Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Síða 11
VÍSUR
úr safni Sigurðar
Björgólfssonar
Árni frá Múla, þingmaður og faðir þeirra Jóns Múla og
Jónasar Árnasona, varprýðilega hagmæltur eins og fjöldi
Þingeyinga var á þeim tíma. Eftirfarandi visa er eftir Árna
og flokkast hún greinilega undir niðvisur, en ekki er vitað
um hvern Árni orti:
Öll hann svikur orð og vé
enginn slikur mundi,
enda erflikað, að hann sé
út af tik og hundi.
X
Snemma beygist krókurinn. segir hið fornkveðna og
sum skáld voru ótrúlega ung að árum. þegar þau köstuðu
fram fyrstu stökunni. Hér er ein slík. Höfundur er Jón
Ólafsson og var hann aðeins 7 ára, þegar honum varð
vísan á munni:
Ég er hissa hreint á þvi
hvað minn koppur þjáist;
rúmið pissa ætla ég i
án þess koppur fáist.
X
Um togstreituna milli hins góða og hins illa hefur
Kjartan Sveinsson ort þessa vlsu:
Oft er mínum innsta strák
ofraun þaraf sprottin
í mér tefla alltaf skák
andskotinn og drottinn.
x
Eitt mesta meistarastykki i íslenzkri visnagerð er
sléttubandavisan fræga, sem snýr merkingunni, þegar
farið er með hana aftur á bak:
Grundardóma, hvergi hann
hallar réttu máli.
Stundarsóma, aldrei ann
örgu pretta táli.
Séra Magnús Einarsson á Tjörn, hefur bersýnilega haft
þessa fyrrgreindu visu til viðmiðunar, þegar hann orti um
Þórarin sýslumann á Grund:
Dyggðum safnar, varla vann
verkin ódyggðanna.
Lygðum hafnar, aldrei ann
athöfn vondra manna.
f visnasafni Sigurðar Björgúlfssonar er slangur af
visum, sem auðkenndar eru með spurningarmerki og má
af þvi ráða, að honum hafi ekki verið kunnugt um
höfund, né heldur tilefni. Hvorttveggja er að visu mikill
galli og rýrir gildi visnanna. En kannski getur einhver
lesandi upplýst, hver eða hverjir ort hafi og þá einnig sagt
frá tilefninu.
Út á bæi ætla ég mér
er þar kot i mónum.
Enginn dregur þótt ætli sér
annars fisk úr sjónum.
Tímann líður óðum á
æðstu ráðin bundin.
Dauðinn bíðurdyrum hjá
dýr er náðarstundin.
Ef ég tala orð við mann
eykur kala um sinn rann,
ef ég þegi eina stund
allirsveia minni lund.
Hvernig sem að högum fer
heims um víðar álfur
getur enginn gefið sér
gæfulánið sjálfur.
Ber nú margt fyrir brúnaskjá,
sem betra væri að muna,
en feigum horfi ég augum á
alla náttúruna.
x
Indriði Þorkelsson á Fjalli hefur þessa heimspekilegu
huggun fram að færa, þegar þrautirnar þjá:
Mér finnst oft, er þrautir þjá,
þulið mjúkt við eyra:
Þetta er eins og ekkert hjá
öðru stærra og meira.
Jón Jónsson frá Skarfanesi á Landi orti rimur af
Indriða ilbreið. Þar er meðal annars þessi visa:
Vindurgall ívoðunum,
velti fallið gnoðunum,
belgurskall við boðunum,
borðið vall i froðunum.
Þetta er úr visnasafni Sigurðar Björgólfssonar. Eins og
að likum lætur — og raunar eins og vonazt hafði verið
eftir — eru nútima visnasmiðir komnir á kreik og byrjaðir
að senda þættinum visur. Eins og gengur eru þær upp og
ofan og verður valið úr og birt eitthvað af þvi, sem berst,
jafnframt þvi, sem haldið verður áfram að birta visur úr
safni Sigurðar Björgólfssonar.
