Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 12
í FJÖLLUM DAUÐANS Frumhald af hls.7 sendi spottann til baka, svo aö þeir gætu komið öllu hafurtaski sínu yfir á sama hátt. Það reyndi á kraftana að varpa bakpokunum svona langt, og annar komst ekki alla leið. Canessa varð að klifra niður að vatnsborðinu til þess að ná í hann gegnblautan. Parrado hoppaði síðan yfir, en þar eð mikið af fötum þeirra var rennvott, gengu þeir ekki nema lítinn spöl. Þeir fundu gott skýli undir klettunum og ákváðu að halda þar kyrru fyrir um nóttina. Enn var sólskin og þeir breiddu fót sín til þerris. Þá hölluðu þeir sér aftur á bak á sessurnar sfnar og fengu sér kjötbita, og margar forvitn- ar eðlur störðu á þá. Nóttin var hlý. Þeir sváfu vel og um morguninn hófst áttundi dagur ferðarinnar yfir Andesfjöllin. 1 morgun- ljómanum var útsýnið framundan frábærlega fagurt. Þó að þeir væru enn í skugga frá fjöllunum, sem voru að baki þeim, sveipaði sólin gulli landið, sem lá framundan þeim. Engin tré sáu þeir á leiðinni. Síðla morguns þóttist Canessa sjá kýr í f jallshlfðinni. Allt í einu komu þeir auga á áþreifanlegan hlut menn- ingarinnar: niðursuðudós. Hún var ryðguð, en verk- smiðjumerkið var enn læsilegt á henni. Canessa greip hana. ,,Sjáðu,“ sagði hann. „Hér hafa menn verið.“ Parrado var vantrúaðri. „Hún hefði getað fallið niður úr flugvél.“ „Hvernig í ósköpunum gæti hún hafa fallið úr flugvél? Það eru ekki gluggar á flugvélum — eða er það? Það var ómögulegt að segja neitt um það, hvað dósin hafði legið þarna lengi, en að finna hana gaf þeim nýja von, og þegar þeir gengu niður dalinn, fundu þeir önnur lífsmerki. Þeir sáu tvo héra hlaupa yfir klettana handan árinnar. Þá rákust þeir einnig á tað. „Þetta eru kúadillur," sagði Canessa. “Ég sagði þér, að ég hefði séð kýr.“ „Hvernig veiztu, að það voru kýr,“ sagði Parrado. „Þetta gæti verið úr hvaða skepnu sem er.“ „Ef þú værir eins vel að þér um kýr og bíla, mundirðu ekki efast um þetta.“ Skömmu síðar settust þeir niður á árbakkann og fengu sér matarbita. Þeir veittu því eftirtekt, þegar þeir tóku vistirnar upp úr rugbysokkunum, að maturinn mundi endast þeim, en um leið að hann var að byrja að spillast vegna hlýindanna. Aðlokinni máltfðtróðu þeirþví sem eftir var í sokkinn og lögðu enn af stað niður dalinn. Áin hafði breikkað. Smálækir féllu í hana beggja vegna ofan úr fjöllunum. Þar sem áin breiddi úr sér, fundu þeir skeifu. Hún var ryðguð, eins og dósin, svo að ekki var hægt að gizka á, hve lengi hún hafði legið þarna, en þarna var hlutur, sem ekki gat hafa fallið úr flugvél. Og nú kom annað og meira til. Um leið og þeir sveigðu fyrir einn klettaranann, sem gekk inn dalinn, rákust þeir á kýrnar, sem Canessa hafði séð úr fjarska um morguninn. Enn var Parrado vantrúaður. „Ertu þá viss um, að þetta séu ekki villikýr?" spurði hann Canessa. „Villikýr? Þú finnur þær ekki í Andesfjöllum. Og ég ætla að segja þér það, Nando, að eigendur kúnna eru ekki langt undan eða þá einhver sem lítur eftir þeirn." Dálftið neðar í dalnum rákust þeir á kúabyrgi, sem gert var af greinum og lurkum, sem þeir sáu, að var afbragðs eldiviður. Þeir ákváðu að dveljast þar yfir nóttina og fagna nálægri frelsun sinni með þvf að neyta þess, sem eftir var af nestinu. Og Canessa sagði: „Eftir allt saman er það að verða fúlt, og strax að morgni hittum við annaðhvort kúahirðinn eða bóndann. Aðra nótt, því lofa ég þér, munum við sofa innan húss.