Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Blaðsíða 10
í nýjustu kvikmyndinni, sem gerð hefur verið af Brúðuheimili Ibsens, fer kvikmyndaleikkonan Jane Fonda með hlutverk Nóru. milli nýs hugsunarháttar I tlmanum og hins vegar ættar eða kerfis, sem ekki tekst að breyta eftir þessum hugsunarhætti. Biðleikur Kúgunin er þeim báðum sameiginleg. Eftir eins árs hjóna- band tók Nóra ákvörðun upp á eigin spýtur. Hún tók ákvörðun fyrir hönd Þorvalds, þar sem hann var þess ekki umkominn vegna veikinda. Þessi ákvörðun hlýtur að hafa orðið til þess, að Nóra, sem fram að þessu hrfði látið taka ákvarðanir fyrir sig, hefur gert sér grein fyrir þvr, að hún hefur ekki verið borin i heiminn til þess að vera leikfang annarra. Ákvörðunin hlýtur að hafa orðið til þess, að hún garði sér grein fyrir möguleikum sínum. Dómgreind Nóru er óbrengluð og tilfinningalíf ósvikið. Þrátt fyrir vott af ábyrgðarleysi F athöfnum hennar og orðum eru hugsanir hennar og takmark hrein. Ábyrgðarleysið er ekkert annað on biðleikur. Um Nóru má segja, að i grundvallaratrið- um hafi hún verið heilsteypt, en þegar „krisan" kom olli það henni gifurlegum sársauka og hún varð nánast ráðþrota. Hún komst að bráðabirgðaniðurstöðu, sem fólst í þvi, að hún ákvað að leita að svari um líf sitt sjálf. Því er óhætt að draga þá ályktun, að hinir örlagariku dagar, sem við kynnumst, eru eins konar inngangur að lifi, sem ef til vill var ekki hamingjurikara, en fól örugglega meira sjálfstæði i sér fyrir Nóru. Niðurstaðan er, að óhagganleg náttúrulögmál drottni ekki yfir mannlegri tilvist, að fyrirbærum eins og sekt og miskunn sé ekki þröngvað upp á okkur sem lið i einhverri vélrænu. Þvi að ef svo væri, hefði einstaklingurinn ekkert að segja, hann væri aðeins verkfæri og þolrænt fórnarlamb einhverrar lög- hyggju. „Mænuveikin" Ævisaga heimilisvinarins Ranks er skörp lýsing á aldagömlu siðferðilegu vandamáli. Af hverju eru hinir saklausu látnir þjást? Læknirinn var að visu ekki algallalaus mannvera, en hvað varðar „mænuveikina", sjúkdómstákn úrkynjunarinnar. sem kostaði hann lífið, var hann alsaklaus. Sárasóttin ereins konar tákn fyrir syndir ættarinnar, sem veldur tæringu i henni. Vegna synda föðursins dregur Rank af þvi siðferðilega álykt- un: „ í hverri einustu fjölskyldu er hægt að finna eitthvað viðlíka grimmdarlega gjaldheimtu". Hann á ekki einungis við, að við erfum likamleg einkenni feðranna, heldur einnig hugsunar- háttinn og önnur einkenni í þeim dúr. Nóra á að hafa erft einhver slik einkenni frá föður sinum, en hún sýnir okkur fram á, að hennar örlög eru umflýjanleg. Rank er hins vegar dauðadæmdur. Það, sem Nóra þarf til, er að sjá fáránleikann i kröfunni um hlýðni við viðurkenndar skoðanir og þá um leið hvaða afleið- ingar þena hefur i för með sér fyrir einstaklinginn. Hún kemst að einhverri slikri niðurstöðu, og hún þarf hugrekki til, þvi að i rauninni erhún að bjóða samfélaginu byrginn. Andlegt smit Snemma i leikritinu eru þau Helmershjónin að tala um Krogstad og Þorvaldur lýsir að sjálfsögðu vanþóknun sinni á honum. Þorvaldur segir m.a.: „Vegna þess að svona lygavefur fæðir alltaf af sér smit og sýkir allt heimilislifið. Allt það, sem börnin anda að sér á svona heimili, getur reynzt þeim dýrkeypt síðar". Nóra verður eðlilega skelkuð við þessi orð, þvi að hún hefur sjálf