Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 6
SÍÐASTI HLUTI I’ilturiuin, scni lifað hafa af fluf>vclarslysið í Andes- fjrilluni, fcr fækkandi. Vaxandi örvæntingar gætir meðal Jieirra. Matarforðinn — frosnir lfkamar dauðra félaga Jieirra — minnkar sí og æ. Lciðangrarnir frá flakinu hafa engrar undankomu auðið úr þessum snjðóbyggð- um.-------- Við lok fyrstu viku desemhermánaðar, eftir 56 dags dvöl í fjöllunum, sáust tveir kondórar, sem voru á sveimi yfir þeim. Þessir ránfuglar voru fyrsta lífsmarkið, sem þeir höfðu orðið varir við í fullar átta vikur. Og piltarnir voru hraiddir um, að þeir mundu stinga sér niður og leggjast á líkin. Kondórarnir fylgdust vel með hreyfingum þeirra, en svifu aldrei niður. Kftir nokkra daga voru þcir horfnir. önnur lífsmerki urðu þeir varir við. Býfluga flaug inn í flakið. Nokkru síðar bættust við cin eða tvær, loks sáu þeir fiðrildi flögra fyrir utan flakið. ()g nú var farið að verða heitt á daginn, svo heitt iniðdegis, að þeir sólbrunnu og varir þeirra sprungu, svo að úr Jieim bla'ddi. Sumir þcirra rcyndu að búa til tjald úr klæðastranga, sem Liliana Methol hafði kcypt I Argentínu í föl á dóttur sína. Þegar Roy Harley, Nando Parrado, Roberto Canessaog Antonio Vizintin voru komnir til baka úr leiðangrinum, höfðu þeir sagt þeim þrettán, scm dvalið höfðu í flakinu, að þeir hefðu heyrt um útvarpið, að leitin að þeim hefði verið tekin upp að nýju. Þrátt fyrir það héldu þeir fast við hugmyndina um nýjan leiðangur. Og þeir lögðu kapp á, að Parrado, Canessa og Vizintin færu sem fyrst af stað. Það kom brátt i ljós, að þótt fréttin um nýja leit hefði ekki dregið úr Parrado að leggja upp, þá hafði hún vakið nokkra tregðu hjá Canessa, hann var hikandi við aó ha'tta lífi sínu f fjöllunum. „Það væri fráleitt að fara,“ sagði hann. „Vél á leiðinni að leita að okkur. Það er heimskulegt að ha'tla lífinu, sé það ekki nauðsynlegt." Hinir voru sárir yfir drættinum. Ekki voru þeir sérlega bjartsýnir, að flugvélin mundi finna þá. Þá skorti mat, þvl að þó svo þcir vissu, að llkamar huldir snjó væru undir fótum þeirra, gátu þeir ekki fundið þá eða fundu aðcins þá, sem þeir höfðu komið sér saman um að eta ekki, eins og lík Liliana Methol. Nú höfðu þeir staðizt þrautir og harðræði I átta vikur og voru dálítið hreyknir af. Þa Iangaði að sýna það, að þeir væru menn til að bjarga sér sjálfir. Óþolinmæði Fito Straueh var raunhæfari. „Geturðu ekki gert þér grein fyrir því,“ sagði hann við Canessa, „að þeir eru ekki að leita að lifandi mönnum? Þeir eru að leita að þeim dauðu. Þeir ætla að taka myndir úr lofti og snúa sfðan heim, framkalla þær og athuga nákvæmlega. Það tekur þá vikur að finna okkur." Þessi röksemd virtist sannfæra Canessa og nú tóku allir að undirbúa lokaleiðangurinn. Eduardo, Fito Strauch og Daniel Fernandes skáru kjöt, ekki aðeins til daglegrar neyzlu þeirra heldur í nesti handa Ieióangurs- mönnum. Aðrir voru látnir sauma svefnpoka úr hlýju efni, sem þeir höfðu fundið I stélinu. Parrado troðfyllti bakpoka, sem búinn var til úr bux- um. 1 hann stakk hann áttavita vélarinnar, ullarábreiðu móður sinnar, fjórum