Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Blaðsíða 8
íslenzk Nóra: GuSrún Ásmundsdóttir í hlutverki Nóru i Brúðuheimili Ibsens. sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu I fyrra
Halldör Halldörsson
NÓRA
OG NÚ-
TÍMINN
Það er engu líkara en Brúðuheimili
Henriks Ibsens sé komið í tízku. Bæði
hérlendis og erlendis hefur skollið yfir
umtalsverð Nóru-flóðbylgja. Þjóðleikhús-
ið sýnir verkið í vetur, tvær kvikmyndir
byggðar á því voru sýndar hér á dögunum
og síðastliðinn vetur sáum við norska
sjónvarpsgerð Brúðuheimilis.
Guðrún Ásmundsdóttir, Jane Fonda,
Blaire Bloom og Lise Fjeldstad hafa túlk-
að fyrir okkur Nóru hver á sinn hátt. Auk
þess má nefna, að Liv Ullmann og Ingrid
Vardun hafa spreytt sig á þessu drauma-
hlutverki nýlega. Þá er vert að geta þess,
að Brúðuheimili verður sett upp á
Broadway snemma á næsta ári og mun
Liv Ullmann fara með hlutverk Nóru.
HvaS veldur þessari skyndilegu endurupptöku Brúðu-
heimilisins? Á hverju höfSar verkið einmitt til okkar nú?
Vandamálin, sem fjallaS er um I leikritinu eru margþætt, en
verkið ber óneitanlega vott um hugsunarhátt, sem sprottinn
er upp úr því, sem kallað er siðgæðisþreyta. Það skyldi þó
aldrei vera, að vinsældir Brúðuheimilis séu fyrirboði um
upplausn I andlegum og siðferðilegum efnum, að aukin
einstaklingshyggja eða e.t.v. eigingirni sé í uppsiglingu.
MERKISAFMÆLI
Nei. Við skulum halda okkur við einfaldari skýringar. Eftir
því, sem næst verður komizt hefði Nóra nefnilega orðið 125
ára gömul ár. Við erum að halda upp á afmælil
Ef nórurnar á tíma Ibsens hefðu lifað væru þær semsagt
orðnar 125 ára gamlar. Og ef þær lifðu eru litlar Itkur til þess,
að þær létu eitthvað að sér kveða, hundgamlar og haltar.
Rauðsokkum nútlmans hefði að minnsta kosti orðið Iftíð lið að
þeim. Svo er llka öruggt. að nórurnar og rauðsokkurnar hefðu
átt bágt með að skilja hverjar aðrar.
En ein Nóra lifir: Nóra Ibsens. Meira að segja hún á I
erfiðleikum með rauðsokkurnar, sem virðast halda, að mann-
réttindabarátta sé einkaeign kvenleggsins og snúist að mestu
um uppvask. Nei, Ibsen var að skrifa um mannréttindi í víðum
skilningi, frelsi einstaklingsins og aðalpersónan hefði þess
vegna alveg eins getað verið karlmaður. Reyndar skrifaði
Strindberg. sænskur samtímamaður Ibsens, leikrit um kúgað-
an karlmann.
Vandamálið um mannréttindi er slgilt. Þess vegna eru
vandamál Nóru jafngild I dag og árið 1870, þegar Brúðu-
heimili var samið. Barátta kvenna fyrir jafnrétti á sjálfsagt
sinn þátt I þvl, að Nóra höfðar til samtimans i jafnrlkum mæli
og raun ber vitni. En í verkinu er fjallað um mörg önnur
vandamál, sem ekki mega gleymast í einblíningunni á kven-
hetjuna Nóru. Hún var fyrst og fremst einstaklingur, sem háði
sína eigin réttindabaráttu. Hún er skóladæmi um kúgaðan
einstakling. En hún sat ekki i starfshópum með samtimarauð-
sokkum til þess að finna lausn vandans. Hún leitaði svara hjá
sjálfri sér.
Niðurstaða þess þriggja daga eftirmála og raunar formála að
lifi Nóru, sem okkur hefur gefizt kostur á að kynnast, er að
minu mati sú, að sérhver einstaklingur, jafnt konur sem karíar
eigi rétt á fullu sjálfstæði. Megináherzlan er lögð á það, að
eiginkona lifi lifinu á eigin visu í jafnmiklum mæli og eigin-
maðurinn og persónuleiki hennarfái að þróast sjálfstætt.