“ Þeir drógu kjötið fram og kveiktu upp eld. Þeir steiktu tíu bita hvor og átu svo lengi lystin entist. Þá lögðust þeir út af í svefnpokann og biðu eftir sólarlaginu. Þegar þeir vöknuðu morguninn eftir, voru kýrnar á bak og burt. Þeir voru ekkert smeykir við það. Þeir vörpuðu því frá sér, sem þeir hugðust aldrei þurfa að grípa til oftar, byrðarnar voru orðnar léttar og þeir lögðu af stað vongóðir um að finna bændabýli skammt undan. Þegar leið á morguninn, héldu þeir eftir dalnum langa sem áður, og Parrado fór að víta Canessa fyrir bjartsýni hans. „Þú stærir þig af því að vita svo mikið um landið. Þér finnst ég, sem kann á bfla og mótorhjól, vera einhver bjálfi. Jæja, ég var þó að minnsta kosti ekki viss um, að bændabýli væri hér á næstu grösum... Og nú erum við næstum búnir með kjötið og höfum fleygt svefnpokan- um.“ „Kjötið er að veröa óæti,“ sagði Canessa önugur. Skap- ið hafði ekki batnað við það, að hann hafði fengið illt í magann. Hann var einnig dauðþreyttur. Hann kenndi til óþæginda um allan Iíkamann og varð að beita öllum vilja sínum að því að dragnast áfram. „Ég get ekki haldið áfram," sagði hann að lokum og hné niður. „Þú verður að halda áfram. Sérðu háslétturnar þarna?" Parrado benti niður dalinn, þar sem landið hækkaði. „Við verðum að komast þangað i kvöld.“ „Ég er of þreyttur til þess. Ég get ekki gengið lengra.“ „Enga heimsku. Það er ekki hægt fyrir þig að gefast upp, þegar við erum að ná markinu." „Ég hef fengið magapínu, verð ég að láta þig vita.“ Parrado roðnaði af gremju og óþolinmæði. „Heyrðu nú, ég tek bakpokann þinn, og þá hefur þú engar afs^kanir." Hann þreíf poka Canessa ásamt sfnum, snaraði þeim á bakið og hélt af stað. „Ef þú ætlar að fá eitthvað í svanginn,“ sagði hann, „skaltu spjara þig, því að nú er ég með allt kjötið.,, Canessa staulaðist á eftir honum, vansæll og haltur. Hann var sárgramur, ekki svo mjög við Parrado, sem gerði lítið úr lasleika hans, heldur sjálfan sig fyrir vanmátt sinn... Nú varð gangan léttari við að sjá hrossatað öðru hvoru. Það dró úr magaverkjum Canessa, og tvímenningarnir fylgdust nú að á göngunni. Síðla dags voru þeir komnir að brekkunni, sem lá upp að hásléttunni, og loforðið um hvíld hressti Canessa upp. Það fyrsta, sem þeir sáu, eftir að þeir voru komnir upp, var rétt með grjótveggjum og hliði. Jörðin í kring hafði nýlega verið troðinn af hesthófum og báðir urðu bjart- sýnni. En líkamlegt ástand Canessa var ekki betra en svo, að það varð ekki bætt með endurnærðri von einni. Hann skjögraði, þegar hann gekk, og varð að halla sér upp að Parrado, og þegar þeir komu að lágvöxnu kjarri, kom þeim saman um að vera þar um nóttina. Og báðum var ljóst, að Canessa yrði ef til vill að dvelja þar lengur. Meðan Parrado var að leita að eldiviði, lá Canessa á bakinu undir hrfslunum. Jörðin var þakin nýju grasi, fjöllin risu hátt að baki þeim og þeir heyrðu niðinn í ánni. Þar eð Canessa var örmagna, hafði fegurðin ekki mikil áhrif á hann. Hálfsljóum augum horfði hann á runnana og villiblómin, og hugurinn hvarflaði til hests hans og hunds og sveitarinnar í Uruguay. Hann horfði tómlega til árbakkans hinum megin. Sólin, sem var að ganga undir, myndaði stóra skugga af trjánum og klettunum við fjallsræturnar og þeir virtust vera á hreyfingu og skiptu um lögun. Og allt í einu birtist út frá þessum skuggum skapnaður, sem var á hreyfingu, nógu stór til þess að vera maður á hestbaki. Canessa reyndi óðara að staulast á fætur, en þó svo að hann væri f geðshræringu, gat hann naumast hreyft fæturna. Hann kallaði til Parrado: „Nando, Nando! Sjáðu, þarna er maður, rfðandi maður! Ég held ég hafi séð mann á hestbaki!“ Parrado horfði þangað sem Canessa benti, en hann var svo nærsýnn, að hann sá ekki neitt. „Hvar?