Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 16
Aö sjöða úr köldu Framhald af bls. 5 og atvinnuvegirnir hafa alltaf gert. Almenningur bölvaði þeim og listamennirnir skopuðust' að þeim. Emil Thoroddsen sagði t.d.,! að maður, sem gengi með krónu-, seðla á sér, mætti ekki svitna, þá væri hann orðinn blankur. En hver rís nú úr öskustónni og hefir hundraðfaldað verðgildi sitt? Hver nema krónuseðillinn? Nú svitnuðu menn mikið á þeim árum. Þetta var áður en 8x4 leysti vandann. En nú slétta lukkunnar panfílar, sem eiga krónuseðla bara úr hrukkunum og gæti jafn- vel dottið í hug að láta innramma þá og hengja upp á vegg. Svona enda flókatrippin stundum í flokki gæðinga. Sigurbraut krónuseðilsins er þó ekki svipað þvl eins glæsileg og 2 eyringsins Verðlistar myntsalanna tjá okkur virðingarfyllst. að hver 2 eyringur sé tugakróna virði. Það er vandratað I völundar- húsi peninganna. Fyrir hverja krónu, sem bankinn lánar þér núna, ber þér að greiða 16 aura í vexti. En með hverjum 10 éyringi sem þú eignast hefir bankinn greitt 1 krónu 31 eyri. Það getur vel verið, að dr. Schacht, Morgenthau og Rocke- feller hafi verið miklir fjármála- spekingar. í mfnum augum var Haukur vinur minn Guðmunds- son öörum fremri. Hann hafði hvorki lesið „Das Kapital" né Adam Smith. Þaðan af síður Keynes, hvað þá Auðfræði séra Arnljóts á Bægisá. En enginn varðist fimlegar falli krónunnar en Haukur. Smámynt hans hækkaði stöðugt er pappírs- krónur annarra rýrnuðu. Og bankarnir kostuðu miklu til að sinna eftirspurn Hauks eftir smá- myntinni. Ekki hefði Hauki brugðið við spennufall, rafmagns-, olíu- né eldiviðarleysi. Hann tók öllu með stóískri ró, án þess að hafa heyrt Stóumanna getið. Hafði jafnan svör til reiðu engu síður en Dalabrandur úr- ræði í hanzkahólfinu. „Úr hverju sýður þú, Haukur“ sagði maður við hann í Vífilsstaðahrauni og svipaðist eftir hitunartækjum, er Haukur stöð fyrir veitingum. „Ég sýð úr köldu“ sagði Haukur og brosti óræðu brosi sínu. Arabía Framhald af bls. 3. í þriðja flokks vagni í tómri lest. Eftir óþolandi töf hreyfðist lestin hægt út af stöðinni. Hún silaðist áfram innan um hrörleg hús og yfir glitrandi ána. A Portland Row stöðinni þrengdi hópur fólks sér að klefadyrunum, en vörð- urinn ýtti honum til baka og sagði, að þetta væri aukalest, sem færi bara til basarsins. Ég var — BRIDGE — Nýlega var gefin út I Danmörku bók, sem ber nafnið EVENTYR-BRIDGE. Segir þar frá ýmsu skemmtilegu, sem komið hefur fyrir við bridge- borðið. Eftirfarandi spil er ur þessari bók: VESTUR: S: 8 H: Á-4 T: Á-G-6 L: K-D-6-5-4-3-2 NORÐUR: S: — H: 10-9-8-7-6-3 T: 8-7-5-3-2 AUSTUR: L: G-9 S: 7-6-54-3-2 H: G-2 T: 10-9-4 SUÐUR: l- 3.7 S: Á-K-D-G-10-9 H: K-D-5 T: K-D L: Á-10 Sagnirgengu þannig: V: N: A: S: 1L P. P. 4Sp. P. P. Dbl. Redbl. Ung og falleg stúlka sat í austri og þar sem félagi hennar, sem einnig var unnusti hennar, hafði opnað og hún átti 6 tromp, þá gat hún ekki stillt sig um að dobla og sagnhafi redoblaði án umhugsunar. Unnustinn í vestri lét út laufa kóng, sagnhafi drap með ási, tók 5 slagi í tromp og vestur kastaði hjarta, 2 tíglum og laufi. Næst lét sagnhafi út hjarta kóng, vestur drap með ási, tók laufa drottningu og lét út laufa 6. Láti unga daman í austri nú hjarta, þá verður spilið 3 niður, því sagnhafi verður að eyða siðasta trompinu, en þá á austur eitt tromp eftir. Unga daman hafði ekki fylgzt nægilega vel með, sennilega hefur hún haft hugann við unnustann, og þess vegna tromp- aði hún laufa sexið með síðasta trompinu. Sagn- hafi trompaði yfir og vann þar með spilið og þar að auki yfirslag. Engar sögur fara af hvað kærustuparinu fór á milli eftir spilið. áfram einn I tómlegum