Viðfangsefnið er liffræðilegar og siðferðilegar hugmyndir
um örlög. Svarið, sem við fáum að leik loknum er i fyrsta lagi,
að þrátt fyrir allar venjur og hömlur geti einstaklingurinn
frelsazt og verið sjálfstæður; hvers konar löghyggju i andlegu
lífi mannanna er hafnað. Og i öðru lagi er okkur sagt, að allur
sannleikur sé huglægur og i raun hið sama og djúpstæð
einstaklingshyggja.
Náma vandamála
En það býr meira I Brúðuheimili en aðeins þetta. Þar er
fengizt við námu mannlegra og þjóðfélagslegra vandamála,
vandamála, sem alla tíð hafa fylgt mannkyninu og niunu að
líkindum gera. Að þessu leyti er Brúðuheimili sigilt verk. Það á
fyllilega erindi við samtimann, og ef til vill enn meira erindi
við okkar samtíma en samtima Ibsens. f almennum orðum má
lýsa verkinu sem þjóðfélagsádeilu, ádeilu á stöðu konunnar
eða kannski enn frekar ádeilu á stöðu mannsins i heiminum
yfirleitt.
Hinn siðferðilegi boðskapur verksins i árás á rótgrónar
kreddur og samfélagssiðgæði sem eins konar yfirvald I víð-
tækum skilningi og þá ekki siður árás á formgerð hjónabands,
sem byggist á þessu samfélagssiðgæði. Endanleg afstaða
Nóru til eiginmannsins Þorvalds Helmer gengur i berhögg við
gildandi siðferðisvenjur og þessi afstaða á að sýna okkur fram
á hin sönnu skilyrði hjónabandsins.
f lífi okkar verðum við stöðugt fyrir nýrri reynslu. Allir
breytast á einhvern hátt. Nóra Helmer er kona um þritugt, og
einmitt þegar við kynnumst henni verða á henni hamskipti.
Hún verður fyrir nýrri afdrifarikri reynslu og út á við virðist
algjör bylting hafa átt sér stað i afstöðu hennar til lifsins. í
hverju þessi nýja afstaða felst kynnumst við raunar ekki nema
að litlu leyti. Staðreyndin, sem skiptir máli er, að hún skyldi
taka afstöðu og kveðja mann og börn.
Sjálfsvera
f Skirni 1928 fjallarÁgúst H. Bjarnason um Henrik Ibsen og
nokkur verka hans. Reyndar ræðir hann einungis um nokkur
fyrstu verka hans, en eftirfarandi tilvitnun í prófessor Agúst
lýsir vel viðleitni Ibsens sem leikritahöfundur:
„Það er sjálfið eða sjálfsvera mannsins, sem er aðalvið-
fangsefni hans, hvort hún er veik eða sterk, og hvort hún
sigrar eða bíður ósigur i baráttunni við óhemjurnar í brjósti
manns. Einkum er það ein hugsun, sem kemur einna greinileg-
ast í Ijós i höfuðritum Ibsens, og hún er sú, að guð eða
forsjónin eða „heimsviljinn" eða hvað maður á að kalla það
hafi falið i hvers manns sál einhvers konar hugsjón, einhverja
köilun, er honum beri að rækja og reyna að koma i fram-
kvæmd með Iffi sínu og starfi."
Þótt prófessor Ágúst minnist hvergi á Brúðuheimili i til-
vitnaðri Skirnisgrein, er engu likara en hann hafi einmitt haft
Brúðuheimili i huga. Þetta sýnir, að Ibsen hefur i flestum
verkum sínum verið að skrifa tilbrigði við stef, stefið, sem
Ágúst lýsir svo prýðilega.