“ sagði Parrado. „Hvar er þessi ríðandi maður?“ Þegar Canessa horfði aftur á staðinn, kom hann ekki auga á neitt nema háan klett og skugga hans og það olli honum vonbrigðum. „Ég er viss um, að það var maður,“ sagði hann. „Ég get svarið, að ég sá hann. Maður á hestbaki." Parrado hristi höfuðið. „Það er enginn þar núna.“ En rétt í þessu, þrátt fyrir hávaðann í ánni, heyrðu þeir mann hrópa. Þeir litu við, og á bakkanum hinum megin sáu þeir ekki einn, heldur þrjá menn á hestbaki. Þeir störðu á þá meðan þeir ráku kýr á undan sér eftir götuslóða, sem lá milli árinnar og fjallsins. Parrado og Canessa veifuðu og hrópuðu af öllum mætti, að þeir hefðu komizt af, þegar flugvél týndist f Andesfjöllum. „Hjálpið okkur,“ öskruðu þeir. „Hjálpið okkur!“ Og Parrado féll á kné og spennti greipar, eins og hann væri að biðjast fyrir. Hestamennirnir hikuðu. Einn þeirra kippti í taumana og hrópaði nokkur orð til þeirra. Eina orðið, sem þeir skildu, var „á morgun". Þvf næst riðu þeir áfram með kýrnar á undan sér ... Sólin kom upp í tíunda sinn á ferð þeirra um Andes- fjöllin. Klukkan sex voru báðir vaknaðir, og þegar þeir litu yfir ána, sáu þeir reyk og mann standa í námunda við hann. Skammt frá honum voru tveir menn sitjandi á hestum sínum. Jafnskjótt og hann kom auga á þá, hljóp Nando í áttina til hans. Hann var kominn það nálægt manninum hinum megin að hann skildi látbragð hans. Maðurinn benti Parrado að koma niður á árbakkann. Parrado gerði það. Hið sama gerði maðurinn. Og nú var áin ein á milli þeirra, röskir 30 metrar á breidd. Bóndinn greip pappírsblað, skrifaði á það, vafði það utan um steinvölu og kastaði yfir ána. Parrado klöngraðist yfir hnullungana, tók það upp og opnaði. Hann las: „Það kemur maður seinna til ykkar. Ég hef sagt honum aó fara. Segðu mér hvað þú vilt.“ Parrado þreifaði í vösum sfnum eftir blýanti eða penna. Hann veifaði og bóndinn tók kúlupennann sinn, vafði hann inn í vasaklút ásamt steinvölu og varpaði yfir ána. Parrado settist niður og skrifaði eftirfarandi orðsendingu: „Ég kem frá flugvél, sem hrapaði í fjöllunum. Ég er frá Uruguay. Við höfum gengið f tfu daga. Vinur minn, sem er hérna fyrir ofan, er ekki heill. í flakinu eru enn fjórtán slasaðir menn. Við verðum að komast héðan fljótt, en við vitum ekki hvernig. Við erum matarlausir. Við erum að verða örmagna. Hvenær kemurðu að sækja okkur, ef þú vilt gjöra svo vel? Við getum jafnvel ekki gengið. Hvar erum við?“ Hann vafði bréfasneplinum um steininn og stakk f vasaklútinn. Því næst kastaði hann þessu yfir ána og fylgdist með og beið, meðan bóndinn greip blaðið og las orðsendinguna. Að lokum leit hann upp og gaf merki um, að hann hefði skilið hana. Upp úr vasa sínum tók hann smábrauð, varpaði því yfir ána, veifaði og hvarf á braut. Parrado gekk aftur til Canessa með brauðið í höndunum, áþreifanlegt merki um að þeir höfðu að lokum komizt til mannabyggða. Canessa horfði sljóum augum á brauðið. „Okkur verður bjargað," sagði hann. „Já,“ sagði Parrado, „við erum heilir á húfi.“ Hann settist niður og braut brauðið i tvo jafna hluta. „Gerðu svo vel,“ sagði hann, „við skulum fá okkur morgunverð." „Nei,“ sagði Canessa, „ettu það. Ég hef verið til svo lítils gagns. Ég verðskulda það ekki.