Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Page 2
Höggmynd Sigurjóns Ólafssonar af Sigurði Nordal. Myndin er tekin á yfirlitssýningunni að Kjarvalsstöðum f sumar. 6. sept. 1919 Margblessaður og sæll, samt hjartans þakkir fyrir síðast, te voir, c'est t'aimer. Myndar skömmin óbúin enn því meistarinn syngur: spiritus mecum en ekki tecum þegar hann á að Ijós- mynda! Mikill er breyzkleiki manna og skepna, ef ekki líka anda og engla! „Fornar ástir" keypti ég óðara, og hefi meira um þá bók að segja en ég fæ sagt þér eða öðrum, hálf-sjónlaus og hálf-örvasa ræfillinn. Samt vil ég segja, að kverið las ég með mikilli aðdáun — eins og það er til orðið, c: samið og sett á prent af byrjanda í æskunnar ofurhug, með djarfleik og einurð sak- lausrar hreinskilni. En margt hef ég að athuga, því tómt andríki nægir mér ekki, né tóm snildin, c: l'art poui l'art. Ég heimta princíp og meining í tilverunni (telos), ekki ein- tómar fantasmagoríur, eilífar andríkar descripions og frum- legar kenningar (metafora). Qui bono? hvern þremilinn á að gera við hringlandi band- vitlausa tilveru? Auðvitað er það að hálfu leyti (?) satt, að sælla sé að leita en finna (sbr. að gefa heldur en þiggja); en ég sem fyrir 20 árum var orðinn gigtveikur af materíu. Geturðu lesið? Því ekki sé ég almennilega hvað ég skrifa, og tek nú annað blað. — Nei, ég á eftir 4. blað- síðuna! Ég kem aftur að þínum „Fornu ástum". 1. sagan skratti skemtileg, og einkum er sagan Spekingurinn snildarverk. Skagastelpuna á ég erfiðara með að goutera, þar fanst mér fyrst sem skáld- ið hefði beizlað ótemju úr álfheimum saman setta af ástum og losta allrar ver- aldarinnar og riði svo í loftinu ýmist til efstu eða neðstu heima!. Nú skilst mér skepn- an eitthvað betur, en þó er hún fin de siécle saga og andrlk dægurfluga einsog önnur fiðrildi. En fj. . . ert vel gefinn og elskulega gáfaður! Ég vildi ég ætti þig! Og dáindislaglegt handarvik hef- ur alveldið eða almættið unnið þegar (Nei, nú nýtt blað!) já, lagt [sic; mun eiga að vera: laglegt] handarvik hefur almættið unnið þegar það dró þig auman maðk upp úr allsherjar rennisteini unde oriuntur gentesj) gaf þér hvolpinum konungsríki móð- urfaðmsins og ekki nóg með það, heldur gaf þér árlega, daglega I vöggugjöf homöo- patist útsæði í að verða hinn fjölkunnasti maður, svo doktor og prófessor! BRÉF MATTHÍASAR JOCHUMSSONAR TIL SIGURÐAR NORDALS Eitt sinn fyrir nokkrum árum þegar við Sigurður Nordal áttum tal saman um kynni okkar af Matthiasi Jochumssyni, tók hann fram nokkur gömul bréf sem Matthias hafði skrifað honum, og bað mig að lesa sér þau hátt. Ég fann hve honum þótti vænt um þessi bréf. Ég undraðist með sjálfum mér að Stein- grimi Matthíassyni skyldi ekki hafa tekist að fá þau til prentunar, þegar hann gaf út hið mikla bréfasafn föður síns á hundrað ára afmæli hans 1935. Mér fannst skýringin hlyti að vera sú, að Nordal hefði kinokað sér við að láta frá sér fara til birtingar bréf, þar sem svo mikið lof var borið á hann sjálfan. Ég bað hann um að mega eignast Ijósrit af bréfunum, og um leyfi til að birta þau eftir hans dag, ef svo skyldi fara að ég yrði honum langlífari. Hann féllst á það. Hann hafði verið nokkurn tlma á Akureyri sumarið 1919, og þeir Matthías átt margar og langar viðræður. í bréfunum kemur fram hvernig hinn ungi prófessor kom Matthíasi fyrir sjónir, bæði af viðkynningunni og af bók hans FORNUM ÁSTUM, en hún kom út haustið 1919. Matthías er líka ómyrkur í máli um lífsskoð- un sína og trúartilfinningar undir æfilokin, og áhuga sinn á öllum tilraunum til að öðlast vitneskju um annað lif eftir jarðneskan dauða. Ég hygg að þessi bréf lýsi honum betur á efstu æfiárum en flest önnur, og bæði kynlegri andans æsku í fjörgömlum manni, sem vaxandi mæðu af líkamlegri hrörnun — og skömm á eigin ellimörkum. Ljósmyndina af Matthíasi, sem hér fylgir þessum bréfum, sendi hann Sigurði Nordal, og skrifaði á hana: „Áratugi þrenna þrjá þessi mynd þér uni hjá. Mestu snild svo megir ná, mæli ég um og legg ég á! 11/11 '19 ' Matth.Joch." Örfáar skýringar við staði í bréfunum hef ég talið rétt að setja neðanmáls. Kristján Albertsson. monistahringliog gerðist brot úr dulfræðingi, ég segi: skltt með tóma lúsaleit í Iffi þessul ég vil finna, ég vil þiggja, þiggja! Ég vil að vísu líka leita, þar er: knýja á, kalla, biðja, hrópa: er enginn heima? Ég vil hafa tilgang, Guð! ég heimta Guð, eitthvað sem er sama sem Guð. Og svarið! Svarið? Það er að visu de quo disputator. En sé viss- an nær en fin de siécle maður hyggur, vissan um lífs- ins óendanleik og anda vors áframhald — hvað svo? Leit- aðu, leitaðu og haltu áfram að þróast og þroskast, eink- um í góðleik og allri dáð og drengskap, mildi og mannást, svo — birtir, birtir, birtir, og hringl mannkynsins verður oss eðlilegt eins og leikur umskiftanna hjá karlinum, sem horfði á hálfvitlausan hópinn og hrópaði: „Gaman er að börnunum!" Jeg kan ej fá solen pá himlens rund, og darför jag intet begár, sagði Vitalis. Nei, ég læt mér minna nægja. Rask lét sér nægja nýmjólk- ursopa og fiskstykki til dag- verðar hjá Jóni Þorlákssyni, þvi í st. [þ.e. staðinn] fyrir steik og ommelettur og smér bað klerkurinn halti, sköll- ótti og hálfhungurmorða á borð þá andans orku og æskufjör, sem í augum hins ágæta gests vóg meira en alt sykur og sælgæti Norður- landa! í haust er öld síðan Jón Þorláksson hvarf yfirum; heyrðu það háskóli vor si aures qui audiunt habesl 2) Eins og blautu haustin og hrossafellis veturnir fyrrum hefur nú skáldafellisár yfir oss dunið. Og Jóhann Sigur- jónsson rak nú lestina! Nú, þvf ekki við H.H. Ifka? við erum að m.k. báðir á heljar- þröminni I En — „þetta en".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.