klefanum. Eftir nokkrar mínútur rann lestin fram með viðarpalli, sem slegið hafði verið upp. Ég fór út og gekk út á veginn og sá á lýstri klukku- skffu, að hana vantaði tíu mínút- ur í tíu. Framundan sást stór bygging og á henni blasti hið töfrandi nafn við. Ég fann engan sexpennfa inn- gang og þar sem ég var hræddur um, að nú liði að þvf, að basarnum yrði lokað, flýtti ég mér inn f gegnum hringhlið og rétti einn skilding að þreytulegum manni. Ég var staddur f stórum sal, sem að hálfu var umgirtur veggsvöl- um. Næstum allir sölubásarnir voru lokaðir og mestur hluti salarins var dimmur. Mér fannst ég þekkja þarna þögnina, sem fyllir kirkju eftir að guðsþjónustu er lokið. Eg gekk feimnislega fram í miðjan sal. Nokkrar mann- eskjur voru í kringum þá bása, sem enn voru opnir. Framan við tjald, sem á stóð Café Chantant, lýst upp með lituðum ljósum voru tveir menn að telja peninga á bakka. Ég hlustaði á glamrið f peningunum. Ég rifjaði með erfiðismunum upp fyrir mér, hvers vegna ég var þarna kominn og gekk yfir að einum básnum og skoðaði postulfnsvasa og blómskreytt testell. Við básdyrnar stóð ung dama og hló og talaði við tvo unga herra. Ég tók eftir enskuhreimn- um hjá þeim og hlustaði á við- ræður þeirra. „Ö, ég sagði aldrei neitt þvf- líkt.“ „Víst gerðirði það.“ „Nei, ég gerði það ekki.“ „Sagði hún það ekki?“ „Jú, ég heyrði til hennar." „Nei, það er skreytni....“ Unga stúlkan tók nú eftir mér og gekk til mín og spurði, hvort ég ætlaði að kaupa eitthvað. Hreimurinn í rödd hennar var ekki uppörvandi, hún virtist hafa ávarpað mig af skyldurækni. Ég leit auðmjúkur á risastóru vas- ana, sem stóðu eins og austur- lenzkir varðmenn sinn hvoru megin við dimman innganginn f sölubásinn og tuldraði: „Nei, þakka yður fyrir." Unga daman færði einn vasann til og sneri sfðan aftur til ungu mannanna tveggja. Þau byrjuðu á sama umræðuefninu. Einu sinni eða tvisvar leit unga stúlkan um öxl til mfn. Ég hangsaði fyrir framan bás- inn hennar, þó að ég vissi, að það var gagnslaust, en ég gerði það til þess, að áhugi minn á varningi hennar virtist eðlilegri. Sfðan sneri ég mér hægt við og gekk fram eftir miðjum salnum. Ég hringlaði peningunum í vasanum. Ég heyrði rödd kalla af öðrum enda veggsvalanna, að nú yrði slökkt. Efri hluti salarins var nú alveg myrkvaður. Eg starði upp í myrkrið og mér fannst ég vera skepna, sem orðið hefði leiksoppur hégómans. Mig sveið í augun af kvöl og reiði. Anna Marfa Þórisdóttir þýddi. 1’lKt‘fumii: II.f. Artiikur. Kt->kja\fk Framkv .slj.: Ilaraldur S\rinssnn Kilsljórar: Mutthfas Johaiim'ssrn Kyjúlfur Knnráú Júiissnn St> rmir (iiinnarssnn Kitslj.fllr.: (.isli SÍKurússnn Aujiiysiiiuar: Arni (farúar Krislinssnn Kilsijúrn: Aúalslræli li. Siuii 10100 Hanna, Ajax og eldhusræstingin Eða þegar Hanna kynntist því, að fljótandi Ajax með Salmíak-Plús er fljótvirkast og áhrifamest við að fjarlægja jafnvel erfiðustu óhreinindi í eldhúsinu. 1. Ég hafði átt við matargerð allan fimmtudaginn og bjóst því við óvenjuerfiðri föstudagsræstingu. 2. Enda byrjaði föstudagurinn ckki sérlega skemmtilega. Heppilegt, að ég hafði keypt Ajax. 3.Tvær brúsahcttur í fötu af vatni nægðu til að gera cldhúsið skínandi hreint aftur. 4. Það nægði að strjúka lauslega af skáphurðum til þess að þær yrðu gljáandi á ný. Ajax eyddi á stundinni allri fitu og blettum. 5.0g fastbrennd »uppúrsuðan« á cldavélinni. sem alltaf er erfið, lét undan fyrir ögn af óþynntum Ajax-legi. 6. »Þetta gekk eins og í sögu með Ajax, og nú er eldhúsið mitt alltaf Ijómandi hreint. Og svo angar það auk þess af hreinleika.« Fljótandi Ajax gerirhreinteins og hvítur stormsveipur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.