X
Af aðsendum visum birtum við fyrst Vetrarvisur eftir
Lúðvig T. Helgason:
Nú er horfin sumarsól
og söngur fugla hljóður.
Vetur sveipast kuldakjól,
klaka er bundinn gróður.
Þegar herjar frost og fjúk
á fátæka og rík,
verður stundum sálin sjúk
og sálarhylkið líka.
Sina töfra einnig á
árstíð dimmra skugga:
Kuldalega fegurð fá
frostrósirá glugga.
X
I visnaþættinum birtist meðal annars alkunn visa frá
ástandsárunum svonefndu:
Þegar Kaninn kom hér inn
kættist gjörvöll þjóðin
átján vetra í annað sinn
urðu sextug fljóðin.
Sagt var, að höfundur væri ókunnur. Nú hefur hann
gefið sig fram. Hann er Knútur Þorsteinsson og hefur
Lesbók nokkrum sinnum birt Ijóð eftir hann. Segir hann
visuna hafa birzt á sinum tima I visnaþætti i Útvarpstið-
indum.
Þorsteinn Antonsson
Listgagnrýnandinn
og
reiknistokkurinn
3. hluti
Er skáldskapur lifsflótti? Deyfðin er
lifsflótti, augljóst er af framansögðu,
að skáldskapur, andstæða hennar, er
það ekki.
Hleypidómar af ýmsum toga móta
skoðanir manna um listir.
Um listagáfuna feem náðargjáfu. Enn
þá er algengt, að menn telji listagáf-
una vera náðargáfu. sem aðeins fá-
mennur minni hluti sé gæddur.
Ákveðna, í eitt skipti fyrir öll, af
erfðum. Þeim, sem hana hafi, hæfi
sérstakir umgengnishættir og til
þeirra verði ekki gerðar sömu kröfur
og annarra manna. T.d. séu þeir
undanþegnir stjórnmálavafstri. Einn
hafi stjórnmálagáfu, annar stærð-
fræðigáfu, þriðji listagáfu, fjórði sé
laginn í höndunum o.s.frv. hverjum
og einum hæfi ákveðin rás. Sam-
kvæmt sjónarmiðinu er tilgangur
með listsköpun fenginn strax að
henni lokinni, sá þroski sem höfund-
ur gat tekið út með gerð verksins,
fenginn. Höfundur dreifir eintökum
af verkum sínum, samkvæmt þessu,
til að ná til hinna listfengu (Steinn
Steinarr sagði um skáldskapinn, að
hann væri sendibréf frá einum
höfundi til annars); öllum þorra
manna listfengið hins vegar yfirskil-
vitlegt, innstilling hans á listform.
blind fylgispekt, hlutadýrkun,
metnaður, forvitni, eða dýrkun á
ákveðnum mönnum, og listamað-
urinn reynir að ná til hinna ólist-
fengu af fjárhagsástæðum helst. Þar
sem lítil von er um hagnað af
dreifingu listaverka, verður hún frá
þessu sjónarmiði greiðasemi, stund-
um lýjandi góðvild. Sjónarmiðið er
úrelt og rangt, nema að þvi leyti sem
lýtur að persónu listamanns. Með
vaxandi tortryggni á ræðni i félags-
formum hafa æ fleiri komið auga á,
að flest í mannlegum samskiptum,
þar með félagsformin sjálf, er til-
búningur magnaðrar sköpunargáfu,
sem aðeins nýtur sin misjafnlega,
eftir þvi hver á I hlut. Við erum öll
listamenn, og listin á erindi við alla.
Um að listamaðurinn sé brugghús.