pörum af sokkum, vegabréfi sfnu, fjögur hundruð Bandarfkjadollurum, vatnsflösku, vasa- hníf og varastifti vegna sprunginna og blæðandi vara sinna. Vizintin stakk rakvél í bakpokann sinn. Hún var gjöf frá föður hans og þvi vildi hann ekki skilja hana eftir. Hann setti einnig niður kort flugvélarinnar, rommflösku, vatnsflösku, þurra sokka og skammbyssu, sem þeir höfðu fundið í vélinni. © Bakpoki Canessa var fullur af lyfjum, sem hann taldi að þeir þyrftu á að halda, og að auki stakk hann niður smyrslum til verndar húðinni, pennahnff Javier Methols. skeið, pappiðrsörkum, vænum vfrspotta og verndargrip. Ekki gátu allir unnið að undirbúningnum. Numa Turcatti hafði hnignað dag frá degi. Heilsa hans, ásamt heilsu Roy Harley og Coehe Inciarte, hafði valdið þeim Canessa og Gustavo Zerbino, „doktorunum" sveim.þung um áhyggjum. >ó að öllum þætti vænt um Turcatti, þá hafði Pancho Delgado verið nánasti vinur hans fyrir slysið, og það var Delgado sem tók það að sér að líta eftir honum. En Turcatti hélt áfram að hnigna. Og samfara dvínandi kröftum varð hann afskiptalausari og daufari; hann bar sig ekki eftir björginni, svo að enn dró úr honum. Hann hafði og fengið legusár á rassinn, og þegar Zerbino fletti hann klæðum til að rannsaka það, sá hann, að hann var í rauninni holdlaus á bakinu. öðru hvoru var Turcatti með óráði. Aðfaranótt 10. desember svaf hann vel. En þrátt fyrir góðan svefn, féll hann í mók morguninn eftir og andardrátturinn varð óreglulegur. Delgado laut niður við hliðina á honum og fór að lesa bæn. Þegar hann var að biðja, stöðvaðist andardrátturinn... Dauði Turcatti kom því til leiöar, sem röksemdafærsl- unni hafði ekki enn tekizt. Hann knúði Canessa og félaga hans til að taka sig upp. Harley, Inciarte og Sabella voru allir veikburða. Eins dags frestur gat dregið skil milli lífs og dauða. Það var þvf samþykkt, að lokaleiðangurinn skyldi hefjast daginn eftir, og stefnt beina leið til Chile. Nando Parrado sagði Strauchfrændunum, áður en hann skreið inn f flakið um kvöldið, að ef þeir yrðu matarlausir, skyldu þeir eta móður sfna og systur. Frænd- urnir þögðu, en svipbrigðin í andliti þeirra gáfu til kynna, hve þeir höfðu komizt við af orðum Parrado. Klukkan fimm morguninn eftir bjuggu þeir Canessa, Parrado og Vizintin sig undir að fara. Parrado var f skyrtubol og kvenbuxum úr ull, þrennum karlmannsbux- um og sex peysum. Hann var með balaklavahúfu á höfðinu, hettu og axlahlffar, sem hann hafði skorið af loðkápu Súsönnu systur sinnar, og yzt f sfðtreyju. Hann var í fjórum pörum af sokkum undir rugbystígvélunum. Þá hafði hann hanzka, sólgleraugu og staf úr áli. Vizintin var einnig með balaklavahúfu. Hann var i mörgum peysum og buxum með regnvarnarlagi og spönskum stígvélum. Hann bar þyngstu byrðina, er f var meginið af kjötinu, í rugbysokk. Þar var og feitin til að viðhalda orkunni og lifur til fjörefnagjafar. Birgðirnar áttu að endast í fimmtán daga. Canessa bar svefnpkann. Honum þótti gott að hugsa til þess, að hver flík, sem hann hafði íklæðzt, var af bezta tagi. Eina peysuna hafði vinur móður hans gefið honum, önnur var frá sjálfri