sá ekki á og leifar hinna, sem voru illa útleikin. Steinaltari var hlaðið hjá gröfinni og á það festur járnkross. Krossinn var málaður gulur og á einni hliðinni var áletrun með svörtum stöfum: „Bræðrunum frá Uruguay. Frá heiminum." A aðra hlið voru máluð orðin: „Herra, ó guð, til þín.“ Þá sneru þeir aftur til flaksins, skvettu á það olíu og kveiktu í. Flakið fuðraði upp í vindinum. Síðan bjuggust menn til brottfarar. Þögn fjallanna hafði verið rofin sí og æ af hávaðanum í snjóskriðunum, og þeim fannst það áhætta að dvelja lengur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.