visvitandi logið og drýgt sams konar glæp og Krogstad. „Næstum allir, sem snemma verða vandræðamanneskjur, hafa átt lygnar mæður", segir Þorvaldur og bætir við, að náttúrulega gildi það sama um feður. „Ég finn bókstaflega til likamlegrar vanlýðunar i návist svona fólks: „Hræsni Þorvalds skýrist í lokin, þegar málinu er „bjargað" og hann vill halda Nóru. Þegar Þorvaldur talar um smit felst ekki annað i þvi en að með umgangi við annað fólk tileinkum við okkur einkenni þess að einhverju leyti. Hér er aðeins um að ræða afurðir eftirtektar og hermigáfu okkar. Það er vitund okkar, sem er að verki Hún nemur gott og illt úr umhverfinu og mótar þannig persónuleika okkar. Maðurinn mótast af umhverfi sinu, en hann getur ekki mótazt af innistöðum annarra, leyndarmáli t.d.. sem enginn þekkir nema viðkomandi einn. Þannig gætu börn Nóru ekki skaðazt af glæp móðurinnar nema þeim væri sagt frá honum. EinUrigis sú staðreynd, að hún framdi glæp getur ekki smitað börnin. En eins og Þorvaldur lýsir þessu fyrir Nóru þarf ekki annað til en návist til að „siðferðilegt smit" geti átt sér stað. Svarið við fullyrðingum Þorvalds er að sjálfsögðu neitandi þvi að ef hann hefði rétt fyrir sér, ætti hann að finna til sömu iikamlegu vanliðunar i návist Nóru og hann finnur i návist Krogstads. Þannig færir hann okkur rökin gegn eigin fullyrð- ingum sjálfur. Lævís lævirki Vel að merkja. Nóra frelsast. Hún gerir kröfur til sjálfrar sin og fullnægir þeim. Að þessu leyti er hún sigurvegari. Eigin- maðurinn Þorvaldur leit alla tíð á hana sem lævirkja, en hún reyndist lævísari en lævirki. En hvað með veslings Þorvald? Er hann ekki á sama hátt fangi og hún var fangi? Hefði hann ekki þurft að gera uppreisn gegn sjálfum sér og samfélagsskoðun- um sínum á sama hátt og Nóra gerði uppreisn? Hún er sigurvegarinn i lok leiksins, hann andlegur kryppl- ingur. Að halda andlitinu i augum heimsins er mikilvægast af öllu fyrir hann. Hræsnisfullir borgarar á borð við hann vaða uppi á okkar timum. Það þarf ekki annað en að fara niður i Austurstræti eða i „kaffi á Borginni". Þorvaldur okkar tima eru að sjálfsögðu öðru visi en Helmer. Samfélagsskoðanirnar eru aðrar og tónn tízkunnar breytist örar. Þess vegna er kannski erfiðara að vera sjálfum sér samkvæmur Þorvaldurnú til dags en á siðari hluta siðustu aldar. Halldór Halldórsson. Hanna, Ajax og eldhúsræstingin Eða þegar Hanna kynntist því, að fljótandi Ajax með Salmíak-Plús er fljótvirkast og áhrifamest við að fjarlægja jafnvel erfiðustu óhreinindi í eldhúsinu. mao samtK-pius > '(( Bf r*nt som //i an hvid tornado /JÁ mKiWAwm Fljótandi Ajax gerirhreinteins og hvítur stormsveipur. 2. Enda byrjaði föstudagurinn ekki sérlega skemmtilega. Heppilegt, að ég hafði keypt Ajax. 3.Tvær brusahcttur 1 fotu af vatni nægðu til að gera cldhúsið skínandi hreint aftur. 1. Ég hafði átt við matargerð allan fimmtudaginn og bjóst því við óvenjuerfiðri föstudagsræstingu. 6. »Þetta gekk eins og í sögu með Ajax, og nú er eldhúsið mitt alltaf ljómandi hreint. Og svo angar það auk þess af hreinleika.« 4. Það nægði að strjúka lauslega af skáphurðum til þess að þær yrðu gljáandi á ný. Ajax eyddi á stundinni allri fitu og blettum. 5.0g fastbrennd »uppúrsuðan« á eldavélinni sem alltaf er erfið, lét undan fyrir ögn NÖRA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.