Rauður þráður í Brúðuheimili er spurningin um arfgengi
skoðana í þjóðfélagi og hins vegar ómælanleg áhrif ytra
umhverfis á einstaklingana. Og hvort tveggja er þetta sam-
tvinnað. Skapgerð Nóru og raunar allt hátterni hennar er skýrt
með beinni tilvfsun til föður hennar. Hann á að hafa verið
veikgeðja maður, og allt, sem f augum Þorvalds telst til
veikleika í fari Nóru, rekur hann til föður hennar. i áherzlu-
skyni er persóna Nóru tvfskipt. Eina stundina er hún lævirki
eiginmannsins, sakleysið uppmálað, en i raun Ijúgandi. Hina
stundina er hún heilsteypt persóna, sem f ært hefur fórnir fyrir
eiginmanninn án hans vitundar. Hvor persónan er sönn eða er
hin sanna Nóra þessar tvær persónur eða er hin sanna Nóra
hvorug þessarra persóna. Veit Nóra ekki af þvi, þegar hún er
brúða Helmers og lýgur að honum um makarónukökurnar? Er
hún sér óvitandi um ósamkvæmnina f háttalagi sfnu yfirleitt.
Svarið er bæði játandi og neitandi um það af fortið Nóru, sem
við kynnumst, en neitandi um þá þrjá daga, sem við höfum
hana undir smásjá.
Hamskipti
Ég á við, að Nóra hafi smám saman verið að þroskast og sú
breyting, sem varð á henni á þriðja degi hafi ekki verið
stökkbreyting. Nóra varð ekki fyrir hugljómun, heldur áttu
hamskipti hennar sér rætur i ihygli og stigvaxandi skapgerðar-
styrk. Nóra beið þess að geta greitt upp skuld sina við
Krogstad. Von hennar um „hið undursamlega", að hún gæti
hafið nýtt Iff með Þorvaldi sem sjálfstæður einstaklingur
brást. Von hennar um, að Þorvaldur væri heilsteyptur og
sannur maður brást. Þessi uppgötvun var snögg. og þess
vegna verka hamskipti Nóru einnig sem snögg. En þau áttu
sér langan aðdraganda. Það, sem brást, var von, og hún gerði
sér grein fyrir þvi, að vonir geta brugðist. Nóra var ekki brúða,
heldur lék hún brúðu.
Vissulega var Nóra ekki fullkomin. Henni tekst t.a.m. ekki
fyllilega að finna samræmið milli innra og ytra lifs. Það er ein
af ástæðunum fyrir þvi, að hún brýzt út úr brúðuheimili til
þess að finna sig á nýjan hátt í þvi samfélagi, sem hún hefur
ekki kynnzt áður. Hinn gamli vandi um samræmi manns og
samfélags fær þannig á sig nýja mynd.
Vanafesta og ihaldssemi er flestum nauðsynleg, til að þeir
geti náð settu marki í lifinu, og ástæðan fyrir vanafestunni og
íhaldsseminni er einmitt tiltekið, ákveðið markmið. Einblining
á það þrengir sjóndeildarhringinn og hamlar persónulegum
þroska. Einnig hamlar það auknum þroska flestra. að þeir gera
ráð fyrir, að þeir geti öðlazt „fullan þroska", að braut
þroskans sé endanleg. Nóra á hinn bóginn gerir sér grein fyrir
þvf, að endurskoðun verður að eiga sér stað. Endurskoðun og
endurmat á eigin lífsferli felur í sér þroska og sjálfstæði, ef
þetta endurmat byggist á þvl, að viðkomandi liti i eiginn barm.
Nóra spyr sjálfa sig, en Þorvaldur býst frekar við svarinu
einhvers staðar I skrifborðsskúffunni.
Leikfang
Tilgangurinn með framansögðu er að sýna fram á, að
vandamálið, sem Nóra glímir við, er siðferðilegt. Hún hefur
lifað í blindri trú á þær venjurog kreddur sem faðir hennar og
Þorvaldur hafa verið umkringdir af. Afstaða hennar gagnvart
föðurnum og til að byrja með gagnvart Þorvaldi hefur verið
afstaða barnsins og unglingsins. En hún fer smátt og smátt að
gera sér grein fyrir þvi. að hún er leikfang í höndum Þorvalds á
sama hátt og hún var leikfang föðurins. En blind trú Nóru eða
sjálfsblekking er að vissu leyti viðtækari en hún virðist i
upphafi. Sjálfsblekking hennar stafar fyrst og fremst af trú á