móður hans og þá þriðju hafði Lára, stúlka, er var góður vinur hans, prjónað handa honum. Einar buxurnar hafði Daniel Paspons átt, hann var dáinn, og beltið hafði Parrado gefið honum. Hann var einnig með skíðahanzkana hans Panchito Abal, sem ekki var lengur f lifandi manna tölu, og í skiðastfgvélum, sem Javier Methol átti. Strauchfrændurnir færðu leiðangursmönnum morgun- verðinn. Hinir biðu í þögn: allir vissu þeir, að þetta var síðasta vonin þeim til lífs. Þeir féllust í faðma, og Parrado, Canessa og Vizintin héldu af stað í fjallferðina. Þeir gengu upp eftir dalnum, þó að þeir vissu, að þessi stefna lá til útnoröurs og að einhvern tfma yrðu þeir að breyta henni f hávestur og klifra beint upp fjallið. Það, sem olli þeim áhyggjum, var, að brekkurnar, sem um- Iuktu þá, voru svo háar og snarbrattar. Cannessa og Parrado fóru að karpa um það, hvenær þeir ættu að klifra þær upp. Að lokum urðu þeir sammála, lásu á áttavitann og hófu uppgönguna. Snjórinn var tekinn að bráðna, svo að þeir sukku upp í hné I snjóskónum sínum, sem að vfsu voru frumstæðir. Blautur snjórinn þyngdi sessurnar. En áfram héldu þeir, hvíldu sig oft, og þegar þeir námu staðar miðdegis, voru þeir komnir ærið hátt. ' Eftir að háfá shætt kjöt og fitu, héldu þeir aftur af stað. Aform þeirra var að ná upp á toppinn fyrir dimmuna, en á þeim tíma, er sólin hvarf á bak við fjöllin. voru þeir harla fjarri markinu. Þeim var ljóst, að þeir yrðu að sofa í fjallshlíðinni og þeir fóru að skima eftir sléttu yfirborði. Þeim til hryggðar fundu þeir það ekki. Það var orðið dimmt og ótti settist að þeim. Þeirkomu áð mikilli grjóturð, þar sem stormurinn hafði myndað slakka í snjóinn. Þar slógu þeir niður tjaldi og skriðu inn í svefnpokann. Þeir fengu sér kjötbita og koníakstár og að lokum sofnuðu þeir eða blunduðu. Annars var nóttin of köld og jörðin of hörð til þess að þeir gætu notið góðs svefns, og þegar tók að skíma, voru þeir vakandi. Þegar sólin kom upp, hófu þeir gönguna að nýju, Parrado fyrstur og Canessa og Vizintin á eftir. Nú var f jallið svo bratt, að Vizintin þorði ekki að líta til baka. Síðla dags voru þeir enn þá ekki komnir upp á tindinn, og þó að þeim fyndist sjálfum, að þeir væru að komast að marki, voru þeir hræddir um, að þeim skjátlað- ist eins og daginn áður. Þeir litu fram fyrir sig og fundu svipaðan slakka og kvöldið áður og ákváðu að gista þar yfir nóttina. Daginn eftir, jafnskjótt og birti, bjó Parrado sig undir að halda áfram ferðinni. En Canessa var ekki eins ákveðinn og stakk upp á því, að Parrado og Vizintin skildu bakpokana eftir hjá sér og klifruðu lengra upp fjallið til að vita, hvort þeir kæmust upp á tindinn. Að þessu gekk Parrado og lagði af stað og Vizintin á eftir honum, og f ákafa sfnum að ná markinu skilaði honum vel áfram, en Vizintin dróst aftur úr. Uppgangan hafði orðið firnaerfið. Snjóveggurinn var næstum lóðréttur og Parrado varð að grafa spor, er komu Vizintin að gagni. Hefði Parrado misst fótanna, hefði hann hrapað mörg hundruð fet, en þetta dró ekki kjark úr honum. Fönnin var svo brött og himininn fyrir ofan svo blár, að hann var sannfærður um, að nú væri hann að komast að markinu. Þegar hann var að klifra upp, sagði hann við sjálfan sig: „Bráðum fæ ég að sjá dal, á, tré og grænt gras.