Enn algengari er sú ætlun manna. að
listamenn séu ósjálfbjarga gagnvart
umhverfisáhrifum. rómantfk f listum
er það kallað, þegar verk bera með
sér opinskátt, að þau eru afsprengi
viðleitni til að opna skynsvið manns-
hugans, listamanni er ofurnæmleik-
inn lífsviðhorf (van Gough), en þó að
það sé vilji hans að fá rönd við reist
gegn skorðum, sem skynsemi hans
eru fullljósar: að hann er ein
manneskja. stað og tímasett, og
verk hans beri keim af þessum vilja,
sé jafn vel freistandi að lita þau, sem
algera andstöðuyfirlýsingu við
þessar skorður; þótt hann leitist við
að upprifa I fmyndunum hið óger-
lega. er rithöfundur ekki óhjákvæmi-
lega rómantiskur, hann hlýtur að
teljast raunsær, ef hann hefur
skilning á, að til þessa er honum
skáldskapurinn ómissandi stjórntæki
og um leið hvers eðlis það stjórntæki
er. Hvað skáldskap viðvikur, þá
krefst hann alltaf mikillar úrvinnslu
og þónokkrar sérhæfingar: þótt verk
séu ólgandi af blæbrigðum er
ástæðan sú, að höfundur hefur náð
sterkumltökum á tækni sinni fremur
en að hann sé dagfarslega svo gagn-
tekinn, sem verkið virðist bera með
sér, af öllu, sem hann skynjar; undir-
vitund tekur við áreitum, hver sem á
i hlut, og kyrrsetur þau flest. Enginn
maður gæti afborið öll þau margvís-
legu áhrif, sem að honum drffa linnu-
laust, án einhverrar stjórnsemdar.
Til þess arna þroskast persónuleik-
inn og þrátt fyrir ýmiskonar
magiska viðleitni hafa menn ekki
getað komist hjá þeint þroska. að-
eins haldið í við hann.
Skáldskapur hefur hins vegar all
lengi verið notaður i þvl skyni að
geta a.m.k. um stund þóttst vera
persónuleikalaus. Menn gleyma sér.
áhyggjum sinum o.s.frv. yfir bókum.
Samsama sig goðsögupersónunni
„skáldinu," sem svo leysist upp f
reyk og imyndun að lestri loknum.
Þetta rómantiska viðhorf til skáld-
skapar hefur mörgum hætt til að
heimfæra á sjálfa viðleitnina og ætla
hana þess vegna Iffsflótta. Þegar
menn á miðöldum. óvitandi um per-
sónuleika sinn og þroskaleiðir hans,
sökum magiskra menningarhefða,
hættu að gamna sér við nornabrenn-
ur og dreifibréf um þær. var ástæðan
ekki sinnaskipti af neinu tagi, heldur
sú m.a. að á almannavitorð komst,
að hægt var að hafa áhættuminna
gaman af skáldsögulestri. Leiði
manna og sturlkenndur ótti við allt
og alla hefur á þessum timum verið
meiri en venjulegum nútimamanni
getur að likindum órað fyrir. Á upp-
gangstimum skáldsögugerðar,
siðustu tvær aldir hefur því krafan
um skemmtunargildi skáldsagna,
sem og. að af þeim væri hægt að
hafa öryggi, verið ráðandi f viðhorf-
um manna til þeirra. (Sjá, „The
Occult" eftir Colin Wilson I. útg.
1971.). En samhliða því að svala
þörf millistéttarinnar fyrir hneyksli
og kjaftasögur gegndi þessi aðferð
millistéttarmannsins til að fjalla án
áhættu um yfirvald sitt, þegar það
var hættulegra víðast hvar en nú er
(sbr. þó nú Solzhenisin) ósýnilegu
hlutverki. Hún efldist, eftir þvi sem
uppgangur stéttarinnar varð meiri,
sem sjálf dafnaði fyrir tilstuðlan upp-
lýsingar og iðnbyltingar, og gengdi
því pólitíska hlutverki að opna hinar
fornu þjóðfélagsgerðir. Höfundarnir
voru fullkomlega háðir hinni
borgaralegu stétt sálrænt sem fjár-
hagslega. Um enga stéttarlega vit-
und var að ræða.
Það gildir um síðustu aldir, en
einnig að mestu um tuttugustu öld-
ina. Skáldskapur vitundarleysis —
gamanmála, öryggis, persónuleika-
leysis — er núorðið tryggur fram-
leiðsluvarningur, hinar svokölluðu
afþreyingarbókmenntir, en rit-
Framhald á bls. 12.