“ „Afram,“ sagði Parrado. „Það má vel vera, að þú verðskuldir það ekki, en þú þarfnast þess. Hann rétti Canessa brauðskorpuna og nú tók Canessa við henni. Því næst settust báðir niður og átu það, sem þeim hafði verið gefið, og aldrei á ævi sinni höfðu þeir smakkað eins gott brauð. Tveim eða þrem tímum seinna, um klukkan níu um kvöldið, sáu þeir annan ríðandi mann, en í þetta sinn var hann þeirra megin árinnar og hélt í áttina til þeirra. Hann heilsaði Parrado og sagðist heita Armando Serda. Maðurinn, sem hafði séð þá fyrr, upplýsti hann, hafði riðið burt til að segja lögreglunni fréttirnar. Það þóttust þeir Parrado og Canessa sjá, að Serda var fátækur maður, svo fátækur, að klæði hans voru enn það, sem þeir mátu meira á þessu augnabliki en nokkuð annað. Og þegar þeir sögðu honum, að þeir væru að sálast úr hungri, dró hann ostbita upp úr vasa sínum og rétti þeim. Svo sælir voru þeir félagar af ostinum, að þeir tóku ekki eftir því, þegar bóndinn reið I burtu og upp í dalinn til að líta eftir kúnum. Þegar hann var farinn, átu þeir ostinn og hvíldu sig. Og því næst, áður en hann kom til baka, grófu þeir niður þær litlu leifar af mannakjöti, sem enn var í fórum þeirra. Um ellefu um morguninn hafði Armando Serda lokið verki sínu og kom aftur til þeirra félaga. Canessa var ógöngufær, svo að hann var settur á hestinn, og nú lögðu allir þrír af stað niður dalinn. Þeir fóru yfir þverá Azufre og lengra niður í dalinn. A engi einu komu þeir að mannabústað, sem þeir höfðu ekki augum litið frá því flugvélin hrapaði. Þetta var ofur hrörlegt hús, endurbyggt á hverju vori, með tré- og bambusveggjum og þaki, því var haldið uppi af þrem stólpum, en þeim fannst það höll líkast. Gestgjafi þeirrá leiddi þá inn í garð, bauð þeim sæti við borð og kynnti þá fyrir starfsfélaga sfnum, Enrique Gonzalez. Þessi maður færði þeim vel útilátinn skammt af osti og nýmjólk, en Serda sneri sér að matseldinni. Innan skammrar stundar færði hann þeim hvorum um sig disk af baunasúpu, sem hann fyllti hvað eftir annað, er þeir höfðu tæmt þá. Þegar baunamáltfðinni var lokið, fengu þeir makarónur soðnar með smábitum af kjöti og loks brauð og steikarflot. Þegar þeir gátu ekki meira í sig látið, fóru gestgjafarnir með þá að litlum kofa hinum megin við húsið. Þar voru tvö þægileg rúm, þar sem Parrado og Canessa var boðið að hvila sig. Þetta gerðist fimmtudaginn 21. desember, en þá voru liðnir sjötíu dagar, frá því flugvélin fórst í Andesf jöllum .... Nóttina áður höfðu piltarnir fjórtán f flakinu verið vonlausari en nokkru sinni fyrr. Þegar þeir hlustuðu á útvarpsfréttirnar morguninn eftir, var ekki minnzt á neina björgun og þeir héldu áfram skyldustörfum sfnum í jafn þungum þönkum og daginn áður. En daginn eftir fékk Carlitos Paez glöggt hugboð um, að Nando Parrado og Roberto Canessa hefðu fundizt. Hann gekk til Fito Strauch og sagði ofur rólega: „Heyrðu, hvað ég segi, Fito, segðu hinum það ekki, ég finn það á mér, að Nando og Canessa hafa náð til mannabyggða.“ „Heldurðu í rauninni, að þeir hafi fundið menn?" spurði Strauch. „Já,“ sagði Paez. „En segðu hinum það ekki. Ég vil ekki valda þeim vonbrigðum, ef þetta reynist ekki rétt.“ Það var komið sólarlag og piltarnir gengu inn í flakið. Sjötugasta nóttin á fjöllunum var að ganga í garð. Þeir gripu talnaböndin sín og báðu, og þegar bænum þeirra var lokið, sagði Daniel Fernandez: „Bræður, ég finn það svo greinilega, að leiðangursmennirnir okkar eru komnir til byggða. Okkur verður bjargað á morgun eða hinn daginn.“ „Ég finn það líka,“ sagði Paez. „Ég fann það rétt áðan. Þeir eru komnir til byggða.“ Sfðan lögðust þeir vonglaðir til svefns. Morguninn eftir stilltu þeir á Montevideo eins og venjulega, til að hlusta á fréttirnar. Það fyrsta, sem þeir heyrðu, var að tveir menn. sem búizt væri við, að lifað Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.