“ Og allt í einu varð allt nýtt, útsýnið hafði breytzt. Hann var á fjallstindinum. Gleði Parrados yfir því að hafa náð markinu varaði ekki nema nokkrar sekúndur. Það sem við blasti var ekki grænn dalur, heldur röð af svæfi þöktum fjöllum. I fyrsta sinn fannst nú Parrado öllu lokið. Hann lagðist á hnén og langaði mest til að hrópa og formæla-óréttlæti himinsins, en hann kom engu orði út úr sér, og þegar hann leit upp aftur, sprengmóður eftir áreynsluna, veik örvænting hans fyrir vitundinni um, að hann hefði klifið einn af hæstu tindum Andesfjalla. Og þegar hann virti fyrir sér landslagið framundan, tók hann eftir því, að beint f vestri voru tveir fjallstindar auðir. „Einhvers staðar hljóta fjöllin að enda,“ sagði hann við sjálfan sig. „Ef til vill eru þeir f Chile.“ Að sjálfsögðu var sannleikurinn sá, að hann vissi engin deili á fjöllunum, en hugmyndin glæddi bjartsýni hnas, og þegar hann heyrði Vinzintin kalla á sig, hrópaði hann niður til hans: „Snúðu við og sæktu Canessa. Segðu honum, að nú séu horfurnar góðar. Segðu honum að koma sem fyrst, svo að hann geti sjálfur séð.“ Canessa klifraði silalega upp fjallið. Hann skildi bak- pokann eftir hjá Vizintin, sem hélt kyrru fyrir neðar. Það tók hann klukkustund lengur að komast upp en Parrado. Þegar hann að lokum stóð á tindinum, horfðihannforviða á endalaus fjöllin. „En við höfum náð því,“ sagði hann. „Það eru ekki nokkur tiltök að komast yfir þau öll.“ „En sjáðu,“ sagði Parrado. „Horfðu til vesturs. Sérðu ekki fjöllin tvö, sem eru auð.“ „Þau eru í margra mílna fjarlægð. Við yrðum eina fimmtíu daga á leiðinni þangað." „Fimmtíu daga? Held- urðu það? En lfttu þangað." Parrado benti miðja vegu. „Ef við göngum niður þetta fjall og eftir þessum dal, liggur leiðin til þeirra.“ Canessa fylgdi bendingum Parrado. „Vera má,“ sagði hann. „En leiðin mun taka okkur fimmtíu daga og matarbirgðirnar endast aðeins í tíu daga.“ „Veit ég það,“ mælti Parradó. „En mér datt dálítið f hug. Hvers vegna sendum við Vizintin ekki til baka? Við fáum matinn hans, og með skynsamlegri skömmtun endist maturinn okkar í tuttugu daga.“ „Og hvað svo?“ „Hvað svo? Við finnum einhver ráð...“ Þeir röktu spor sín niður fjallið og komu til Vizintin um klukkan fimm síðdegis. Er þeir sátu að snæðingi, sneri Canessa sér að honum og sagði ofur blátt áfram: „Heyrðu, Tintin. Nando telur það ráðlegast, að þú snúir aftur til flaksins. Það yki matarbirgðirnar okkar." „Snúa við?“ sagði Vizintin, og ljómaði upp. „Sjálfsagt. Ef ykkur finnst það.“ Og áður en hinir lögðu frekar orð í belg, hafði hann þrifið bakpokann sinn. „Ekki í kvöld,“ sagði Canessa. „Þú ferð snemma í fyrramálið." „Gott og vel,“ sagði Vizintin. „Ágætt.“ „Þú hefur ekkert á móti þvf?“ „Nei. Ég fer að ykkar ráðum.“ „Þegar þú kemur til baka,“ mælti Canessa, „segðu þá hinum, að við höfum haldið f vestur. Og ef vélin finnur ykkur og ykkur verður bjargað, þá gleymið okkur ekki.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.